Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar Ásmunds-son fæddist í
Reykjavík 3. nóvem-
ber 1954. Hann lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 29. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Ásmundur
Einarsson, f. 1929, d.
1965, og Margrét
Kjartansdóttir, f.
1931. Stjúpfaðir Ein-
ars er Vigfús Sól-
berg Vigfússon, f.
1925. Hálfbróðir
Einars var Kjartan
Jóhannsson, f. 1951,
d. 1989. Bræður Einars eru Magn-
ús, f. 1955, Ólafur, f. 1957, og
Svavar Helgi, f. 1959.
Einar kvæntist 9. október 1976
Hjálmfríði B. Jóhannsdóttur frá
1976–1978. Síðan stundaði hann
sjómennsku og meðfram banka-
störf í Neskaupstað. Árin 1986–
1987 stundaði Einar nám í útgerð-
artækni við Tækniskóla Íslands.
1987–1989 vann hann sem sölu-
stjóri hjá Marbakka. Árið 1989
stofnaði hann ásamt öðrum OGGA
ehf. Starfar fyrirtækið við mark-
aðsþjónustu í sjávarútveginum,
einkum þjónustu við japanska fisk-
kaupendur. Árið 1998 seldi Einar
hlut sinn og starfaði sjálfstætt við
markaðsþjónustu og ýmis verkefni
eftir það. Aðaláhugamál Einars
var hestamennska og þar starfaði
hann töluvert að félagsmálum, var
m.a. formaður Hestamannafélags-
ins Blæs í Neskaupstað í þrjú ár og
síðustu árin í stjórn Íþróttadeildar
Hestamannafélagsins Fáks. Einar
lék handknattleik með KR og var
þar virkur félagi til margra ára.
Þá var hann og félagi í Knatt-
spyrnufélaginu Lunch United.
Útför Einars verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Neskaupstað, f. 27.2.
1952. Hún er dóttir Jó-
hanns Jónssonar, f.
1918, d. 1996, og
Soffíu Helgadóttur, f.
1925, d. 2001, bæði frá
Neskaupstað. Börn
Einars og Hjálmfríðar
eru: a) Ásmundur
kennari, f. 1976,
kvæntur Helgu Berg-
lindi Guðmundsdóttur
íþróttakennara, f.
1975. Börn þeirra eru
Rósa Björk og Einar.
b) Kristín Helga, nemi
í hjúkrunafræði, f.
1982, unnusti hennar er Sigurður
Hrannar Hjaltason, f. 1982.
Einar tók stúdentspróf frá
Verslunarskóla Íslands 1976.
Hann var starfsmaður Sindrastáls
Ef sorgin á að vera jöfn gleðinni,
sem þú gafst þeim
er voru nærri þér,
þá verður hún að vera sár.
(Sr. Bragi Skúlason.)
Elsku bróðir og mágur, erfitt er að
kveðja þig í blóma lífsins, við sem
áttum eftir að gera svo margt saman.
Góðar minningar um frábærar
stundir með þér og Hjöllu, oftar en
ekki í sveitinni þar sem þér leið svo
vel með hestana næst þér og fjöl-
skylduna þér við hlið. Þetta mun lifa í
minningunni og hjálpa okkur að tak-
ast á við sorgina.
Aðdáunarvert hefur verið að fylgj-
ast með þér berjast allt síðasta ár. Þú
varst alltaf svo bjartsýnn og barst
þig svo vel að auðvelt var að gleyma
að þú værir veikur. Þú ætlaðir að
hafa sigur og verða frískur á ný.
Elsku Einar, nú vitum við að þér líð-
ur vel, allar þrautir að baki og kveðj-
um þig með þakklæti fyrir allt. Minn-
ingin um góðan bróðir og mág
geymum við í hjarta okkar. Við biðj-
um þann sem öllu ræður að halda
verndarhendi yfir elsku Hjöllu,
Adda, Helgu, Kristínu, Sigga,
mömmu og Sóla og styrkja okkur öll
í þessari miklu sorg.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Guð geymi þig elsku bróðir og
mágur.
Magnús, Ólafur, Salgerður,
Víví, Svavar, Pálína
og fjölskyldur.
„Þakka ykkur fyrir að hafa komið,
skiliði kveðju til allra,“ þetta voru
síðustu orð Einars Ásmundssonar til
okkar, sunnudaginn 27. september.
Sama æðruleysið og kjarkurinn til
síðustu stundar. Við vorum að kveðj-
ast, búast á brott og hann líka, en á
sitt hvorn veginn. Hann var sem fyrr
rólegur og yfirvegaður og það brá
fyrir gamalkunnri glettni þegar
gamalt bar á góma, hugurinn var þá
stundina skýr, en við vissum öll að
hverju stefndi. Lokakallið kom
tveimur dögum síðar, fyrr en við átt-
um von á, fyrir tveimur mánuðum
eða svo. Þá talaði hann um nýja lyfið
sem hann átti að fá, en fékk aldrei, til
þess var hann of langt leiddur.
Við skiljum ekki þann kjark og
það æðruleysi sem fólki er gefið
þrátt fyrir að það viti að ekkert bíður
þess nema dauðinn. Það æðruleysi
og kjarkur sem Einar og ekki síður
Hjalla og börnin sýndu meðan á öllu
þessu stóð er einstaklega aðdáunar-
vert.
Það er hverjum manni mikilsvert
að kynnast manni eins og Einari og
allir verða betri fyrir bragðið. Heil-
steyptur og hreinskiptinn í vináttu
sinni, trúr og vinafastur og lagði
aldrei nokkrum manni illt til. Við
munum sakna hans sárlega.
Í dag þegar hann er til moldar
borinn munum við sitja í sænsku
kirkjunni hér á Kanarí og hugsa til
ykkar sem heima eruð. Við erum
þakklát fyrir áralöng kynni okkar af
Einari Ásmundssyni, sem einkennd-
ust af fölskvalausri vináttu. Við
kveðjum kæran mág og svila en um-
framt allt traustan og góðan dreng.
Elsku, elsku Hjalla okkar. Þú hefur
misst svo mikið á svo stuttum tíma
og þú hefur sýnt ótrúlegt æðruleysi
síðustu mánuði. Við biðjum algóðan
Guð að vera með þér, Adda og fjöl-
skyldu og Kristínu Helgu, svo og
móður og bræðrum Einars.
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu Einars Ásmundssonar og þökk-
um honum samfylgdina af heilum
hug.
Jón Einar og Elma.
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
Í mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. –
Og knapinn á hestbaki er kóngur um
stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
Líkleg finna allir hestamenn sann-
leik í Fákum, Einars Benediktsonar
en fáa á kvæðið eins vel við og Einar
heitinn frænda minn. Alla tíð sem ég
man eftir honum var hann viðriðinn
hesta. Stundaði ræktun, tamdi og
keppti. Ég naut þeirrar gæfu að end-
urnýja kynni mín af Einar fyrir
nokkrum árum er ég tók upp á því að
stunda hestamennsku kominn á
miðjan aldur. Mín hestamennska var
ekki í sama gæðaflokki og hjá Einari
meira af áhuga en getu, og þá naut
ég góðs af því að geta sótt ráð til
frænda míns. Einar var ósérhlífinn
og ætíð fús að liðsinna öðrum. Það
var alltaf gott að umgangast hann
því lundin var létt, þó ekki væri hann
skaplaus. Einar og kona hans Hjálm-
fríður voru einstaklega samrýnd.
Greinilegt var að þau báru virðingu
hvort fyrir öðru. Nutu þau þess að
fara í útreiðartúra bæði langa og
stutta, og var bæði skemmtilegt og
fróðlegt að vera með þeim í för. Þau
hjónin voru ónísk á að leyfa öðrum að
prófa hestana sína, gæðingar allir
með tölu, enda var Einar alltaf vel
ríðandi. Fyrir rúmu ári greindist
Einar með banvænan sjúkdóm. Þeg-
ar hann sagði mér frá því var eins og
þetta væri ekkert merkilegt. Það var
lýsandi fyrir skapgerð hans að vera
ekki að íþyngja öðrum með sínum
eigin raunum. Við sem umgengust
hann gátum ekki séð að hann væri
mjög þjakaður, fyrr en undir það síð-
asta. Samt hélt hann áfram að gefa af
sér af sinni einstöku ósérhlífni. Einar
auðgaði líf þeirra sem kynntust hon-
um og við munum minnast hans með
virðingu og hlýhug.
Hjálmfríði konu hans, Ásmundi og
Kristínu Helgu votta ég mínar inni-
legust samúðarkveðjur.
Árni Ingason.
Við fráfall Einars, vinar og
frænda, reikar hugurinn til baka yfir
farinn veg.
Til æskuáranna á Hverfisgötunni,
vestur á Mela og til sumranna uppi
við Hafravatn. Þangað var flutt í
sumarbyrjun þar sem fjölskyldur
okkar áttu sumarbústaði hlið við
hlið. Þaðan sóttu feður okkar og
bræðurnir Ásmundur og Þórður
vinnu niður í Sindra. Það var ósjald-
an sem við sátum fyrir þeim seinni-
part dags uppi við Úlfarsfell til að fá
far í bíl heim í bústað.
Við Einar urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að alast upp í faðmi fjöl-
skyldna þar sem fjölskyldubönd voru
sterk, með miðpunktinn hjá Jakob-
ínu ömmu og Einari afa, þar sem
stórfjölskyldan kom reglulega sam-
an.
Þegar við fórum að stálpast fórum
við gjarnan í ýmsar ferðir með Ein-
ari afa um sveitir og óbyggðir lands-
ins, hvort sem var á hestum eða ak-
andi, og var þá komið við á bæjum og
spjallað við heimafólk. Ekkert síðri
voru heimsóknir til vina og kunn-
ingja afa í bænum, sam hann tók
okkur með í, þegar Einar afi og
kunningjarnir komust á flug í sögu-
flutningi sínum, ekki hvað síst við
það að nýir hlustendur voru með í
för. Sögurnar voru góðar og lær-
dómsríkar hvort sem þær voru sann-
ar eða kanski dálítið færðar í stílinn.
Þetta voru samskipti við fólk sem við
höfum sjálfsagt búið að allar götur
síðan.
Fyrir rúmu ári sagði Einar mér að
hann hefði greinst með krabbamein,
hann gerði ekki mikið úr þessu, frek-
ar en hans var háttur, þetta var bara
hlutur sem hann ætlaði að kljást við
og sigrast á. Einar barðist við sjúk-
dóm sinn með mikilli reisn fram á
síðasta dag.
Hann stundaði hestamennskuna
sem aldrei fyrr, en í henni naut hann
lífsins alltaf best.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð góðan vin í dag og geymi
góðar minningar um samverustundir
með mér til æviloka.
Ásgeir Þórðarson.
Við Einar vorum systkinabörn en
ekki mjög náin í gegn um tíðina þar
til fyrir rúmum tveimur árum að ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
leiðir okkar Einars og Hjöllu lágu
saman þegar þau fengu aðstöðu fyrir
nokkra hesta í hesthúsi bróður míns.
Við systkinin fengum síðan hagabeit
fyrir okkar hesta í Haga, landi þeirra
hjóna. Einar og bræður hans urðu
miklir áhrifavaldar í mínu lífi þegar
þeir gáfu mér fyrsta hestinn minn í
fermingargjöf og lögðu þannig
grunninn að minni hestamennsku.
Einar var mikill hestamaður, átti
marga góða hesta og var á þeirri
skoðun að það væri sóun á tíma og
fjármunum að vera illa ríðandi enda
fór það svo að hann lánaði mér til af-
nota í 2 vetur gamlan gæðing sem
fæddist honum og hefur þjónað fjöl-
skyldunni í tæp 20 ár. Hann var á því
að hesturinn gæti kennt mér það
sem upp á mína hestamennsku vant-
aði. Einar var óspar á góð ráð mér til
handa þegar að hestamennsku kom
og var virkilega gaman að stússast
með honum í kring um hestana. Ég
drakk í mig hvern fróðleiksmola sem
frá honum kom og mun búa að þess-
um tíma um ókomin ár. Einar var
einstaklega hjálpsamur maður, var
ætíð boðinn og búinn að hjálpa til við
EINAR
ÁSMUNDSSON
Elskuleg móðir okkar,
RÓSA ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Víðinesi,
lést að morgni þriðjudagsins 5. nóvember.
Gestur Gunnarsson,
Erla Gunnarsdóttir,
Katrín Gunnarsdóttir,
Auður Gunnarsdóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐJÓN HELGASON,
frá Hlíðarenda,
Fljótshlíð,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, mánu-
daginn 4. nóvember.
Þóra Ágústsdóttir
og börn hins látna.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
Skjóli,
áður til heimilis í Gnoðarvogi 52,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
5. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibergur Jón Georgsson, Sigríður Kr. Gunnarsdóttir,
Eiríkur Oddur Georgsson, Ragnhildur Björk Sveinsdóttir,
Georg Kristjánsson, Dóróthea Huld Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ANNES SVAVAR ÞORLÁKSSON
frá Veiðileysu
Álfabergi 4,
Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 5. nóvember sl.
Útförin auglýst síðar.
Gréta Böðvarsdóttir,
Anna Þórný Annesdóttir, Þorgeir Pétur Svavarsson,
Svavar Þór Annesson, Hulda Sigríður Salómonsdóttir,
Gerður Guðmundsdóttir
og barnabörn.
JÓN ÓLAFSSON
frá Hamri í Hamarsfirði,
fyrrv. lögreglumaður á Eskifirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
aðfaranótt þriðjudagsins 5. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Valdís Ármann.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
fyrrverandi kaupmaður í Straumnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðviku-
daginn 6. nóvember.
Kristín Sigtryggsdóttir,
Sigtryggur Jónsson, Lína Margrét Þórðardóttir,
Sigurður Jónsson, Jófríður Halldórsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir, Róbert Melax,
Ágústa Jónsdóttir, Helgi Baldvinsson,
Steingrímur Jónsson, Ásta Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.