Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 45

Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 45 ...með Uppskeruhátíðina sem verður haldin á Grand Hóteli Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember nk. og... ...með þá ákvörðun að setja sér metnaðarfulla vottaða umhverfisstefnu. Við óskum ferðaþjónustubændum til hamingju... Af því tilefni bjóðum við ferðaþjónustubændum og gestum þeirra að koma og skoða það sem við höfum upp á að bjóða í umhverfisvænum vörum á Grand Hóteli Reykjavík frá kl. 15.30 til 17.30 mánudaginn 11. nóvember nk. Góða skemmtun! Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri EFTIR þrjú jafntefli í röð og svo tap gegn Ítölum náði íslenska karla- liðið að sigra Mexíkó í 10. umferð Ól- ympíuskákmótsins. Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson sigruðu í sínum skákum, Helgi Ólafs- son gerði stutt jafntefli, en Jón Garð- ar Viðarsson missti sína skák í tap eft- ir að hafa átt góða jafnteflismögu- leika. Hannes Hlífar hefur fengið 6½ vinning í 8 skákum á fyrsta borði og samsvarar árangur hans 2.771 skák- stigum. Hann hefur allt mótið verið í hópi þeirra skákmanna sem bestum árangri hafa náð og eftir 10 umferðir hafa aðeins 9 skákmenn náð betri ár- angri. Næsti maður fyrir ofan hann, með örlítið betri árangur, er sjálfur heimsmeistarinn Ruslan Ponomariov, þannig að Hannes er í góðum fé- lagsskap. Einstök úrslit urðu sem hér segir hjá karlasveitinni: 1. Hannes Hlífar Stefánsson – D. Aldama (2.443) 1–0 2. Helgi Ólafsson – J. Gonzalez (2.416) ½–½ 3. Þröstur Þórhallsson – R. Esp- inosa (2.414) 1–0 4. Jón G. Viðarsson – F. Garmend- ez (2.408) 0–1 Kvennaliðið tapaði fyrir Brasilíu með ½ vinningi gegn 2½. Það var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem gerði jafntefli, en Harpa Ingólfsdóttir hvíldi: 1. S. Chang (2.147) – Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ½–½ 2. T. Duarte (2.130) – Aldís Rún Lárusdóttir 1–0 3. I. Santana – Anna B. Þorgríms- dóttir 1–0 Karlaliðið er nú í 44.–50. sæti í opn- um flokki með 21½ vinning, sem er nokkuð í samræmi við styrleika þess miðað við önnur lið. Kvennaliðið er í 65.–67. sæti, en það er í 75. sæti í styrkleikaröðinni, þannig að enn er liðið aðeins fyrir ofan það viðmið. Rússar halda forystunni í opna flokknum og eru með 28½ vinning. Ungverjar koma næstir með 27½ vinning, en Englendingar og Þjóð- verjar deila 3.–4. sæti með 26 vinn- inga. Í kvennaflokki hefur Georgía 24 vinninga og er með 2½ vinning í for- skot á Kína sem er í 2. sæti með 21½ vinning. Bandaríkin og Rúmenía eru í 3.–4. sæti með 20½ vinning. Keppt við Katalóníu Taflfélag Garðabæjar og Skáksam- band Katalóníu hafa að undanförnu unnið að skipulagningu á keppni milli úrvalsliðs Katalóníu, sem hefur sterk- ur liði á að skipa, og liðs frá Íslandi. Keppnin fer fram í Girona, sem er klukkutíma lestarferð frá Barcelona. Keppt verður á átta borðum, þar af verða tveir unglingar og tvær konur. Teflt verður 12.–13. nóvember. Aðal- lið Íslands verður þannig skipað: 1. IM Jón V. Gunnarsson (2.369) 2. FM Sigurður D. Sigfússon (2.367) 3. FM Bragi Þorfinnsson (2.357) 4. FM Arnar Gunnarsson (2.343) Tveir keppendur verða undir 20 ára aldri: 1. Davíð Kjartansson (2.224) 2. Halldór B. Halldórsson (2.168) Fulltrúar kvenþjóðarinnar verða: 1. Guðlaug Þorsteinsdóttir (1.900) 2. Áslaug Kristinsdóttir (1.600) Sigur gegn Mexíkó á Ólympíumótinu SKÁK Bled, Slóvenía 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt.–10. nóv. 2002 Daði Örn Jónsson Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 31. október sl. hófst keppni í Hraðsveitakeppni BS 2002. Alls taka 7 sveitir þátt í mótinu og var pörunum raðað niður í sveit- irnar með það fyrir augum að þær yrðu sem jafnastar að styrkleika. Mótið er þrjú kvöld. Efstir fyrsta kvöldið er staða sveitanna þessi: Anton, Pétur, Garðar og Helgi 607 Þröstur, Þórður, Birgir og Össur 568 Kristján, Björn, Guðrún og Páll 564 Ólafur, Guðjón, Sturla og Birgir B. 548 Gunnar, Bjarni, Gísli Þ. og Grímur M. 523 Höskuldur, Jón Smári, Guðmundur S. og Hörður 500 Brynjólfur, Guðmundur T., Gísli H. og Magnús 470 Meðalskor er 540. Ásamt því að keppa til verðlauna í sveitum verða þau pör sem standa sig best verðlaunuð. Staða efstu para er þessi: Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 51 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 45 Garðar Garðarsson – Helgi Hermannss. 22 Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 21 Sturla Þórðarson – Birgir Bjarnason 7 Ólafur Steinason – Guðjón Einarsson 7 Annað kvöldið í Hraðsveitakeppn- inni verður spilað fimmtudaginn 7. nóvember. Spilað verður að venju í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda Fyrsta bridskvöld byrjenda verð- ur fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20. Nú er tækifæri fyrir alla sem eru að taka sín fyrstu skref í brids- íþróttinni. Alla fimmtudaga í nóvem- ber verður létt spilamennska í Síðu- múla 37, 3. hæð, spilamennska hefst kl. 20. Leiðbeinandi verður Sigur- björn Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum og aðstoðar þá sem vilja við að finna spilafélaga. Íslandsmót kvenna í tvímenningi Mótið fer fram helgina 9.–10. nóv- ember í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37. Spilaður verður barómeter allir við alla og keppnisstjóri er Sigur- björn Haraldsson. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is. Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður haldið 16.–17. nóv- ember. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. jan. 1978 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót (h)eldri spilara í tví- menningi fer einnig fram sömu helgi. Lágmarksaldur er 50 ár og sam- anlagður aldur parsins minnst 110 ár. Bæði mótin eru haldin í Síðumúla 37 og byrja kl. 11 báða dagana. Keppnisstjóri er Björgvin Már. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Fimmtudaginn 31. okt. var spilað annað kvöld í firmakeppni Bridge- félagsins Munins í Sandgerði, en spilað var með hraðsveitarfyrir- komulagi, þ.e. allar við allar á hverju kvöldi. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti: sveit Stuðlabergs með 496 stig 2. sæti: sveit Sjóvár-Almennra með 486 stig 3. sæti: sveit Íslandsbanka með 447 stig Heildarstaðan er því: 1. sæti: sveit Sjóvár-Almennra með 963 stig Í sveitinni spila: Guðjóns Svavar Jensen - Karl Her- mannsson/Arnór Ragnarsson, Gísli Torfa- son - Jóhannes Sigurðsson. Í öðru sæti er sveit Stuðlabergs með 938 stig. Í sveitinni spiluðu: Randver Ragnarsson - Gunnar Guðbjörns- son, Kjartan Ólason - Óli Kjartansson. Í þriðja sæti er sveit Olís með 873 stig. Í sveitinni spila: Ævar Jónasson - Jón Gíslason, Trausti Þórð- arsson - Ingimar Sumarliðason/Þórir Hrafn- kelsson Fimmtudaginn 7. nóv. kl. 19:30, verður þriðja spilakvöld af fjórum í firmakeppninni. Spilað er á Mánagrund (við hest- húsin, milli Garðs, Sandgerðis og Keflavíkur), í félagsheimili brids- félaga á Suðurnesjum og hesta- manna. Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og eru allir hvattir til að mæta, brids- spilarar sem aðrir áhugamenn og áhorfendur. Bridsfélag Kópavogs Hafinn er fimm kvölda barómeter- tvímenningur með þátttöku 24 para. Formaður félagsins tók að sér að leiða hópinn, svona fyrsta kvöldið a.m.k.! Staða efstu para: Garðar V. Jónsson – Loftur Þ. Pétursson 79 Eggert Bergss. – Unnar A. Guðmundss. 63 Eðvarð Hallgrímsson – Þorsteinn Berg 49 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 46 Friðjón Margeirss. – Valdimar Sveinss. 40 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 4. nóv. sl. var spilað- ur eins kvölds tvímenningur, Howell. Meðalskor 210. Röð efstu para var eftirfarandi: Guðjón Sigurjónss. – Gylfi Baldurss. 253 Anna Guðl. Nielsen – Guðlaugur Niels. 243 Steinberg Ríkharðsson – Villi jr. 241 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 234 Jón Guðmar Jónss. – Friðjón Margeirss. 224 Mánudaginn 11. nóv. hefst Hrað- sveitakeppni sem spiluð verður 4 mánudagskvöld. Skráning á spilastað, Síðumúla 37, ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30 mánudaginn 11. nóv. nk. Þátt- taka er öllum heimil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.