Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 47
Efla prófkjör stjórnmálaflokka?
Félag stjórnmálafræðinga boðar til
fundar um prófkjör stjórn-
málaflokka og hvaða áhrif þau hafi á
flokksstarf þeirra. Fundurinn verð-
ur haldinn í dag, fimmtudaginn 7.
nóvember á efri hæð Sólon Íslandus,
klukkan 20:30.
Frummælandi er Svanborg Sig-
marsdóttir, stundakennari við Há-
skóla Íslands. í pallborðsumræðum
taka þátt Björn Ingi Hrafnsson,
upplýsingafulltrúi Framsóknar-
flokksins, Magnús Árni Magnússon,
aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans
á Bifröst, Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, alþingismaður og Ög-
mundur Jónasson, alþingismaður.
Í DAG STJÓRNMÁL
Rannsóknardagur Háskólans í
Reykjavík. Á árlegum rannsókn-
ardegi Háskólans í Reykjavík föstu-
daginn 8. nóvember kl. 12–17 verða
haldnir 14 opnir fyrirlestrar um
rannsóknir á fræðasviðum lögfræði,
tölvunarfræði/upplýsingatækni og
viðskipta. Kennir þar fjölmargra
grasa, s.s. pælingar um upplýs-
ingaskyldu og trúnaðarskyldu, út-
tekt á íslenskum heimasíðum og
rannsókn á innri hagvexti og end-
urnýjanlegum náttúruauðlindum,
segir í fréttatilkynningu. Rann-
sóknir verða sífellt veigameiri þáttur
í starfi Háskólans í Reykjavík. Má
sem dæmi nefna nýstofnaða Evr-
ópuréttarstofnun Háskólans í
Reykjavík undir forystu Einars Páls
Tamimi og Þekkingarsetrið, rann-
sóknarstofu í netkerfum og netþjón-
ustu sem m.a. vinnur að rann-
sóknum á margvarpshnútum sem
gætu valdið tímamótum í boðmiðlun
á internetinu. Á rannsóknardaginn
gefst fólki gott tækifæri til þess að
kynnast mörgum af þeim rann-
sóknum sem unnið er að og ræða við
rannsakendurna.
Hver fyrirlestur er um 45 mín. og
milli fyrirlestra gefst tóm til að
spjalla við fundargesti yfir kaffibolla
og kökusneið. Fyrirlestrarnir verða
haldnir á 3. hæð skólans frá kl. 12–17
og eru allir velkomnir.
Verðmætasköpun í afþreying-
ariðnaði Jakob Frímann Magn-
ússon tónlistarmaður og varaþing-
maður heldur fyrirlestur í Lögbergi
á morgun, föstudag, kl. 12.15. Jakob
Frímann mun m.a. fjalla um ný
sóknarfæri til verðmætasköpunar í
íslenskum vitundariðnaði, eflingu út-
rásar íslenskra fyrirtækja og virkj-
un ímyndunaraflsins. Rætt verður
um þær opinberu leiðir sem til
greina koma, í formi skattabreyt-
inga,
frumkvöðlasjóða, markaðssókna og
fleiri opinberra aðgerða. Að loknum
fyrirlestrinum fara fram umræður.
Með Jakobi Frímanni á fyrirlestr-
inum verður Bubbi Morthens tón-
listarmaður. Hann mun taka nokkur
lög í lokin.
Málþing hjúkrunarfræðideildar
Föstudaginn 8. nóvember verður op-
ið málþing í hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands. Það fer fram í Eir-
bergi við Eiríksgötu og stendur kl.
8:30–12:00. Þennan sama dag, kl.
13–17, verður opið hús og kynning á
starfsemi og verkefnum Lífefna- og
sameindalíffræðistofu læknadeildar
í húsnæði stofnunarinnar Lækna-
garði, Vatnsmýrarvegi 16. Allir eru
velkomnir.
Á MORGUN
Vistvæn byggingarstarfsemi
Ráðstefna um vistvæna bygging-
arstarfsemi verður haldin á Grand
Hótel 14. nóvember nk.
Á ráðstefnunni verður tekið á mál-
um sem hafa verið lítið til umræðu
hér á landi hingað til, verður m.a.
fjallað um meðferð bygging-
arúrgangs og endurnýtingu. Ljóst
er að Íslendingar eru á eftir öðrum
þjóðum Evrópu hvað þessi mál varð-
ar, segir í fréttatilkynnngu. Meðal
fyrirlesara verða
Edda Lilja Sveinsdóttir, mann-
virkjafræðingur hjá Rann-
sóknastofnun byggingaiðnaðarins,
Björn Marteinsson, arkitekt og
verkfræðingur, Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins, og Ronald
Rovers, stjórnarmaður iiSBE (Int-
ernational Initative for a sustainable
built environment), hann mun fjalla
um ýmsar hliðar á sjálfbærri þróun
byggingarmála á breiðum grund-
velli.
Að ráðstefnunni standa umhverf-
isráðuneytið, Samband íslenskra
sveitarfélaga, Staðardagskrá 21,
Framkvæmdasýsla ríkisins, Samtök
iðnaðarins, AÍ, VFÍ, TFÍ, Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins
og aðrir aðilar að verkefninu „Bygg-
ingarúrgangur á Íslandi“.
Landvinningar hjá Lýðskólanum
Lýðskólinn hefur undanfarin tvö ár
haft möguleika á að starfa í sam-
vinnu við danska lýðskóla. Á næsta
ári hefur Lýðskólinn tryggt sér fleiri
samstarfsaðila sem gefa íslenskum
nemendum á ýmsum aldri fjöl-
breytta möguleika á námi í Dan-
mörku. Skólarnir eru 7 talsins, einn
á Sjálandi, tveir á Fjóni og fjórir á
Jótlandi. Nýtilkomið er samstarf við
unglingalýðskóla sem tekur nem-
endur á sautjánda ári.
Á þeim fjórum misserum sem Lýð-
skólinn hefur starfað ytra hafa 76
nemendur nýtt sér þennan valkost.
Skólagjöld nema um 40.000 krónum
á mánuði þar sem öll kennsla, fæði
og húsnæði er innifalið. Á hverri önn
er farið í námsferð sunnar í álfuna
og kostar hún um 25.000 krónur.
Næstkomandi sunnudag klukkan
15.00 verður fundur í Norræna hús-
inu til að kynna þessa nýju landvinn-
inga Lýðskólans. Allir eru velkomn-
ir. Einnig er hægt að fá allar
upplýsingar hjá Oddi Albertssyni
um möguleika til lýðskólanáms á Ís-
landi.
Heilsuhringurinn
Haustfundur Heilsuhringsins verð-
ur haldinn í Norræna húsinu laug-
ardaginn 9. nóvember kl. 14. Fyr-
irlesarar verða Brynjólfur
Snorrason sjúkranuddari, en fyr-
irlestur hans nefnist „Er rafmengun
hugarburður eða staðreynd?“,
Valdemar G. Valdemarsson raf-
eindavirkjameistari fjallar um raf-
segulsvið.
Ráðstefna um hönnun og ræktun
„Hönnun og ræktun“ er yfirskrift
ráðstefnu til heiðurs Jóni H. Björns-
syni landslagsarkitekt og Óla Val
Hanssyni, fyrrverandi garð-
yrkjuráðunaut, sem verður haldin
föstudaginn 15. nóvember í sal
KFUM og K í Laugardal, á Holta-
vegi 28, Reykjavík. Þeir hafa báðir
starfað við íslenska garðyrkju í hálfa
öld og verksvið þeirra hefur spannað
alla þætti garðyrkjunnar.
Tveir erlendir fyrirlesarar verða
með erindi, Jukka Reikikainen, for-
stöðumaður grasagarðsins Mustila í
Finnlandi, og Rainer Stange, lands-
lagsarkitekt frá Ósló. Aðilar
að ráðstefnunni eru Garðyrkjuskól-
inn, Félags íslenskra landslags-
arkitekta,
Garðyrkjufélag Íslands, Skógrækt-
arfélagi Íslands og Rannsóknarstöð
Skógræktarinnar á Mógilsá. Ráð-
stefnan hefst kl. 10:45 og lýkur kl.
17:00 en þá hefst hátíðardagskrá í
garðskála Grasagarðsins í Reykja-
vík. Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans
eða á heimasíðu hans; www. reyk-
ir.is
Félagsfundur nýrnasjúkra
verður haldinn laugardaginn 9. nóv. í
kaffiteríunni í Hátúni 10 B (jarðhæð)
kl: 15.
Fundurinn er ætlaður fyrir alla fjöl-
skylduna m.a. spilað bingó.
Vakin er athygli á því að jólakortin
verða til sölu hjá Þjónususetri líkn-
arfélaga og einnig á fundinum.
Á NÆSTUNNI
Jón H. Björnsson (t.v.) og Óli Valur Hans-
son, sem báðir fagna 80 ára afmæli á
árinu og verða heiðraðir á ráðstefnunni
15. nóvember.
NEMENDUR Fjölbrautaskóla
Suðurlands halda árlega söng-
keppni sína í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30. Keppnin fer fram
í fokheldum Menningarsal Suður-
lands á Hótel Selfossi. 30 kepp-
endur taka þátt í keppninni og
um 50 manns koma að undirbún-
ingnum. mDómarar verða Berg-
þór Pálsson, Kristjana Stef-
ánsdóttir, Arnaldur F.
Haraldsson, Jasmín Ólsen og Rak-
el Magnúsdóttir. Söngkeppnin er
fastur og líflegur liður í félagslífi
nemenda og þeir leggja mikinn
metnað í að vel takist til.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nemendur voru að vinna að smíði leikmyndar fyrir söngkeppnina þegar
menntamálaráðherra kom ásamt fylgdarmönnum í heimsókn til að skoða
Menningarsalinn.
Söngkeppni Fjöl-
brautaskóla Suður-
lands haldin í kvöld
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að ákeyrslu á
hvíta Opel Astra fólksbifreið
(NS-948) við Týsgötu 7 nýlega.
Bifreiðinni var lagt þar í stæði
um kl. 20.30 1. nóv. en aðfara-
nótt þess 3. uppgötvaðist að ek-
ið hafði verið á hana. Miklar
skemmdir eru á vinstra fram-
horni hennar.
Tjónvaldur er ókunnur og
því er hann eða aðrir sem geta
gefið frekari upplýsingar beðn-
ir að snúa sér til umferðardeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum