Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 48

Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG fór einu sinni til Afríku. Mig hafði langað þangað síðan ég var pínulítil. Ætli það hafi ekki haft eitt- hvað að gera með það að Afríka var svo spennandi, hættuleg og fram- andi. Ég hafði heyrt um ljónin í Afr- íku, mannæturnar, hitann og svelt- andi börnin. Ég vissi að ég ætti eftir að fara þangað einhvern tímann, ég bara varð. Ég var því ekki lengi að grípa tækifærið þegar það gafst sumarið 1997, þegar ég var nítján vetra gömul. Loksins, loksins, hugs- aði ég. Ég skyldi þó ekki vera ein á ferð í myrkviðum Afríku. Ég fór með tólf manna hópi og leiðsögumanni á slóðir kristniboða í Kenýa, sem er í Austur-Afríku. Við kynntumst lífi og starfi kristniboðanna og fengum að taka þátt í því mikla boðunarstarfi sem þar fer fram. Lengstan hluta ferðarinnar bjó hópurinn okkar í Pókot-héraði. Þetta var engin venju- leg túristaferð. Við vorum í mikilli nálægð við Pókotbúana og fengum að sjá og kynnast menningu þeirra frá fyrstu hendi. Okkur var jafnvel margsinnis boðið í kaffiboð og mat- arboð í litlu moldarkofana þeirra. Þetta var frábær ferð og frábært fólk sem ég fékk að kynnast. Það sem þó snerti mig mest af því sem gerðist í ferðinni var hversu vinaleg- ir og gestrisnir Pókotbúarnir eru. Ég man jafnvel eftir því að hópnum mínum var boðið til veislu niðri á sléttunni. Við vissum vel að uppsker- an hafði ekki verið mikil hjá fólkinu og að það lifði naumt hvað mat varð- ar. Þess vegna var við því búist að veigar veislunnar yrðu hið dæmi- gerða kenýanska te sem kallað er chai og er bruggað úr geitamjólk. Hópurinn hafði fengið vel sinn skammt af þessum dýrindis drykk það sem af var ferðar og því bjugg- ust allir meðlimir hans við því að þurfa að innbyrða einn bolla í viðbót í þessari fyrrgreindu veislu. Þegar hópurinn svo mætir til veislunnar er eitthvað allt annað á boðstólum. Dýr- indis kartöflur og nýslátruð geit. Hverjum einasta bita af þessum dýr- indis veigum fylgdi samviskubit yfir því að vera að borða geitina sem hefði dugað nokkrum svöngum Pókotfjölskyldum til matar í nokkra daga. Pókotbúarnir vildu ekki heyra kvart eða kvein heldur horfðu á okk- ur borða og nutu þess að hafa getað veitt okkur svo vel af því litla sem þau höfðu. Nú er ein mín nánasta vinkona starfandi kristniboði í Pókot. Hún hefur sent út neyðarkall til hjálpar þessu fólki því mikill uppskerubrest- ur hefur orðið í Pókot. Ástæðan er skortur á rigningu og eru akrarnir þurrir og sviðnir. Jafnvel uppi í fjöll- unum þar sem gróðursælast er hefur rigingin svikið og enga uppskeru þangað að sækja. Jarðvegurinn er svo þurr að jafnvel sáðkornin eru fokin burt. Einnig er lítið sem ekkert gras fyrir búpeninginn að bíta og segir vinkona mín að ekki sé óal- gengt að hún geti talið rifbeinin í geitum og kúm, svo magur sé búpen- ingurinn. Uppskerubresturinn er nú þegar farinn að hafa áhrif á líf fólks, það er veikburða af næringarskorti og tíðni sjúkdóma hefur aukist. Kristniboðar í Pókot hafa fengið leyfi hjá æðstu ráðamönnum í Pókot til þess að skipuleggja neyðaraðstoð og hefja útdeilingu á mat. Ekki er þó hægt að hefja þessa aðstoð fyrr en fengist hafa peningar til að kaupa mat, t.d. maís, nýrnabaunir og olíu. Ástandið er ekki gott og það kem- ur bara til með að versna ef ekki kemur nein hjálp utan frá. Sú hjálp gæti þó borist of seint fyrir margar fjölskyldur. Þetta er neyðarkall eftir hjálp. Hungursneyð er í aðsigi og það vant- ar peninga til að kaupa mat handa sveltandi Pókotbúum. 215.000 Pók- otbúar munu svelta ef engin hjálp berst. Einn sekkur af maís kostar tæplega 1.500 krónur og hann dugir handa einni sex manna fjölskyldu í tæpa tvo mánuði. Það kostar um 400 krónur að brauðfæða einn Pókotbúa í heilan mánuð. Hvers virði eru þess- ir peningar þér? Hér á Íslandi fæst ekki mikið fyrir 1.500 krónur en fyrir Pókotbúana er þetta spurning um líf eða dauða og 1.500 krónur nægja til að brauðfæða heila fjölskyldu í tvo mánuði. Ég er að reyna að höfða til sam- visku þinnar og mannelsku. Gefðu til hjálpar hungruðum. Hver einasta króna skiptir máli. Hjálpaðu okkur að gefa mat til Pókotbúa, vingjarn- legasta og gestrisnasta fólks sem ég hef hitt. Gefðu smáræði til þeirra sem gæfu þér allt sem þau eiga ef þú bæðir þau um það. Opnaður hefur verið reikningur á nafni Sambands íslenskra kristni- boða þar sem þú getur gefið af gnægtum þínum. Reikningsnúmerið er: 0117-26-9000. JÓHANNA SESSELJA ERLUDÓTTIR, Kambaseli 40, 109 Reykjavík. Hjálpið hungruðum Frá Jóhönnu Sesselju Erludóttur: KÆRA Marta. Bestu þakkir fyrir bréfið og áhug- ann á mánudagsútgáfu Morgun- blaðsins. Við hjá Mogganum erum sífellt að vinna að bættri þjónustu við alla okkar áskrifendur og lesendur, m.a. með fréttaþjónustu á Netinu alla daga vikunnar svo og um stórhátíðir og nú síðast fjölgun útgáfudaga blaðsins á þessu ári. Þannig erum við að nálgast mark- miðið um útgáfu á mánudögum þótt efnahagsþrengingar síðustu tveggja ára hafi heldur tafið fyrir okkur í þeirri viðleitni. Við bindum nú vonir við að bjart- ara sé framundan í starfsumhverfi fjölmiðla og þá verður þess væntan- lega ekki langt að bíða að þú getir einnig átt þinn stað og þína stund með Mogganum á mánudagsmorgn- um eins og hina dagana í vikunni. Með kveðju. MARGRÉT KR. SIGURÐARDÓTTIR, markaðsstjóri. Mánudagsútgáfa Frá Margréti Kr. Sigurðardóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.