Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 49
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 49
NÚ UM helgina verða kyrrð-
ardagar í Skálholti, sem eru
ætlaðir þeim sem tekið hafa
þátt í tólf spora vinnu og hlotið
bata.
Leiðsögn veita þau séra Anna
Sigríður Pálsdóttir og séra Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson.
Kyrrðardagarnir hefjast
föstudagskvöldið 8. nóv. kl. 18
með föstum kvöldbænum stað-
arins. Eftir kvöldverðinn fer
fram kynning á dagskrá kyrrð-
ardaganna og veitt leiðsögn
hvernig þátttakendur geti notið
þeirra sem best. Síðan er geng-
ið inn í þögnina, hlýja, kærleiks-
ríka þögn sem varir fram á há-
degi á sunnudag. Leiðbeinendur
flytja hugleiðingar sem tengjast
sameiginlegri reynslu þátttak-
endanna og boðið er upp á trún-
aðarsamtöl og hið reglubundna
helgihald staðarins.
Á kyrrðardögum er farið í
hvarf, fólk dregur sig í hlé frá
hinu daglega áreiti og nýtur
andlegrar og líkamlegrar hvíld-
ar, gefst kostur á að dýpka
trúarlíf sitt og vera í næði með
sjálfu sér og Guði.
Nær fullskipað er á þessa
kyrrðardaga en hægt er að
bæta við örfáum þátttakendum.
Skálholtsskóli veitir nánari
upplýsingar og annast skrán-
ingu í síma 486 8870 og á net-
fanginu skoli@skalholt.is.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Fræðslusam-
vera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í
máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu
sögu og menningu Ísraels til forna.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. 12
sporin – andlegt ferðalag. Opinn fundur kl.
20.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu
14a.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að
stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10-12. Umsjón hefur Ágústa Jóns-
dóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni.
Kaffisopi í boði kirkjunnar.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli
kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altaris-
göngu lokinni er léttur málsverður í safn-
aðarheimilinu. Alfa námskeið kl. 19–22.
Yfirumsjón Nína Dóra Pétursdóttir. (Sjá
síðu 650 í Textavarpi)
Neskirkja. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15–
13 um kirkju, þjóðfélag og umheim. Græðg-
in og neyðin. Dr. Guðmundur Magnússon,
prófessor í hagfræði flytur 10 mín. erindi og
sr. Örn Bárður Jónsson, prestur, bregst við
því. Almennar umræður. Boðið upp á léttan
málsverð gegn vægu verði. NEDÓ-unglinga-
klúbbur. kl 19.30. Svenni og Hans.
Breiðholtskirkja: Biblíulestrar kl. 20–22 í
umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar.
Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar
sem Guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og
frelsi eru í brennidepli. Textarnir verða
skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guð-
fræðinga á dæmisögu Jesú um miskunn-
sama Samverjann. Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12.
Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10–
12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15.
Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digra-
neskirkju kl. 17–19. Afla 2 kl. 19.00. Kenn-
ari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf
KFUM & KFUK kl. 20–21.45. Fundur í safn-
aðarfélagi Digraneskirkju kl. 20.30. Þor-
steinn Haukur Þorsteinsson tollfulltrúi flyt-
ur erindi um forvarnir og skaðsemi
fíkniefna, og hefur hundinn Bassa með-
ferðis. Kaffi, umræður og fyrirspurnir.
Helgistund. (sjá nánar www.digranes-
kirkja.is)
Fella- og Hólakirkja: Biblíulestur og helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir
8–10 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–
12. Fræðandi og skemmtilegar samveru-
stundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á
könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkju-
krakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og
Grafarvogskirkju kl. 17–18.30. Æskulýðs-
félag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogs-
kirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja: Samvera eldri borgara í
dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg-
um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17.
Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests
eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja: Alfa námskeið kl. 19.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 16.30–18.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í
Kirkjulundi: kl. 16–16.45 8. MK í Heiðar-
skóla og 8. KÓ í Heiðarskóla.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.
mömmumorgunn. Samverustund foreldrar
með börnum sínum. Verið velkomin í hóp-
inn.
Kl. 16. Æfing hjá Litlum lærisveinum, I.
hóp, í Safnaðarheimilinu. Kl. 17.30. Æfing
hjá Litlum lærisveinum, II. hóp, í Safnaðar-
heimilinu. Guðrún Helga Bjarnadóttir, kór-
stjóri.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Trú-
boðssamkoma kl. 20, Björgvin Óskarsson
predikar, tónlist, fyrirbænir, allir velkomnir.
Aðaldeild KFUM. Holtavegi 28. Fundur í
kvöld kl. 20. Árni Bergmann rithöfundur
fjallar um Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Upphafsorð: Hans Gísalson. Hugleiðing:
Haraldur Jóhannsson. Allir karlmenn vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Opið
hús fyrir eldri borgara kl. 15. Hjónanám-
skeið verður í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju 8. nóv. kl. 20.30. Skráning er hafin í
s. 462 7700 fyrir hádegi.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Jim Smart
Kyrrðardagar
í Skálholti
Kringlan 8-12, sími 568 6211
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420
4 DAGA
SPRENGITILBOÐ
fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag
20%
af öllum
barnaskóm
Kuldaskór - strigaskór - spariskór
afsláttur
Thor er ekki Thor
Af gefnu tilefni skal það tekið fram
að myndlistarmaðurinn Bjarni Þór
sem kemur fram undir nafninu Thor
og sýnir um þessar mundir í Eddu-
felli, er allt annar maður en Thor Vil-
hjálmsson sem hefur haldið 4 mynd-
listarsýningar og undirritar myndir
sínar með listamannsnafninu Thor.
Fleiri kynferðisbrot
árið 2001
Í frétt um kynferðisafbrot gegn
börnum í blaðinu í gær er farið rangt
með tölur á árunum 2001 og 2000.
Hið rétta er að tvöfalt fleiri mál bár-
ust ríkissaksóknara á árinu 2001 en
árið 2000.
LEIÐRÉTT
FRÉTTIR
SKIPULAGSSTOFNUN boðar til
Skipulagsþings 2002 dagana 8. og 9.
nóvember nk. á Hótel Sögu Reykja-
vík og hefst fundurinn kl. 10.00. Yf-
irskrift þingsins er Mótun umhverf-
is til framtíðar og er hlutverk
þingsins að ræða stöðu og framtíð-
arsýn skipulagsmála og mats á um-
hverfisáhrifum frá sjónarhorni
allra sem að málunum koma. Fyr-
irlesarar koma víða að og má þar
nefna fulltrúa frá sveitarfélögum,
opinberum stofnunum og fyrirtækj-
um auk þess sem áhugafólk og
fræðimenn verða með framsögu á
þinginu.
Formlegir fyrirlestrar verða fyr-
ir hádegi báða dagana en eftir há-
degi gefst þátttakendum kostur á
þátttöku í málstofum. Aðkomu al-
mennings og hagsmunaaðila að
ofangreindum þáttum verða einnig
gerð sérstök skil. Flutt verða nokk-
ur stutt erindi og í kjölfar þeirra
stefnt að líflegum umræðum um
meginþema málstofunnar.
Við þinglok á laugardag verður
haldinn umræðufundur í Ársal und-
ir stjórn Gísla Marteins Baldurs-
sonar. Þátttakendur í umræðunum
verða Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri, Stefán Thors
skipulagsstjóri ríkisins, Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir formaður Land-
verndar og Grétar Þór Eyþórsson
frá Háskólanum á Akureyri. Til-
gangur fundarins er fyrst og fremst
að skiptast á skoðunum um skipu-
lags- og umhverfismál. Þingslit
verða um kl. 16.40.
Í tengslum við þingið er haldin
kynning á veggspjöldum á Hótel
Sögu þar sem fyrirtæki, stofnanir
og fræðimenn kynna verkefni sín og
rannsóknir á sviði skipulagsmála og
mats á umhverfisáhrifum.
Dagskrá Skipulagsþings 2002 er
að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is. Þegar
er orðið fullbókað á þingið en skrán-
ingu lauk fyrir síðustu helgi.
Mótun umhverfis
til framtíðar á
skipulagsþingi
♦ ♦ ♦