Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 49 NÚ UM helgina verða kyrrð- ardagar í Skálholti, sem eru ætlaðir þeim sem tekið hafa þátt í tólf spora vinnu og hlotið bata. Leiðsögn veita þau séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Jak- ob Ágúst Hjálmarsson. Kyrrðardagarnir hefjast föstudagskvöldið 8. nóv. kl. 18 með föstum kvöldbænum stað- arins. Eftir kvöldverðinn fer fram kynning á dagskrá kyrrð- ardaganna og veitt leiðsögn hvernig þátttakendur geti notið þeirra sem best. Síðan er geng- ið inn í þögnina, hlýja, kærleiks- ríka þögn sem varir fram á há- degi á sunnudag. Leiðbeinendur flytja hugleiðingar sem tengjast sameiginlegri reynslu þátttak- endanna og boðið er upp á trún- aðarsamtöl og hið reglubundna helgihald staðarins. Á kyrrðardögum er farið í hvarf, fólk dregur sig í hlé frá hinu daglega áreiti og nýtur andlegrar og líkamlegrar hvíld- ar, gefst kostur á að dýpka trúarlíf sitt og vera í næði með sjálfu sér og Guði. Nær fullskipað er á þessa kyrrðardaga en hægt er að bæta við örfáum þátttakendum. Skálholtsskóli veitir nánari upplýsingar og annast skrán- ingu í síma 486 8870 og á net- fanginu skoli@skalholt.is. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Fræðslusam- vera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. 12 sporin – andlegt ferðalag. Opinn fundur kl. 20. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10-12. Umsjón hefur Ágústa Jóns- dóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altaris- göngu lokinni er léttur málsverður í safn- aðarheimilinu. Alfa námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón Nína Dóra Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Neskirkja. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15– 13 um kirkju, þjóðfélag og umheim. Græðg- in og neyðin. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði flytur 10 mín. erindi og sr. Örn Bárður Jónsson, prestur, bregst við því. Almennar umræður. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. NEDÓ-unglinga- klúbbur. kl 19.30. Svenni og Hans. Breiðholtskirkja: Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem Guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Textarnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guð- fræðinga á dæmisögu Jesú um miskunn- sama Samverjann. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digra- neskirkju kl. 17–19. Afla 2 kl. 19.00. Kenn- ari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf KFUM & KFUK kl. 20–21.45. Fundur í safn- aðarfélagi Digraneskirkju kl. 20.30. Þor- steinn Haukur Þorsteinsson tollfulltrúi flyt- ur erindi um forvarnir og skaðsemi fíkniefna, og hefur hundinn Bassa með- ferðis. Kaffi, umræður og fyrirspurnir. Helgistund. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkju- krakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17–18.30. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogs- kirkju kl. 20–22. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja: Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: Alfa námskeið kl. 19. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: kl. 16–16.45 8. MK í Heiðar- skóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10. mömmumorgunn. Samverustund foreldrar með börnum sínum. Verið velkomin í hóp- inn. Kl. 16. Æfing hjá Litlum lærisveinum, I. hóp, í Safnaðarheimilinu. Kl. 17.30. Æfing hjá Litlum lærisveinum, II. hóp, í Safnaðar- heimilinu. Guðrún Helga Bjarnadóttir, kór- stjóri. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Trú- boðssamkoma kl. 20, Björgvin Óskarsson predikar, tónlist, fyrirbænir, allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Árni Bergmann rithöfundur fjallar um Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Upphafsorð: Hans Gísalson. Hugleiðing: Haraldur Jóhannsson. Allir karlmenn vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Hjónanám- skeið verður í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju 8. nóv. kl. 20.30. Skráning er hafin í s. 462 7700 fyrir hádegi. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Kyrrðardagar í Skálholti Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420 4 DAGA SPRENGITILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum barnaskóm Kuldaskór - strigaskór - spariskór afsláttur Thor er ekki Thor Af gefnu tilefni skal það tekið fram að myndlistarmaðurinn Bjarni Þór sem kemur fram undir nafninu Thor og sýnir um þessar mundir í Eddu- felli, er allt annar maður en Thor Vil- hjálmsson sem hefur haldið 4 mynd- listarsýningar og undirritar myndir sínar með listamannsnafninu Thor. Fleiri kynferðisbrot árið 2001 Í frétt um kynferðisafbrot gegn börnum í blaðinu í gær er farið rangt með tölur á árunum 2001 og 2000. Hið rétta er að tvöfalt fleiri mál bár- ust ríkissaksóknara á árinu 2001 en árið 2000. LEIÐRÉTT FRÉTTIR SKIPULAGSSTOFNUN boðar til Skipulagsþings 2002 dagana 8. og 9. nóvember nk. á Hótel Sögu Reykja- vík og hefst fundurinn kl. 10.00. Yf- irskrift þingsins er Mótun umhverf- is til framtíðar og er hlutverk þingsins að ræða stöðu og framtíð- arsýn skipulagsmála og mats á um- hverfisáhrifum frá sjónarhorni allra sem að málunum koma. Fyr- irlesarar koma víða að og má þar nefna fulltrúa frá sveitarfélögum, opinberum stofnunum og fyrirtækj- um auk þess sem áhugafólk og fræðimenn verða með framsögu á þinginu. Formlegir fyrirlestrar verða fyr- ir hádegi báða dagana en eftir há- degi gefst þátttakendum kostur á þátttöku í málstofum. Aðkomu al- mennings og hagsmunaaðila að ofangreindum þáttum verða einnig gerð sérstök skil. Flutt verða nokk- ur stutt erindi og í kjölfar þeirra stefnt að líflegum umræðum um meginþema málstofunnar. Við þinglok á laugardag verður haldinn umræðufundur í Ársal und- ir stjórn Gísla Marteins Baldurs- sonar. Þátttakendur í umræðunum verða Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Land- verndar og Grétar Þór Eyþórsson frá Háskólanum á Akureyri. Til- gangur fundarins er fyrst og fremst að skiptast á skoðunum um skipu- lags- og umhverfismál. Þingslit verða um kl. 16.40. Í tengslum við þingið er haldin kynning á veggspjöldum á Hótel Sögu þar sem fyrirtæki, stofnanir og fræðimenn kynna verkefni sín og rannsóknir á sviði skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum. Dagskrá Skipulagsþings 2002 er að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Þegar er orðið fullbókað á þingið en skrán- ingu lauk fyrir síðustu helgi. Mótun umhverfis til framtíðar á skipulagsþingi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.