Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINHVERN tíma lýsti Jón Gnarr
því yfir í Tvíhöfða að hann hefði hug
á að setjast að í Gnarrenburg í fram-
tíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-
Þýskalandi. Af því hefur enn ekki
orðið en í millitíðinni geta áhorf-
endur Stöðvar 2 barið kappann aug-
um á föstudagskvöldum kl. 21.00
þar sem hann mun stjórna eigin
þætti, sem einmitt er titlaður Gnarr-
enburg.
„Þetta verður spjallþáttur á
skemmtilegum og alvarlegum nót-
um,“ upplýsir Jón Morgunblaðið
um. „Hann verður í sjónvarpssal
með áhorfendum og gestum. Inni á
milli verða svo fréttir af því sem ég
tel markverðast í viku hverri.“
Jón, sem hvað kunnastur er fyrir
gamanmál hvers konar, segir að
honum lítist dável á hið alvarlega.
„Oft er hið alvarlega ekki eins al-
varlegt og margir vilja meina. Hið
alvarlega og hið gamansama eru
einfaldlega tvær hliðar á sama
krónupeningi í mínum huga. Alvar-
legt fólk er líka ekkert endilega að
hugsa um alvarlegri hluti en þeir
sem glaðlegri eru.“
Jón samsinnir því að hlutverk
hans í kvikmyndinni Maður eins og
ég hafi opnað nýjar víddir.
„Ekki gagnvart mér sjálfum þó en
efalaust gagnvart einhverjum öðr-
um. Fyrir mér er þetta bara hluti af
því sem ég geri. Lífið er of marg-
slungið til að hægt sé að taka því á
einfaldan hátt, sérhæfing á ekki við
það. Það þarf að taka á því á breyti-
legan hátt, þeir sem hafa reynt að
taka því alltaf brosandi hafa séð að
það gengur bara ekkert upp.“
Hann segir það vissulega hafa
verið erfitt að hætta í útvarpsþætt-
inum Tvíhöfða sem hann og Sig-
urjón Kjartansson stýrðu í samein-
ingu en Jón hvarf af þeirri braut um
síðustu áramót.
„Auðvitað var ég að gefa ákveðið
félagslegt og fjárhagslegt öryggi
upp á bátinn. En ég er bara þannig
gerður að ég hef ekki áhuga á að
gera það sama trekk í trekk. Ég var
einu sinni í leikriti og mér var farið
að leiðast í annarri sýningu!“
Að þessu gefnu er Jón ekki með
neitt niðurneglt er Gnarrenburg
hættir, en er þó engu að síður með
ýmis járn í eldinum.
„Mig langar til að fara að skrifa
meira. Einnig langar mig til að gera
bíómyndir. Þá er ég með ýmis lista-
verk í bígerð. Það er nóg fyrir
stafni.“
Nýr þáttur með Jóni Gnarr hefst á morgun á Stöð 2
Það ber margt undarlegt á góma í Gnarrenburg.
Lífið í Gnarrenburgí i í
ÁSTRALSKI hljómlistarmaðurinn
Nick Cave heldur tónleika hér á
landi mánudaginn 9. desember á
Broadway. Frá því var formlega
gengið í gær. Að sögn Snorra
Thors, aðstandanda tónleikanna, sá
hann Nick Cave og sveit hans The
Bad Seeds spila í New York þar
sem hann hefur verið búsettur und-
anfarin tvö ár. Í kjölfarið setti hann
sig í samband við umboðsmann
sveitarinnar og ræddi m.a. við Cave
sjálfan.
Miðasala hefst um miðja næstu
viku en nánari upplýsingar um hvar
hún fer fram og hvert miðaverð
verður liggja ekki fyrir enn.
Cave kemur án hljómsveitar
sinnar Fræjanna vondu en mun
leika á píanó, studdur trommu-,
fiðlu- og bassaleikara.
Í febrúar á næsta ári kemur
tólfta hljóðversskífa Caves út,
Nocturama, en af þekktum plötum
hans má nefna Tender Prey, The
Good Son og The Boatman’s Call.
Nick Cave
leikur á
Broadway
Nick Cave
Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta
meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá.
FYRSTI OG SKELFILEG-
ASTI KAFLINN Í SÖGU
HANNIBAL LECTER
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
Sýnd kl. 8. B. i. 16.
Síðustu sýningar
Gott popp styrkir
gott málefni
1/2 Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
DV RadíóX
Það
verður
skorað
af krafti.
Besta breska
gamanmyndin
síðan „Brid-
get Jones’s
Diary.“ Gam-
anmynd sem
sólar þig upp
úr skónum.
Sat tvær vikur
í fyrsta sæti í
Bretlandi. SK RadíóX
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.50 og 10.20.
Síðustu sýningar
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
HL Mbl
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá
5, 7.30 og 10.
Sýnd kl. 5.30, 8, 9 og 10.30.B. i. 16.
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 3.50. með ísl. tali.
1/2Kvikmyndir.comUSA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
1/2Kvikmyndir.is
„DREPFYNDIN“
ÞÞ. FBL
Sýnd kl. 3.50 og 6.
Búðu þig undir nýja til-
raun í hrylling. Það geta
allir séð þig og það heyra
allir í þér. En það getur
enginn hjálpað þér!
Mögnuð hryllingsmynd.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
HINN þjóðþekkti tónlistarmaður
Valgeir Guðjónsson er á leið norður
í land en hann ætlar að spila á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
Hann ætlar að spila lög af nýrri
plötu sinni, Skellum og smellum.
„Platan og gömlu lögin verða í
brennidepli,“ segir Valgeir, sem
ætlar að sjálfsögðu einnig að slá á
létta strengi. „Ég hef ekki verið
mikið á ferðinni og er því mjög kát-
ur með að vera kominn á þetta ról,“
segir hann og bætir við að hann hafi
alltaf gaman af því að koma í aðra
fjórðunga.
Valgeir lætur sér ekki nægja að
heimsækja Akureyringa því hann
spilar á Ólafsfirði á föstudagskvöld-
ið og Siglufirði á laugardagskvöldið.
Allir tónleikarnir hefjast klukkan
níu.
Valgeir verður einn á ferð í Norð-
urförinni en hann og Jón Ólafsson
hafa verið með skemmtun í Kaffi-
leikhúsinu á svipuðum nótum. Þeir
eru ekki hættir því og verður áfram
hægt að sjá þá félaga á Kaffileikhús-
inu og líkast til víðar. Um helgina
skilur hann Jón eftir heima.
„Ég ætla að rifja upp líf mitt án
Jóns og veita Norðlendingum hlut-
deild í þeirri einstöku tilfinningu.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valgeir naut m.a. stuðnings Sigrún-
ar Hjálmtýsdóttur, eða Diddúar
eins og hún er jafnan kölluð, á út-
gáfutónleikum sínum í Salnum á
sunnudaginn.
Norðlensk-
ir smellir