Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 3
Starfsfólkið á Hæfingarstöðinni, Sveinbjörg, Steinunn, Edda Rún og Erla stýra leikfimiæfingum og Sigríður Ósk fylgist með. Hún getur ekki tekið þátt, en brosir bara því meira. Til hvers er lífið, ef ekki til að hafa gaman af því? Valmöguleikar „bliss“-táknmálsins, sem Sigríður Ósk notar í tjáskiptum. Enn ræður hún aðeins við brot af þeim táknum sem kerfið býður upp á. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 3 Andlitið á Sigríði Ósk Jónsdóttur ljómar af gleði. Ef til vill er það vegna þess að ókunnugan gest hefur borið að garði, en þó segja þeir sem vinna daglega með henni að hún sé svona lífsglöð að eðlisfari. Þótt Sigríður Ósk brosi til blaðamanns hefjast ekki samræður fyrr en hún er komin að tölvunni og gómi með rofabúnaði hefur verið komið fyrir á tungunni á henni. Með gómnum vel- ur hún úr valhnöppum á tölvuskjánum sem styðj- ast við svokölluð „bliss“-tákn, en þau nýtast fötl- uðum um heim allan í tjáskiptum. Opnaðist leið af altækri stofnun Líf Sigríðar Óskar hefur snúist um að sanna sig. Um miðbik níunda áratugarins sannaði hún fyrir umheiminum að hún hefði hæfileika til tjá- skipta. Þá var hún í vist á Kópavogshæli. Trausti Ólafsson kennari náði góðum tengslum við hana og byggði á því bókina „Á leið til annarra manna“. Með því að sýna fram á að hún gæti notað stafrófið til að tjá sig opnaðist leið fyrir hana út af altækri stofnun inn á heimili fyrir fatl- aða og einnig gaf það henni færi á að setjast á skólabekk í grunnskóla og síðar framhaldsskóla. Fötlun Sigríðar Óskar er þannig að hún ræður ekki við hreyfingar sínar, þ.e. vöðvarnir ýmist spennast eða slakna án þess hún fái við ráðið. Hún getur ekki heldur þjálfað hreyfingar lík- amans. Það var því ekki vandalaust að finna leið fyrir hana að tjá sig, en það tókst fyrst með því að fá hana til að blása þegar bendill á tölvunni, sem hreyfðist sjálfkrafa á milli stafa, lýsti upp réttan staf. Síðan þá hefur verið reyndur margskonar rofa- búnaður. Núna er hún eins og áður segir komin með gómrofa á tunguna, sem er sá líkamshluti sem hún hefur mesta stjórn á til að nota slíkan búnað. Blaðamaður sest við hliðina á henni og það líður smástund áður en Sigríður Ósk getur byrjað, því við nýtt áreiti verður erfiðara fyrir hana að ná valdi á hreyfingum sínum. Stingandi og leitandi augu „Ég heillaðist af augunum í henni,“ segir Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Hæf- ingarstöðvarinnar Bæjarhrauni 2, þar sem Sigríð- ur Ósk lærir daglega, bæði á nýja gómrofann og „bliss“-táknin. Halla Harpa hefur lengi þekkt Sig- ríði Ósk. „Ég byrjaði á Kópavogshæli árið 1972 og man enn eftir því þegar ég hitti hana í fyrsta skipti,“ segir hún. „Þá var hún bara barn, en hún skar sig úr, því hún var með svo falleg og leitandi augu.“ Halla Harpa segir að enginn hafi náð sama ár- angri með Sigríði Ósk og Trausti, fyrrverandi kennari hennar, og Jón Kristinsson, faðir hennar, sem er látinn. Ákvörðun var tekin um að byrja að kenna henni „bliss“-kerfið, eftir að hún hætti skólagöngu í MK árið 1991. „Út á það gengur dag- urinn hjá henni núna; þetta er hennar vinna. Hún er að læra inn á gómrofann og smátt og smátt er verið að kenna henni fleiri tákn í „bliss“-kerfinu. Það hafa allir mikinn áhuga á að aðstoða Sigríði við að nýta hæfileika sína til fullnustu.“ Býr í íbúð með vinum sínum Sigríður Ósk er nýflutt á heimili fyrir fatlaða með séríbúð, þar sem hún hefur út af fyrir sig stofu með verönd, baðherbergi, eldhúskrók og svefnkrók. Þarna hefur hún notalega aðstöðu til að taka á móti gestum og ýmis heimilistæki, s.s. sjón- varp, ísskáp og örbylgjuofn. Auk þess er á heimilinu sameiginlegt rými fyrir alla íbúana, þ.e. stofa, borð- stofa, eldhús og þvottahús. Þarna býr Sigríður Ósk með vinum sínum Laufeyju, Pálmari, Sigurjóni Mar- teini, Val og Sigurjóni. Laufey og Sigurjón búa ekki bara með Sigríði Ósk heldur vinna þau saman í Hæfingarstöðinni á daginn og styðjast öll við „bliss“-tákn. „Hehemm,“ heyrist í Dísu, sem situr á næsta borði í sama her- bergi í Hæfingarstöðinni. Hún er að para saman myndir í tölvunni og vill fá sinn skerf af athygli blaðamanns. Eftir að hafa dáðst að hæfileikum Dísu drykklanga stund snýr blaðamaður sér aftur að Sigríði Ósk og byrjar að ræða við hana. Saknar kaffitímanna með pabba Vegna þess hve táknmálið er enn takmarkað sem Sigríður Ósk notar er nær ómögulegt að eiga við hana flóknar samræður. En blaðamaður verður þó margs vísari og fær það fram að henni líður vel. Það fer raunar ekki á milli mála, því Sigríður Ósk brosir út að eyrum og hlær, að því er virðist, allan daginn. Utan þegar hún notar tunguna til að tjá sig í gegnum tölvuna, þá er andlitið meitlað af einbeit- ingu. Hún segir að sér finnist skemmtilegast að tala um pabba sinn, að hún sakni hans og að hún muni best eftir kaffitímunum með honum. Þá nefnir hún oft systkini sín. Það sem henni finnst skemmtilegast að gera er að fara í boccia eða gönguferð, horfa á sjónvarp eða fara í bíó. Hún er ánægð með nýja sambýlið, enda á hún þar góða vini. Kvæði frekar en sögur Í næstu heimsókn blaðamanns segir Sigríður Ósk að til standi að halda innflutningspartý á sam- býlinu. Þar ætlar hún að bjóða upp á kaffi og kók, snakk og ídýfur, og verða nítján fatlaðir ein- staklingar í partýinu, ásamt níu starfsmönnum. Að- spurð um tónlistina í partýinu segist Sigríður Ósk heldur vilja hlusta á klassík en rokk og frekar Álfta- gerðisbræður en Elvis Presley. Víst er að Laufey vinkona hennar er henni sammála, en Álftagerð- isbræður eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Sigríði Ósk finnst notalegast að vera heima hjá sér, t.d. að horfa á sjónvarp eða hlusta á upplestur úr bókum. Hún segist muna vel bókina„Á leið til annarra manna“. Þar eru birtar vísur eftir hana og þarf því ekki að koma á óvart þegar hún segist heldur vilja hlusta á kvæði en sögur. Forfallinn KR-ingur? Það tekur nokkurn tíma fyrir Sigríði Ósk að svara spurningum blaðamanns, enda krefst það ómældr- ar einbeitingar og er lýjandi. Það tekur drjúgan tíma að finna aðeins eitt tákn, t.d. bróðir eða systir. Blaðamaður getur ekki annað en dáðst að vilja- styrk hennar. Vinkonu sinni og þroskaþjálfa Hrönn Harð- ardóttur að óvörum segist Sigríður Ósk ekki halda með Haukum, þótt hún hafi farið á nokkra leiki, heldur með KR! Enda kemur fram í spjalli við Birnu Björnsdóttur, forstöðuþroskaþjálfa í Blikaási 1, að hún hefur gaman af fótbolta. Raunar var hún vön að tippa í getraunum með pabba sínum og þá var það hún sem valdi táknin með tungunni. Svo fer hún líka í innkaupaleiðangra í Smáralind og segir blaðamanni að hún hafi keypt peysu. „Hvernig er hún á litinn?“ spyr blaðamaður. „Rauð,“ svarar Sig- ríður Ósk og kemur í ljós að hún er í peysunni. „Er það ekki Haukaliturinn?“ spyr blaðamaður. Sigríður Ósk lítur á Hrönn og hlær prakkaralega. Barátta fyrir því að sanna sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.