Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 22
Einn góður... Tveir prinsar spjalla saman. – Þegar ég fæddist var skotið 21 fallbyssuskoti. – Verst að ekkert skyldi hitta! Úr bókinni Bestu barnabrandararnir – mega bögg Nú er um að gera að freista gæfunnar. Ef þú svarar öllum þess- um spurningum rétt og sendir svörin til okkar áttu möguleika á að verða einn af tuttugu vinningshöf- um sem annaðhvort hljóta miða fyrir tvo á leikritið Honk! Ljóti andarunginn eða geisladisk með tónlistinni úr leikritinu. 1) Eftir hvern er ævintýrið um Ljóta andarung- ann? 2) Í hvaða landi bjó sá höfundur? 3) Hvað skrifaði hann mörg ævintýri og sögur? 4) Hvað varð Ljóti andarunginn þegar hann varð stór? 5) Hvaða leikari fer með hlutverk Ljóta andar- ungans í sýningunni í Borgarleikhúsinu? Skrifaðu svörin vel á blað, settu í umslag og sendu okkur fyrir 19. nóvember til: Barnablað Moggans – HONK! – Kringlunni 1 103 Reykjavík Spurningakeppni Honk! í vinning Teiknimyndin um litlu hafmeyjuna hana Aríel er einmitt byggð á sögu eftir H.C. Andersen. Eins og þið munið úr myndinni er sjórinn stór og býr yfir hundrað hættum. Því skulið þið hjálpa Aríel að finna litla fiskinn vin sinn áður en hákarlinn fær sér bita af honum. Fljót! Í grænum sjó Eldspýtnaþraut Ef einhver hefði verið svo vænn að kaupa eld- spýtur á af litlu stúlkunni á gamlárskvöld hefði sá hinn sami kannski gert þessa þraut til að skemmta sér og öðrum. Leggðu 24 eldspýtur svo þær myndi níu fern- inga eins og og þessi mynd sýnir. Fjarlægðu síðan 8 eldspýtur þannig að ferningarnir verða bara tveir eftir. Geturðu það? Lausnin er á næstu síðu – leitaðu vel – þegar þú ert búin/n að reyna vel og lengi. Hver þekkir ekki söguna af Litlu hafmeyjunni? Eða Litlu stúlkunni með eldspýturnar, Prinsessunni á bauninni, Litla ljóta andarunganum, Hans klaufa eða þá ævintýrið Nýju fötin keisarans? Flest þekkjum við allar þessar sögur, en færri vita kannski hvað all- ar þessar sögur eiga sameiginlegt? Veist þú það? Þær voru allar skrif- aðar af danska rithöfundinum Hans Christian Andersen, eða H.C. Andersen einsog hann er oftast kallaður. En hvað veist þú um þann merka mann? Neyddist til að verða rithöfundur H.C. Andersen fæddist fyrir meira en 197 árum, eða 2. apríl 1805 í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku. Pabbi hans var skósmiður og foreldrar hans voru mjög fátækir. Í Óðinsvéum var leikhús sem Andersen þótti svo skemmtilegt að hann ákvað að vinna við leikhús. Það varð úr að 14 ára gamall nýfermdur drengur, stakk hann af til Kaupmannahafnar, til að gerast dansari, söngvari eða leikari. En hann var víst mjög lélegur í því svo hann varð bara að gerast rithöfundur í staðinn. Sem betur fer fyrir okkur! Ef hann hefði orðið leikari þá hefðum við aldrei heyrt um hann, eða lesið öll frábæru ævintýrin hans. Hann skrifaði meira en 190 ævintýri og sögur sem hafa verið þýddar á 120 tungumál, þannig að fólk í öllum heiminum þekkir sögurnar hans. En best við þær er spekin um mannfólkið sem í þeim ligg- ur, og sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af. Á þessu ári eru liðin 127 ár frá dauða hans, en samt fékk hann nýlega sent bréf frá pólskum krökkum sem sögðu þetta við H. C. Andersen. Allir verða svanir Kæri hr. And- ersen. Við ákváðum að skrifa þér þetta bréf, til að þakka þér fyrir fallegu ævintýrin þín, því þau hafa leyft okkur að upplifa allskonar tilfinningar sem við gleymum seint. Þökk sé skrifum þínum, höfum við komist að því hvað skiptir máli í líf- inu. Þau hafa hjálpað okkur að sjá heiminn í nýju ljósi. Nú skiljum við ógæfu annarra og höfum meðaumkvun með því vesalings fólki sem hef- ur hlotið erfið örlög, og getum einnig glaðst yfir því að hlusta á fugla- söng. Við höfum lært að skilja að sannur kærleikur getur sigrast á þeim hindrunum sem við munum rekast á í lífinu. Við höfum líka lært að trúa á okkur sjálf, á mannlegan mátt og að gefast aldrei upp heldur berjast fyrir hamingjunni. Þökk sé ævintýrunum þínum verður heim- urinn fallegri þegar við lærum að taka eftir fegurðinni í hversdagsleik- anum. Þú hefur kennt okkur að trúa því að hver einasti „litli ljóti and- arungi“ getur orðið að svani að lokum. Með kærri kveðju Nemendur í 4b og 4c í Podstawowa-skólanum Rzeszów, Póllandi. Tvö leikrit Ert þú sammála þessum krökkum? Ef þú þekkir ekki verkin hans H.C. Andersen nógu vel til að svara þessu, getur þú lesið bækur eftir hann, kíkt á www.snerpa.is/net/thjod/hans.htm eða skellt þér í leik- hús. Því núna er verið að sýna í Borgarleikhúsinu barnaleikritið „Honk! Ljóti andarunginn“ sem einmitt byggist á ævintýri H.C. And- ersen. Svo er Leikbrúðuland að sýna tvö leikrit, en annað þeirra „Fjöðrin sem varð að fimm hænum“ er byggt á ævintýri hans sem nefnist „Það er alveg áreiðanlegt“. Á síðunni má lesa hvað nokkrum krökkum finnst um sýningarnar, en svo er einnig hægt að taka þátt í spurningakeppninni og reyna að vinna miða á Honk! Fiskisagan flýgur í leikrit- inu Fjöðrin sem varð að fimm hænum. Ævintýraskáldið H. C. Andersen Andarungar og hænur Andamamma, andapabbi með alla ungana sína og líka ljóta andarungann. Ásta Magnúsdóttir, nemandi í Vesturbæjar- skóla, sem verður 8 ára í desember, fór að sjá Honk! Ljóta andarungann í Borgaleikhúsinu fyrir viku síðan og fannst bara gaman. „Mér finnst ljóti andar- unginn ekkert ljót- ur, frekar fyndinn! segir Ásta. „Ég vorkenndi honum samt dálítið því allir voru að segja að hann væri ljótur og svo var hann útund- an. Veistu hvað? Ég hitti andamömmu í bankanum í gær!“ – Hvað sagði hún gott? „Allt fínt, við spjölluðum saman um leikritið.“ – Fannst þér hún góð í leikritinu? „Mér fannst hún mjög góð mamma sem vildi ekki skilja ungann sinn útundan. En hann var sko svanur, og kannski ekki unginn hennar í alvöru,“ segir Ásta sem fannst sagan í leikritinu mjög góð. „Maður á ekki að skilja útundan, og ef einhver er ljótur á maður ekki að segja það við hann. Honum finnst það ekki gaman. „Honk!“ er fyrsta leikritið sem Ásta sér sem krakkar leika í, og það fannst henni skemmtilegt. „Ég hef leikið í leikriti en ekki í alvöru leikhúsi, en mig mundi langa það,“ seg- ir Ásta að lokum. Krakkarýni: Ásta leikritarýnir. Ekkert ljótur Honk! Ljóti andarunginn Finndu út hvaða orð vantar í setningu eða er svar við hverri spurningu og skrifaðu það í viðkomandi reit. Skemmtilegt! 1) Hver vildi hafa fætur en ekki sporð? 2) Hvert er miðnafn ævintýraskáldsins? 3) Honk er lítill og ljótur ___? 4) Andersen hjálpar fólki að sjá heiminn í ____ ljósi. 5) Frá hvaða landi var Andersen? 6) Hvað reyndi litla stúlkan að selja á gamlárskvöld? 7) Andersen var svo lélegur leikari að hann varð _______. 8) Hvað var pabbi Andersens? 9) Fjöðrin sem varð að 5 hænum er byggð á ævinrtýrinu Það __ alveg áreiðanlegt. 10) Pólskir _____ sendu Andersen bréf á þessu ári. Krakkakrossgáta Systkinin Anna Elísabet og Ólafur Sverrir Sölvabörn eru 7 og 9 ára nemendur í Selár- skóla. Þau eru mikið leikhúsfólk og sjá gjarna bæði barna- og fullorðinssýningar. Í seinustu viku sáu þau Ævintýrið um Stein Bollason og Fjöðrina sem varð að fimm hænum í Leik- brúðulandi. „Þetta var mjög skemmtileg sýn- ing,“ segir Ólafur og Anna Lísa er alveg sam- mála. „Mér fannst hund- urinn hann Steins fyndnastur,“ segir Ólafur, en „mér fannst risinn skemmtilegastur,“ segir Anna Lísa, og hlær að blaðamanninum sem spyr hvort hún hafi verið hrædd við risann. „Þetta var bara vitlaus risi.“ – Hvernig var hænusagan? „Skemmtileg,“ segja systkinin bæði í kór. „Ég las söguna og hún var ekki alveg eins og þessi,“ segir Ólafur. „En það sama gerist. Sko, það mátti ekki segja frá en uglan gerði það samt, og næsti líka og allir sögðu frá,“ út- skýrir Anna Lísa. Systkinin fóru kvöldið áður með foreldrum sínum að sjá leikritið Sölumaður deyr, því það er ókeypis fyrir yngri en 12 ára á fullorðins- leikrit í Borgarleikhúsinu, og fannst gaman. „Ég missti smá úr þegar ég sofnaði, klukkan var orðin svo margt,“ segir Anna Lísa, en Ólafur Sverrir sá allt verkið „og ég skildi allt sem gerðist“, segir hann og þar með kveðjum við þetta unga áhugafólk um leikhús. Krakkarýni: Leikbrúðuland Ólafur Sverrir og Anna Elísabet. Allir sögðu frá barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.