Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Baunakvartett N enni maður að sýna ör- litla fyrirhyggju og muna eftir að leggja baunir í bleyti eru þær afskaplega handhægt hráefni og ódýrt og ágætisstaðgengill kjöts (þar sem þær eru mjög eggjahvíturíkar). Þurrkaðar baunir eru meðal helsta hráefnis Mið-Austurlandabúa og þeir matreiða þær á ótal vegu, samanber hummus, fallafel og ýmsa lambakjöts- rétti. Í suður- og miðríkjum Bandaríkj- anna eru baunir t.d. notaðar í rétti með chilli, lauk, tómötum og nautakjöti, í ma- íspönnukökur og „red beans and rice“ svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi um vin- sældir réttarins vestra má geta þess að Louis heitinn Armstrong, djassgeggj- arinn frábæri, endaði ætíð bréf sín á kveðjunni „red beans and ricely yours“. Ítalir státa af hinni matarmiklu græn- metissúpu, Minestrone þar sem bæði hvítar baunir og linsubaunir koma við sögu og áfram mættilengi telja. Baunir eru ekta vetrarmatur, saðsamar, nota- legar og næringarríkar. Baunir reyna talsvert á melting- arfærin, en það er bara meðan þau eru að venjast þeim. Úrvalið er mikið: hvítar baunir og rauðar, brúnar, svartar, limabaunir, pintobaunir, smjörbaunir o.fl. Fjórar baunategundir fá hér að láta ljós sitt skína (að hinum ólöstuðum). Hinar margfrægu grænu baunir fara hér fremstar í flokki en þær heyra vitanlega ekki til flokksins þurrkaðar baunir. Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Morgunblaðið/Áslaug  FENNELPLANTAN er falleg jurt og laufblöð hennar eru ekki ólík fersku dilli eða gulrótarblöðum. Laufin og eins fræ plöntunnar bera keim af anís og eru notuð í ótal uppskriftum. Laufin eru einnig not- uð sem skraut. Fennelrótin er hins vegar ekki í stíl við hin fínlegu blöð og ef tillit er tekið til blaðanna kemur e.t.v. á óvart þegar hin tröllslega rót lítur dagsins ljós. En eins og margsannað er skyldi maður aldri dæma af útlitinu og hin ófríða fennel býr yfir margs konar dyggðum. Hún inniheldur mjölva, pektín, sykur auk þess inniheldur hún mjög göfuga og ilmandi grunnolíu. Fennel er mjög örvandi grænmeti og salat úr ferskri fennelrót, skorinni í örþunnar sneiðar og kryddaðri með ólífuolíu, hefur styrkjandi og hress- andi áhrif á líkama og sál og inniheldur mjög fáar kaloríur. Þess má geta að salatinu hefur löngum verið haldið að mjólkandi mæðrum, þar sem það ku örva mjólkurstreymi og bragðbæta mjólkina. Fen- nel er einnig gott að sjóða eða steikja. Jurtaseyði úr fennelfræjum er ráðlagt fyrir lítil börn eftir mál- tíð, jafnvel er hægt að blanda því saman í pelann og gefa ungviðinu á milli máltíða. Seyðið dregur veru- lega úr lofti í maga og hjálpar meltingunni. Fen- nelfræ ættu því að vera til í öllum „heim- ilisapótekum“. Fennel getur einnig hjálpað til ef um er að ræða eftirfarandi: Krampa, óreglulegar tíðir, niðurgang, uppþembu, getuleysi, offitu, hósta og bronkítis. matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. Grænar baunir eru klassískt meðlæti með bæði kálfa- og lambakjöti og eins fuglakjöti. Þær eru oft bornar fram með ferskum aspassprotum eða þistilhjörtum og gott er að blanda steiktum beikonbitum saman við soðnar baunir eða jafnvel búa til klassískan pastatómatsósugrunn og bæta hálfsoðnum baun- um og steiktu beikoni saman við og láta malla um stund og hella svo yfir pasta. Gott er að mauka baunir (t.d. með ferskum kryddjurtum og ólífuolíu o.fl.), þær henta vel í ýmsar súpur bæði sem aðalinnihald og eins til skrauts (t.d. í tærar súpur). Kaldar eru þær frábærar í köld salöt og grænmetishlaup. Ekki verður farið hér út í notkunarmöguleika dósabaunanna því hlutverk þeirra virðist vera ansi vel greypt inn í þjóðarsál- ina. BAUNIR SEM MEÐLÆTI  Chile verður í aðalhlutverki á Apótekinu um næstu helgi. Frá föstudegi til sunnudags verður Carlos Longhi, sem starfar hjá stærsta vínframleið- anda Chile, Concha y Toro, á staðnum frá klukkan 19 til 21 og mun hann gefa matargestum kost á að smakka vín fyrirtækisins. Í eldhúsinu verður svo chileski kokkurinn Ruth Van Wawreebeck og verður boðið upp á chileskan matseðil með vínum. Á mat- seðlinum verður saltfisks-„dúó“, jurtakaramelliser- aðar grísalundir með kreóla-baunasalati og quince, blandaður ostadiskur og loks chileskur lucuma-ís og „manjar“. Matseðillinn kostar 4.900 krónur og 6.900 krónur með vínum. Pólsk helgi á Caffé Kúlture  Í tilefni þjóðhátíðardags Pólverja, verður pólsk helgi í Alþjóðahúsi um þessa helgi. Í dag, sunnudag, kl. 16 mun Þorleifur Friðriksson fara nokkrum orðum um sögu Póllands og að því loknu fjallar Emilia Mlynska um þjóðir og þjóðern- ishópa í Póllandi. Á Caffé Kúlture verður sérstakur pólskur matseðill alla helgina. Kokkur og vín frá Chile á Apótekinu Nokkur afbrigði eru til af linsu- baunum. E.t.v. má segja að græna Puy-linsubaunaafbrigðið sé þeirra eðlast (að öllum hinum ólöstuðum). Ekki má kalla græn- ar linsur Puy nema þær séu ræktaðar í eldfjallajarðvegi hér- aðsins Velay í Frakklandi (hins vegar eru margir framleiðendur sem „stelast“ til að kalla venju- legar grænar linsur Puy-linsur, vegna þess hve hátt þær eru skrifaðar á lista matmanna. Munurinn á Puy-linsum og venjulegum grænum linsum er sá að Puy-linsurnar eru dökk- grænar með eins og blárri slikju og eru afar bragðmiklar og bragðgóðar. Grænar linsur eru hins vegar bragðminni og með þynnri húð. Einnig eru til brúnar og ljósar linsur. Linsur eru afar orkuríkar (um 336 kaloríur á 100 g) og prótínríkar (24%). Þær innihalda einnig fosfór, járn og B-vítamín. Baunirnar eru yf- irleitt lagðar í bleyti 1–2 tíma áð- ur en þær eru eldaðar, en margir kjósa að sleppa því ferli þar sem þær sjóðast yfirleitt einnig nægi- lega vel án þess að liggja í bleyti. LINSUBAUNIR Sjóðið 800 g grænar ferskar eða frosnar baunir, þerrið og setj- ið aftur í pott. Látið gufa aðeins af þeim örskamma stund yfir miklum hita og bætið því næst 1½ dl af sjóðheitum rjóma sam- an við og látið sjóða þar til rjóminn hefur gufað upp til hálfs. Smakkið til með pipar og salti og bætið vænum hnífsoddi af sykri saman við. Rétt áður en rétturinn er borinn fram, bætið þá 2 msk af ferskum rjóma út í og klippið blandaðar ferskar kryddjurtir yfir. RJÓMABAUNIR Þessar ljúffengu og saðsömu baunabombur þurfa helst að liggja í bleyti yfir nótt og eru frábærar í t.d. eftirfar- andi salat sem tilvalið er að gera fyrir nokkra daga og taka með sér í vinnuna sem hádeg- ismat og borða með grófu brauði. SMJÖRBAUNIR Sjóðið baunirnar í söltu vatni þar til þær eru „al dente“, semsé enn dálítið stinnar, ekki of linar (15–20 mín.). Þerrið og berið fram með bræddu smjöri. Til tilbreytingar má gjarnan sjóða ferskan fennelstöngul með baunum eða myntulauf og skreyta svo diskinn með söxuðu fersku fennel eða myntu. BAUNIR MEÐ FENNEL Prófið maukið t.d. sem með- læti með hamborgarhrygg- .Hellið tveimur bollum af lins- um í sigti og skolið. Leggið í bleyti í klukkutíma (ef vill). Setjið í djúpa pönnu, hellið vatni yfir þannig að fljóti vel yfir baunirnar og látið suðu koma upp og veiðið froðu ofan af. Bætið ögn af salti út í ásamt bouqet garni (krydd- vöndur sem notaður er til að bragðbæta kraft, súpur og ýmsa rétti og er síðan veiddur upp úr áður en réttur er bor- inn fram. Best er að binda jurtir saman með garni, t.d. 2–3 stöngla af steinselju, 1 tímíanstöngul og 1–2 lárvið- arlauf), lítilli saxaðri gulrót, stórum heilum lauk og tveim- ur pressuðum hvítlauks- geirum. Setjið lok á og látið malla yfir vægum hita (eld- unartími fer eftir ferskleika linsubaunanna). Fjarlægið kryddvönd og laukinn og setj- ið baunamauk í matvinnsluvél og hakkið í fínlegt mauk. Setj- ið í pott og hitið rólega og hrærið smjörklípu saman við. LINSUMAUK  KÖLD heimatilbúin pítsu- sneið er sniðug í nest- ispakkann (í mörgum skól- um gefst ugglaust einnig kostur á að hita upp nesti í örbylgjuofni). Sem tilbreyt- ingu má hugsa sér að skera pítsudeigið í breiðar ræmur og smyrja fyllingu á og rúlla upp í snúða. Pítsusneiðar eða pítsusnúðar – gott í nestið Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt (uppskrift miðuð við 3 bolla). Sjóðið í léttsöltu þar til mjúkar en samt al dente (skulu veita tönnum viðnám). Kælið. Setjið í skál og blandið varlega saman við þær einni dós af túnfisk (sigtið vatn frá), 1 söxuðum litlum rauðlauk, 3 söx- uðum vorlaukum, safa úr hálfri sítrónu, 3–4 msk. af góðri ólífuolíu og ögn af vínediki. Blandið öllu vel saman og borðið með góðu brauði. SMJÖRBAUNIR MEÐ TÚNFISK Þessi litlu grænu krútt eru fræ plöntunnar Pisium stivum og eru varðveitt í baunabelg (allt að 8 stk. í hverjum belg). Baunir hafa verið ræktaðar frá örófi alda. Grænar baunir á markaðnum í dag eru ýmist ferskar, nið- ursoðnar, þurrkaðar eða frosnar. Ferskar baunir eru þær bragð- mestu og þegar þær eru keyptar (semsagt í belgnum) skal gæta þess að belgurinn sé mjúkur og skærgrænn. Baunirnar skulu vera glansandi og ekki of stórar, mjúkar en ekki einn mjölva- massi. E.t.v. er þetta eitthvað sem aðallega skal hafa í huga þeg- ar verslað er á baunatímabili erlendis (t.d. maí-júlí í Mið- og Suð- ur-Evrópu), þar sem ferskar baunir bragðast best rétt eftir tínslu og eru jafnvel seldar innan við sólarhring eftir tínslu. Frosnar baunir er þó hægt að matreiða á sama hátt og ferskar baunir, t.d. á eftirfarandi máta: GRÆNAR BAUNIR Fennel (fenníka)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.