Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 25
bíó
...frá Gólfefnum - Teppalandi
Kókós- og sísalteppi
Fákafeni 9 • Sími 515 9800 • netfang golfefni@golfefni.is • Opið virka daga kl. 8-18 og laugard. kl. 11-14
Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • Sími 420 9800 • Opið virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 10-13
GÓLFEFNI
T E P P A L A N D
Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval vélofinna teppa úr kókos-
og sísaltrefjum. Stórar sem smáar mottur eða teppi horn
í horn. Gólfefnið sem slegið hefur í gegn!
Sendum bækling og sýnishorn
hvert á land sem er ef óskað er. Verð frá kr.
3.290 m2stgr.
Í ONE Hour Photo fer Robin Williams
með hlutverk Sy Parrish sem rekur
framköllunarfyrirtæki og leggur sig
allan fram um að veita góða þjónustu.
En hann er einmana náungi og í hug-
arheimi hans fæðist sú fantasía að
hann sé í raun hluti af fjölskyldu sem
hann hefur framkallað filmur fyrir
um árabil.
Túlkun Robins Williams á þessum
geðsjúka einfara er í beinu framhaldi
af prýðilegum leik hans sem kald-
lyndur morðingi í spennutryllinum
góða Insomnia, og sem ískyggilegur
stjórnandi barnaþáttar í sjónvarpi í
myndinni Death To Smoochy eftir
Danny DeVito og enn er ósýnd hér-
lendis. Þessar nýju myndir eru til
marks um meðvitaða ákvörðun leik-
arans um að söðla um á ferlinum, frá
því að leika leiðinleg góðmenni til
þess að leika hnýsileg illmenni. Og
ekki veitti af: Robin Williams virtist orð-
inn innlyksa í illþolanlegri túlkun
óþolandi persóna, vörumerki hans
orðin viðvarandi skeifa og deplandi
augu barmafull af tárum.
Ekki er gott að fullyrða um hvern-
ig hann lenti í þessari hremmingu, en
svo virðist sem undirrótin sé löngun
til þess að láta taka sig alvarlega sem
leikari, einhver misskilin eftirsókn
eftir Óskarsverðlaunum sem gjarnan
eru veitt fyrir væmin, yfirborðsleg
vandamálaverk sem í Hollywood eru
talin hápunktur kvikmyndalist-
arinnar.
Þarna var Williams kominn svo langt
frá uppruna sínum að í raun var hann
orðinn viðskila við sjálfan sig. Upp-
runi og eðli Robins Williams liggja í
uppistandi, kraftmiklum og sem næst
óstöðvandi vélbyssukjafti sem bunar
út úr sér hömlulitlum orðaflaumi,
eins konar vitundarstraumi, þar sem
ægir saman alls kyns skírskotunum
og hugrenningatengslum og eft-
irhermum, snöggum útúrdúrum og
kollsteypum í frásögn sem stundum
er erfitt að fylgja eftir. Hjá uppi-
standaranum Robin Williams var og er
ekkert í hófi, óhófið í senn kostur og
galli, en hugmyndaauðgin ósvikin.
Þetta gerði hann að einni skærustu
stjörnu bandarísks gríns á 8. ára-
tugnum, ásamt Billy Crystal og Richard
Pryor.
Áður þjónuðu gríntaktar Williams
sem varnarveggur fyrir einelti og ein-
semd í æsku. Hann var það sem
stundum er kallað því óvirðulega orði
afturúrkreistingur, barn miðaldra
foreldra sem áttu fullorðin börn frá
fyrri hjónaböndum. Ein helsta
skemmtun hins unga Robins Williams
var að læra utanað grínplötur banda-
ríska uppistandarans Jonathans Win-
ters en þeir lesendur sem kannast við
þann kauða sjá í hendi sér að Williams
hefur tekið sér frjótt absúrdgrín Win-
ters og bægslamikla framkomu hans
sér til fyrirmyndar. Williams bjó við
nokkurt rótleysi í uppvextinum því
fjölskyldan fluttist oft búferlum í
humátt á eftir frama föðurins sem var
yfirmaður hjá Ford-bílaverksmiðj-
unum. Það var ekki fyrr en á síðustu
menntaskólaárum Williams að fjöl-
skyldan fann sér endanlega búsetu í
Kaliforníu og þegar hann útskrifaðist
hafði hann fundið sjálfan sig; í stað
feitlagins einfara var kominn vinsæll,
fyndinn og líkamlega stæltur náungi
sem ekki skorti sjálfstraust. Hann
þreifaði fyrst fyrir sér í stjórn-
málafræði, jafnframt því að leggja
fyrir sig spunagrín, en hóf síðan al-
varlegt leiklistarnám, fyrst heima í
Kaliforníu en síðan í Julliardskól-
anum í New York, m.a. undir leiðsögn
Johns Houseman. Það var Houseman
sem sagði hann eyða tíma sínum til
einskis í skólanum og hvatti hann til
að leggja grínuppistand fyrir sig sem
sérgrein. Og það gerði hann. Úr uppi-
standinu lá leiðin beint yfir í sjón-
varpið, eins og oft vill verða, og eftir
vel heppnaða þátttöku í ýmsum grín-
þáttum, lék Williams geimveru í syrp-
unni Happy Days sem sló svo í gegn
að búin var til sérstök syrpa um hana,
Mork and Mindy, sem lifði góðu lífi í
fjögur ár, frá 1978 til 1982.
Í beinu framhaldi af uppistandinu
hafði Robin Williams tekið þátt í bæri-
lega heppnaðri og soldið dónalegri
grínrevíu fyrir hvíta tjaldið sem
nefndist Can I Do It...Till I Need
Glasses? (1977). Fyrsta aðal-
hlutverkið var Stjáni blái í metn-
aðarmikilli en misheppnaðri kvik-
myndun Roberts Altman á
teiknimyndasyrpunni Popeye (1980).
Williams sýndi þokkalegan leik í The
World According To Garp (1982) en
John Lithgow stal þó myndinni í
aukahlutverki, eftirhermuhæfileika
sína í túlkun rússnesks innflytjanda í
Moscow On the Hudson (1983) og
kannski besta dramatíska leik sinn
fyrr og síðar í fáséðri en afar sterkri
smámynd, Seize the Day (1986) eftir
skáldsögu Nóbelskáldsins Saul Bellow.
Fyrst sló þó Williams í gegn í bíómynd
sem útvarpsmaðurinn Adrian Cro-
nauer í Good Morning, Vietnam
(1987). Yfirgengileg læti hans í hlut-
verkinu fóru í taugarnar á sumum en
myndin gerði hann engu að síður að
alvöru stjörnu með óskarstilnefningu
í vasanum. Nú fór að bera á hvimleiðu
væmnistöktunum hjá leikaranum;
hann var réttum megin við strikið
sem gæðalegur bókmenntakennari í
Dead Poets Society (1989) og fékk
aðra Óskarstilnefningu, röngum
megin sem gæðalegur læknir í Awa-
kenings (1990), en skemmtilega gal-
inn sem miðaldafræðingur á vergangi
í The Fisher King (1993) og fékk
þriðju óskarstilnefninguna.
Allar þessar óskarstilnefningar án
verðlaunanna sjálfra virðast hafa ýtt
Williams af braut um þetta leyti. Með
undantekningunni Mrs. Doubtfire
(1993), farsasmelli um föður sem þyk-
ist vera kvenkyns barnfóstra til að
vera nærri börnum sínum, komu nú
skellir í runum – misráðin drömu á
borð við Being Human (1993), Jack
(1996), Patch Adams (1998) og What
Dreams May Come (1998), og svo
jafnmisráðnar dellur eins og Toys
(1992) og Bicentennial Man (1999).
Skárri voru farsinn The Birdcage
(1996) og dramað Good Will Hunting
(1997), sem færði honum hin lang-
þráðu Óskarsverðlaun. Engu að síður
var ljóst að Williams var orðinn leiði-
gjarn, staðnaður, læstur í leiktöktum
sínum. Þess vegna er hann boðinn
velkominn aftur í slaginn með hnit-
miðuðum, lágstemmdum og öguðum
leik á galna tímabilinu, sem nú stend-
ur yfir og er auðvitað þversögn.
Robin Williams varð fimmtugur á
árinu. Hann er tvíkvæntur, giftist
barnfóstru sonar síns frá fyrra hjóna-
bandi, á með henni tvö börn og gerði
hana jafnframt að umboðsmanni sín-
um. Um skilnað segir hann: „Skiln-
aður er dregið af latnesku orði sem
merkir að slíta af manni kynfærin
gegnum peningaveskið hans.“
Galinn og
grínlaus
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
„Sko, vandinn er sá að Guð gaf mann-
inum heila og typpi en aðeins nægilega
mikið blóð til að reka eitt í einu.“ Sko,
vandinn er sá að Guð gaf Robin Williams
frjóa og frumlega kímnigáfu, sem birtist í
hnyttni á borð við þessa, og metnað og
leikhæfileika að auki, en aðeins nægilega
mikið blóð til að reka eitt í einu. Í gamni
má skipta ferli hans gróflega í þrennt:
Fyndna tímabilið, væmna tímabilið og
loks galna tímabilið, sem nú stendur yfir,
en öll skarast þau nokkuð. Leikur hans í
One Hour Photo, sem frumsýnd er hér-
lendis um helgina, tilheyrir því síðast-
nefnda.
átti við mikinn fíkniefnavanda að
stríða eins og mörg starfssystkin
hans en tókst að sigrast á honum á
9. áratugnum. Um kókaín hefur hann
sagt: „Kókaín er leið Guðs til að segja
þér að þú þénir of mikla peninga.“ Og
um að þurfa að hætta að drekka eftir
að hafa eignast barn: „Maður getur
ekki komið heim og sagt: Heyrðu lilli
minn, veistu hvað: Pabbi ætlar að æla
yfir þig...“
Robin Williams
Reuters
GLAUMGOSINN og
framleiðandinn Steve
Bing er einna helst
frægur að endemum
fyrir að vera barns-
faðir Elizabeth Hurley
án þess að vilja það.
Af einhverjum ástæð-
um hefur þessi maður
nú skapað sér tæki-
færi til að leikstýra
bíómynd eftir eigin
handriti og ráða í
vinnu ekki minni lista-
menn en Sean Penn
og Woody Allen, sem
ekki hafa unnið saman
síðan í Sweet and
Lowdown eftir þann
síðarnefnda. Vel má
vera að efni myndarinnar hafi hjálp-
að þessum Bing til að koma henni á
þennan kopp en hún fjallar um ný-
skilinn mann (Penn) sem reynir að
ná sér á strik á nýjan leik með því
að gerast boðberi hjónabandsfjand-
skapar og lendir í átökum við annan
mann (Allen), sem oft hefur kvænst
og skilið en trúir staðfastlega á gildi
hjónabandsins. Myndin heitir auðvit-
að Why Men Shouldn’t Marry og
kannski veit Steve Bing einmitt
svarið við því af biturri reynslu, en
þó kannski öllu frekar konurnar sem
hafa kynnst honum. Sean Penn er
annars að leika þessa dagana hjá
Clint Eastwood í Mystic River og
gengur svo í lið með mexíkóska leik-
stjóranum Alejandro Gonzales Inna-
ritu (Amores Perros) við gerð 21
Grams. Síðan kemur The Assass-
ination Of Richard Nixon undir leik-
stjórn Nicks Muellers. Woody Allen
er hins vegar að ljúka við næstu
mynd sína, Anything Else með
Christinu Ricci og Jason Biggs.
Reuters
Sean Penn og eiginkonan Robin Wright Penn:
Brenndur af hjónabandi í list en ekki lífi.
Penn og Allen leika hjá Bing
TÖKUR eru hafnar á nýrri leikinni
kvikmyndaútgáfu af hinni sígildu
sögu J. M. Barrie um strákinn
fljúgandi sem aldrei ætlar að verða
fullorðinn, Peter Pan. Í erlendum
fjölmiðlum er því haldið fram að
þetta sé í fyrsta sinn sem gerð er
leikin bíómynd eftir sögunni en
margir þekkja Disney-teiknimynd-
ina frá 1953. Þá gleyma menn kvik-
myndinni Peter Pan frá árinu 1924
þar sem titilhlutverkið var leikið af
stúlku, Betty Bronson. Segja má
að nýja myndin sé hins vegar sú
fyrsta þar sem hlutverk Peters Pan
er leikið af dreng, ef einhverjum
þykir það merkilegt, og leituðu að-
standendur myndarinnar um allan
heim að þeim eina rétta. Hann
fannst í Jeremy Sumpter, banda-
rískum dreng sem lék í þeim góða
spennutrylli Bills Paxton, Frailty.
Jason Isaacs mun leika Krók kaf-
tein, og í öðrum aðalhlutverkum
verða Lynn Redgrave, Olivia Willi-
ams, Richard Briers m.a. Leik-
stjórinn er P. J. Hogan (My Best
Friend’s Wedding) en tæknibrell-
urnar annast Industrial Light &
Magic.
Peter Pan flýgur á ný