Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 19
bílar
STEPHAN Wöllenstein er sölu-
stjóri fólksbíla VW í 16 löndum í
norðanverðri Evrópu þar sem sam-
anlögð sala á VW-bílum er 550-600
þúsund á ári. Þar af er heildarsalan á
Íslandi 900-1.500 bílar á ári en Wöll-
enstein segir að engu að síður sé það
mikilsverður markaður í huga sölu-
stjóra VW. Wöllenstein var staddur
hérlendis á dögunum vegna 50 ára
afmælis VW á Íslandi og kynningar
á nýja Touareg-jeppanum. Rætt var
við hann í nýjum salarkynnum
Heklu sem eru hönnuð í samræmi
við forskrift VW um alla Evrópu.
Mikið er lagt í nýju húsakynnin og
því lá beint við að spyrja Wöllenstein
hvort ætlunin væri að færa VW-bíla
þrepi hærra í virðingarstiganum, í
átt að lúxusbílum.
Brugðist við samkeppni
frá Mercedes-Benz
„Já, það er okkar stefna. Við vilj-
um ekki týna sjálfum okkur eða upp-
runa okkar en við viljum teygja okk-
ur inn í lúxusbílaflokkinn. Við höfum
þegar tekið tvö skref í þá átt. Það
fyrra felst í lúxusfólksbílnum Pha-
eton, sem hefur verið afar vel tekið
af bílapressunni í ljósi tæknilegrar
getu sem við sýnum í bílnum. Pha-
eton keppir við S-bíl Mercedes-Benz
og BMW 7-línuna og fleiri. Seinna
skrefið er Touareg, sem tilheyrir
lúxusflokknum með mesta búnaðin-
um og stærstu vélunum. Jafnvel með
grunngerð Touareg er VW að fram-
leiða dýrari gerð bíls þótt hún til-
heyri kannski ekki alveg lúxusbíla-
flokknum. Við tókum þá ákvörðun
fyrir nokkrum árum að bregðast
þannig við samkeppni frá öðrum
bílaframleiðendum sem hættu sér
inn á okkar heimavöll, að sækja þá
heim á þeirra eigin heimavelli. Þetta
er einmitt það sem nafntogaður
keppinautur okkar í suðurhluta
Þýskalands gerði. Hann hóf fram-
leiðslu á Mercedes-Benz A sem er
beinn keppinautur við Golf. Við svör-
um því með því að teygja okkur inn á
lúxusbílamarkaðinn sem gefur okk-
ur jafnframt tækifæri til að sýna nú-
verandi eigendum VW-fólksbíla að
merkið sé á leið upp á við og þeir
þurfi ekki að skipta um merki vilji
þeir færa sig upp í lúxusbíl. Nú þeg-
ar eru tveir lúxusbílar frá okkur
komnir á markaðinn og fleiri eru á
leiðinni,“ segir Wöllenstein.
Miklar vonir voru bundnar við
smábílinn Lupo. Ollu móttökurnar
ykkur vonbrigðum?
„Nei, það gerðu þær ekki. Okkar
vandamál er það að margir bera alla
okkar bíla saman við Golf. Salan á
Lupo virðist miklum mun minni en á
Golf, og er það vissulega, en þess ber
að gæta að heildarsalan í smábíla-
flokknum sem Lupo tilheyrir er mun
minni. Mörgum þykir verðbilið milli
Lupo og Golf einnig lítið en þegar lit-
ið er á gæði allra bíla VW, efnisval,
tækni og öryggisbúnað, er ljóst að
við getum ekki og viljum ekki lengur
framleiða ódýra bíla. Séu viðskipta-
vinir að leita að ódýrum bílum getur
VW ekki orðið að óskum þeirra. Þeir
snúa sér þá vonandi til Skoda,“ segir
Wöllenstein.
Lítill fjölnotabíll og
hugsanlega jepplingur
Á næsta ári býður VW í fyrsta
sinn lítinn fjölnotabíl inn á markað
þar sem Renault Scénic og Opel Zaf-
ira hafa að mestu ráðið ríkjum. Bíll-
inn verður bæði boðinn fimm sæta
og sjö sæta og mætir því helsta
keppinautnum, Zafira, með því móti.
Ætlar VW að framleiða minni
gerð jeppa eða jeppling?
„Við skulum sjá hvað setur. Ég
get ekki upplýst þig að fullu um
áætlanir okkar en þú getur rétt
ímyndað þér hvort við höfum ekki
leitt hugann að framleiðslu á minni
jeppa sem hægt er að selja í mun
meira magni en Touareg. Þetta er
hugsanlegt en þó ekki fyrr en árið
2006 í fyrsta lagi. Stóru tíðindin
framundan á næsta ári er kynning á
fimmtu kynslóð VW Golf á bílasýn-
ingunni í Frankfurt og hann kemur á
markað seint á næsta ári. Seinna
meir koma að sjálfsögðu einnig nýjar
kynslóðir Passat og Bora, þ.e.a.s.
2003-2005.“
Wöllenstein segir að menn megi
einnig eiga von á nýjum dísilvélum
með háþrýstiinnsprautun, pümpe-
diesel og einnig nýjum bensínvélum
með beinni strokkinnsprautun, svo-
nefndum FSI-vélum, sem eru spar-
neytnari en um leið aflmeiri en hefð-
bundnar gerðir bensínvéla.
VW hvorki vill né getur boðið ódýra bíla
Stephan Wöllenstein, sölustjóri
VW í Þýskalandi í 16 Evr-
ópulöndum, segir í samtali við
Guðjón Guðmundsson að
það sé stefna fyrirtækisins að
færa framleiðsluna upp í
staðlaða lúxusbíla.
Ljósmynd/Stefán Ásgrímsson
Stephan Wöllenstein, sölustjóri VW í Evrópu, við nýjan Touareg-jeppa. Hekla hf.
er fyrst umboða í Evrópu til að sýna bílinn.
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
MMC Pajero GLX
2500 Diesel,
f.skr.d. 29.06. 2001,
ek. 26 þús. km, 5
dyra, beinskiptur.
Verð 3.450.000
IS200
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
19
07
6
1
0/
20
02
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
Ef til vill finnst flér tvisvar á dag ekki
nóg. A› minnsta kosti ekki flegar
upplifun í IS200 er annars vegar. fia›
ver›ur nánast vanabindandi a› finna
spennuna, sem fylgir flví a› snúa
lyklinum, a› skynja afli› og fjöri›. Stíll
og fágun au›kenna sérhvert
smáatri›i. Glæsileg innrétting og
sjálfvirk loftræsting ver›a til fless a›
ökumanni og farflegum lí›ur betur en
í nokkrum ö›rum bíl. 6 diska geisla-
spilari er felldur inn í mælabor›i›. fiú
hlustar á uppáhaldstónlistina flína og
ert í sjöunda himni frá flví a› lagt er af
sta› og flar til slökkt er á bílnum.
Sérkenni Lexusbíla, hva› fleir láta vel
a› stjórn og eru gæddir frábærum
aksturseiginleikum, gera fla› enn
ánægjulegra a› aka IS200. En fyrst
og fremst er léttir til fless a› vita a›
flví eru engin takmörk sett hversu oft
á dag má njóta fless a› aka IS200. En
hér er gó› vi›mi›unarregla: fieim
mun oftar, fleim mun skemmtilegra.
Rá›lag›ur dagskammtur: a.m.k. tvisvar
N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S