Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
saman. Ljósmyndarar hersins hafi
öðrum þræði verið áróðursmenn.
Ætlast hafi verið til þess að þeir
sýndu að Íslendingum kæmi vel sam-
an við verndara sína. Deilur, tor-
tryggni og togstreita, sem oft hafi
einkennt dagleg samskipti, birtist því
lítt í ljósmyndum hersins. „Stundum
minna þær eilítið á myndir, sem birt-
ust í áróðursblöðum Sovétríkjanna
sálugu, sem sýndu útlendingum
brosandi alþýðu í sælulríki sósíal-
ismans,“ segir Þór. En hann
bætir við, að vissulega hafi
ÍSLAND í hers höndum er bók,sem út kemur nú um helgina,eftir Þór Whitehead sagnfræð-ing. Bókin er 272 blaðsíður ístóru broti og hlýtur að teljast
allnýstárlegt rit á sviði íslenskrar
sagnfræði. Þar eru raktir margir höf-
uðþættir í sögu Íslands á stríðsárun-
um með ljósmyndum, sem eru flestar
nákvæmlega valdar og greindar í
þeim tilgangi að opna lesendum horf-
inn heim stríðsáranna: Sambýli Ís-
lendinga við her álíka fjölmennan og
hálf þjóðin, líf hermanna í landinu og
hernaðarumsvif, átök við Þjóðverja á
hafinu umhverfis landið og yfir því,
njósnir Þjóðverja, siglingar Íslend-
inga og stríðsskaða.
Í brennidepli er reynsla almenn-
ings og hins óbreytta hermanns
fremur en gjörðir valdamanna eða
foringja. Sérstaka athygli vekur bók-
arauki með merkum litmyndum.
Í stuttum inngangsköflum, upp-
dráttum og frásögnum fólks er leitast
við að skýra söguna enn frekar.
Myndirnar hafa verið settar í alþjóð-
legt og um leið rökrétt samhengi en
að baki búa tímafrekar rannsóknir
Þórs í þeim sex löndum, sem við sögu
koma. Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Myndir úr bókinni fylgja þessari
grein.
Umbrot stríðsins fest á filmu
Þegar þessi mikla bók er skoðuð,
staldra menn við myndir af ein-
stökum atburðum, sem aldrei hafa
birst áður, svo sem af farþegaskipinu
Dettifossi að sökkva eftir árás kaf-
báts, mynd af því, þegar hafið lokast
yfir Goðafossi (öðru fórnarlambi
þýsks kafbáts) við Garðskaga eða
sjaldséða mynd tekna úr þýskri
sprengjuflugvél, sem ræðst að ís-
lenskum togara. En fyrst og fremst
verður lesandanum betur ljóst en áð-
ur hversu snögg og gríðarleg um-
skipti urðu í íslensku samfélagi á
stríðsárunum.
„Kannski er það einmitt þetta, sem
gerir stríðsárin að svo heillandi tíma-
bili,“ segir Þór Whitehead. Eitt dæmi
um þessi umskipti er tæknivæðingin
sem fylgdi Bandaríkjaher hingað.
„Það er stundum sagt að mynd segi
meira en þúsund orð. Ein mynd í
bókinni sýnir fyrsta skipið, sem flutti
hingað m.a. búnað mannvirkjaliðs
bandaríska flugliðsins. Upp úr þessu
skipi flæðir nýr tími í tæknisögu
landsins. Þessi búnaður stendur
þarna til sýnis við Reykjavíkurhöfn
og Íslendingar og breskir hermenn
horfa dáleiddir á herlegheitin: vél-
skóflur, ýtur, krana, flutningabíla
með drif á öllum hjólum og svo auð-
vitað jeppana. Þessi tæki og tól voru
nýkomin af færiböndum í verksmiðj-
um vestra og Bandaríkjamenn fögn-
uðu því að fá tækifæri til að reyna
þau hér í fyrsta skipti við erfiðustu
aðstæður.“
Þór rifjar upp að samskipti Íslend-
inga við bandaríska landhermenn
hafi verið brösótt framan af, þó að
landsmenn hafi heillast af nýrri
tækni og stórbrotnum tólum frá Am-
eríku. Opinber afstaða hafi enda ver-
ið sú, að Íslendingum bæri að leiða
erlenda herliðið hjá sér til að verja
menninguna og þjóðernið. Sú afstaða
hefur sýnilega haft sín áhrif sam-
kvæmt rannsóknum Þórs:
„Hermenn litu flestir svo á að Ís-
lendingar væru þeim fjandsamlegir
og jafnvel hlynntir Þjóðverjum. Nán-
ast hver einasti hermaður, breskur
sem bandarískur, hefur sögur að
segja af þessu kuldalega viðmóti. Ég
efast um að Íslendingar geri sér
grein fyrir því hve afskaplega illa
flestum hermönnum líkaði hér vist-
in.“
Þór segir, að þetta hafi skapað
nokkurn vanda, þegar bókin var sett
stríðsárin líka verið gleðitímar fyrir
marga Íslendinga. Þjóðin hafi verið
að rífa sig upp úr kreppunni og koma
undir sig fótunum, á meðan stríðið
var að leggja önnur samfélög og ríki í
rúst með óskaplegum blóðfórnum.
„Það er athyglisvert, hvernig
skyndileg velmegun Íslendinga kem-
ur fram í ljósmyndunum á margan
hátt, nýir glæsibílar fylla göturnar,
fólk virðist yfirleitt mjög vel klætt og
það er sannarlega létt yfir mörgum
þrátt fyrir spennu stríðsins og ógn-
ir.“ En Þór leggur einnig áherslu á,
að hinu megi ekki gleyma, að stríðið
hafi iðulega lagst þungt á þúsundir
manna og margir átt um sárt að
binda, þegar því lauk, fyrst og fremst
fjölskyldur sjómanna. Manntjón Ís-
lendinga hafi verið hlutfallslega jafn-
mikið og sumra styrjaldarþjóðanna.
„Þessari harmsögu stríðsins,“ seg-
ir Þór, „hef ég reynt að gera nokkur
skil annars vegar í textum og hins
vegar með myndum, sem staðfesta að
stríð er í eðli sínu hryllingur, sem
deyðir og tortímir. Myndir af afleið-
ingum árása á íslensk skip, myndir af
ungum hermönnum, sem ekkert beið
annað en dauði á vígvöllum Evrópu,
og myndir af ótrúlega tíðum flugslys-
um Bandamanna sýna þennan napra
veruleika.“
„Ástandið“ var annað efni, sem Þór
segir að hafi verið nokkur vandi að
gera skil í myndum. Íslenskir karl-
menn hafi margir talið að konur væru
að bregðast landinu og væru flestar
„til í tuskið“ með hermönnunum.
Ýmsar myndir herljósmyndara sýni
líka kærleika á milli kvenna og her-
manna, en frásagnir Breta og Banda-
ríkjamanna hnígi hins vegar að því að
yfirgnæfandi meirihluti kvenna hafi
ekkert viljað hafa með þá að gera!
Vantað hafi myndir til að sýna
þessa afstöðu kvenna, en ein hafi þó
varðveist og megi teljast mjög tákn-
ræn, þó að tilefnið sé ekki merkilegt:
Gleiðgosalegir bandarískir hermenn í
vörubíl gera sig alla til fyrir tvær vel
klæddar stúlkur við Reykjavíkur-
höfn, en þær láta sem þær sjái þá
ekki og halda sínu striki.
„Hermennirnir hafa áreiðanlega
verið nýkomnir til landsins,“ segir
Þór, „því að þeir, sem hér höfðu dval-
ist um lengri tíma, vissu vel, að það
var síst til vinsælda fallið hjá íslensk-
um stúlkum að hrópa að þeim eða
veifa til þeirra á götum, jafnvel þó að
það væri gert á þann góðlátlega hátt,
sem var Bandaríkjamönnum eigin-
legur. Þessa frábæru mynd úr dag-
lega lífinu valdi ég því sem titilmynd
fyrir frásögn um samskipti Íslend-
inga og Bandaríkjamanna, sem bötn-
uðu þó jafnt og þétt eftir því sem leið
á stríðið.“
Áralöng myndasöfnun
og ljósmyndarar
Engum þeim, sem flettir bókinni,
getur blandast hugur um að gífurleg
vinna liggur verkinu að baki. Þór
segist líka hafa byrjað að safna
myndunum á námsárum sínum. Fyr-
ir þrettán árum hafi hann talið sig
hafa svo margar ágætar myndir und-
ir höndum, að ástæða væri til að birta
þær í sérstakri bók. Hann segist hafa
byrjað á því verki, en lagt handritið á
hilluna, þegar hann hafi séð fram á að
sú bók, sem hann vildi helst setja
saman, mundi verða miklu tímafrek-
ari en útgáfa á hefðbundinni mynda-
bók. Hann hélt hins vegar áfram að
viða að sér myndum og bókin er því
árangur af margra áratuga heimilda-
söfnun sagnfræðiprófessorins, sem
hefur áður ritað fjórar bækur um
stríðsárin á Íslandi og aðdraganda
þessa mikla hildarleiks.
Þór segir að verk þetta megi að
vissu leyti telja hliðarskref frá vinnu
við ritröð hans, Ísland í síðari heims-
styrjöld, þó að vitanlega kallist það á
við eldri bækur hans og þær, sem
hann vonist til að skrifa í framtíðinni.
„Myndirnar hef ég fengið úr mörg-
um opinberum söfnum og frá ein-
staklingum hér heima svo og í
Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska-
landi, Kanada og víðar. Sumar hinna
merkustu komust í mínar hendur fyr-
ir hreina tilviljun. Nöfn herljósmynd-
ara eru því miður flest ókunn, en
handbragðið á mörgum myndanna
sýnir að hér voru á ferð frábærir
listamenn, sem skildu eftir sig ómet-
Myndræn tímavél
Morgunblaðið/Kristinn
Þór Whitehead sagnfræðiprófessor.
Út er komin bók eftir Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þar sem saga stríðsáranna á Íslandi
er rakin í myndum. Sumar þeirra hafa aldrei birst áður. Ásgeir Sverrisson kynnti sér bókina og ræddi við höfundinn
FRIÐARDAGURINN
„Sævar Jóhannesson fékk þessa mynd á Netinu fyrir hreina til-
viljun,“ segir Þór Whitehead. „Þar voru boðnar fram myndir frá
Íslandi og hann keypti myndirnar. Ein þeirra reyndist sýna sjólið-
ann sem klifraði upp á styttuna af Ingólfi Arnarsyni á friðardag-
inn og hengdi breska fánann á atgeir landnámsmannsins. Þessi
ögrun gagnvart Íslendingum varð til þess að út brutust
mestu óeirðir í sögu þjóðarinnar. Reykjavíkurlögreglan
og herlögreglan barðist við hundruð ofurölvaðra sjóliða,
menn á besta aldri sem fengið höfðu her-
þjálfun og voru vopnaðir hnífum, flöskum og
grjóti. Beita þurfti táragasi gegn lýðnum.
Þetta er því einstök heimildarmynd því hún
sýnir nákvæmlega atvikið sem hleypti öllu í
bál og brand.“