Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 9
KANNSKI að sú staðreyndað Patty Wagstaff hefurþrisvar sinnum orðiðbandarískur meistari ílistflugi segi eitthvað um
persónuleika hennar auk þess að vera
vitnisburður um ótvíræða hæfileika.
Patty var jafnframt fyrsta konan til
að vinna titilinn. „Það dugði mér ekki
að vinna hann einu sinni. Mig langaði
til að fá titilinn þrisvar til að sanna
mig, svo fólk gæti ekki sagt þetta vera
einhverja tilviljun,“ segir Patty, sem
er þekktur listflugmaður. Hún lét sig
ekki muna um að sanna það þrjú ár í
röð, 1991–1993, og hefur hún til við-
bótar unnið til fjölda annarra verð-
launa á sínu sviði.
Patty ólst upp að hluta til í Japan
en faðir hennar var flugstjóri hjá Jap-
an Airlines. „Þess vegna kynntist ég
flugheiminum til að byrja með,“ segir
hún en útskýrir að í Japan sé engin
menning í kringum litlar vélar og
flugsýningar hafi ekki tíðkast.
„Ég fór ekki á flugsýningu fyrr en
ég flutti til Alaska árið 1979. Þar
fljúga margir litlum vélum,“ segir
hún og bætir við að flugmenningin sé
sprottin upp úr víðerni ríkisins og
skorti á vegum.
Patty lærði að fljúga í Alaska, þar
sem hún bjó í 15 ár og kynntist jafn-
framt eiginmanni sínum. „Þegar ég
kynntist fluginu vissi ég að þetta var
það sem ég hafði beðið eftir. Ég hafði
starfað við margvíslega hluti áður.
Það höfðaði til mín að flugið er spenn-
andi og í því felst áskorun. Ég hugsaði
að mér ætti ekki eftir að leiðast í
þessu því ég er fljót að missa athygl-
ina,“ segir hún og bætir við að flugið
gefi einnig tækifæri til ferðalaga og
hún fái að fara hratt yfir. „Þarna fékk
ég allt í einum pakka.“
Flestir eru sáttir við að standa
traustum fótum á jörðu niðri þegar
þeir sjá listflugvél taka dýfur og slauf-
ur í loftinu. Hjá Patty var þessu öðru-
vísi farið. „Ég vissi þegar ég fór á
flugsýningu og sá listflug að þetta
væri það sem ég vildi gera,“
Sýnir listflug um allan heim
Patty tók flugmannspróf árið 1980
og hefur í gegnum tíðina bætt við sig
réttindum. Hún hefur réttindi til að
fljúga bæði orrustuþotum og farþega-
þotum auk þess að fást við flug-
kennslu. Patty hefur einnig skrifað
bók og tímaritsgreinar og langar að
skrifa aðra bók þegar tækifæri gefst.
Auk þessa má geta að hún er í nefnd-
um og ráðum ýmissa félaga tengdum
flugi og er starf hennar því fjölbreyti-
legt.
„Ég keppti í 12 ár og tók líka þátt í
flugsýningum. „Það var gaman að því
en það var erfitt vegna ferðalaganna
sem fylgja en ég var stundum að
heiman í tvo mánuði. Ég keppi ekki
lengur og skipulegg flugsýningarnar
þannig að ég geti reglulega verið
heima,“ segir Patty en hún býr í Flór-
ída í Bandaríkjunum.
Patty er jafnframt með fólk í vinnu
sem hjálpar til við skipulagningu flug-
sýninga hennar. Hún hefur ferðast
um allan heim í tilefni þeirra og má
nefna Kanada, Mexíkó, Argentínu,
England, Frakkland, Sviss, Rússland
og loks Ísland.
Patty er ánægð með komuna hing-
að til lands, sem er í boði Flugmála-
félags Íslands. Henni sýnist flug
standa vel að vígi hérlendis og ætlar
að koma hingað aftur. Hún sýndi list-
flug en segist ekki hafa getað gert allt
sem hún er vön því hún hafi ekki verið
á sinni venjulegu vél. Patty er hvað
þekktust fyrir nákvæmt lágflug og
áleitinn en mjúkan stíl.
Að sögn Pattyar eru um 6% flug-
manna í Bandaríkjunum konur. Stóru
flugfélögin eru með átak í að fá konur
til starfa og segir Patty það hvetjandi.
Hún sér sjálf ekki eftir því að hafa
ekki valið að verða farþegaþotuflug-
maður, þrátt fyrir mörg tilboð, því
hún hafi fengið svo mörg tækifæri.
„Konur vita núna að það er mögu-
leiki að verða flugmaður. Þegar ég
var lítil var þetta ekki raunverulegur
möguleiki,“ segir hún en svo virðist
sem flugið sé í blóðinu því yngri systir
hennar er einnig flugmaður.
„Núna koma feður til mín á flug-
sýningum með dætur sínar því þeir
vilja að þær viti að þeim standa allar
dyr opnar,“ segir hún.
Þekktur bandarískur listflugmaður á Íslandi
Á ferð og flugi
Konur vita núna að það er möguleiki að verða flugmaður segir Patty Wagstaff.
TENGLAR
..............................................
www.pattywagstaff.com
Patty Wagstaff hefur í þrígang orðið bandarískur
meistari í listflugi því hún vildi sanna að ekki væri
bara um tilviljun að ræða. Wagstaff var hér á ferð
fyrir skömmu og Inga Rún Sigurðardóttir ræddi
við þessa ævintýrakonu.
ingarun@mbl.is
Lið-a-mót
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Viðbótar
styrkleiki
M
ik
lu
ó
d
ýr
a
ra
FRÍHÖFNIN
-fyrir útlitið
Alternatorar og startarar
BÍLARAF HF.,
Auðbrekku 20 • S. 564 0400 • Fax 564 0404
í fólksbíla, báta, rútur, vörubíla, vinnuvélar
o.fl., frá Valeo o.fl.
Einnig viðgerðir á alternatorum og störturum.
Kúplingar í rútur, vörub. frá Valeo.
Olíumiðstöðvar, vélahitarar f. bíla, báta o.fl.
Trumatic gasmiðstöðvar
fyrir bíla, báta, húsbíla, fellihýsi, sumarhús
o.fl. 12 v. blástur, thermostad.
Vídeómyndavélar fyrir sendibíla o.fl.
til að sjá fyrir aftan þegar bakkað er,
fyrir báta að fylgjast með vélarúmi o.fl.
Neðansjávarmyndavélar,
hægt að sjá niður á 20 m dýpi, fyrir
bátaeig., hafnir, björgunarsv., o.fl. o.fl.
Örbylgjuofnar, kaffivélar o.fl. 12 og 24 volt.
Spennubreytar úr 12 volt í 220 v.,
margar stærðir.
Sólarrafhlöður, vindrafstöðvar
fyrir sumarhús o.fl.
umboðið umboðið
Jónsmessurunni
(Jóhannesarjurt) Hypericum perforatum L.
Nafn náttúrulyfsins, lyfjaform og styrkur:
Modigen, 300 mg Hypericum perforatum L. extrakt.
Hvað inniheldur lyfið?
Eitt hylki inniheldur 300 mg af Hypericum perforatum L. extrakti, staðlað innihald 900 míkróg hypericin.
Handhafi markaðsleyfis: Jemo-pharm A/S,
Hasselvej 1, 4780 Stege, Danmörk.
Umboðsmaður á Íslandi: Heilsuverslun Íslands ehf., Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Við hvaða sjúkdómi er náttúrulyfið notað?
Notist við depurð, framtaksleysi og vægu þunglyndi. Ef áhrifa verður ekki vart innan 4-6 vikna skal meðferð hætt.
Þungun og brjóstagjöf
Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota lyfið þar sem engin reynsla af notkun lyfsins er fyrirliggjandi.
Lyfjameðferð samtímis töku þessa náttúrulyfs:
Modigen minnkar áhrif eftirtalinna lyfja og ætti því ekki að nota það samtímis töku þeirra án samráðs við lækni: Warfarín og önnur skyld
segavarnarlyf (blóðþynningalyf), ciklosporin, teófyllín, sterar, þunglyndislyf, digoxín, karbamazepín, fenemal og fenýtóín, (flogaveikilyf) indinavír
og aðrir próteasahemlar, og bakritahemlar sem ekki eru núkleótíð (lyf sem notuð eru við HIV sýkingum). Þessar milliverkanir virðast flestar
eða allar byggjast á því að hypericum eykur virkni ensíma af gerðunum CYP3A4, CYP1A2 og e.t.v. fleiri. Ekki skal hætta töku náttúrulyfsins
skyndilega hafi það verið notað í einhvern tíma ásamt framangreindum lyfjum, án þess að endurskoða skammtastærðir þeirra. Einnig hefur
verið greint frá auknum aukaverkunum vegna svonefndra triptan lyfja (notuð við mígreni) þegar þau eru notuð ásamt náttúrulyfjum sem
innihalda hypericin. Gæta á varúðar ef náttúrulyfið er tekið samtímis lyfjum sem auka ljósnæmi t.d. kíníni, tetrasýklíni, tíasíð-þvagræsilyfjum
og metoxaleni. Hjá konum sem taka getnaðarvarnartöflur hafa milliblæðingar komið fyrir og einnig getur Modigen dregið úr virkni getnaðar-
varnartaflna. Framangreind áhrif náttúrulyfsins geta varað í 1-2 vikur eftir að töku þess er hætt.
Hvernig skal nota náttúrulyfið?
Fullorðnir 1-2 hylki á dag. Náttúrlyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára án tilvísunar læknis.
Hvað gerist við ofskömmtun?
Ef börn hafa tekið náttúrulyfið í ógáti skal hafa samráð við lækni.
Hæfni til að stjórna vélum og ökutækjum
Upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi.
Hvaða aukaverkunum getur náttúrulyfið valdið?
Ljósnæmisviðbrögð s.s. kláði og roði á húð geta komið fram, einkum hjá fólki með ljósa húð.
Aðrar aukaverkanir eru óþægindi frá meltingarfærum, svimi og þreyta. Í einstaka tilvikum hefur
oflæti (mania) komið fram. Hafið samband við lækni ef aðrar aukaverkanir koma fram.
Hvernig á að geyma náttúrulyfið?
Geyma á náttúrulyfið við stofuhita.
Geymsluþol náttúrulyfsins er í
samræmi við fyrningardagsetningu
á umbúðum þess. Notið náttúrulyfið
ekki eftir þá dagsetningu.
Lesið eftirfarandi texta vel yfir áður en meðferð með náttúrulyfinu hefst.
Modigen er
náttúrulyf
gegn vægu
þunglyndi,
depurð og
framtaksleysi.
Modigen fæst í apótekum án lyfseðils.
H
U
G
V
E
R
K
A
sm
ið
ja