Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 7 PABBI, pabbi“, hrópaðistrákurinn minn einndaginn, þegar hannkom heim úr skólanum,„borgarstjórinn kom í heimsókn í bekkinn og ég tók í höndina á henni.“ Hún var ynd- isleg þessi barnslega gleði, sem spratt af þessu handtaki og heiðri sem blessað barnið upplifði, við það eitt að koma við svona fræga persónu. Sumir láta sér nægja að komast í nálægð við fræga fólkið, sjá það tilsýndar, veifa til þess eða fá eiginhand- aráskrift. Það er algengt í íþróttunum eða í popp- heiminum, að fá hetjuna til að krassa nafnið sitt á einhvern blað- seðil og enn eru þeir til sem leggja leið sína í heimabæ Elvis Presley eða jafnvel í kirkju- garðinn þar sem heimsfrægar persón- ur eru jarðsettar. Ég segi ekki að lá- varðadeildin enska sé grafreitur þeirra sem eru að lifa sjálfan sig í þarlendri pólitík, en þangað er mönnum ekki boðið og þar er ekki innangengt fyrir neina, nema þá sem eru aðlaðir. En eins og allir vita eru þeir einir uppfærðir sem lávarðar sem eru komnir á pólitískan grafarbekk. Einn er þó sá maður hér á landi, sem fær boðskort í lávarða- deildina. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes heimsótti lá- varðana í London á dögunum, eft- ir því sem skýrt hefur verið frá í fréttum hér heima. Ekki nóg með það. Hann fékk að tala við þá suma. Og ekki nóg með það. Hann talaði við Margréti Thatcher. Hvorki meira né minna. Hannes Hólmsteinn er lukk- unnar pamfíll og ekki kannski að ástæðulausu. Virtur prófessor og málafylgjumaður góður og dygg- ur stuðningsmaður og málsvari frjálshyggjunnar og jafnvel meiri og betri talsmaður Thatcher en Thatcher sjálf. Nú gæti maður haldið að það væri ekki í frásögur færandi þótt fólk af þessu tagi og með þennan bakgrunn og þessar skoðanir og þessa frægð hittist á stundum til að bera saman bækur sínar og spjalli eins og kunningjar um fyrrverandi afrek og framtíð mannkynsins á milli þess sem það skenkti í glösin og kinkaði kolli hvert til annars. Hópur velgerð- armanna veraldarsögunnar, bar- áttumenn frelsis og festu. Jafn- ingjar við sama borð. Og ekki tiltökumál eða blaðaefni per se. En einhvern veginn þóttu þetta tíðindi hér heima. Að minnsta kosti mátti lesa um það í DV, snemma í október, hvernig svo sem blaðið komst á snoðir um þennan merka fund þeirra Hann- esar og Margrétar. Ekki hefur verið upplýst um að fréttamaður frá DV hafi verið viðstaddur eða mættur til að fylgjast með spjalli þessara höfuðpaura og háæru- verðugu hugsuða, svo Hannes Hólmsteinn (eða þá Margrét Thatcher) sá ástæðu til að upp- lýsa blaðið um þennan atburð, sem að sögn Hannesar sjálfs, var merkilegur fyrir þá sök, að Mar- grét lét nokkur vel valin orð falla um ágæti Davíðs Oddssonar. Hún sem sagt vissi allt um Davíð og það var með öðrum orðum ekki nóg með það að Hannes talaði við Margréti, heldur hitt að Margrét talaði um Davíð við Hannes og Hannes hefur eflaust talað um Davíð við Margréti og síðan hefur Hannes vonandi sagt Davíð frá því að Margrét hafi talað um Dav- íð við sig og þetta samtal átti auð- vitað erindi til lesenda og sam- landa Davíðs hér heima. Alveg eins og syni mínum þótti ástæða til að ég vissi að hann hefði tekið í höndina borgarstjóranum. Það er ekki á hverjum degi sem Hannesi Hólmsteini er boðið í lá- varðadeildina, þótt hann eigi það skilið, og það er ekki á hverjum degi, sem hann hittir Margréti Thatcher og það er alls ekki sjálf- sagt mál, að Margrét tali um Dav- íð Oddsson og þess vegna leikur enginn vafi á að þessi atburður og þetta samtal hafi átt erindi inn á fréttasíður DV. Svo leið hálfur mánuður og þá var aftur sagt frá því (nú í Morg- unblaðinu) að Hannes hefði hitt Thatcher og maður hélt auðvitað að Hannes hefði hitt Margréti í annað sinn, en þegar betur var að gáð, var hér verið að greina frá sama samtalinu. Það kom nefni- lega í ljós að það var ekki bara það að Hannes hafi talað við Margréti og Margrét hafi talað um Davíð við Hannes, heldur hafði þetta merka samtal verið myndað fyrir sögubækurnar og enda þótt það sjáist ekki á myndinni að Margrét hafi verið að tala um Davíð, var hún svo sannarlega að tala við Hannes, eða í það minnsta að heilsa honum og það var akkúrat þetta sem snart mig og alla aðra lesendur þegar myndin birtist og miðað við það hvað Hannes er brosleitur og hýr á myndinni, fer ekki framhjá neinum að Margrét var í öllu falli ekki að tala um Öss- ur eða Steingrím eða einhverja aðra plebba. Hannes var með skálaglas í hendinni, eflaust innan um alla hina lávarðana, en gaf sér þó tíma til að taka í höndina á Margréti og kannske var það ein- mitt þá, á þessari stundu, ná- kvæmlega á þessum sek- úndubrotum, sem Margrét Thatcher, lét orð falla um Davíð, þannig að þessi sögulega stund var fest á mynd og hefur aukið gildi um alla framtíð og Morg- unblaðið gerði vel í því að birta hana og Hannes gerði vel í því að útvega myndina, nema að Reu- ters-fréttastofan hafi sent hana út, í mikilvægri meðvitund um þetta trausta handaband. Davíð sést ekki á myndinni, enda ekki viðstaddur, þegar stórmennin voru að tala um hann, en í texta með þessari mynd er aftur tekið fram að Hannes hafi hitt Thatch- er og Thatcher hafi talað um Dav- íð, þannig að það er eiginlega synd að Davíð skuli ekki hafa ver- ið með á myndinni. Umræðuefnið sjálft. Og svo erum við hissa á því þeg- ar blessuð litlu börnin gleðjast yf- ir því að hitta fræga fólkið!! Einbjörn talar við Tvíbjörn (um Þríbjörn) HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is daggjöldin 11.196 kr. í ár. Daggjöld miðuð við raunkostnað hafa lækkað um nokkurra ára bil. Afleiðingin af lágum daggjöldum er að skuldir safnast upp frá ári til árs. Annað slagið er reksturinn síðan réttur af með eingreiðslum frá ráðuneytinu.“ Áhersla á sameiginleg rými Guðmundur segir erfitt að mæta sívaxandi kröfum um aðbúnað þegar rekstrinum sé jafnþröngur stakkur skorinn fjárhagslega og raun beri vitni. „Við höfum í talsverðan tíma gert okkur grein fyrir því að aðlaga þurfi Hrafnistu í Reykjavík nútíma kröfum. Núna eru herbergin 9 ferm. og klósett sameiginlegt með tveimur herbergjum. Minnsta breytingin þyrfti að felast í því að breyta tveim- ur herbergjum í eina íbúð með kló- setti og sturtu. Sú breyting myndi a.m.k. kosta um einn milljarð króna,“ segir hann alvarlegur í bragði og tek- ur fram að þessi upphæð liggi ein- faldlega ekki á lausu. „Við ákváðum því að lengja í lífdögum óbreytts ástands með því að leggja áherslu á sameiginlegu rýmin og ráðast í byggingu 210 milljón króna endur- hæfingarmiðstöðvar með sundlaug við heimilið fyrir nokkrum árum. Þar kom ríkið hvergi nærri með fjár- framlög. Endurhæfingarmiðstöðin hefur gefið afar góða raun frá því að hún var tekin í notkun árið 1996. Sjúkraþjálfararnir segja dæmi um að fólk hafi byrjað þjálfun í hjólastól og verið farið að ganga óstutt eftir nokkra mánuði. Enn hamlar þó fjár- hagsramminn okkur og veldur því að ekki hefur verið hægt að hafa sund- laugina opna nema hálfan daginn. Eftir hádegi hefur aðstaðan verið leigð út til einstakra hópa.“ Tveir kostir til umræðu Guðmundur segir að tveir kostir séu nefndir í tengslum við framtíðar- uppbyggingu Hrafnistu í nýlegu bréfi til heilbrigðisráðuneytisins. „Annar kosturinn tengist fyrri hugmyndum okkar um frekari upp- byggingu í Hafnarfirði. Hinn tengist beiðni til okkar um samstarf við byggingu hjúkrunarheimilis á svo- kallaðri Landssímalóð skammt frá Rimahverfi í Grafarvogi. Samstarfs- aðilar okkar gera ráð fyrir að reisa íbúðir fyrir aldraða og þjónustumið- stöð á sömu lóð í samstarfi við Reykjavíkurborg,“ segir hann og segist bíða spenntur eftir svari frá ráðuneytinu. „Við eigum inni annað erindi hjá borginni í tengslum við frekari uppbyggingu í Víðinesi. Með lagningu Sundabrautar verður 38 rýma hjúkrunarheimili þar komið í alfaraleið. Að lokum má nefna að við höfum sent Borgarskipulagi erindi vegna skipulagningar á næsta skipu- lagssvæði borgarinnar í svokölluðum Hamrahlíðarlöndum.“ Samstarf á Akureyri „Hjúkrunarheimili á að mínu mati ekki að reisa ein og sér. Eðlilegra er að úthluta lóðum fyrir stærri kjarna með þjónustumiðstöðvum, hjúkrun- arheimilum, þjónustuíbúðum o.s.frv. Með því móti er hægt að bjóða upp á mun betri þjónustu við aldraðra,“ segir Guðmundur og tekur fram að í slíkum kjörnum sé styttra bæði að veita og sækja þjónustuna. „Við höf- um verið að byggja upp slíka kjarna bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Nú er 6 hektara lóðin okkar í Reykjavík að verða fullnýtt. Þess vegna höfum við verið að líta til annarra svæða í því skyni að bjóða ríkisvaldinu og stjórnendum Reykjavíkurborgar samstarf um að stytta biðlista og veita aukna þjónustu í þágu aldraðra. Við höfum ekki aðeins verið að líta til höfuðborgarsvæðisins því að við höf- um lýst yfir áhuga okkar á að aðstoða við byggingu þjónustukjarna á 8 til 10 hektara lóð við Naustahverfi á Akureyri. Nú eru hugmyndir okkar í skoðun hjá bæjaryfirvöldum á Akur- eyri.“ Guðmundur gagnrýnir hið opin- bera fyrir stefnuleysi í tengslum við vistunarúrræði aldraðra. „Heilbrigð- isráðuneytið hefur gefið út langtíma- áætlun í heilbrigðismálum til ársins 2010. Sérstaklega er talað um hversu mikil þörf verði fyrir rými á vistunar- og hjúkrunarheimilum á tímabilinu. Hins vegar kemur ekkert fram um hver sé stefna ráðuneytisins í þeim efnum önnur en sú að sé vistunarþörf á hjúkrunarheimili verði biðin ekki lengri en 90 dagar. Ég hlýt að spyrja hvernig sú framkvæmd eigi að ganga upp ef engin stefnumótun er til eða fjármagn ætlað til langtímaáætlunar í byggingu hjúkrunarheimila. Nú hefur verið óskað eftir áliti okkar á því hvað eðlilegt sé að einstök rými séu stór. Annað hefur ekki komið frá ráðuneytinu,“ segir Guðmundur og gagnrýnir að ekkert samræmi sé á milli heimaþjónustu og heimahjúkr- unar aldraðra í Reykjavík. „Eitt dæmi til viðbótar tengist heilsugæsl- unni í Reykjavík. Lengst af hefur Langholts-, Heima- og Vogahverfi verið án heilsugæslu. Ekki alls fyrir löngu var tekin ákvörðun um að bæta úr því og var efnt til útboðs í tengslum við framkvæmdina. Eftir að gengið hafði verið frá því að Hrafnista fengi verkið fórum við að vinna að hönnun byggingarinnar í tengslum við fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis á lóðinni hérna við Hrafnistu í Reykjavík í samvinnu við fagaðila heilsugæslunnar í Reykja- vík. Eftir að allt virtist vera orðið klappað og klárt kom síðan hik á stjórnendur heilsugæslunnar og er alls óvíst um framhaldið. Við ætlum samt að halda okkar striki og hefja framkvæmdir við bygginguna í nóv- ember. Getur það annars verið að eitt af elstu og rótgrónustu hverfum Reykjavíkur með hæsta meðalaldur íbúa skuli enn lúta í lægra haldi fyrir nýbyggðum hverfum nágrannasveit- arfélaganna hvað þetta mál varðar?“ Ný stefna? „Við viljum auðvitað halda merki Sjómannadagsráðs og Hrafnistu á lofti með því að vinna áfram að því að byggja upp þjónustu fyrir aldraða í landinu eins og fyrirrennarar okkar lögðu upp með,“ segir Guðmundur að lokum. „Hins vegar er því ekki að leyna að stuðningur yfirvalda í garð sjómannasamtakanna, sem unnið hafa að málefnum aldraðra og um leið að velferðarmálum þjóðarinnar frá 1938, er að bresta. Því hlýtur Sjó- mannadagsráð að leiðrétta sinn kompás og setja út í kortið nýja stefnu.“ algengar Morgunblaðið/Þorkell Billiard er meðal þess margvíslega félagsstarfs sem boðið er upp á á Hrafnistu. ago@mbl.is Svona eiga blokkirnar við Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að líta út. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðirnar í blokkaríbúðunum við Hrafnistu í Hafnarfirði verða afhentar 1. des- ember og 1. mars á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.