Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 6
ÍSLENSKIR jarðfræðingar aðstoða Rússavið jarðhitarannsóknir við Beringssund íNorðaustur-Rússlandi, þar sem mikiluppbygging á sér nú stað. Svæðið er rétt sunnan við heimskautsbaug. Tveir Íslendingar, sem aðstoðuðu Rússana við tilraunaboranir, komu aftur til landsins á miðvikudag eftir að hafa verið veðurtepptir þar í tíu daga. Tsjúk- otska-hérað, þar sem rannsóknirnar eiga sér stað, er á austasta odda Rússlands. Vegalengd- in þangað frá Moskvu er um tvisvar og hálfu sinni lengri en vegalengdin frá Reykjavík til Moskvu. Bjarni Richter, jarðfræðingur hjá Orkustofn- un, segir að Rússar hafi áform um að nýta jarð- hitann til húshitunar, þannig að þeir þurfi ekki að nota kol og olíu sem nú sé notað til að kynda upp hús. Einnig sé möguleiki að byggja upp einhvers konar iðnað ef hægt verði að fá nógu ódýra orku. Tvö þorp gætu notið góðs af jarð- hitanum, Lavrentiya og Lorino, þar sem sam- tals búi um 2.000 manns. Einhvers konar dreifi- kerfi sé til staðar en húsnæði þar sé yfirleitt lélegt og illa viðhaldið en það standi til bóta þar sem mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu. „Þarna er töluvert mikið af þokkalega heitu vatni. Eins og staðan er í dag erum við þarna með tæpa 50 sekúndulítra af tæplega 60° C heitu vatni. Við vitum ekki enn hvort við getum fengið eitthvað heitara. Þetta er lághitasvæði og það er í lægri kantinum til þess að hægt sé að nýta það af alvöru. Við hefðum helst viljað hafa það aðeins heitara en þetta eru heilmikil auðæfi þrátt fyrir það,“ segir Bjarni. Orkustofnun veitir Rússum sérfræðiaðstoð sem undirverktaki frá Cam-hnit, dótturfyr- irtæki verkfræðistofunnar Hnits, sem hefur unnið talsvert í Rússlandi. Þetta var önnur ferð Íslendinga til Rússlands vegna þessa verkefnis en í júlí var jarðhitasvæðið kortlagt og rann- sóknarholur staðsettar. „Við fórum út núna fyrst og fremst til þess að hjálpa þeim að standa sem best að þessari jarðhitaborun og sýna þeim hvernig við Íslend- ingar gerum þetta. Ég reikna með því að við þurfum að fara út aftur. Núna stendur til að bora einar fimm holur á bilinu 100–200 metra djúpar. Síðan verða hugsanlega boraðar fleiri rannsóknarholur, en þetta endar vonandi með því að það verði boruð ein djúp vinnsluhola þegar búið er að staðsetja betur aðalupp- streymið. Hún gæti orðið allt að 500 metra djúp, en það er þó ekki orðið ljóst enn þá,“ seg- ir Bjarni. Hjalti Franzson jarðfræðingur, sem fór bæði í fyrri og síðari ferðina til Rússlands, segir að mjög sérstakt sé að koma til Tsjúkotska- héraðs, þar sem tilraunaboranirnar eiga sér stað. Allt hafi verið frosið, sjóinn að leggja og snjór yfir öllu. Innfæddir stundi sel-, hval- og fiskveiðar auk þess sem hreindýrahjarðir séu úti um allt og ísbirnir og úlfar sjáist á stangli. Veðurtepptir í tíu daga Ætluðu þeir Hjalti og Bjarni að vera í Rúss- landi í tvær vikur en heimferðin dróst um tíu daga þar sem þeir voru veðurtepptir og varð ferðin því rúmar þrjár vikur. Bjarni segir að þannig hafi þeir getað kynnst íbúum svæðisins betur sem hafi verið skemmtilegt. Veðrið hafi þó ekki verið mjög slæmt heldur hafi ekki viðr- að til flugs þar sem það hafi verið lágskýjað og snjóað þó nokkuð. Flugvellirnir á svæðinu séu ekki mjög góðir og því þurfi yfirleitt að fljúga sjónflug. Bjarni segir að það hafi ekkert væst um þá félaga en þeir væru fegnir að komast heim fyrir jól. Íslendingar aðstoða við jarð- hitarannsóknir í Rússlandi Hjalti Franzson á göngu í skammdeginu í Lavr- entya ásamt túlkinum Andrei. Ljósmynd/Bjarni Richter Frá borstað í Kúkún, þar sem eru heitar upp- sprettur. Bjarni segir að nú standi til að bora ein- ar fimm holur á bilinu 100–200 m djúpar. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL uppbygging á sérstað í Tsjúkotska-héraðiþar sem tilraunaboranir eiga sér stað. Tsjúkotska er á austasta tanga Rússlands við Ber- ingssund sem skilur að Rússland og Alaska. Um 73 þúsund manns búa í héraðinu. Roman Abramovits, landstjóri Tsjúkotska, sem er sagður næst- ríkasti maður Rússlands, mun borga stóran hluta þeirrar upp- byggingar úr eigin vasa. Í fyrsta desemberhefti tímaritsins Time er sagt frá uppbyggingunni í Tsjú- kotska sem hinn 36 ára gamli landstjóri, Abramovits, á allan heiðurinn af. Time segir að Abramovitsj hafi á síðustu árum greitt fyrir smíði 46 nýrra heimila, sem hvert kost- aði um fjórar milljónir íslenskra króna, fjármagnað fyrsta gistihús svæðisins sem og baðstað og rak- arastofu. Þá hefur hann varið 16– 24 milljörðum af eigin fé í stór- markaði, kvikmyndahús og annað í þeim dúr. Segir að sjálfur segist hann ekki vita hversu miklu hann hafi varið til uppbyggingarinnar. Segja Abramovits vilja stjórna auðlindum héraðsins „Hver er Roman Abramovits og hvers vegna lætur hann svo mikið fé í frosið hérað þar sem einungis 73 þúsund sálir búa?“ spyr blaða- maður Time og skyldi engan furða. Er haft eftir Anatoli Tsjúb- ajs, starfsmannastjóra Borís Jelts- ín, fyrrverandi forseta landsins, að hann sé líklega áhrifamestur ungra auðjöfra í Rússlandi. Tsjúk- otska sé gæluverkefni hans en gagnrýnendur hans segja að hann vilji stjórna öllum auðlindum hér- aðsins og hugsanlega nota Tsjú- kotska sem stökkpall til áhrifa í Moskvu. Sjálfur segir Abramovits að þetta sé einskonar tilraun hjá sér. „Ég hef aldrei stjórnað land- svæði. Ég hef aldrei talað op- inberlega við fólk. Ég verð að prófa það til að vita hvort það eigi við mig,“ er haft eftir honum í Time. Abramovits missti móður sína úr veikindum átján mánaða gam- all og lést faðir hans í vinnuslysi þegar hann var á fjórða ári. Fyrst um sinn bjó hann hjá frænda sín- um í Moskvu en varði unglingsár- unum hjá afa sínum og ömmu í héraðinu Komi, í Norður- Rússlandi. Árið 1992 fóru hjólin að snúast hjá Abramovits þegar hann kynnt- ist áhrifaríkum manni í valda- hring Jeltsíns, Borís Berezovsky. Eftir að Vladimir Pútín forseti komst til valda tók hann yfir eign- ir Berezovskys í olíuiðnaðinum. Nú á Abramovits rúmlega 80% af Sibneft, fimmta stærsta olíu- fyrirtæki Rússlands, 50% af Rusal, sem hefur einokunarstöðu á ál- markaði landsins og m.a. sýnt áhuga á súrálsverksmiðju og ál- veri á Íslandi. Þá á hann 26% af rússneska flugfélaginu Aeroflot. Efnaðir iðnjöfrar hafa víðar tekið við landsstjórn Sjálfur býr Abramovits í útjaðri Moskvu í villu með 42 hektara lóð ásamt eiginkonu og fjórum börn- um. Segir Time að í hverjum mán- uði eyði hann þó nokkrum dögum í kuldanum í Tsjúkotska. Skyndi- legur áhugi hans á héraðinu sé hugsanlega hluti af mynstri sem hafi komið fram í Sovétríkjunum fyrrverandi. Landstjórar hafi mjög mikil völd, þeir ráði t.d. hvernig náttúrulegar auðlindir svæðanna eru nýttar. Efnamiklir og áhrifaríkir menn í iðnaði hafi að undanförnu tekið við stjórnartaumunum á ýmsum landsvæðum. Í janúar var Khazret Sovmen, mikilvægur maður í gull- iðnaðinum í Rússlandi, kjörinn forseti Adygeu í Kákasus- fjöllunum og í september hafi Al- exander Khloponin, eigandi nikk- elfyrirtækis, tekið við landstjórn í Krsnoyarsk-héraði, helsta iðn- aðarsvæði Síberíu, en áður hafi hann verið landstjóri í Taimyr- héraði. Time segir Abramovits virðast njóta sín vel í pólitíkinni. Þegar hann hafi verið kjörinn þingmaður Tsjúkotska á rússneska þinginu, Dúmunni, árið 1999 hafi námaiðn- aður þar verið í molum, atvinnu- leysi mjög mikið og skortur á nauðsynjum á borð við eldsneyti og mat. Abramovits bætti 2,5 milljörðum við 5,4 milljarða tekjustofn hér- aðsins einfaldlega með því að flytja lögheimili sitt þangað. Þá segir Time að hann hafi sent 8.500 börn frá Tsjúkotska til Svarta- hafsins í sumarleyfi – og borgað brúsann sjálfur. Einnig hafi hann sent sykur, hrísgrjón og smjör til sveltandi íbúa héraðsins. Þegar Abramovitsj hafi orðið var við að stór hluti þeirrar fjárhæðar sem hann varði til uppbyggingar í héraðinu endaði í vösum embættismanna, hafi hann ákveðið að bjóða sig fram til landsstjóra. Hann fékk 92% atkvæða í kosningunum í desem- ber 2000 en helsti keppinautur hans, Alexander Nazarov, sem áður var landsstjóri, dró framboð sitt til baka viku fyrir kosning- arnar. Auðkýfingurinn Abramovits fjár- festir í Tsjúkotska         Ný ESB-ríki löguð að Schengen Á FUNDI dóms- og innanríkisráð- herra Evrópusambandsríkjanna fimmtán, auk Íslands og Noregs, var gengið frá með hvaða hætti nýju ríki sambandsins fá aðild að Schengen- samstarfinu. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd sem haldinn var í síð- ustu viku. Aðlögun nýrra ESB-ríkja að Schengen fer fram í tveimur skref- um, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu. Við inngöngu í sambandið taka gildi þau ákvæði Schengen-samningsins sem lúta að samvinnu á sviði fíkniefna- og sakamála. Persónueftirlit verður á hinn bóginn ekki fellt niður á landa- mærum gömlu og nýju ríkjanna fyrr en að lokinni hefðbundinni Scheng- en-úttekt á þeim, með sama hætti og þegar Norðurlöndin gerðust aðilar að samstarfinu. Ekki er gert ráð fyr- ir að þetta síðara skref verði stigið fyrr en eftir nokkur ár. Meðal annarra mála sem til um- ræðu voru á fundinum má nefna markvissari landamæragæslu og baráttu gegn ólöglegum innflutningi fólks. Þá voru samþykktar viðmið- unarreglur um hvernig ríkin geti notið gagnkvæmrar aðstoðar frá þeim lögreglumönnum einstakra ríkja sem sendir hafa verið til starfa í ríkjum utan Evrópu og reglur sem taka áritanaútgáfu á landamærum fastari tökum en gert hefur verið. Senda mál- gagnið í bögglapósti VEGNA gjaldskrárhækkunar Ís- landspósts mun Kennarasamband Íslands eftir áramót að mestu hætta að dreifa málgagni sínu, Skólavörð- unni, með almennum pósti en senda það þess í stað með bögglapósti i þar sem trúnaðarmenn munu sjá um dreifingu. Félagsmenn á fámennum vinnustöðum fá blaðið áfram sent í almennum pósti. Dreifingarkostnaðurinn hækkaði í sumar þegar Íslandspóstur lagði nið- ur sérstakan gjaldskrárflokk fyrir dreifingu á blöðum og tímaritum. Helgi E. Helgason, starfsmaður út- gáfu- og upplýsingasviðs Kennara- sambands Íslands, segir að kostnað- ur við dreifingu hækki um 120–300% með gjaldskrárbreytingunni. Yrði ekki brugðist við yrði dreifingar- kostnaðurinn hærri en allur pappírs- og prentunarkostnaður við útgáfu blaðsins. Kennarsambandið hafi hreinlega ekki efni á að greiða 5–10 milljónir fyrir dreifingu á málgagni sínu árlega. Lítil samkeppni Aðspurður segir Helgi að sam- keppni sé til staðar í póstdreifingu á höfuðborgarsvæðinu og því mögu- legt að leita annað. Þetta eigi á hinn bóginn ekki við á landsbyggðinni. Í grein í nýjasta tölublaði Skólavörð- unnar segir Helgi m.a.: „Gjaldskrárbreyting Íslandspósts hf. er atlaga gegn útgáfu blaða og tímarita í landinu, einkum útgáfu- starfsemi félagasamtaka sem starfa á landsvísu. Hún er jafnframt atlaga að landsbyggðinni og útgáfu héraðs- fréttablaða sem gegna þýðingar- miklu hlutverki.“ Gert samkvæmt lögum Áskell Jónsson, framkvæmda- stjóra markaðs- og sölusviðs Ís- landspósts, segir að gjaldskrár- breytingin hafi verið gerð í kjölfar breytinga á póstlögum.Þá hafi verið felld niður sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Samkvæmt lögum hafi fyrirtækið ekki heimild til að greiða niður einn þjónustulið með einkarétti og því hafi gjaldskráin verið samræmd almennri bréfa- gjaldskrá. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.