Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ B ASHAR al-Assad, forseti Sýrlands, og kona hans, Asma al- Akhras, eru nú komin úr opinberri heimsókn sinni til Bretlands þar sem þau hittu Tony Blair, forsætisráðherra, og Cherie, konu hans. Sýndi breski forsætis- ráðherrann þá einstöku hugmynda- auðgi að segja að viðræðurnar hefðu verið uppbyggilegar og þeir hefðu orðið sammála um að vera ósam- mála. Síðan kysstust þær frúrnar og drottningin tók á móti hjónunum. Auðvitað voru heimsókninni gerð ítarleg skil hérna, sýrlenska sjón- varpið sendi her manns til London til að fylgjast með og fréttaskýringa- þættir voru hvert kvöld í sjónvarp- inu og út um alla Damaskus fylgdust menn með því í sjónvörpum sínum hvernig hátignirnar færu að því að ganga. Það var rifjað upp þegar Blair kom í heimsókn hingað í fyrra og tal- að um að al-Assad hefði malað Blair á blaðamannafundi með því að gefa hvergi eftir og lýsa því yfir að hann og hans fólk styddi Palestínumenn. En hann hefði líka getað sagt upp í opið geðið á Blair að þjóðin for- dæmdi atburðina 11. september, enda styddu Sýrlendingar ekki hryðjuverk og hann hefði lýst harmi sínum vegna þessa voðaverks í Washington og New York. Merkileg heimsókn? Auðvitað er heimsóknin söguleg og sú fyrsta sem forseti Sýrlands hefur farið til Bretlands og auðvitað er athyglisvert að einmitt þessi við- kvæmi tími skuli valinn til fararinn- ar. Það var vitað mál að heimsóknin mundi vekja athygli í Evrópu og væntanlega hefur George Bush Bandaríkjaforseti ekki getað stillt sig um að kíkja á sjónvarpið þegar þessi myndarlegi forseti með sína brosmildu frú upp á arminn stal sen- unni og hún klædd eins og venjuleg kona og ekki með svo mikið sem slæ- ðubleðil um hárið. Auðvitað var Blair mjög alvörugefinn á blaða- mannafundinum þegar hann gaf tímamótayfirlýsinguna því hann var svo hræddur um að nú mundi al- Assad taka hann í bakaríið eins og þegar þeir hittust síðast. „En þótt ekki sé ljóst hvort þessi heimsókn forsetahjónanna til Bret- lands mun breyta einhverju þá er ávinningur að við höfum fengið góða og jákvæða pressu á Vesturlöndum og menn sjá þar að við eigum glæsi- leg og nútímaleg forsetahjón,“ sagði hérlend blaðakona við mig. Áður en þau hjónin fóru voru margir efins og sögðu að þetta væri bragð eða brella hjá breska for- sætisráðherranum. Blair ætlaði að nota tækifærið til að reyna að draga al-Assad inn í raðir óvinanna. Og svo ypptu sumir öxlum og sögðu sem svo að þótt al-Assad tækist að fá Blair til að hlusta á sig skipti það nákvæm- lega engu máli. Bush mundi hringja og segja honum að Sýrland væri eitt af öxulveldum hins illa og Blair mundi segja já og amen við því og þar með hefði ekkert gerst. Leiðtoginn alls staðar nálægur Það blandast engum hugur um það, sem dvelur í Sýrlandi til lang- frama, að það hefur hægt á umbót- unum, sem al-Assad talaði um í inn- setningarræðu sinni sumarið 2000. Skuggi Hafez al-Assad föður hans, sem lést í embætti forseta, teygir sig enn yfir landið og núverandi forseti virðist ekki gæddur nógu miklum styrk eða köllum það bara hörku til að ganga á hólm við allan þann mikla fjölda áhrifamanna og kerfiskarla, sem hann erfði eftir föður sinn. Enn er talað hástemmt um hinn mikla leiðtoga Assad og myndir af honum og málverk prýða alla staði í landinu, styttur og myndarlegar brjóstmyndir af honum eru á hverju strái. Myndir af syninum eru yfir- leitt til hliðar og langtum minni en af föðurnum. Við hvert tækifæri sem gefst er allt sem Assad gerði fyrir Sýrland lofað og prísað og það hljóti að vera öllum metnaðarmál að varð- veita þann árangur, sem náðist á stjórnarárum gamla forsetans. Fór al-Assad of geyst af stað? Þegar al-Assad tók við sagði hann í innsetningarræðu sinni að hann teldi eðlilegt að leyfa mönnum að tjá skoðanir sínar þótt þær féllu ekki alltaf í kramið hjá stjórnvöldum. Þetta væru eðlileg lýðréttindi. Hann vildi upræta svarta markaðinn og gerbreyta bankakerfinu, sem var þjóðnýtt eins og flest sem hægt var að þjóðnýta. Hann lofaði að færa Sýrland til nútímans, meðal annars rjúfa þá einangrun, sem því hafði verið haldið í bæði í hátæknilegu og fjarskiptalegu tilliti. Eins og gefur að skilja urðu menn harla kátir og spruttu upp ný blöð og tímarit og skrifuðu á stundum óvæg- ið um stjórnarfarið og höft, bönn og eftirlit. Stofnaðar voru málstofur út um allt þar sem menntamenn og raunar alls konar fólk, sem hafði áhuga á þjóðmálum og menningar- málum, kom saman og ræddi málin. Farsímar, sem höfðu verið bannaðir, sáust nú við eyrun á spásserandi mönnum út um allt, opnað var fyrir notkun Netsins og þótt aðgangur að ýmsu sé takmörkunum háður fara menn í kringum það með léttum leik. Vorið stóð ekki lengi En ekki leið á löngu uns áhrifa- menn í stjórnkerfinu sáu að það var allt of langt gengið að leyfa mönnum að birta á prenti greinar þar sem meira að segja var efast um visku og stórkostlegt framlag Assads eldri og koma saman og tala um þjóðmál á gagnrýninn hátt. Því liðu ekki nema nokkrir mánuðir uns nýja forsetan- um var ekki stætt á öðru vegna þrýstings frá öllum gömlu körlun- um, sem eru í kringum hann, en að fyrirskipa lokun á þessum málstof- um, banna útgáfu blaða og tímarita og menn voru handteknir í hrönnum og þó ekki sé talið að margir sitji enn bak við lás og slá er vandlega fylgst með þeim og þess gætt að þeir kom- ist ekki upp með moðreyk. Eftir stendur að Netið er nú sjálf- sagt mál og netstofur út um allt og alltaf fullt út úr dyrum og að banka- kerfið hefur verið tekið og skorið upp og svarti markaðurinn þekkist ekki lengur. Laun hafa verið hækk- uð og það var allgóður hagvöxtur í Sýrlandi árið 2001 og virðist ætla að verða svo núna líka. En ritskoðun og ákveðin frelsis- skerðing er enn við lýði og margir eru ákaflega vonsviknir. „Þjóðfélag- ið fungerar ekki,“ sagði leigusalinn minn við mig. „Það er afleitur mórall í fólki, menn hafa ekki metnað og fá enga hvatningu til að leggja sig fram í störfum. Stjórnarskrifstofurnar eru fullar af óhæfu, litlu fólki, sem er nákvæmlega sama hvort það vinnur sitt verk eða ekki. Mikið fjallað um Palestínu Málefni Palestínu eru mjög fyrir- ferðarmikil í fjölmiðlum hér og Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, er aldrei kallaður annað en forsætis- ráðherrann og hryðjuverkamaður- inn Ariel Sharon. Ekki er unnt að draga í efa mjög eindreginn stuðn- ing almennings við málefni Palest- ínu og öllum ber auðvitað saman um að þetta vandamál sé kjarni þess, sem er að gerast í Miðausturlöndum nú um stundir. Hins vegar er líka eftirtektarvert að Yasser Arafat er aldrei titlaður forseti, heldur alltaf yfirmaður heimastjórnarinnar. Lengi var kalt á milli Hafez al-As- sads og Arafats, en um tíma leit út fyrir að einhver þíða væri að verða í þessum samskiptum. Var tilkynnt með pompi og prakt haustið 2000 skömmu eftir að núverandi forseti tók við að formaðurinn kæmi í heim- sókn til Sýrlands á næstu vikum. Síðan var heimsókninni frestað og síðan aftur og upp frá því hefur ekki verið á það minnst, enda á Arafat raunar ekki svo glatt heimangengt um þessar mundir þar sem hann er nánast í hlekkjum Ísraela. Sýrlenskir drúsar, sem búa á her- námssvæði Ísraela í Gólan-hæðum, eru yfirleitt ekki mikið fréttum hér, en nýlega var sagt frá því að þeir hefðu efnt til fjöldagöngu og mót- mæla þar sem skemmst er á milli, veifað mótmælaspjöldum og sungið sýrlenska þjóðsönginn. Við þessum mótmælum virtist enginn amast af hernámsliðinu. Ekki verður vart andúðar á útlendingum Öndvert við það sem gerst hefur í mörgum öðrum arabaríkjum hefur ekki gætt illsku í garð útlendinga í Sýrlandi og á ég þar einkum við Vesturlandabúa. Þótt Bush Banda- ríkjaforseti sé gagnrýndur mjög harkalega, hvort sem er stuðningur hans við síonistaríkið eins og það er jafnan kallað eða hótanir hans í garð Íraka, virðist fólk gera nú eins og jafnan hefur verið í Sýrlandi skils- mun á bandarísku stjórninni og þeirri bresku annars vegar og svo al- menningi í löndunum hins vegar. Meðal annars í Jórdaníu hefur óróa gætt vegna þessa frá því bandarískur stjórnarerindreki var myrtur fyrir nokkru. Var þá hvatt til að bandarískir borgarar færu frá landinu, að minnsta kosti um tíma, og aðrir, sem eftir yrðu, svo og aðrir Vesturlandabúar, skyldu hafa allan varann á. Þetta á ekki við hér, út- lendingum er sýnd sama vinsemdin og fyrr og ef nokkuð kannski meiri því þeir Vesturlandabúar, sem hér eru búsettir um lengri eða skemmri tíma, hafa yfirleitt látið í ljósi mikla gremju vegna stefnu Bush. Og ekki er alið á stríðshættu Það er öllum ljóst að Bush vill ráð- ast á Íraka og hefur raunar látið gera loftárásir á ýmsa staði í landinu síðustu vikurnar, en það er ekki alið á stríðshræðslu hér. Menn virðast líka hafa tröllatrú á því að vopnaleit- armennirnir, sem virðast nú fá að vinna sitt verk í ró og spekt og í góðri samvinnu við Írakana, geti síð- an komið með gögn, sem dugi til að Bandaríkjamönnum og Bretum verði ekki stætt á því að ráðast á Írak. Öðru máli gegnir í Jórdaníu, þar virðast allir búast við að látið verði til skarar skríða í síðasta lagi um miðjan febrúar. Hvað gerist ef ráðist verður á Írak? Auðvitað er þetta samt sem áður spurningin, sem brennur á fólki, þótt allir vilji vera bjartsýnir og trúa því í lengstu lög að unnt reynist að af- stýra hernaðarátökum. Eftir því sem mér hefur virst gæti það haft þau áhrif hér að gamlir kerfiskarlar og harðlínumenn, sem vilja halda í það sem var – og er enn að nokkru leyti – mundu eflast til muna með al- varlegum afleiðingum fyrir allan þorra manna. Umbæturnar sem Bashar al-As- sad hefur verið að baksa við að koma í gegn mundu fara fyrir lítið. Sýr- land mundi hverfa aftur inn í lok- aðan og einangraðan heim með al- ræði og enn meiri hörku gagnvart almenningi, en verið hefur síðustu áratugi. Forsetinn sæti sjálfsagt áfram en þá algerlega viljalaust verkfæri í höndum gömlu harðlínu- mannanna. „Þótt það hafi hægt á breytingum og framförum miðað við það, sem margir bjuggust við og vonuðu mundu þær þar með vera fyrir bí. Það er mikill misskilningur ef Bush forseti trúir að með því að ráðast á Írak og jafnvel koma Saddam Huss- ein frá muni einhver lýðræðisalda að hætti Vesturlanda fara um svæðið og fjarri öllum raunveruleika að við yrðum í þeirra hópi. Við viljum breytingar í átt til arabísks lýðræðis og meira frelsi til orða og athafna, það segir sig sjálft, en við erum ekki hlynnt hugmyndum Bush, því þær byggjast ekki á neinum raunveru- leika, sem er okkar,“ sagði kunnur sýrlenskur andófsmaður við mig í liðinni viku. Hann var meðal þeirra, sem stofnuðu málstofur og kröfðust meira frelsis eftir að al-Assad tók við. Þegar ákveðið var að loka öllum slíkum stofum neitaði hann en varð loks að una dómsúrskurði þar að lút- andi. Hann skrifar nú dag hvern langar greinar í arabískt dagblað og skundar með hverja grein á rit- stjórnarskrifstofur blaðsins. Hann fær greitt lítilræði fyrir hverja grein, en gallinn er bara sá að grein- arnar eru ekki birtar. „Það er aldrei að vita,“ sagði hann glaðlega. „Kannski kemur sá dagur. Ég lifi í voninni, því þrátt fyrir allt er margt gott að gerast hér í landi þótt ekki sjáist mikill munur. Ef almenn- ingi um allan heim tekst að þrýsta á Bandaríkjamenn um að ráðast ekki á Írak. Mig dreymir um að viti bor- inn maður komist til valda í Ísrael svo að þeir fallist á að hætta morðum og illvirkjum. Þá mundi allt breytast hér í þessum heimshluta og af þeim breytingum mundu allir njóta góðs, ekki bara við, sem búum hérna.“ Bakslag í umbætur í Sýrlandi Reuters Bashar al-Assad (t.v.), forseti Sýrlands, kveður Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan bústað þess síðarnefnda í Downing stræti í London í liðinni viku. Fyrir miðju standa eiginkonur þeirra, Cherie Blair (t.v.) og Asma al-Akhras, sem fæddist á Bretlandi. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, baðaði sig í sviðsljósi alþjóðastjórnmála þegar hann heimsótti Tony Blair í London á dögunum. En heima fyrir er kominn aft- urkippur í umbætur, sem hann boðaði við valdatök- una fyrir rúmum tveimur árum. Jóhanna Kristjóns- dóttir skrifar frá Damaskus um togstreituna í Sýrlandi milli ákalls um umbætur og krafna harðlínumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.