Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég hef lent í því tals-vert oft í aðdragandaþessara jóla að hugsa,,já, nú er þetta byrj- að aftur“, eða ,,hey, kemur þetta …gamla góða“. Eins hef ég tekið eftir því að fólk segir gjarnan (oft í form- legum tilkynningatóni) ,,já þetta. Nú eru jólin komin fyrir mér“ eða ,,jæja þarna kom það. Nú er ég kominn í jólaskap“. Svo virðist sem jólin og jólaundirbúningur snúist ekki síst um endurtekningar. Þetta sem við, hvert og eitt okkar, teljum jólalegt er yf- irleitt alltaf eitthvað sem við tengjum við fyrri jól. Og enda þótt jólin séu ný á hverju ári, þá fer nákvæm- lega sama ferlið í gang á hverjum einustu jólum, bæði hjá okkur prívat og á op- inberum vettvangi. Snemma í nóvember byrja nokkrir æstir verslunareig- endur að skreyta hjá sér og einhverjar brjálaðar útvarps- stöðvar að spila jólalög, og þá verður allt vitlaust. Umræð- an um hvort ,,þetta sé nú ekki alltof snemmt“, fer í gang og þeir sem eru á því að þetta sé bara huggulegt og til þess fallið að ,,létta okkur skammdegið“ rífast við þá sem finnst þetta skemmd- arverk og að með þessu fáum við ,,ógeð á jólunum áður en þau koma“. Á þessu gráa svæði, þegar sumir eru byrj- aðir að gera jólalegt en aðrir ekki, greinir RÚV frá því op- inberlega hvenær það ætli að byrja að spila jólalög. Þegar aðventan kemur geta allir fallist á að skreyt- ingar og jólalög séu orðin tímabær. Fyrsta sunnudag í aðventu er þjóðin alveg geysilega samtaka og fara jólaseríur og sjö arma kerta- stjakar út í glugga á nær öll- um heimilum landsins. Á fyrri hluta aðventu halda kirkjur alltaf aðventukvöld, tónlistarfólk heldur alltaf tónleika, nýjar bækur og plötur vekja áhuga og umtal, vinnufélagar og vinahópar föndra saman, baka saman, drekka jólaglögg saman. Alltaf í sama góða tempóinu, jólaskapið að leysast úr læð- ingi og stressið ekki komið til sögunnar. Þegar líða fer á aðventuna verður svokallað jólastress að umræðuefni, bæði í sam- tölum manna á milli og í fjöl- miðlum. Hver einustu jól heyrir maður útvarpsviðtöl við fagmenn sem kunna ráð við þessum kvilla og presta sem vilja minna á um hvað jólin snúast í raun og veru og brýna fyrir manni að slaka á um jólin, ,,gera minna, njóta betur“ og allt það. Jóla- stressið er eitthvað sem flestallir hafa skoðun á. Eng- inn fílar það, fæstir vilja kannast við það hjá sjálfum sér ,,ha ég?“, en samt eru all- ir aðrir haldnir því og ,,mað- ur stressast náttúrlega upp af öllu þessu stressaða fólki“. Vonlaust að leysa þetta, enda er umræðan um jólastressið á byrjunarreit hver einustu jól og fólk alltaf jafnhissa á því að þetta skuli vera svona. Sjálfur jólaboðskapurinn ratar svo til okkar eftir ýms- um leiðum. Hvort sem við förum í kirkju, lesum jóla- sögur, horfum á jólakvik- myndir, hlustum á jólalög, eða sjáum jólaauglýsingar, þá fer boðskapurinn ekki framhjá okkur. Á jólunum eigum við að vera góð við hvert annað, hugsa fallega til náungans, vera góð við fjöl- skylduna, gefa þeim sem minna mega sín, vera þakklát fyrir allt það góða sem við eigum, vera góð við alla. Menning okkar er gegnsýrð af þessum boðskap og hvort sem við trúum sögunni af Jesúbarninu eða ekki þá nær boðskapurinn eyrum okkar því a) hann er alls staðar og b) hann er góður. Hver ein- ustu jól fáum við að heyra þennan boðskap og íhugum gjarnan með okkur að reyna að verða betra fólk. Væmni er líka nokkuð sem grípur sumt fólk hver einustu jól. Ég á vinkonu sem er ein taugahrúga allan desember því henni finnst allt svo fal- legt. Hún sér miðaldra mann með huggulegan poka úr kvenfataverslun, hugsar um ástina sem hann ber í hjart- anu til konunnar sinnar, og tárast. Hún tárast líka yfir litlu barni sem rembist við að reyna að syngja með jólalag- inu sem jólasveinarnir á Laugaveginum eru að spila. Yfir gömlum konum sem sitja saman á kaffihúsi og flissa eins og smástelpur. Allt er þetta svo fallegt. Þetta ástand grípur hana (og ef- laust marga fleiri) alltaf í desember, en virðist ekki til staðar aðra mánuði ársins. Þá eru ýmis umræðuefni alveg ómissandi í aðdraganda jóla og samtölin sem hverfast um þau eru alltaf alveg ná- kvæmlega eins. Jólaveðrið og jólamaturinn eru klassísk dæmi. Verða jólin hvít eða rauð (eða blaut)? Hvað ætlið þið að hafa í jólamatinn? Ár eftir ár er þetta eins, ,,eruð þið búin að fá rjúpur?“, með örlitlum tilbrigðum þó, ,,nú skoskar rjúpur?“ Og síðast en ekki síst er það svo spurningin um hvort jólaskapið sé komið. Hana fá allir að heyra verulega oft fyrir hver einustu jól. Og hvort sem svarið er ,,jú, ætli það ekki“ eða ,,já, ekkert smá“, þá held ég að það hljóti alltaf að byggjast á áð- urnefndum endurtekningum. Er ég búin að gera það sem ég geri alltaf fyrir jólin? Smakka það? Hitta hann/ hana/þau? Hlusta? Lesa? Hugsa? Það sem kemur manni í jólaskap er þetta sem er alltaf eins. Alltaf ljúft og gott. Eða hresst og fjörugt ef út í það er farið. Og með öllum sínum enda- lausu endurtekningum eru jólin yfirleitt alveg endalaust skemmtileg. Enda er góð vísa aldrei of oft kveðin … Gleðileg jól. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Eins um jól Þ ETTA snjólausa regnvota skammdegi er martröð ljós- myndara. Engin birta, bara kontrastlaus grámi. Nú er tími til að hugsa um ljósið. Í New York var verið að opna fyrstu stóru yfirlitssýninguna í Bandaríkjunum á verkum annars þeirra tveggja manna sem uppgötvuðu ljósmynda- tæknina seint á fjórða áratug 19. aldar, William Henry Fox Talbot (1800–1877). Hinn frum- kvöðullinn var Louis J.M. Daguerre og þrátt fyrir að þeir gerðu uppgötvanir sínar á sama tíma, voru þeir í sitthvoru landinu og tæknin ólík. Í dag er erfitt að skilja þvílíkur galdur þetta hefur verið á sínum tíma; að geta gert þrí- víða fyrirmynd tvívíða, að festa eftirmynd nátt- úrunnar á margfalt nákvæmari hátt en nokkur drátthagur myndlistarmaður gat leikið eftir. Gagnrýnandi New York Times segir frá því að árið 1833 hafi Talbot verið að teikna landslag við Como- vatnið á Ítalíu en ver- ið svo óánægður með útkomuna að hann hafi einsett sér að finna leið til að „fá þessar náttúrulegu myndir til að afritast á varanlegan hátt“. Nokkrum árum síðar hafði honum tekist að ráða gátuna – og ljósmyndin bættist í hóp þeirra undra sem breytt hafa heiminum. Með ljósmyndinni glataði heimurinn vissu sakleysi. Að hluta til var þessari uppgötvun ætlað að auðvelda mönnum að teikna, en þetta átti líka að vera ópersónulegt áhald sem skráði sannleikann á hlutlægan hátt. En, eins og heillandi myndir Talbots sjálfs leiddu í ljós, birtast í ljósmyndum rétt eins og teikningum afstaða og persónulegur smekkur þeirra sem taka myndirnar. Talbot og Daguerre breyttu því hvernig fólk horfir á umhverfi sitt; sem sjónrænt áhald varð ljósmyndavélin þröskuld- urinn milli fortíðarinnar og nútímans. Enn í dag eru ljósmyndir að staðfesta uppá- komur í lífi okkar. Með myndavél í höndum geta allir sett sig í stellingar listamannins eða skrásett raunveruleikann. Um leið er verið að breyta þeim veruleika sem sá sem upplifir telur sig skynja, því ljósmyndin birtir eina útgáfu sannleikans, ákveðið sjónarhorn, fellt í þennan tvívíða ramma. Ljósmyndin bylti heiminum og líka þeim af- skekta á Íslandi. Ljósmyndarar ferðuðust um landið, erlendir ferðamenn til að byrja með en íslenskir í kjölfarið. Ljósmyndin dreifðist hratt um heiminn, hann var skráður á glerplötur, síð- ar filmur og ásjónur manna gerðar ódauðlegar. Þótt íslenskir ljósmyndarar hafi ekki verið margir á 19. öld, virtust vera komin skilyrði fyrir starfsemi þeirra um miðjan sjöunda ára- tug nítjándu aldar. Þeir dreifðust á helstu þétt- býlisstaðina og mynduðu íbúa og mannlíf. Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri myndadeild- ar Þjóðminnjasafnsins, segir í bók sinni Ljós- myndarar á Íslandi að heimkoma Sigfúsar Ey- mundssonar frá námi í Noregi marki þáttaskil í íslenskri ljósmyndun. Hann var fyrsti íslenski ljósmyndarinn sem tókst að gera ljósmyndun að lífsstarfi. Og Sigfús var ekki bara frum- kvöðull, því rétt eins og Talbot var hann af- skaplega góður ljósmyndari. Þótt það hafi sjálf- sagt ekki verið ætlun hans þá skapaði hann í mörgum ljósmyndum sínum einstök listaverk, hvort sem um er að ræða myndir af fólki á ljós- myndastofunni, mannlíf og hús í Reykjavík eða landslag. Og þeir voru fleiri íslensku ljósmynd- ararnir sem voru að taka vandaðar myndir, og oft á tíðum einstakar, á þessum síðustu áratug- um nítjándu aldar. Sumar þessara mynda þekkjast af eftirprentunum, misvönduðum og tilskornum, en staðreyndin er sú að auður gam- allar íslenskrar ljósmyndunar er Íslendingum óþekktur. Það helsta sem hefur varðveist af gamalliíslenskri ljósmyndun er geymt á ein-um stað, á Þjóðminjasafni Íslands. Aðauki er eitthvað hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur en það á þó meira safn frá tutt- ugustu öldinni. Þjóðminjasafn hefur varð- veisluskyldu og það er vel búið að myndunum þar – en þær hafa ekki verið til sýnis. Þarna liggja gersemar sem ég gerði mér ekki grein fyrir hvað voru í raun merkar og framúrskar- andi vandaðar fyrr en ég var svo heppinn að geta lagst yfir þær á sýningu á dögunum. Í Moskvu af öllum stöðum. Í nóvember síðastliðnum var opnuð í Ljós-myndasafni Moskvuborgar sýning semkölluð var Árstíðir í íslenskri ljósmyndun.Í sex sölum var sýnt úrval af gömlum myndum Þjóðminjasafns og síðan þverskurður af því sem gert hefur verið við miðilinn hér á síðustu árum. Í fyrri sölunum þremur voru rúmlega 120 myndir eftir 21 ljósmyndara sem Inga Lára og Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari og sérfræðingur á Þjóðminjasafni, völdu úr hirslum safnsins. Elstu myndirnar voru frá 1874 og þær yngstu frá 1921. Þarna voru myndir eftir Sigfús – heill salur var helgaður verkum hans – Pétur Brynjólfsson, Ólaf Magn- ússon, Nicoline Weywadt, Magnús Ólafsson, Láru Ólafsdóttur, Ingimund „fiðlu“ Sveinsson, bróður Jóhannesar Kjarvals, og Hallgrím Ein- arsson, svo einhver séu nefnd. Þetta eru mynd- ir af landslagi og andlitum, fólki við störf og fréttnæmum viðburðum þess tíma. Margar myndanna eru litlar og láta ekki mikið yfir sér. En þetta eru frummyndir okkar fyrstu ljós- myndara, menningarlegur og listrænn fjár- sjóður. Eins og bent var á í Moskvu á dögunum, er það sjáldgæft og afar forvitnilegt þegar fram koma gamlar vandaðar ljósmyndir sem hafa ekki verið í umferð, ef svo má segja. Þessar myndir hafa ekki verið á sýningum eða í ljós- myndabókum; þarna var verið að sýna fólki inn í bankahólf fullt af verðmætum. Gamlar vandaðar ljósmyndir hafa mik-ið gildi og eru eftirsóttar í dag.Áhugafólk um listir fylgist með sýn-ingum og útgáfum og þarna erum við með efni sem er áhrifamikið á alþjóðlega vísu og hefur ekki verið haldið fram. Bók Ingu Láru er mikið þrekvirki og þar eru teknar sam- an upplýsingar um þetta fólk en það þarf að gera meira í útgáfumálum, gefa út bækur um einstaka ljósmyndara, einstök tímabil, í fyrsta flokks prentun. Því prentunin þarf að vera afar vönduð og eins trú fyrirmyndunum og unnt er því það eru þessar litlu og viðkvæmu frum- myndir sem eru perlurnar; eftirmyndir af film- um gerðar í dag geta verið vandaðar en þær eru ekki frumverk. Bestu frumverkin ættu í raun að vera hluti af Listasafni Íslands, eða sýnd og meðhöndluð sem þau listaverk sem þau vissulega eru. Það er þannig löngu orðið tímabært að gera veglega bók með bestu myndum Sigfúsar Eymundssonar. Árið 1976 gaf AB út bók með úrvali mynda hans, bók sem er þegar vandfundin klassík, en þar eru valdar myndir sem sýna fyrst og fremst hús og staði, útfrá sögulegum forsendum, og þær síðan oft skornar til. Það er ekki verið að sýna verkin verkanna vegna, eins og þeim sæmir. Við þurf- um á slíkri bók að halda, fólk þarf að geta séð þessar myndir. Þá væri líka hægt að takast á við þá fullyrðingu sumra að Sigfús sé fremstur íslenskra ljósmyndara, allt til þessa dags. Það er tilhlökkunarefni að loksins standi til að sýna þessar helstu myndir ljósmyndasögu þjóðarinnar í nýuppgerðu Þjóðminjasafni – hvenær sem það verður annars opnað. En áður en það verður verða landsmenn að láta sér nægja að njóta þeirrar grósku sem hefur verið í samtímaljósmynduninni og þess fjölda af vönd- uðum sýningum á ljósmyndum sem hafa verið settar upp hér nýverið. Í Gerðarsafni sýndu sumir fremstu samtímaljósmyndarar okkar; í Ljósmyndasafni Reykjavík var yfirlitssýning á verkum eins risa ljósmyndasögunnar, August Sander; og Listasafn Íslands setti upp sænsku sýninguna Þrá augans í öllu safninu, með mörgum perlum úr ljósmyndasögunni. En þótt Íslendingar þurfi að bíða enn um hríð eftir sýningunni á gömlu myndunum í Þjóðminjasafninu, geta þeir notið fjölbreyti- leika samtímans næsta sumar þegar samtíma- hluti sýningarinnar sem var í Moskvu verður settur upp sem sumarsýning Kjarvalsstaða. Hugsað um ljós í myrkrinu Sigfús Eymundsson/Þjóðminjasafn „Höfnin við Reykjavík“, um 1875, eftir Sigfús Eymundsson. Frummynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.