Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 51 20% Afsláttur af öllum herraskóm og dömustígvélum Gle›ileg Fram a› jólum bjó›um vi› 20% afslátt af öllum herraskóm og dömustígvélum. jól Opi› í dag 10-22 og fiorláksmessu 9-23 Snorrabraut 38, sími 562 4362 Kápur stuttar og síðar Fullt af tilboðum Ullarjakkar frá kr. 7.900 Mokkakápur frá kr. 9.990 Yfirstærðir Komið og skoðið úrvalið FLEST allt í dag virðist byggjast á því að vera „inn“ og til þess þarf ákveðið útlit. Það þekkja allir stöðluðu Barbí- og Ken-ímyndina sem gerði Jónínu Benediktsdóttur brjálaða, og kom hún með þessa frægu setningu: ,,Drepum Barbí.“ Til eru fjöl- mörg dæmi þess að fólk fyllist minnimáttar- kennd vegna þess að það er ekki í útliti eins og grindhoraðar tísku- fyrirsætur eða kynæsandi popp- stjörnur. Mjög skýr skil eru á milli þess hvað telst fallegt og hvað ljótt. Samkvæmt þessum óskráðu lögum getur fita aldrei verið annað en lýti, nef má ekki vera of stórt og kvenleggir ekki of loðnir. Fólk sem er á einhvern hátt öðru vísi í útliti er jafnvel lagt í einelti, til dæmis í skólum, eða haft útundan því útlit þess er ekki talið ásættanlegt. Það er ekki að furða að slíkt gerist enda eru börn heilaþvegin með öll- um myndböndunum á Popp-tíví þar sem fyrirmyndirnar líta út eins og fyrirsætur, til dæmis Jennifer Lop- ez, Christina Aguilera, Atomic Kitten og Ricky Martin. Þetta er allt fólk sem, líkt og hundruð ann- arra, hefur reynt að koma sér á framfæri í krafti hæfileika sinna og var svo lánsamt að vera valið úr hópnum. Eða voru þau kannski val- in vegna þess hversu sæt þau eru á sviði? Þau eru klædd í tískuföt, máluð, hárið litað og lagað þangað til lítið er eftir af hinni uppruna- legu manneskju heldur er í staðinn komin óraunveruleg fígúra sem sköpuð er af markaðnum. En hvað svo þegar fegurð þeirra tekur að fölna? Þá er þetta fólk búið að vera, öðrum fegurri er falið hlut- verk þess og hringrásin heldur áfram. Staðreyndin er sú að farið er að líta á ytra útlit sem einn af helstu kostum fólks. En útlitið skiptir ekki mestu máli heldur hin innri manneskja. Þetta gæti virst gömul tugga en samt stendur hún enn fyrir sínu. Margsinnis hef ég orðið vitni að því að fólk, sem er almennt talið mjög fallegt, verður ófrítt í einni svipan þegar það sýnir sinn spillta innri mann. Svo hef ég kynnst fólki sem er talið vera mjög ófrítt en eftir kynni við það þá byrjar þetta fólk að fríkka vegna þeirrar innri manneskju sem það hefur að geyma og persónuleika. Því tel ég það fáránlegt að dæma fólk eftir ytra útliti. Í ljósi þess að senn koma jólin langar mig til að brýna fyrir fólki að einblína á hinn innri mann í stað hins ytri og gleðjast á jólunum, jafnvel þótt ekki takist að komast í kjólinn fyrir jólin. DANÍEL HALLDÓR GUÐMUNDSSON, prentsmiður, Austurbergi 30. Ertu falleg/ur? Frá Daníel Halldóri Guðmundssyni: Daníel Halldór Guðmundsson ÞAR sem eitthvað hefur verið rætt um tölvupóst Ástþórs Magnússonar undanfarið og verið er að rannsaka starfsemi Friðar 2000 og búið að nefna Ástþór „þjóðarfífl“ er þá ekki orðið tímabært að fá að sjá þennan stórmerkilega rammasamning við NATO og alla þá samninga sem kunna að tengjast honum frá A til Ö, þannig að við getum betur gert okk- ur grein fyrir því hver sé „þjóðarfífl“ okkar Íslendinga og hver ekki? Hef- ur ríkisstjórnin eitthvað að fela í þessu sambandi? Hvers vegna er leyfilegt að handtaka menn með öll- um tiltækum ráðum og lítillækka þá, án þess að báðar hliðar málsins séu kannaðar áður? Hvers konar ríkis- lögreglustjóra höfum við yfir höfði okkar hér á landi? Hafa þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra einhverja fjarstýringu á allt lög- regluliðið sem þeir geta beitt á emb- ættið aftur og aftur undantekning- arlaust? Auðvitað stóð aldrei til að yfir- heyra eða rannsaka hvað þeir Davíð og Halldór hafa verið að bralla, en orð Halldórs eru ekki trúverðug, að ekki standi til að flytja hergögn eða hermenn með farþegaflugvélum Flugleiða og Atlanta. Hvers vegna gerðu þessir menn ekki frekar samn- ing við UNICEF hjá Sameinu þjóð- unum eða Rauða krossinum um flutninga með farþegaflugvélum Flugleiða og Atlanta fyrir 300 millj- ónir en við NATO? Ekki eru þeir hjá NATO þekktir fyrir að flytja hjálp- argögn, lyf og mat með farþegaflug- vélum. Það ætti vera sjálfsagður og fullur réttur okkar Íslendinga og einnig þeirra sem ferðast með far- þegaflugvélum að fá að vita hvað flugvélarnar eru með um borð ef um óæskilegan farangur er að ræða svo og allt það sem varðar þessa um- deildu samninga við NATO. Handtaka Ástþórs Magnússonar er afstaðin og þó að þessi meirihátt- ar rannsókn lögreglunnar sé langt á veg komin ætti að vera óhætt að sjá þennan umdeilda rammasamning við NATO sem þeir Davíð og Halldór eru svo stoltir og ánægðir með að hafa undirritað án þess að hafa rætt um hann áður opinberlega við fjöl- miðla, hvað þá í utanríkisnefnd. Þessir ráðherrar okkar hafa með þessum hætti bæði sniðgengið og brotið lög. Lagalega og réttilega seg- ir að bera eigi undir utanríkisnefnd áður en lengra er gengið. Hvað hafa þeir verið að gera og semja um bak við tjöldin með öllum þessum dularfullu ferðalögum er- lendis á kostnað ríkisins? Eru til ein- hverjir fleiri hernaðarsamningar sem almenningur veit ekkert um sem þessir ráðherrar hafa undirrit- að? Hver er ástæðan fyrir því að farið er á bakvið utanríkisnefnd og alla al- menna skynsemi, átti virkilega að halda öllu þessu leyndu fyrir okkur og leyfa fólki að ferðast með þessum flugvélum án þess að vita hvaða til stæði? Ætla síðan þessir valdamiklu ráðherrar að segja okkur að þetta sé allt saman löglegt eða hvað? Nú er best fyrir mig að hætta að skrifa því annars á ég von á að verða tekinn og settur inn á Litla-Hraun eða þá að herra Davíð komi hér inn á heimilið til mín og lemji mig í haus- inn með nýju bókinni sinni. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, Hrísrima 2, 112 Reykjavík. Íslenska þjóðin á rétt á svörum Frá Þorsteini Sch. Thorsteinsson:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.