Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 16
16 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formúla-1 T ILGANGUR alls þessa er að glæða keppnina nýju lífi, gera hana meira spennandi og skemmtilegri en t.a.m. í fyrra er Ferrari-liðið drottnaði með óheyrilegum yfirburðum frá fyrsta móti af 17 til þess síðasta. Var Mich- ael Schumacher orðinn heimsmeist- ari um miðja vertíð og Ferrari- meistari bílsmiða litlu seinna. Þá er og ekki síður markmiðið að draga úr tilkostnaði liða vegna keppni í Form- úlu-1, m.a. af þeirri einföldu ástæðu að tvö keppnislið fóru á hausinn í fyrra vegna fjárhagserfiðleika. Ágreiningur hefur verið um breyt- ingarnar og ekki allir á eitt sáttir, nema fátækari liðin. Stórlið McLar- en og BMW.Williams hafa t.d. haldið því fram að Alþjóðaakstursíþrótta- sambandið (FIA) hafi brotið lög og reglur íþróttarinnar, Concorde- samkomulagið, með því að ákveða og tilkynna breytingar einhliða og að liðunum forspurðum. Hafa þau kært framferði FIA til gerðardómstóls íþróttarinnar en ætla engu að síður að mæta til keppni í fyrstu mótum. Bannaður þegar í stað er hvers kyns búnaður sem gert hefur liðum kleift að senda tölvugögn til og frá keppnisbílum meðan á kappakstri stendur og breyta þannig forritum vélbúnaðar og endurstilla vélkerfi þeirra á ferð. Búnaður þessi var leyfður í maí 2001. Breytingin gerir liðum erfiðara fyrir að grípa inn í með endurstillingu hugbúnaðar í bíl- unum og koma þannig í veg fyrir að þeir gefist upp í brautinni vegna vandræða sem kunna að koma upp í mótor, gírkassa eða öðrum kerfum á ferð. Bannað hefur verið í fæðingu að smíða sérstaka tímatökubíla, með gífurlegum tilkostnaði, vegna nýja tímatökufyrirkomulagsins. Móts- haldarar leggja hald á keppnisbílana eftir tímatökurnar og lið fá einungis að eiga mjög takmarkað við þá fyrir keppnina. Það kemur m.a. í veg fyrir hönnun sérbúnaðar til að gera þá sérlega hraðskreiða í tímatökum. Þáttaskil í Silverstone Bannaður verður ýmiss konar hjálparbúnaður frá og með breska kappakstrinum sem létt hefur öku- þórum störfin og leyfður var í maí 2001 til að jafna stöðu liða vegna rök- studd gruns um að einhver lið væru með slíkan búnað falinn í forritum bílanna og útilokað þótti að hafa eft- irlit með því. Hér er um að ræða gripstýringu, sem kemur í veg fyrir að hjólin spóli við hröðun; ræsingarstýringu sem tryggir fullkomið start hverju sinni; og sjálfvirka gírkassa. Hálfsjálfvirkir gírkassar verða hins vegar áfram leyfðir. Telur Alþjóðaakstursíþrótta- sambandið (FIA) sig nú búið að þróa hugbúnað sem gerir kleift að leiða í ljós hvort farið væri á bak við regl- urnar. Frá næstu vertíð, 2004, verður bannaður búnaður sem gerir lið- unum kleift að sækja tölvugögn í bíl- inn á ferð og fylgjast með starfsemi vélkerfa hans jafnóðum á stjórnpalli. Er það framhald þess að banna að senda tölvugögn til bíls af stjórn- borði til að endurstilla vélkerfi hans. Mun þetta draga úr möguleikum tæknimanna á inngripi til að koma í veg fyrir að eitthvert vandamál í bíl leiði til þess að hann falli úr keppni. Upphaflega áformaði FIA að banna liðum alveg að taka varabíla með sér til móta og nota þá. Notkun þeirra verður þó háð því að ökuþór skemmi keppnisbíl sinn það mikið í æfingum eða tímatökum að útilokað sé að gera við hann í tæka tíð fyrir keppni. Þá var einnig horfið frá því að upp- ræta talstöðvarsamband við ökuþóra vegna eindreginnar andstöðu keppn- isliða sem héldu því fram að með því væri dregið úr öryggi í kappakstri. Ágreiningur um mótora Óútkljáðar eru deilur um breyt- ingar er varða mótora keppnisbíl- anna, en margur bílsmiðurinn er til- lögum FIA í þeim efnum alveg andvígur. Eina ákvörðunin sem tekin hefur verið er að lið geta einungis notað einn mótor á keppnishelgi frá byrjun vertíðarinnar 2004. Vill FIA takmarka mótornotkun enn frekar eftir það, t.d. að lið geti aðeins brúk- að sex mótora alla vertíðina 2005, en það hefur ekki hlotið hljómgrunn. Þá er knúið á bílaverksmiðjur, sem aðild eiga að Formúlu-1, að leggja fleiri liðum en einu til mótora. Þessu hafa Mercedes-verksmiðj- urnar lengi verið afar mótfallnar en snúist hugur og því eru líkur á að þetta nái fram að ganga. Til að lina fjárhagsvanda annarra keppnisliða kann þessi kvöð allt eins að verða út- færð frekar og þeim leyft að kaupa fleiri íhluti – eins og undirvagn og gírkassa – af stærri liðunum. Ný bensínregla hefur áhrif á herfræðina Sú ákvörðun að banna keppnis- liðunum að tanka bíla sína frá tíma- tökum og fram að kappakstri gæti átt eftir að hafa einna mestar breyt- ingar í för með sér fyrir framgang Formúlu-1 kappaksturs. Mun hún flækja alla herfræði stórum og auka á óvissuna um útkomu móta. Verða ökuþórar að hefja keppni með því bensíni sem er í bílunum að lokinni tímatökunni á laugardeginum. Mun þetta gjörbreyta herfræði lið- anna sem verða að hafa nógu lítið bensín í bílunum til að hámarka hraðann í tímatökunum – þar sem ella dygðu aðeins nokkrir lítrar til að komast úthring, tímahring og inn- hring – en samt nógu mikið til að duga a.m.k. fram á annan hring keppninnar, en þó hugsanlega til- tölulega lengur. Af þessum sökum hefur verið hætt við upphitunina sem farið hefur fram á sunnudagsmorgni, en þá hafa öku- þórarnir haft hálfa klukkustund til að fínstilla bílana fyrir keppnina. Fá lítið að eiga við bílana fyrir keppni Liðin mega mjög takmarkað eiga við bílana frá tímatökum og fram að kappakstri og þá einungis undir eft- irliti eftirlitsmanna mótsins. Fá liðin bílana til þeirra hluta en þeir verða að vera við biðstöðvaraðstæður uns þeim er skilað í aðalbiðstöð (parc ferme) klukkan 18 á tímatökudeg- inum, þar sem þeirra verður gætt og ekki frekar við þá átt fyrr en á sunnudagsmorgni fyrir keppni. Frá klukkan 8 á sunnudagsmorgni verð- ur geta þau einnig gert minni háttar viðhald á bílunum undir eftirliti en í aðalatriðum hefja bílarnir keppni eins og þeir voru við lok tímatök- unnar. Eftir tímatökur mega liðin  kanna loftþrýsting í dekkjum  taka yfirbygginguna af og skipta um kælibúnað  tengja geymi  taka tölvugögn úr bílnum gegnum fastan kapal  koma fyrir vatnshitara  setja biðdekk undir  framkvæma aðgerðir sem FIA krefst Fyrir keppni mega liðin  gera við skemmdir  skipta um olíu og gas – en ekki bensín  taka keppnisdekk undan en ekki skipta um þau  skipta um aðalgeymi  hreinsa yfirbygginguna og bóna  skipta um dekkja og bremsutrekt- ir til að mæta veðurbreytingum Vegna framangreindra breytinga á keppnis- og tæknireglum Form- úlu-1, og einnig þeirra að fjögur lið hafa ákveðið að takmarka bílprófanir milli móta, verður fyrirkomulag mótshelganna annað en verið hefur. Við bætast tvær tveggja klukku- stunda æfingar á föstudeginum sem nýtast munu Renault, Jagúar, Min- ardi og Jordan. Þá bætist við 5 mín- útna upphitun strax fyrir seinni hluta tímatökunnar, þ.e.a.s. á laugardegin- um þar sem liðin fá örstutt tækifæri til að prófa uppsetningu bílanna. Þá hafa tímatökurnar á laugardeginum verið fluttar aftur um klukkustund frá því sem áður hefur verið. Stigagjöfinni breytt Ein breytingin enn frá fyrra ári er að stigagjöfinni hefur verið breytt þann veg að veitt eru stig fyrir átta fyrstu bíla á mark í stað sex áður, bæði í keppni bílasmiða og ökuþóra. Fyrsti bíll – og einnig ökuþór – fær 10 stig, annar 8, þriðji 6 og síðan 5-4- 3-2-1. Skraddarasniðin dekk Þá gengur og sú breytingin í gildi í fyrsta móti að dekkjaframleiðendur þurfa ekki lengur að leggja öllum lið- um á þeirra snærum til sömu dekkin. Gat dekkjaframleiðandi aðeins boðið upp á tvær tegundir dekkja, mis- mjúkra, á hverju móti. Annað verður uppi á teningnum í ár því nú mega þeir skraddarasníða dekk að þörfum hvers og eins keppnisliðs með tilliti til aksturseiginleika bíla þeirra. Áberandi var t.d. í fyrra hvað sama tegund Michelin-dekkja entist mun betur undir bílum McLaren en Williams. Liðsfyrirmæli bönnuð Síðast – en ekki síst – hafa svo- nefnd liðsfyrirmæli verið bönnuð og er sú ákvörðun rakin beint til fram- ferðis Ferrari-liðsins sem óhikað hef- ur fyrirskipað Rubens Barrichello að víkja og hleypa Michael Schumacher og gefa honum sigur. Hagræðing úr- slita af þessu tagi hefur mælst einkar illa fyrir og verið svartur blettur á Formúlu-1 undanfarin tvö ár. Er FIA ákveðið í að koma í veg fyrir að slík atvik endurtaki sig en eftir er að koma í ljós hvort unnt sé að fram- fylgja þessari reglu. Breytingar koma til með að gjörbylta tímatökum og keppni .9(ABCD959(DEF<9GE@ &:.7; ) %: 7  5 <;=/( >4?)  $;&@  5 4A 4$$B6C 4&) D4 6 &? EC < :4) 6C): 4 ) D& ; ) 4$$6<   &6 ; B3DE9A9B959BH    ?) EC) F5 4 )   ( )# $*& &   B3DE9A9B959BH: * 76 +  #  $* , &  #  -../ B3DE9A9B959BHI * 76 +  # 0 ' , &  #  -../ & $ && -..1 / <4? 2 '# #   '  &  3  $# #    &%? %&) 4  ) ,     & # '    , &  &%? %&) 5&' # ) ,  ,  &  ' 76   #  $ # #  && )# #   +% 63 $#)& $#   & 7 & ,' G&E) 2)$&)&   (   # 8,  # &  # &   $97 '     # :$ # & $# )$'   :      #    % G) 09 (!2 H 2 $@  .9(ABCD959BH ; $  )&  ,& ,$ & /G)< )               ! "#  ) < ) $  % "      "#          "    "&     &   &     %'  * 76 +  #  )' & '   &      )' & '   # '  $ &  9' )' & # '  9  #  , 4# & # $  & $#  &  )&  + 5%&& " #   '  $#&  & $ &  C@  &) 4#   #   #   ,  , # $# &' )#(# &  &&&   .G? ;  ' & #() *) +) ,) -) .) /) # -4 $  # ,  ( #   $   & : ''    & '' .&?E  %   ;?A  C&  *  ,  , (  ) <### <9      # ' $ & & 9 ,     '' '#(  !(!   & ) "  ) (   !    $%  ("&  "#" "   &*    ( ) "  G&E)B G5%& )$ ' 3, =   '' > -.? @  $ &7  & > -.? @ #      +      ,( )  ) " )   Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á tækni- og keppnisreglum Formúlu-1 fyrir komandi keppnistímabil. Fyrir- komulagi tímatöku hefur verið breytt með byltingarkenndum hætti, stigagjöf verður önnur og alls kyns tæknibúnaður – er sumpart hefur tekið við hlutverki ökuþóra – verður upprættur úr bílunum. Dagskrá mótshelganna Dagskrá mótshelganna verður sem hér segir og er þá miðað við stað- artíma. Þegar um er að ræða mót í Evrópu má fá íslenska tímasetningu með því að draga tvær stundir frá. Upphafið er þó annað þegar keppt er í öðrum álfum. Keppnin í Ástralíu hefst klukkan 3 aðfaranótt nk. sunnu- dags að íslenskum tíma, mótið í Malasíu klukkan 7 að morgni, kl. 17 í Montreal, 18 í Indianapolis og japanski kappaksturinn hefst kl. 5.30 á sunnudagsmorgni á Íslandi. Föstudagur 08.45–10.45 æfing (Renault, Jagúar, Minardi og Jordan), 11.00–12.00 æfing, 13.00–14.00 tímataka – fyrri umferð. Laugardagur 09.00–09.45 frjáls æfing, 10.15–11.00 frjáls æfing, 13.30–13.35 upphitun, 14.00–15.00 tímataka – seinni umferð. Sunnudagur 14.00 kappakstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.