Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 22
22 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formúla-1 E R Eddie Jordan, eigandi og aðalstjórnandi Jordanliðs- ins, fór til að fylgjast með bílprófunum liðsins í Barcelona á dögunum fór hann ekki með einkaþotu sem fyrr, heldur keypti sér far með lággjalda- flugfélagi og stóð í biðröð almennra farþega við innritun um borð í al- menning þotunnar í stað þess að kaupa sæti á fyrirmennafarrými. Ólíklegt er að Ferraristjórinn Luca di Montezemolo og McLaren- stjórinn Ron Dennis fari að fordæmi hans í ár. Jordan líkar lífsstíll fræga fólksins eins mikið og hverri annari dægurhetju Formúlu-1 en breyttir hættir hans endurspegla sveiflur til hins verra sem hafa orðið í fjármál- um formúluliða undanfarin tvö ár. Hefur Jordan lagt einkaþotu sinni og kýs margfalt ódýrari ferðamáta í staðinn. Sultarólina verður að herða Reyndar hefur Jordan tryggt fjár- hagsgrundvöll liðsins á ný eftir að verða af gjöfulum aðalstyrktaraðila sínum, Deutsche Post. Og með breyttum ferðamáta er hann fremur að senda starfsmönnum liðsins ákveðin skilaboð. Er írski liðsstjór- inn sestur við hlið þeirra í ódýru sæt- um farþegaflugvéla en hann sendi allt lið sitt til belgíska kappaksturs- ins í fyrra með lággjaldafélaginu Ryanair og borgaði minna fyrir tugi starfsmanna en kostað hefði undir hann einan á einkaþotu þá stuttu leið. Sultarólina verður að herða, hefur verið dagskipan meðal minni keppn- isliða Formúlu-1 og þeirra sem óháð eru bílaframleiðendum. Efnahags- kreppa hefur sagt mjög til sín og gert þeim erfiðara fyrir að verða sér úti um styrktaraðila. Jordan settist í fyrra niður með starfsfólki sínu og bað það um að ein- beita sér að sparnaði, reyna á degi hverjum að draga úr öllum óþarfa, gera hlutina ódýrari en jafngóða. „Við höfum sýnt þá ráðdeild sem nauðsynleg er til að tryggja tilveru okkar í Formúlu-1 til frambúðar,“ sagði Jordan hálfum mánuði fyrir upphaf keppnistímabilsins. Peningar eru vítamín og næring Formúlu-1. Ótrúlegum fjárhæðum er varið í að gera keppnisbílana sek- úndunni hraðskreiðari. Hætta hjól þeirra og liðanna að snúast stöðvist fjárstraumurinn í sjóði liðanna. Upphæðirnar sem um er að ræða eru svakalegar. „Engin starfsemi er jafn lystug á peninga og Formúla-1. Hún kokgleypir hverja krónu sem að henni er fleygt,“ segir McLaren- stjórinn Dennis, en rekstrarkostnað- ur liðs hans var meiri í fyrra en nokkru sinni fyrr. Jafnvel smæstu lið verða að gera ráð fyrir því að einungis mótorkostn- aður þeirra á einni keppnishelgi fari vel yfir milljón dollara, 80 milljónir króna. Og til samanburðar er rekstr- arkostnaður sterkustu liðanna álíka og niðurstöðutölur ríkisreiknings snauðari ríkja heims. Fúlgur fjár Þannig segir í tímaritinu „F1 Rac- ing“ að tilkostnaður Williamsliðsins og samstarfsfyrirtækis þess, þýska bílasmiðsins BMW, vegna komandi keppnistíðar verði um 350 milljónir dollara, um 28 milljarðar króna. Og þó mun bruðlið og óhófið ekki vera mest þar á bæ. Venjulegt fólk rekur upp stór augu við að lesa um þær fjárhæðir sem rannsókn tímaritsins á fjármálum íþróttarinnar leiðir í ljós. Þannig seg- ir það nýtt tækniver McLaren, er reis í fyrra, kosta talsvert á þriðja hundrað milljónir dollara. Einnig að Ferrari fari með 175 milljónir dollara – um 14 milljarða króna – einungis í þróun og smíði keppnismótora sinna í ár og kostnaður liðsins vegna bíl- prófana hljóði upp á 88 millljónir dollara. Jafnvel kostnaður BAR-liðs- ins vegna gestamóttöku á mótshelg- um hljóði upp á 7,2 milljónir dollara, 530 milljónir króna. Keppnisliðin Arrows og Prost, hið síðarnefnda með Ferrarimótora í bíl- unum, fóru á hausinn í fyrra og helm- ingur liðanna sem eftir eru hefur skorið niður alls kyns óþarfa og munu þau verða mannfærri og „mjó- Berjast við að spara Eddie Jordan, hér með ökuþórum sínum Giancarlo Fisichella og Ralph Firman, hefur lagt einkaþotunni í sparnaðarskyni. Bílaleigan Berg ehf., Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími 577 6050 Fax 567 9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Frábær 3 daga tilboð, verð frá kr. 8.700* Hafðu samband og kynntu þér málið *Bíll í S-flokki, 300 km, vsk + tryggingar Öryggi alla leið ! TÓMSTUNDAHÚSIÐ Glaciar Motorsport aukahlutir á bíla í úrvali Nethyl 2, sími 587 0600 www.glaciar.is Tjónaskoðun G.T. ÓSKARSSON Vörubílavarahlutir Vesturvör 23, 200 Kópavogi sími 554 6000. Gallerý Bón Grensásvegi 11 (Skeifumegin) sími 577 5000 Alþrif • innanþrif • hraðþvottur • teflon mössun og djúphreinsun Tökum breytta bíla allt að 44“ Allt handunnið Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata Sími 551 7740 VAL FAGMANNSINS • Sala • Varahlutir • Viðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.