Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 18
18 B MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formúla-1 M UNU nýju tækni- og keppnisregl- urnar gera öðr- um liðum kleift að brúa bilið í Ferrari á kom- andi keppnistíð? Eða verða ítölsku heimsmeist- ararnir jafnvel enn öflugri en í fyrra? Hvaða lið stekkur óvænt fram á við? Og hvert þeirra bregst væntingum? Allt eru þetta spurn- ingar sem brenna á vörum áhuga- manna um Formúlu-1 og svör fást við á 54. keppnistíð íþróttarinnar sem hefst í Melbourne í Ástralíu um komandi helgi. Erfitt er að ímynda sér að Ferrari geti bætt árangur sinn frá í fyrra er liðið vann 15 mót af 17. Nýr bíll Maranelloliðsins, F2003-GA, sem nefndur er til heiðurs Fiat- stjóranum Gianni Agnelli sem lést á árinu, hafði þó vart verið sviptur hulum á frumsýningardegi er braut- armetið Í Fiorano féll, og það þrisv- ar á fyrstu fjórum dögum reynslu- aksturs hans. Og ekki bætti úr skák er Michael Schumacher nokkrum dögum seinna sló brautarmetið í Imola. „Ég vona að hann sé eins hrað- skreiður og hann lítur út fyrir að vera,“ sagði Schumacher við frum- sýningarathöfnina og óskir hans rættust strax. Eflaust – og ekki að ástæðulausu – hafa mótherjarnir hjá McLaren og BMW.Williams gapað af undrun yfir hraða nýja bílsins sem yfirhönnuðurinn Rory Byrne segist að mörgu leyti hafa orðið að hanna frá grunni þar sem ekki hefði verið hægt að bæta for- verann frá í fyrra. Virðast nánast stökkbreytingar þurfa að eiga sér stað hjá McLaren og Williams til að hafa í Ferrari að gera. Í herbúðum Ferrari búast þó fæstir við að njóta samsvarandi drottnunar og í fyrra, jafnvel þótt bílar mótherjanna dragi ekki Ferr- arifákinn uppi að getu. Þar ræður einhverju bannið við því að eiga við bílana á ferð með því að endurstilla rafeindastýringar vélkerfa þeirra, en Schumacher á það að nokkru leyti að þakka tæknimönnum við tölvustjórnborð í bílskúr liðsins að hann lauk hverjum einasta kapp- akstri í fyrra. En þeir gátu með tölv- um sínum breytt m.a. mótorstill- ingum er þeir urðu einhverra vandamála í bílnum áskynja. Getur og David Coulthard hjá McLaren þakkað sigur sinn í Mónakó slíku. Staðreyndin er sú að njóti hann ekki einhverrar ótrúlegrar tækni- legrar heppni mun Schumacher ekki geta lokið jafn mörgum mótum í ár. Sjálfur gerir hann sér grein fyr- ir því. „Ég býst ekki við því að við gerum jafnvel í ár og fyrra. Það væri oftrú að halda það, en mik- ilvægt er að vinna titlana hvort sem það gerist í lokamótinu eða á miðri vertíð,“ segir ökuþórinn. Og bætir við að hann „hafi áhyggjur“ af greinilegum framförum bíls McLa- ren, en það sagði hann reyndar fyrir frumakstur 2003-bíls Ferrari. Schumacher telur samt félaga sinn Rubens Barrichello vera sinn hættulegasta andstæðing, enda kemst Ferrari tæpast upp með liðs- fyrirmæli á borð við þau sem ollu uppnámi og hneykslan undanfarin tvö ár. En hvort Barrichello fái al- veg að losna undan liðsaga verður að koma í ljós. Hvað sem innbyrðis baráttu þeirra líður má engu að síð- ur ætla að Ferrari vinni heims- meistaratitil bílsmiða 2003. McLaren gæti grætt á reglum sem liðið er andvígt McLarenliðið hefur ákveðið að hefja 2003-vertíðina á umbreyttum keppnisbíl frá í fyrra. Hefur tekist að þróa hann mjög í vetur, m.a. með nýjum mótor og nýjum gírkassa svo hann tekur forveranum stórum fram. Með þessu móti hyggst McLaren reyna að draga Ferrari uppi, með því að tefla fram end- urbættum 2002-bíl í fyrstu mótum og taka sér þannig lengri og meiri tíma til að þróa 2003-bíl sinn. Hefur hann enn ekki litið dagsins ljós og frumakstri hans verið seinkað ef eitthvað er þar sem liðið hefur ákveðið að endurskoða hönnun hans með tilliti til breytinganna sem orðnar eru á tækni- og keppnis- reglum Formúlu-1. Gætu hinar um- deildu breytingar – sem liðsstjórinn Dennis hefur gagnrýnt einna harð- ast – þannig átt eftir að verða liðinu til happs. Þá er ekki ólíklegt að ný regla sem leyfir dekkjaframleiðendum að skraddarasníða dekk fyrir hvert og eitt lið eigi eftir að hjálpa McLaren en tæknimenn liðsins hafa unnið mjög með tæknimönnum Michel- infyrirtækisins í vetur að því að þróa dekk sem passa eiginleikum bílsins best. Hvort það dugi til að komast fram úr Bridgestoneliðum á borð við Ferrari á eftir að koma í ljós. Ökuþórinn David Coulthard segir liðið standa mun betur að vígi í ár en í fyrra og segist telja að liðið hafi minnkað bilið í Ferrari. „Við höfum oftast verið á undan Williams í bíl- prófunum og nýi bíllinn okkar hefur samt ekki litið dagsins ljós. Með því að hefja smíði hans seinna gæti átt eftir að gagnast okkur og tölvupróf- anir benda til að hann verði umtals- verð framför frá forveranum,“ segir Coulthard. Coulthard segir að það verði eng- inn leikur að draga Ferrari uppi en segist þó býsna vongóður um að McLaren hafi betur í rimmunni við Williamsliðið. Segist hann betur á sig kominn en nokkru sinni. Ein- beitingin betri en áður og ástríðan í að standa sig vel er mikil. Ég veit hvað þarf til að vinna kappakstur, ef bíllinn er burðugur mun ekki á mér standa,“ segir Coulthard. En það er ekki bara bíllinn sem þarf að verða betri. Forsvarsmenn McLaren voru síður en svo ánægðir með Mercedesmótorinn í fyrra en hann var áberandi kraftminni en mótor helstu keppinautanna; það gerði fyrst og fremst gæfumuninn því undirvagninn þótti tiltölulega velheppnaður. Allt frá í fyrravor hafa mótorsmiðir Mercedes lagt hart að sér við að ráða bót á þessu og virðist bæði frammistaða bílanna í lokamótum síðastliðins árs og eins í bílprófunum í vetur benda til að þeir séu alla vega á réttri leið. Ótrú- legt er þó að McLaren takist að draga Ferrari alveg uppi í ár en ætla má að liðið verði a.m.k. í öðru sæti í keppni bílsmiða. Mikilvæg vertíð framundan fyrir BMW.Williams Komandi vertíð getur átt eftir að verða mikil örlagatíð fyrir Williams- liðið. Talið var í fyrra að það myndi velgja Ferrari undir uggum, ekki síst með Juan Pablo Montoya undir stýri. Niðurstaðan var mikil von- brigði og fljótlega var allur vindur úr seglum þess. Liðið vann einn kappakstur, í öðru móti ársins, en það var áður en Ferrari tefldi 2002- bílnum fram í fyrsta sinn. Átti Will- iamsbíllinn fremur litla von eftir að hann kom til skjalanna. Og takist liðinu ekki að stíga stórt skref fram á við í ár verður það hugsanlega að láta sér lynda að keppa við McLaren um annað sætið í keppni bílsmiða. Montoya sagði við frumsýningu 2003-bílsins að hann þyrfti að vera kraft- og getumikill strax í byrjun ef hann ætti að keppa við Ferrari og Michael Schumacher um titil öku- þóra. „Værum við með eins bíl og hann gætum við allt eins unnið tit- ilinn. Við mann er sagt á fimm mín- útna fresti að maður þurfi að gera hlutina eins og Michael því hann vinni. En Michael vinnur því hann hefur haft bíl til þess að vinna sigur á en við ekki. Vonandi breytist það í ár. Ég er soltinn í sigur – vann síð- ast mót í september 2001 – og vona að við séum komnir með bíl sem get- ur unnið mót,“ sagði Montoya. Vertíðin snýst þó um meira en það hjá Williams; um framtíð liðsins miklu fremur því vélarframleiðandi liðsins, BMW, íhugar m.a. að segja skilið við það. Yfirmenn BMW, Ger- hard Berger og Mario Theissen, gagnrýndu hönnun Williamsbílsins opinskátt í fyrra og mun þýska fyr- irtækið íhuga að smíða keppnisbíl sjálft og tefla fram eigin keppnisliði á næsta ári, 2004. Hvort það sé hafið á bak við tjöldin liggur ekki fyrir en viðskilnaður af hálfu BMW yrði verulegt áfall fyrir Williams. Og Berger býst ekki við miklu í ár. „Það er ólíklegt að BMW.Williamsliðið verði heimsmeistari 2003 nema eitt- hvað gangi úrskeiðis,“ segir hann. Miðað við áberandi framfarir hjá McLaren í bílprófunum undanfarið verður að ætla að Williamsliðið verði að sætta sig við þriðja sætið. AP Toyota veðjar á að Cristiano de Matta og Olivier Panis geri betur en forverar þeirra í fyrra. Bílprófanir Reuters Jarno Trulli tekur fram úr Fernando Alonso við prófun á hinum nýja R23 Renault. Drottnun Ferrari tæpast Reuters Michael Schumacher má búast við því að hafa meira fyrir hlutunum í ár en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.