Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd 6. Sýnd kl. 10. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Jackie han og en ilson eru ttir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennu ynd. Sýnd kl. 8. Stóra svið PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 10/4 kl 20, Su 13/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 11/4 kl 20,Lau 12/4 kl 20 Fö 25/4 kl 20,Lau 3/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í vor Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 11/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 13/4 kl 21 ath breyttan sýn.tíma, Lau 3/5 kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 9/4 kl 20, Lau 12/4 kl 16, Lau 12/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 12/4 kl 14, Lau 26/4 kl 14 SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Frumsýning fi 10/4 kl 20 UPPSELT, Su 13/4 kl 14 - ATH: Breyttan sýn.tíma Mi 23/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 13/4 kl 20, Fi 24/4 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - 12 Tónar Síðbúnir útgáfutónleikar, Lau 12/4 kl 15:15 Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12  Radíó X 6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN Sýnd 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd í LÚXUSSAL kl. 8 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16. Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 beyglur@simnet.is Ómissandi leikhúsupplifun Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Allra síðasta sýning Föstud. 11/4 kl 21 "Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn stórsnjall og drepfyndinn. "Kolbrún Bergþórsdóttir DV föst 11/4 kl. 21, UPPSELT lau 12/4 kl. 21, Örfá sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI Iau 19/4, SJALLINN AKUREYRI föst 25/4, Nokkur sæti lau 26/4, Nokkur sæti mið 30/4, Sellófon 1. árs föst 2/5 laus sæti Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi. SAMAN voru komin mörg fílefld hreystimenni í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ á laugardag, en þá fór fram Galaxy-Fitness kraftakeppnin. Keppnin í ár er þrískipt: á fimmtudag var haldin keppnin „Galaxy kropp- urinn“ á skemmtistaðnum Nasa. Þar kepptu 8 konur í kvöldkjólum og sundfatnaði um hver tæki sig best út. Á föstudag fór fram það sem heitir samanburður, en þá var lagt mat á vöðvafegurð 17 karla og 10 kvenna sem saman voru komin í Smáralind, en árangurinn þar gildir 50% í heild- areinkunn í Fitness-kraftakeppninni. Í Mosfellsbæ fór síðan fram hin eig- inlega kraftakeppni, en þar kepptu konurnar í armbeygjum og hlaupa- þraut en karlarnir í upphífingum, dýfum og hlaupaþraut. Hjalti Árnason, forsvarsmaður keppninnar, segir keppnina aldrei hafa verið betri: „Þetta var frábært mót og hefur samkeppnin aldrei ver- ið harðari en nú. Keppendur komu svo vel undirbúnir til leiks að ein híf- ing eða örfá sekúndubrot gátu ráðið úrslitum um hver bar sigur úr býtum.“ Í hlaupabrautinni þurftu keppendur meðal annars að tipla yfir 10 hjólbarða, klífa 5 metra háan vegg og lyfta 90 kg steini upp á pall. Þrautabraut kvennanna var örlít- ið auðveldari, og þá helst að þeirra grettistak var 25 kg. Í upphífingunum tóku þeir svakalegustu 55 upphíf- ingar og 59 dýfur, en kröftugasta konan tók 64 armbeygjur – og geri aðrir betur! Að þessu sinni var kröftugasti karlinn Bjarni Auðuns, Ívar Guðmundsson var í öðru og Arnar Grant í þriðja sæti. Af kon- unum var Sigurlín J. Baldursdóttir kröft- ugust, Linda Jónsdóttir næst og Sara Ósk Wheeley var þriðja. Fitness hreystikeppnin hefur verið hald- in með þessu sniði frá 1999 og fara vinsæld- ir hennar, að sögn Hjalta, vaxandi ár frá ári: „Þetta er alls ekki auðvelt sport, og keppendurnir búnir að leggja mikið á sig, bæði með stífum æfingum og ströngu mat- aræði,“ sagði Hjalti. Sigurvegarinn má eiga von á að verða boðið á sam- bærileg mót erlendis, en eins og vera ber voru sigurveg- ararnir leystir út með glæsilegum bikurum og verðlaun- um. „Heiðurinn er samt kannski stærstu verðlaunin,“ bætir Hjalti við. Kröftugir kroppar Þau leyna sér ekki átökin, þegar þessi keppandi í Galaxy-Fitness vippar 90 kílóa klumpi upp á pall. Í Galaxy-Fitness er bæði keppt í kröft- um og kroppafegurð: Hér eru kven- keppendurnir í kvöldfatnaði. Morgunblaðið/Golli Galaxy-Fitness-hreystikeppnin fór fram á föstudag og laugardag Maðurinn með syfjulegu augun, Steve Buscemi, er orðaður við hlutverk í sjón- varpsþáttunum Sopranos sem segja frá ítalsk- ættuðum glæpa- foringja í Banda- ríkjunum og leikinn er af James Gandolfini. Buscemi hefur getið sér gott orð fyrir að leika taugatrekkt og verulega vanstillt illmenni og er skemmst að minnast frammistöðu hans í Pulp Fiction og Reservoir Dogs. Ekkert hefur enn verið gefið upp hvaða hlutverk Buscemi fær að túlka, en tæpast má reikna með að hann leiki góðmenni. ... Johnny Cash, goðsögn með meiru, hefur ver- ið útskrifaður af spítala, en hinn 71 árs gamli söngvari var lagður inn 10. mars vegna taugasjúkdóms sem hrjáir hann. Ástæða þess að hann dvaldi svo lengi á spítalanum var, að sögn lækna, helst sú að þeir vildu vera fullvissir um líðan hans áður en þeir létu hann frá sér. ... Fleiri stjörn- ur hafa náð heilsu, en Sharon Osbourne, sem varð fræg í veru- leikaþáttum um líf fjölskyldu Black Sabbath-rokkarans og leðurblöku- vinarins Ozzy Osbourne, greindist með krabbamein í júlí í fyrra. Hún hefur nú undirgengist árangursríka lyfjameðferð en þó er alltaf hætta á að meinið taki sig upp á ný. ... Nokk- ur hópur aðdáenda hljómsveit- arinnar Pearl Jam mun hafa gengið út af tónleikum hljómsveitarinnar eftir að söngvarinn Eddie Vedder lýsti yfir andstöðu sinni við hernað í Írak og stefnu Georges Bush. At- vikið átti sér stað við uppklapp á tón- leikum hljómsveitarinnar í Denver, Colorado, en Eddi setti grímu í líki Bush á hljóð- nema, veifaði henni um og traðkaði loks á henni. ... Gaml- ingjunum síungu í Rolling Stones tókst ekki að selja upp miða á fyrstu tónleika hljómsveitarinnar í Indlandi. Viðkoman í Indlandi er liður í heims- reisu þeirra Jaggers og félaga, og segja spekingar að dræm aðsóknin stafi af litlum kynnum indverskra ungmenna af hljómsveitinni. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.