Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 27 ILLA hefur gengið hér á Íslandi að meta náttúrufegurð til fjár. Sum örnefni bera vott af því. Fallegur sprengigígur ber nafnið Ljótipoll- ur, stórfenglegar gjár heita Illagil eða Vondagil. Þetta eru staðir sem nýttust ekki til fjárbeitar eða veiða og þá voru þeir einskis virði. Enn í dag bjóðum við Íslendingar hálend- isperlur á útsöluverði fyrir svo- nefndar arðbærar framkvæmdir án þess að meta þær til fjár. Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins vex stöðugt. Þrátt fyrir eitt stykki stórálver á Austurlandi mun þessi þróun halda áfram. Byggingasvæði Reykjavíkur- borgar teygja sig stöðugt lengra austur. Reykjavík og Mosfellsbær eru að vaxa saman. Suður undir Úlfarsfelli er nýtt íbúasvæði í deiglunni. Þegar byggðin stækkar og þétt- ist verða útivistarsvæði innanbæjar æ dýrmætari. Þreyttir og stress- aðir borgarbúar hafa gott af því að skreppa út, njóta náttúrufegurðar, hreyfa sig og hlaða upp batteríið. Æskilegt er að svona svæði séu í grennd svo það kosti ekki of mikla fyrirhöfn t.d. langar bílferðir til að nálgast þau. Norðan undir Úlfarsfelli þar sem Mosfellsbær og Reykjavík mætast er Hamrahlíðarskógur, dásamlegur reitur rétt við Vesturlandsveginn. Þar hefur Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar gróðursett í hálfa öld. Litlar kræklóttar hríslur í hrjóstr- ugu grjóti hafa orðið smátt og smátt að fallegum stórum trjám. Þarna hefur Vinnuskólinn athafnað sig, hefur undir góðri leiðsögn hjálpað að gróðursetja og unga fólkið hefur fengið umhverfis- menntun. Göngustígar hafa verið lagðir, fræðsluskilti komið upp og þægileg leið er þaðan upp á fjallið. Mikil aðsókn fólks frá báðum bæj- arfélögum er í þennan skóg. Mos- fellsbær veitti þessari starfsemi sérstaka viðurkenningu. En viti menn, þetta svæði er í hættu! Skipulagið bæði fyrir breikkun Vesturlandsvegar og íbúabyggð að vestan teygir sig inn í þetta gróna land. Getur verið að núverandi bæjarstjórn Mosfellsbæjar geri sér ekki grein fyrir verðmæti hvers fermetra skógivaxins lands? Hvers virði skyldi eitt 50 ára gamalt grenitré vera? Hvers virði er sum- arstarf barnanna við gróðursetn- ingu í áraraðir? Er þetta umhverf- isvitund sem við ætlum að miðla börnunum? Að láta þau horfa á að vinnutæki koma og ryðja burt því sem þau voru að hlúa að árum saman? Tvöföldun Vesturlandsvegar er kannski brýnt verkefni, allavega fyrir þá sem vilja gera einkabí- laumferð áfram hátt undir höfði. Spurning er hvort efling almenn- ingssamgangna (lækka fargjöld og auka ferðatíðni strætisvagna) mun ekki einnig vera athyglisverð leið til að draga úr umferðaþunga. Alla- vega er nægilegt rými til breikk- unar Vesturlandsvegar fyrir neðan núverandi umferðaræð. Ég er hissa að skipulagshug- myndir eins og getið er hér að ofan séu á döfinni. Að ráðast inn á gam- algróið skógræktarsvæði ef aðrar leiðir eru færar er alveg úr takt við tímann. ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari. Hvers virði er eitt tré? Frá Úrsúlu Jünemann: ÞEGAR lesið er opið bréf Júlíusar Hafstein í Morgunblaðinu í dag, 3.4. 2003, virðist eitthvað fara milli mála um heilindi Ellerts B. Schram í orðræðu um ljós vinnu- brögð og gagnsæ í sem flestum málum. Hér virðist hann hafa fallið á eigin prófi og gert það sem hann ákærir aðra um að viðhafa. Þetta getur vart talist í samræmi við boðskap Ellerts í fjölmiðlum und- anfarið og því verða menn að líta á orð hans um einkaveröld stjórn- málamanna í ljósi hans eigin gerða. Það er svo að vísu nokkuð furðu- legt, að forseti ÍSÍ hvetji erlenda íþróttafrömuði til að víkja frá þeim, sem þeir þekkja af góðu einu og vilja veg sem mestan, vegna kynna þeirra af verkum viðkom- andi, að því er virðist, eingöngu til að þjóna lund Ellerts og gera hon- um kleift, að koma höggi á Júlíus Hafstein, af einskærri óvild í hans garð. Þetta þykir mér og mörgum öðrum sem ég hef talað við í dag, hið ljótasta mál. Hverjar sem per- sónulegar skoðanir manna eru á þeim sem valdir eru til starfa í Al- þjóða Ólympíunefndinni, er ódrengilegt að fara fram með fjöl- mæli, gagngert til að koma við- komandi frá. Þetta á sérstaklega við, þegar tilnefning Júlíusar virð- ist vera á grunni hans verðleika en ekki stöðu innan íþróttahreyfing- arinnar á Íslandi. Vonandi koma svör við bréfinu á síðum Morgunblaðsins hið fyrsta og þar lagist ásýnd forystu ÍSÍ í þessu máli. Hin óbrotgjörnu gildi sem ungmennafélögin voru reist á, geta ekki undir neinum kringum- stæðum samrýmst rógsherferðum. Slík vinnubrögð grafa ekki einung- is undan starfinu í bráð, heldur lengd. BJARNI KJARTANSSON, Sóleyjargötu 23, 101 Reykjavík. Ellert í bakher- bergjum Frá Bjarna Kjartanssyni: FYRIR nokkrum árum notaði ég þennan vettvang til þess að fara fram á úrbætur varðandi hlustunar- skilyrði á stuttbylgjusendingum Ríkisútvarpsins til Evrópu. Ég var þá búsettur í Brussel og háður fréttasendingum útvarpsins sem ekki náðust almennilega. Svo bar við að daginn eftir að ábendingin birtist var allt fallið til betra horfs og ég naut þess að geta fylgst með aflabrögðum að norðan og öðrum fréttum frá Íslandi. Á þessu ári eru orðin átta ár síð- an ég sneri til baka frá Belgíu og hef síðan notið þess á virkum dög- um að hlusta á morgunútvarpið á Rás 1 milli kl. 7 og 9 á morgnana, hvar Vilhelm G. Kristinsson hefur hin seinustu ár leikið ljúfa tónlist í þættinum Árla dags með kynning- um að hætti Jóns Múla af mikilli al- úð. Hjá mér hafa þetta verið helgi- stundir að vakna við þessa ljúfu morguntóna, drekka mitt kaffi og sinna öðrum morgunverkum, þ.m.t. að lesa Moggann minn. Undanfarnar vikur hafa þessar morgunstundir verið truflaðar af nýjum fréttaþætti, sem mér heyrist reyndar vera hinn ágætasti þáttur, en mér ekki að skapi á þessum tíma dags. Þessum þætti er útvarpað á sam- tengdum rásum Ríkisútvarpsins og fæ ég ekki skilið hvaða hagkvæmni geti legið í þessu, einkum þar sem Vilhelm er þegar vaknaður og ekki skrúfaður niður fyrren kl. 7:30 og kemur svo aftur kl. 8:30. Ég fæ ekki annað séð en að það hljóti að koma nokkurn veginn á sama stað niður þótt Vilhelm fái glaðbeittur að halda áfram með Árla dags á Rás 1 og að þeir sem það vilja hlusti á fréttaþáttinn á Rás 2. Mikið yrði ég glaður ef stjórnendur Rík- isútvarpsins brygðust eins skjótt við þessari ábendingu minni og þeir gerðu um árið vegna stuttbylgju- sendinganna. Ég held reyndar að ég geti átt fleiri stuðningsmenn að því er þessa ábendingu varðar en hina fyrri. ÁRNI VILHJÁLMSSON, Kúrlandi 13, Reykjavík. Árla dags með Vilhelm Frá Árna Vilhjálmssyni: Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska. Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU Grandavegur Ca 150 fm húsnæði fyrir sólbaðstofu til leigu. Dalvegur 280 fm húsnæði til sölu eða leigu. Brautarholt 355 fm verslunarhúsnæði á 1. hæð til leigu. Krókháls 300 fm nýtt atvinnuhúsnæði með hárri innkeyrsluhurð. Grensásvegur 122 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu. Fákafen 133 fm + 150 fm + 128 fm til leigu. Ármúli Ca 155 fm gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð til leigu. Auðbrekka 487 fm atvinnuhúsnæði sem má breyta í íbúðir til sölu. Funahöfði Til sölu gott atvinnuhúsnæði með lokuðu porti 757 fm. Vegmúli 150–300 fm verslunarhúsnæði til leigu - laust strax. Hlíðasmári 150–350 fm húsnæði til leigu. Höfum til sölu eða leigu ýmsar stærðir af atvinnuhúsnæði á skrá á stór- Reykjavíkursvæðinu. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar í síma 533 4200.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.