Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 17 HELSTU ógn við heilbrigði barna er að finna einmitt þar sem þau ættu að vera öruggust – á heim- ilunum, í skólanum og í næsta ná- grenni. Á hverju ári deyja rúmlega fimm milljónir barna á aldrinum 0 til 14 ára, einkum í þriðja heiminum, af völdum sjúkdóma sem rekja má til umhverfisins – til heimilanna og þeirra staða þar sem börn læra og leika sér. Meðal þessara sjúkdóma eru niðurgangur, malaría og aðrir sjúkdómar sem berast með smit- ferjum, s.s. skordýrum, bráðasýk- ingar í öndunarfærum og meiðsl af völdum slysa. Það er unnt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Við vitum hvað þarf að gera. Þegar hafa verið gerðar að- gerðaáætlanir til þess að berjast gegn þessari ógn við heilsu barna. Það þarf að koma þeim í fram- kvæmd á heimsvísu og innan ein- stakra ríkja. Alþjóðaheilbrigðisdag- urinn er þess vegna helgaður því að tryggja börnum heilbrigt umhverfi. Við verðum öll að leggja okkur betur fram um að bregðast við þeim hættum sem börnum stafar af um- hverfinu. Fjárhagsleg og félagsleg byrði þjóða vegna sjúkdóma sem rekja má til umhverfisins er þung og sú byrði kemur harðar niður á börnum en öðrum. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hleypti af stokkun- um verkefninu Heilbrigt umhverfi barna í september 2002. Í samvinnu við marga hópa um heim allan er nú unnið að því að þetta átak verði að þróttmiklum alheimssamtökum sem munu þess megnug að virkja stuðn- ing heimamanna og ganga fram fyr- ir skjöldu með það fyrir augum að skapa börnum heilbrigðari lífsskil- yrði á heimilum sínum og þar sem þau læra og leika sér. Með samvinnu á mörgum víg- stöðvum, með því að nýta þær áætl- anir sem fyrir eru og laga raunhæf- ar aðgerðir að þörfum einstakra samfélaga geta þeir sem aðild eiga að samtökunum skipt sköpum. Í sameiningu eigum við hægara með að takast á við þau heilbrigðisvanda- mál í umhverfinu sem hvert sam- félag, ríki, svæði og heimshluti á við að stríða. Öll börn eiga rétt á að alast upp í heilbrigðu umhverfi á heimilum sín- um, í skólanum og næsta nágrenni. Framtíðarþroski barna okkar – og framtíðarheimur – veltur á því að núna séu þau heilbrigð og hraust. Heilbrigt umhverfi – heilbrigð börn Eftir Gro Harlem Brundtland „Ávarp í til- efni alþjóða- heilbrigð- isdagsins, 7. apríl 2003.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). FRAMSÓKNARFLOKKURINN fer í þessar kosningar með sterka málefnastöðu. Mikið hefur áunnist á síðustu tveimur kjörtímabilum og lífskjör þjóðarinnar hafa batnað. Kaupmátt- ur hefur aukist og atvinnugreinum fjölgað. Efnahagsstjórn landsins er með miklum ágætum og skuldir þjóðarinnar fara lækkandi ár frá ári. Í félagsmálum hefur mikið verk verið unnið, þar má nefna fæðing- arorlof sem var lengt úr sex mán- uðum í níu. Nýju lögin eiga að tryggja barninu samvistir bæði við föður og móður og gera ábyrgð þeirra gagnvart barninu jafna. Barnakortin sem við framsóknar- menn lofuðum fyrir síðustu kosning- ar urðu að veruleika og ná til sjö ára aldurs, en betur má ef duga skal. Meðferðarúrræðum fyrir unglinga á villigötum hefur einnig fjölgað mikið. Húsnæðisstefnan sem komið var á árið 1998 er bylting, húsnæðisbréf fást nú til 40 ára og aldrei hafa eins margir tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur komist í eigið húsnæði þar sem þau vilja búa. Hægt er að fá allt að 90% lán til íbúðarkaupa, það geta nánast allir keypt sér íbúð. Húsaleigubætur hafa stórhækkað og urðu skattfrjálsar í ársbyrjun 2002. Þær taka sérstakt tillit til barnafjölskyldna og láglaunafólks. Unnið hefur verið átak í byggingu leiguíbúða að frumkvæði félagsmála- ráðherra. Aukinn sveigjanleiki í hús- næðislánum, sem er nýtt úrræði, og heimild til að lengja upphaflegan lánstíma um allt að 15 ár. Í heilbrigðismálum hefur náðst mikilvægur árangur. Fyrst má nefna nýjan barnaspítala við Hringbraut. Þar með er aldagamall draumur Ís- lendinga orðinn að veruleika. Nýr barnaspítali hefur í för með sér bylt- ingu í lækningum og aðbúnaði fyrir veik börn hvaðanæva af landinu, spítalinn hefur verið forgangsverk- efni framsóknarráðherra frá byrjun framkvæmdar. Aldrei fyrr hefur jafn miklu fjármagni verið varið til heil- brigðismála og í tíð Framsóknar- flokksins. Réttarstaða almennings gagnvart heilbrigðisþjónustunni batnaði mikið þegar sjúkratryggingar tóku gildi og tekist hefur að auka og bæta heil- brigðisþjónustu landsmanna óháð búsetu, efnahag eða öðrum ástæð- um. Komið hefur verið til móts við tekjulágar fjölskyldur með því að rýmka reglur um endurgreiðslur umtalsverðs læknis- og sjúkrakostn- aðar, m.a. með því að veita barna- fjölskyldum mun meiri rétt en áður. Mótuð hefur verið stefna í málefn- um langveikra barna. Þar eru til- greindir þeir þættir sem skal vinna að til að bæta þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Nú þegar hefur réttur til umönnunargreiðslna verið aukinn, einnig réttur foreldra til að fá dvalarkostnað greiddan. Á þriðja milljarð hefur verið veitt til að hækka bætur öryrkja og ellilíf- eyrisþega, bætur hafa almennt verið hækkaðar og verulega hefur verið dregið úr áhrifum makatekna á bæt- ur almannatrygginga. Þetta sýnir svart á hvítu að í stjórnartíð Framsóknarflokksins hefur verið stigið skref úr fortíð inn í framtíð í velferðarmálum. Draumur vinstrimanna er að hörfa til fortíðar og taka upp gamla takta í velferðarkerfinu. Stefna framsóknarmanna er að halda áfram að byggja upp velferðarkerfi fyrir alla landsmenn. Veitum Framsóknarflokknum brautargengi í kosningum 10. maí nk. Því velferð er eitt af orðum hans. Framsóknar- flokkurinn er velferðarflokkur Eftir Tómas Meyer Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði. „… í stjórn- artíð Fram- sóknar- flokksins hefur verið stigið skref úr fortíð inn í framtíð í velferð- armálum.“ ÞAÐ eru döpur tíðindi sem starfs- mönnum Landhelgisgæslunnar (LHG) berast að skera eigi niður fjár- framlög til stofnunarinnar um 6–10% þrátt fyrir að fram hafi komið að um 90–100 milljónir króna vanti til að endar nái saman í rekstrinum og þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi í úttekt sinni á rekstri LHG komist að þeirri niðurstöðu að reksturinn sé eins hagkvæmur og mögulegt er og ekki sé hægt að hagræða meira í rekstrinum nema að skerða þá veru- lega þá mikilvægu þjónustu sem stofnunin veitir. Öllu alvarlegri eru þó þau tíðindi að vegna trúnaðarbrests milli dóms- málaráðherra og ráðuneytismanna annars vegar og stjórnenda LHG hins vegar er stofnunin lögð í einelti og skuli fjárhagslega svelt til hlýðni við ráðherra og ráðuneyti, má m.a. nefna til sögunnar andstöðu stjórn- enda LHG við að sameina björgunar- stjórnstöð sína þeirri sem setja á á laggirnar í Skógarhlíð undir stjórn ríkislögreglustjóra. Er nú svo komið að stjórnendur og starfsmenn LHG fara með söfnunar- bauka um landið til kaupa á nauðsyn- legum tækjum til stofnunarinnar. Það hlýtur að vera krafa lands- manna að látið sé af þeirri skemmd- ar- og niðurrifsstarfsemi sem verið er að vinna á þeirri mikilvægu björgun- ar- og neyðarþjónustu sem LHG veit- ir, og ef fram fer sem horfir má búast við að starfsandi og metnaður starfs- manna LHG bíði tjón af. Verði ekki látið af áðurnefndum að- gerðum hlýtur að koma til álita að færa stofnunina undir annað ráðu- neyti, t.d. heilbrigðis- eða samgöngu- ráðuneyti, með þeirri von að stofn- uninni yrði þar tekið opnum örmum og unnið yrði að hennar málum af meiri fagmennsku og metnaði en nú er. Engin stefnumótun er til um hvernig og á hvað löngum tíma skuli endurnýja tækjakost LHG, skipa- og flugvélakostur stofnunarinnar er að stærstum hluta kominn á úreldingar- aldur og ekki verður hann yngri á meðan að beðið er. Í desember árið 1997, eftir umtals- verðan þrýsting hinna ýmsu aðila, skipaði núverandi dómsmálaráðherra fimm manna nefnd til að semja for- sendur og hafa umsjón með smíði nýs varðskips. Árið 1999 birtist í blöðum frétt þess efnis að dómsmálaráðherra hafi lagt fram á ríkisstjórnarfundi minnisblað um að hönnun nýs varð- skips væri á lokastigi, smíði þess yrði boðin út síðar á því ári og búast mætti við því að skipið yrði afhent árið 2001. Nú, tveimur árum síðar og sex ár- um eftir stofnun nefndarinnar, situr við það sama, efndirnar engar, hverju sætir? Var stofnun nefndarinnar ein- ungis til þess að drepa málinu á dreif, að aldrei hafi staðið til að smíða nýtt varðskip? Til að kóróna svo skömm- ina var LHG í byrjun þessa árs gert að leggja varðskipinu Óðni. Í 77 ára sögu LHG hefur líklega enginn ráðherra sem farið hefur með málefni LHG verið eins áhuga- og metnaðarlaus fyrir hönd stofnunar- innar og núverandi dómsmálaráð- herra. Það er mín einlæga von að í hönd- um nýrrar ríkisstjórnar séu bjartari tímar fram undan í rekstri Landhelg- isgæslu Íslands og að nýr yfirmaður hennar komi til starfa fullur dugnað- ar og metnaðar fyrir hönd stofnunar- innar. Landhelgisgæslan þolandi eineltis Eftir Jakob Ólafsson „Það hlýtur að vera krafa lands- manna að látið sé af þeirri skemmdar- og niðurrifsstarfsemi sem verið er að vinna á þeirri mikilvægu björgunar- og neyðarþjónustu sem LHG veitir ...“ Höfundur er þyrluflugstjóri og flugöryggisfulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.