Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 33 Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT Sýnd kl. 6.  SG DV  HL MBL Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16. / Sýnd kl. 10. Kvikmyndir.is EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10 B.I. 16. KEFLAVÍKÁLFABAKKI / AKUREYRIÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKIÁLFABAKKI Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum tæknibrellum. Frá leikstjóranum Jon Amiel. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Íslenskt tal Tilboð 500 kr. sv mbl Kvikmyndir.isi i i Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 8. AKUREYRI / KEFLAVÍK SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, og10. B.i. 12. / Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Fyrstaflokks ferðatilboð! www.nordur.is PÁSKAR FYRIR NORÐAN! Útivist! Skíði Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! ógleymanlegt!        HANN var skærasta rokkstjarna í heimi þegar hann lét sig skyndilega hverfa. Engar vísbend- ingar hafa komið fram hvar hann sé niður kom- inn en glöggir aðdáendur og rokkfræðingar telja sig hafa fundið ákveðin skilaboð í textum hans sem benda til þess að hann sé okkar fyrsti og eini Marsfari og að þar á plánetu sé hann enn nið- ur kominn, lífs eða liðinn. Ziggy Stardust lék á gít- ar og söng ódauðlega rokkslagara, reyndar með textum sem gáfu til kynna ákveðna flóttaþrá, á vit stjarnanna, dag- drauma og jafnvel annars lífs. Hann velti gjarnan fyrir sér eigin dauða, söng um að tíminn hlypi frá honum og hótaði rokksjálfsmorði. Þetta var fyrir 30 ár- um og enn eru menn í myrkrinu yfir afdrifum Zigga, hvert hann fór eftir að hafa haldið kveðjutónleika sína 3. júlí 1973 í Hammersmith Odeon-tónleikahöllinni í Lundúnum. Nánasti samstarfs- maður hans og trúnaðarvinur, Dav- id Bowie, hefur heldur ekkert viljað gefa upp um hvað varð af kollega sínum, en Bowie hefur einmitt ver- ið hvað duglegastur við að heiðra minningu þessarar dularfullu rokk- goðsagnar, og tekur gjarnan á tón- leikum nokkur af hans frægustu lögum. Bowie hefur nú í samvinnu við útgáfufyrirtæki Zigga EMI staðið að endurútgáfu á hljóð- og mynd- upptökum sem gerðar voru á hin- um dramatísku kveðjutónleikum, í tilefni af því að í ár eru 30 ár liðin síðan þeir fóru fram. Á sínum tíma kom út kvikmynd með tónleikunum og aðdragandanum að þeim og gef- in út tvöföld hljómplata með upp- tökunum. Nú hefur hvorutveggja verið gefið út í sérstakri við- hafnarútgáfu, kvikmyndin á veglegum mynddiski og hljóðupptökurnar á tvöfaldri geislaplötu. Kvikmyndina má hæglega telja til merkari rokkmynda sem gerðar hafa verið, og sem tónleikamynd á hún fáa jafnoka, enda hélt um taum- ana einhver besti rokkmyndagerð- armaður sögunnar, D.A. Penneba- ker, sá er gerði Dylan-myndina Don’t Look Back og sögulega mynd um Monterey Popp-festivalið 1967. Auk myndarinnar er á nýja mynddisknum að finna lýsingu þeirra Pennebakers og Tonys Vscontis-tónlistarstjóra hennar á tónleikunum sjálfum og gerð mynd- arinnar. Ziggy Stardust er horfinn en hann spilar enn á gítar á þessum nýju afmælisútgáfum. Ziggy lék á gítar Goðsögnin Ziggy Stardust, á meðan hann var enn meðal manna. Ziggy Stardust and The Spiders From Mars – kvikmyndin er komin út á mynd- og hljómdiski. Skarphéðinn Guðmundsson Í LIÐINNI viku tóku allir helstu innflytjendur mynddiska hér á landi, Myndform, Sammynd- bönd og Skífan, sig til og lækkuðu söluverð á mynddiskum umtalsvert, um allt frá 7% upp í 41%. Nýjustu titlarnir lækka minnst en segja má að verðhrun eigi sér stað á eldri titlum, einkum þeim sem tilheyra fyrstu kynslóð mynddiska, út- gáfum sem einvörðungu innihalda kvikmynd- irnar sjálfar og í mesta lagi sýnishornastikluna en ekkert annað aukaefni, sem nú þykir sjálf- sagður hluti af mynddiskaútgáfunni. Allir gefa þeir innflytjendur sömu ástæðuna fyrir verðlækkuninni, hagstæðara gengi doll- arans gagnvart íslensku krónunni og hagstæð- ari samninga við kvikmyndafyrirtækin. Vit- anlega er hér þó einnig um að ræða aukna samkeppni og viðbrögð við aðgerðum keppi- nautanna, en innflytjendur og söluaðilar mynd- diska hafa verið að lækka verðið á mynddiskum hér á landi smátt og smátt síðasta hálfa árið eða svo. Er þessi verðlækkun á mynddiskum í sam- ræmi við verðlækkun á öðru afþreyingarefni, aðgöngumiðum í bíó, hljómplötum, tölvuleikjum og myndböndum. Má því líta svo á að hér sé að hluta til um viðbrögð við þeim lækkunum að ræða. Nýútkomnir mynddiskar eru eftir verð- lækkunina komnir niður í verðbilið 2200-3000 kr. en áður en hrina verðlækkana fór í gang fengust vart nýútkomnir mynddiskar undir 3000 kr. Eldri útgáfur eru töluvert ódýrari orðnar og fást orðið fyrir svo lítið sem rúmar 600 kr. Al- gengasta er þó að eldri útgáfur séu nú á verð- bilinu 1400 kr. og upp í 2500 kr., allt eftir því hversu gömul útgáfan er, og er þá ekki átt við aldur myndarinnar sjálfrar heldur hversu langt er síðan mynddiskurinn var gefinn út. Verðhrun á eldri mynddiskum skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.