Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 25 TÚRBÍNU- ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 Árvirkinn Austurv.9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm. eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Hljómsýn Stillholti 23 Akranes Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum PERUBÚÐIR Rafbúð Skúla Þórs Álfaskeiði , Hafnarfjörður Dulux EL longlife Endist í 15.000 klst 5 ára ábyrgð Lukt með sparperu og fjarstýringu Tilboð á 10 pakk frá OSRAM 40W og 60W Tilboð 490 kr. Tilboð 990 kr. Tilboð 4.290 kr. Byggt & Búið Kringlunni / Smáralind Pfaff Borgarl jós Grensásvegi 13, Reykjavík Ti lboð í OSRAM perubúðum Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 3 KYNNINGAR Á morgun, þri. 8. apríl, HYGEA Laugavegi Miðvikud. 9. apríl HYGEA Kringlunni Fimmtud. 10. apríl HYGEA Smáralind Alla daga frá kl. 12-17 10% kynningar- afsláttur og fallegur kaupauki ERU HRUKKUR OG ÞREYTT HÚÐ AÐ DRAGA ÞIG NIÐUR? Kringlunni 8-12, sími 533 4533 Laugavegi 23, sími 511 4533 Smáralind, sími 554 3960 NÝTT! Cellular Anti-Wrinkle Firming Serum www.laprairie.com YFIR 1.000 manns sóttu opnun- arhátíð kosningamiðstöðvar Fram- sóknarflokksins á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík á laugardag sem haldin var undir yfirskriftinni Fjöl- skyldan í fyrirrúmi. Opnunin hófst með ávarpi Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, en að því búnu voru ýmis skemmtiatriði í boði. Kosningamiðstöðin verður op- in frá 10–22 alla daga fram að kosn- ingum og er ráðgert að halda þar ýmsa fundi um málefni sem eru of- arlega á baugi í þjóðmálaumræð- unni. Morgunblaðið/Golli Kosningamiðstöð Fram- sóknarflokks opnuð SAMKAUP – verslunarkeðja færði Félagi aðstandenda alzheimer- sjúklinga nýlega styrk að upphæð kr. 500.000 til reksturs félagsins. Styrkurinn var afhentur á stjórn- arfundi félagsins 1. apríl sl. Félagið mun verja styrknum til að auka tengsl og efla starfsemina um allt land, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni afhendir Skúli Skúla- son frá Samkaupum Maríu Th. Jóns- dóttur, formanni samtaka alzheim- ersjúklinga, gjöfina. Með þeim á myndinni eru f.v. Guðríður Otta- dóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Mar- grét Gísladóttir og Haukur Helga- son, framkvæmdastjóri samtakanna. Morgunblaðið/Jim Smart Félag aðstandenda alzheimersjúklinga fær styrk Fyrirlestur um þjóðfélags- ástandið í Argentínu Enrique del Acebo prófessor í félagsfræði við del Salvador háskólann í Buenos Aires flytur opinn fyrirlestur, þriðjudaginn 8. apríl kl. 16, í Lögbergi, í stofu 101 í Háskóla Íslands. Heiti fyrirlesturs hans er: „Þjóðfélagsástandið í Arg- entínu: Félagssálfræðilegt sjón- arhorn“. Fjallað verður um ástandið í félags- og menningarlegu ljósi og greint frá þeirri upplausn sem ríkt hefur í stjórnkerfi landsins og í sam- félaginu öllu. Fyrirlesturinn verður á ensku og er haldinn á vegum fé- lagsfræðiskorar HÍ og stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum. Öllum er heimill aðgangur. Á MORGUN Röng dagsetning Í formála minningargreinar um Gísla Ólaf Jakobsson á blaðsíðu 46 í Morgunblaðinu í gær, sunnudag- inn 6. apríl, var ranglega sagt að útförin færi fram þann sama dag. Hið rétta er að útför hans var gerð frá Kildevældskirke í Österbro í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 3. apríl. Eru hlutaðeigendur beðnir að afsaka þessi mistök. LEIÐRÉTT ÚTSKRIFT í Starfsnámi í jarðlagna- tækni fór fram fyrir nokkru og í fyrsta sinn gegnum fjarfundarbúnað. Útskrifaðir voru 30 jarðlagnatæknar, þar af 12 frá Akureyri, 10 úr Reykja- vík, 4 frá Sauðárkróki og 4 frá Egils- stöðum. Þátttakendur fengu afhent skírteini við hátíðlega athöfn í Dælu- stöð Orkuveitu Reykjavíkur við Gvendarbrunna. Starfsnám í jarðlagnatækni er 300 kennslustundir. Umtalsverður hluti kennslunnar var að þessu sinni send- ur frá húsakynnum Mímis – símennt- unar um myndfundabrú Símans til Farskóla Norðurlands vestra, Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Fræðslunets Austurlands. Annað var kennt í heimabyggðum þátttakenda. Samorka, Efling stéttarfélag, Orkuveita Reykjavíkur, Landssím- inn, Gatnamálastofa og Mímir – sí- menntun standa að þessu námi. Kostnaður er greiddur af fyrirtækj- um sem senda þátttakendur. Þegar svo ber undir niðurgreiða starfs- menntasjóðir Eflingar – stéttarfélags við Reykjavíkurborg og atvinnurek- endur á almennum markaði og Starfsafl verulegan hluta þátttöku- gjaldanna. Starfsmenntasjóður fé- lagsmálaráðuneytisins veitti einnig styrk til námskeiðsins. Námið er opið öllum þeim, sem starfa við jarðlagnir hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum á almennum markaði. Starfsnám í jarðlagnatækni Kennt í gegn- um mynd- fundabrú ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.