Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EKKI veit ég hvort einhver 1. apríl galsi var í leiðarahöfundi Morgunblaðsins síð- astliðinn þriðjudag eða hvort blaðinu var alvara í greiningu sinni á skattastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. A.m.k. hafði leiðarahöfundur ekki farið eins gaumgæfilega í saumana á þessum málum og fréttamaður blaðsins, sem gerði prýðilega grein fyrir stefnu flokksins ann- ars staðar í blaðinu. Leiðarinn hefst á svo- hljóðandi orðum: „Frétt Morgunblaðsins í dag, um að Vinstrihreyfingin – grænt framboð vilji lækka skatta er ekki apr- ílgabb.“ Og lokaorð leiðarans eru þessi: „Hvað sem því líður eru vinstri – grænir nú farnir að taka sér hugtakið skattalækk- un í munn og það er út af fyrir sig fagn- aðarefni.“ Við viljum réttlátt skattakerfi Það er ekki réttur skilningur að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hafi aldrei fyrr hreyft hugmyndum um skattalækk- un. Við höfum talað fyrir réttlátu skatta- kerfi og verið með tillögur um að færa skattbyrðina til þannig að þeir sem engan veginn eru aflögufærir verði ekki látnir greiða langt umfram getu, á sama tíma og létt er skattbyrðum af hinum sem hafa miklar tekjur. Skattastefna Sjálfstæð- isflokks allar götur frá 1991, fyrst í sam- starfi við Alþýðuflokk og síðan Framsókn- arflokk, hefur gengið út á þetta: Stórfelldar ívilnanir til þeirra sem hafa mikil efni en auknar álögur á þá sem hafa lítil efni. Hér er rangt að einblína á tekju- skatta einvörðungu því einnig verður að horfa á þjónustugreiðslur, svokölluð not- endagjöld. Þau hafa stóraukist á áratug Sjálfstæðisflokksins. Það er einmitt í þessu ljósi sem við gjöldum varhug við skattalækk- unartilboðum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, nokkuð sem greiningardeildir bankanna eru farnar að kalla hættuleg og óábyrg yfirboð. Fólkið sem á und- anförnum árum hefur þurft að borga meira til að standa straum af stórauknum kostnaði vegna veikinda sinna, húsnæðis og menntunar barna sinna lítur á tilboð Sjálfstæðisflokk sem hótun um a urskurð á þjónu Skyldu menn tilboð Framsókn jafngilda því að neytisins yrðu þ hvað vakir fyrir Hann vill þröng urskurðar, síðan inna þjónustugj margboðaða ste hvað vakir fyrir fylgja húsbónda bendir margt til skelfingu lostinn hann sé reiðubú þeirri von að hlj Þetta er náttúrl erum við þar ko Vinstrihreyfing Skattastefna VG er ávísu Eftir Ögmund Jónasson „Fólkið sem hefur þurft að bo standa straum af stórauknum veikinda, húsnæðis og menn á tilboð stjórnarflokkanna se auknar álögur eða niðurskurð KYNBUNDINN launamunur hefur enn ekki verið upprættur hér á landi. Hann hefur þvert á móti skotið djúpum rótum í samfélaginu á sama tíma og staða kvenna hefur styrkst á öðrum sviðum. Hvernig má það vera? Síðastliðna þrjá áratugi hefur kvennabaráttan fært okk- ur fram á veginn í átt til réttlátara sam- félags þar sem þorri fólks viðurkennir frelsi kvenna til þess að ráða eigin lífi og líkama og rétt þeirra til þess að mennta sig og hasla sér völl á vinnumarkaði. Samt eru konur enn til færri fiska metn- ar en karlmenn. Konur eru fyrirvinnur heimilanna Vanmat á störfum kvenna hefur fylgt manninum í aldanna rás. En baráttan fyrir jöfnum launum kynjanna fyrir sam- bærileg störf er líka orðin löng. Þrátt fyrir það má enn þann dag í dag heyra menn reyna að réttlæta misréttið með þeim rökum að konur sem ganga með og fæða börn geti varla ætlast til þess að vinnuframlag þeirra sé metið til jafns við fullvinnandi karlmenn. Réttur karla til fæðingarorlofs mun vonandi kveða niður þennan draug. Íslenskar konur eru fyrirvinnur á sínu heimili rétt eins og karlmenn í þessu landi. Því fyrr sem atvinnurekendur og stjórnvöld horfast í augu við þá einföldu staðreynd, því betra. Samt mega þær sæta því að barneignir séu líklegar til þess að lækka kaupið þeirra á meðan barneignir karla eru líklegar til þess að hækka kaupið þeirra. Gamla staðal- ímyndin um heimilisföðurinn sem fyr- irvinnu heimilis lifir því miður enn góðu lífi á Íslandi í dag. Pólitískar aðgerðir sem duga Það þarf skýr markmið og pólitískan vilja til þess að afnema launamisréttið. Í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var sýnt pólitískt fordæmi í þessum efnum sem vert er að vekja at- hygli á. Hjá Reykjavíkurborg minnkaði launamunur kynja á árabilinu 1995 til 2001 úr 15,5% í 7%. Enn er nokkuð í land með að útrýma muninum alveg en ár- angurinn er um náðist ekki fyri þess undir fory bjargar Sólrúna fjölþættum aðg það að markmið kynjanna hjá b náðist í samstar Höfuðborgarbú rún Gísladóttir sinn pólitíska v bundinn launam allir tækifæri ti ráðherraefni Sa verkin tala í lan Að lok Niðurstaða s um ESB, sem Í ljós að hér á lan þ.e.a.s. munurin kvenna og karla Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Konur krefjast launajaf „Höfuðborgarbúar vita að Ing björg Sólrún Gísladóttir hefur sýnt og sannað sinn pólitíska vilja til þess að jafna kynbund inn launamun.“ SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var greint frá niðurstöðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) um stöðu og horfur í íslensk- um efnahagsmálum. Eins og fram hef- ur komið voru þessar niðurstöður í öll- um aðalatriðum jákvæðar, sagt er að hagþróun hafi verið mjög hagfelld á undanförnum áratug og að hagkerfið hafi sýnt mikla aðlögunarhæfni þegar komið var í veg fyrir ofþenslu og ójafnvægi á mjög skömmum tíma á ár- unum 1999-2001 án þess að það hefði í för með sér djúpa niðursveiflu. Óhætt er að fullyrða, að hagstjórn á Íslandi hefur aldrei fengið jafn jákvæða um- sögn frá óháðum, utanaðkomandi aðila. Einn áhugaverðasti þátturinn í skýrslunni snýr að skattamálum og ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda í þeim efnum. Sérstök ástæða er til að gefa þessum þætti gaum, enda hafa ýmsir, meðal annars talsmaður Sam- fylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, reynt að túlka orðalag skýrsl- unni með mjög villandi hætti. Í skýrslunni er mælt með aðhalds- samri stefnu í ríkisfjármálum með nið- urskurði útgjalda og minni skatt- heimtu. Bent er á að skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir verulega, en vakin athygli á því að þrátt fyrir lækkun skatthlutfalla á einstaklinga á síðustu árum séu þau hlutföll enn hærri en í lok níunda áratugarins. Í ljósi þess er mælt með frekari lækkun á jaðarhlutföllum skatta á einstaklinga og bent á að slík aðgerð hafi í senn já- kvæð áhrif á framboð vinnuafls og sé um leið til þess fallin að stuðla að að- haldi gagnvart auknum ríkisútgjöldum. Talsmaður Samfylkingarinnar hefur hvað eftir annað haldið því fram í fjöl- miðlum að í þessu orðalagi felist ekki tillaga um almenna lækkun á skatt- hlutfalli einstaklinga, eins og báðir rík- isstjórnarflokkarnir hafa boðað, heldur ábending um að draga beri úr svoköll- uðum jaðarsköttum. Í ummælum Ingibjargar Sólrúnar um skattatillögur OECD birtist afar mikill misskilningur eða vísvitandi út- úrsnúningur á hugtökum. Þegar hún talar um jaðars við þau jaðaráh meðal annars k spils skatta og tenginga í þeim vegar augljóst OECD og samh er verið að fjall tagi. Þegar ský jaðarhlutföll sk tes) er átt við s þau geta hæst að ræða hið alm greiðslunni eða tekjuskatt. Í ís inu er það nefn persónufrádrát fer hlutfall tekj tekjum hækkan eru hærri. Þess 38,55% samkvæ fallinu og 5% ti umfram 3.980.0 Röng túlkun á skýrslu O „Í ummælum Ingibjargar Sól- rúnar um skattatillögur OECD birtist afar mikill misskilning eða vísvitandi útúrsnúningur hugtökum.“ Eftir Birgi Ármannsson ÞINGIÐ OG FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN Ekki hefur farið á milli mála, að um-talsverðrar óánægju hefur gætt meðal eigenda peninga í lífeyrissjóðum, séreignarsjóðum og annars konar ávöxt- unarsjóðum undanfarin misseri með meðferð þessara fjármuna. Viðskipta- vinum þessara sjóða hefur fundizt, að sú ráðgjöf sem þeir hafa fengið hjá starfs- mönnum fjármálafyrirtækjanna undan- farin misseri hafi ekki verið upp á marga fiska og spurt spurninga um hæfni ráð- gjafanna og eftirlit fyrirtækjanna með leiðbeiningum ráðgjafanna. Hins vegar hefur þessi óánægja ekki fundið sér neinn ákveðinn farveg enda ekki margra kosta völ. Þá er ljóst, að návígið hér á Ís- landi veldur því, að viðskiptavinir skirr- ast við að leita réttar síns á einn eða ann- an veg. Íslendingar eru ekki þeir einu, sem hafa verið óánægðir með meðferð fjár- muna sinna í sjóðum í vörzlu fjármála- fyrirtækja og lífeyrissjóða. Þetta er þekkt í öðrum löndum enda ekki við öðru að búast. Sú niðursveifla í ávöxtun fjár- muna, sem fólk hefur kynnzt hér er al- þjóðlegt fyrirbæri. Hins vegar virðast möguleikar til að fá a.m.k. fram umræð- ur um málið vera fjölbreyttari í öðrum löndum. Þessa dagana vinnur undirnefnd einn- ar nefndar Bandaríkjaþings að rannsókn á þessum málum. Ástæðan er einfald- lega sú, að bandarískir þingmenn verða glögglega varir við óánægju kjósenda sinna, ekki bara vegna neikvæðrar ávöxtunar heldur líka vegna hins að á sama tíma taki fjármálafyrirtæki þar í landi og forráðamenn þeirra til sín hærri þóknun fyrir umsjón peninganna. Alþingi Íslendinga hefur því miður ekki tileinkað sér vinnubrögð af þessu tagi. Í mesta lagi er hægt að búast við því að um mál sem þetta fari fram stutt- ar yfirborðslegar umræður í þinginu, sem oft sýnast fremur miðaðar við að ná fjölmiðlaathygli en snúast um kjarna málsins. Að vísu eru til í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um rannsóknar- nefndir, sem ekki hefur verið beitt. Það er umhugsunarefni, hvort þingið hefur brugðizt að þessu leyti nægilega fljótt við breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Auðvitað er ekkert annað en sjálfsagt að ein af nefndum Alþingis taki mál af þessu tagi til meðferðar, kalli fyrir sig forráðamenn fjármálafyrirtækja og líf- eyrissjóða og starfsmenn þeirra og spyrji spurninga af tilefni sem þessu. Markmiðið með slíkum starfsaðferðum væri ekki sízt að leiða í ljós, hvort lög- gjafarvaldið þarf að bregðast við með hertri löggjöf, sem tryggi betur rétt þeirra, sem eiga fjármuni í vörzlu þess- ara aðila. Það er löngu tímabært að Alþingi taki upp vinnubrögð sem þessi. Í kosningun- um í vor er mikill fjöldi fulltrúa nýrra kynslóða í framboði til þings og fyrirsjá- anlegt að margir þeirra munu taka sæti á Alþingi að kosningum loknum. Ástæða er til að hvetja ekki sízt þá til að hafa for- göngu um breytt vinnubrögð í þessum efnum. KOSNINGABARÁTTAN Með lokum Vorþings Samfylking-arinnar má segja, að kosninga-baráttan sé komin á fullan skrið. Flokkarnir hafa hver um sig dreg- ið sínar víglínur og nokkuð ljóst hver verða helztu stefnumál þeirra. Í kosningum skiptir miklu hver tekur frumkvæðið og hvort þeim hinum sama eða hinum sömu tekst að halda því til loka. Í ljósi þess, að núverandi stjórnar- flokkar hafa sameiginlega verið við völd í átta ár og Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að ríkisstjórn í tólf ár hefði mátt ætla, að stjórnarandstaðan hefði átt tiltölulega auðvelt með að ná frumkvæði í kosninga- baráttunni. Skoðanakannanir í upphafi ársins bentu til þess, að Samfylkingunni væri að takast það. Þróunin hefur orðið á annan veg. Skattamálin eru orðin að kjarna kosn- ingabaráttunnar. Það gerðist með því, að snemma vetrar lýsti Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, því yfir að hann teldi að stefna ætti að verulegri skattalækkun á einstaklinga í kjölfar lækkana á sköttum fyrirtækja undanfarin misseri. Í fram- haldi af því tilkynnti Halldór Ásgrímsson á flokksþingi Framsóknarflokksins, að hans flokkur mundi beita sér fyrir því að staðgreiðslustigið færi í 35,2% eins og það var, þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp á sínum tíma. Í kjölfarið komu Vinstri grænir og gerðu grein fyrir hug- myndum sínum um skattalækkanir og breytingar á skattkerfinu. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmri viku gerði Davíð Oddsson svo grein fyrir út- færðum hugmyndum Sjálfstæðisflokks- ins um skattalækkanir á næsta kjörtíma- bili, sem komu mjög á óvart, ekki sízt þær hugmyndir að lækka virðisauka- skatt á matvöru um helming. Áður en Vorþing Samfylkingarinnar hófst stóðu öll spjót á Samfylkingar- mönnum um að gera nákvæma grein fyr- ir hugmyndum sínum um skattabreyt- ingar, sem fram að þeim tíma höfðu mótast af skoðunum um að taka ætti upp fjölþrepaskattkerfi á ný en frá því var horfið fyrir tæpum tveimur áratugum, þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Samfylkingarmenn hafa nú sett þær hugmyndir í frekari skoðun en fylgt í kjölfar hinna flokkanna þriggja með út- færðar tillögur um skattalækkanir og að hluta til tekið upp hugmyndir Sjálfstæð- isflokksins varðandi lækkun á hinum svonefnda matarskatti. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki blandað sér mikið í þessar umræður en einbeitt sér að málflutningi, sem snýst ekki sízt um hagsmunamál smáútgerð- armanna og að því er virðist með góðum árangri ef marka má skoðanakannanir. Tæpast verður um það deilt, að stjórn- arflokkarnir báðir hafa náð frumkvæði í kosningabaráttunni með tillögum sínum um skattalækkanir á einstaklinga og að þeir stjórnarandstöðuflokkanna, sem hafa tekið þau mál upp eru að fylgja í fót- spor stjórnarflokkanna. Það styrkir stjórnarflokkana einnig í þessum um- ræðum, að talsmaður Samfylkingarinnar viðurkennir í umræðum um þessi mál, að víðtækar skattalækkanir séu fram- kvæmanlegar vegna þess hagvaxtar, sem framundan er. Og ekki verður það tekið frá stjórnarflokkunum, að ákvarðanir þeirra í stórum en umdeildum málum eins og varðandi Kárahnjúkavirkjun eiga mikinn þátt í því blómaskeiði, sem allir virðast vera sammála um, að sé framund- an. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp á sínum tíma fólst í því gífurleg umbót í skattamálum. Landsmenn nutu þeirra umbóta í nokkur ár. Djúp kreppa, sem skall á á miðju árinu 1988 og stóð fram á miðjan tíunda áratuginn gerði það hins vegar að verkum, að skattbyrðin var þyngd mjög enda ekki annarra kosta völ. Nú sjá skattgreiðendur fram á betri tíð. Það er fagnaðarefni og ekki við öðru að búast en að umræður um það, hvernig skattalækkunum á einstaklinga verði bezt fyrir komið muni móta mjög kosn- ingabaráttuna fram til kjördags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.