Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur í dag Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur í dag, Arklow Day fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa kl. 13, söng- stund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13- 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9-16 handavinna, kl. 9-12 bútasaumur, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 10-11 samverustund, kl. 13.30-14.30 söngur við píanóið, kl. 13-16 bútasaumur. Félag eldri borgara, Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ, mánudaga kl. 17.30 í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli. Öllu söngfólki er velkomið að taka þátt í starfi með kórnum. Stjórn- andi kórsins er Krist- ín Pjetursdóttir. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtu- daga. Mánudagur kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30-18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð og mynd- list, kl. 10-12 versl- unin opin, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18-20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9-16 op- in handavinnustofan, kl. 9-12 myndlist, kl. 13-16 körfugerð, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13-16 spilað, kl. 10-13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9- 12, handavinna kl. 9- 16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9-14 hár- greiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pútt kl 10, kóræfing- ar kl. 10.30, tréskurð- ur kl 13, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Línudans fyrir byrj- endur kl. 18. Danskennsla í sam- kvæmisdönsum framh. kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9-16.30 fjölbreytt vetrardag- skrá í boði hvern virkan dag frá kl. 9- 16.30. Á morgun er gler- skurður og boccia kl. 13. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10.50 leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fóta- aðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 postlínsmálun og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska. fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10- 11 ganga, kl. 9-15 fótaaðgerð, kl. 9-12 myndlist, kl. 13-16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9- 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15-12 postulínsmálun. kl. 9.15-15.30 handa- vinna, kl. 9.30-10.30 boccia, kl.11-12 leik- fimi, kl. 12.15-13.15 danskennsla, kl. 13-16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára. Skráning kl. 12.45, spilamennska hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vall- arbraut 4, Njarðvík, öll mánudagskvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Í dag er mánudagur 7. apríl, 97. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4, 13.) Margt virðist benda tilað landbún- aðarviðræður Doha- lotunnar um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum séu í uppnámi. Samningamenn höfðu gefið sér frest til 31. mars til að ljúka samningum um landbún- aðarkaflann en sá frestur rann út án þess að lausn væri í sjónmáli.     Breska dagblaðið TheTimes fjallar um mál- ið í forystugrein sl. mið- vikudag og bendir á að viðræðurnar eigi sér stað í skugga harðvítugra deilna á alþjóðavettvangi um átökin í Írak. Það er þó að mati blaðsins ekki eina ástæða þess hvernig komið er og segir í for- ystugreininni að hætta sé á að viðræðurnar fari út um þúfur með ófyr- irsjáanlegum afleið- ingum.     Blaðið segir m.a.: „Evr-ópusambandinu er ekki einu um að kenna hvernig komið er. And- rúmsloftið versnaði til muna á síðasta ári er Bandaríkjastjórn setti háa tolla á stál, lagði fram frumvarp um að auka nið- urgreiðslur í landbúnaði um hvorki meira né minna en 80% og vísaði á bug réttmætum at- hugasemdum ESB vegna skattafríðinda fyrir út- flutning bandarískra stórfyrirtækja. Bandarík- in hafa hins vegar haft vit á því að breyta stefnu sinni og bjóðast nú til þess að fella úr gildi allar útflutningsívilnanir og að niðurgreiðslur í landbún- aði nemi að hámarki 5% af heildarverðmæti. ESB á hinn bóginn hef- ur verið knúið til þess af Jacques Chirac Frakk- landsforseta að hörfa frá varfærnislegum áformum um uppstokkun hinnar af- káralegu sameiginlegu landbúnaðarstefnu [...] Þegar Frakkar þurftu á stuðningi Afríkuríkja að halda í öryggisráðinu kom hentistefnimaðurinn Chirac fram í gervi þess sem vildi alþjóðlega sam- vinnu. Doha bendir hins vegar til annars. ESB er nú hinn óhjákvæmilegi skúrkur í málinu. Hendur samningamanna eru bundnar af frönsku stjórninni og þeir neita að leggja fram tilboð sem er nálægt því að vera ásætt- anlegt. Þetta er slæmt fyrir ESB, slæmt fyrir þær reglur er liggja til grundvallar alþjóðlegum viðskiptum og ESB treystir á, og veldur al- varlegri spennu í sam- skiptunum við Bandarík- in. Framkvæmdastjórnin gerir sér grein fyrir því að hún er að verja óverj- andi stefnu. Hún ætti að benda á Frakka og segja þeim til syndanna í stað þess að slá um þá skjald- borg.“ Það væri mikið áfall ef Doha-lotan næði sér ekki á strik. Þá má ekki gleyma því að helsta fórn- arlamb þess að ekki næst samkomulag yrðu ekki ríku iðnríkin heldur fá- tæku þróunarríkin er eiga allt sitt undir því að fá frekari aðgang að mörkuðum iðnríkjanna. STAKSTEINAR Doha í hættu Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur nokkrum sinn-um gert veggjakrot í Reykjavík að umtalsefni. Hefur hann kvartað yfir því að húsið hans skuli ekki geta fengið að vera í friði fyrir þeim, sem stunda þann ósið að krota á veggi annarra. Hefur Víkverja hins vegar fundist sem borgaryfirvöld teldu lítið hægt að gera við veggjakroti í borginni. Víkverji rak augun í viðtal í Morg- unblaðinu sunnudaginn 30. mars við Stephen A. Brown, sem nýverið tók við starfi svæðisstjóra Flugleiða í Bretlandi. Þar sagði Brown: „Veggjakrot hefur [...] aukist mikið og setur ljótan svip á Reykjavík. Ég hitti nýja borgarstjórann á dögunum og sagði við hann að ég teldi for- gangsverkefni að mála yfir veggja- krot í borginni. Veggjakrot er vissu- lega þekkt í stórborgum, en Reykjavík er það lítil að krotið virð- ist út um alla borg, sem ekki er gott.“ Víkverji vonar að Þórólfur Árna- son borgarstjóri hafi tekið erindi Browns vel og að vænta megi þess að borgin efni, í samvinnu við íbúa, til leiftursóknar gegn veggjakroti. EITT er það sem setur leiðinleganblett á hina annars frábæru Laugardalslaug. Það eru fataskáp- arnir í búningsklefunum (nú veit Víkverji að vísu ekki hvort skápar í kvennaklefum eru sömu gerðar og í karlaklefunum, en gefur sér það þó) sem ekki er hægt að loka án sér- staks penings, sem er afhentur við innganginn. Víkverji er nú ekki handlagnari en svo að honum tekst oft og iðulega að tapa peningnum í hinn þar til gerða bauk í skáphurð- inni – án þess að hafa tekist að loka skáphurðinni. Þá þarf að hafa uppi á sundlaugarverði og fá aðstoð. Hefur Víkverji tekið eftir því að erlendir gestir lenda oft og iðulega í sömu vandræðum. Nú getur verið að Víkverji sé bara svona mikill klaufi – en það hlýtur fjandakornið að vera hægt að koma málum þannig fyrir að jafnvel allra mestu blábjánar geti lokað skáp- hurðinni sinni án vandræða! x x x APRÍLGÖBB fjölmiðlanna voruekki rismikil að þessu sinni og eiginlega telur Víkverji að fleiri miðlar hefðu mátt að fara að for- dæmi Morgunblaðsins og sleppa því með öllu að reyna að gabba almenn- ing. Það vakti hins vegar athygli Víkverja að annar hver maður sem hann hitti virtist hafa talið að fréttir af bankaráni í Hafnarfirði hefðu ver- ið aprílgabb! Þetta var ekki aprílgabb! Íslensk tunga viðkvæm NOKKUR nafnorð í ís- lensku eru þeirrar náttúru að vera annaðhvort í ein- tölu eða fleirtölu. Hin talan þekkist ekki. Eitt þessara orða sem hefur verið tísku- orð og haft í hávegum er eintöluorðið keppni. Ýmsir landar okkar átta sig ekki á þessum eiginleikum orðs- ins að fleirtalan er ekki til og hefur aldrei verið til. Er þó verið að rembast eins og rjúpan við staurinn að troða fleirtöluómyndinni á orð þetta. Nú kastar fyrst tólfunum þegar rekur á fjörur bóka- safnsins í Iðnskólanum í Reykjavík veggspjald eitt, ættað frá þeim aðilum sem ættu að hafa fyllstu ástæðu að vanda vel mál sitt og láta ekkert vafasamt frá sér fara. Annars vegar er það Háskóli Íslands og hins vegar menntamálaráðu- neytið, höfuðstöðvar kennslu og menntunar í landinu. Lítum betur á vegg- spjald það sem er tilefni þessara skrifa: Ungir vís- indamenn á Íslandi: hug- myndasamkeppni ungs fólks um vísindi og tækni. Fyrsta málsgrein hefst með þessari setningu: Hug- myndasamkeppnin Ungir vísindamenn er hluti af samfélagsáætlun Evrópu- sambandsins og byggist annars vegar á lands- keppnum (svo!) sem haldn- ar eru í þátttökulöndunum og hins vegar á árlegri samkeppni ungra vísinda- manna í Evrópu … Nú er ekki nema sjálf- sagt að hvetja ungt fólk til dáða enda þarf að hagnýta góðar hugmyndir í þágu lands og lýðs. Íslensk tunga er sem fögur jurt en viðkvæm sem fegurstu náttúruperlur landsins. Ef henni er ekki sýnd sú nærgætni sem þörf er á er veruleg hætta að hún visni og jafnvel hverfi. Guðjón Jensson, bókfræðingur og leiðsögumaður. Frábær þjónusta MIG langaði til að vekja at- hygli á aldeilis frábærri þjónustu sem ég uppgötv- aði fyrir skemmstu ef vera skyldi að fleiri vissu ekki um hana. Hún heitir Halló Norður- lönd og er að sögn starfs- manns hjá þeim rekin af Norræna félaginu fyrir Norrænu ráðherranefnd- ina. Starfsmaðurinn upp- lýsti mig um að þjónust- unni væri ætlað að veita upplýsingar til þeirra sem eru að flytja á milli Norður- landanna. Ég er nýflutt til Svíþjóð- ar og þurfti á upplýsingum að halda áður en ég flutti. Ég byrjaði á að hringja í sænska sendiráðið en þar á bæ vísuðu menn mér á þessa þjónustu. Ég hringdi og ræddi við starfsmann þar sem leysti greiðlega úr flestum spurningum mín- um, en bað mig um að senda sér nokkrar af spurningunum í netbréfi þar sem hún þyrfti að leita að svörum við þeim þannig að ég fengi réttar upplýs- ingar. Stuttu seinna fékk ég svörin sem hjálpuðu mér mikið og er nú öllu fróðari og öruggari með stöðu mína. Ég segi nú bara húrra fyrir Norrænu ráðherra- nefndinni sem ég hef ekki orðið svo vör við, að sé að þjónusta okkur almenna borgara fyrr, húrra fyrir Norræna félaginu að taka að sér að sjá um svona þjónustu og ekki síst húrra fyrir þessum frábæra starfsmanni sem ég talaði við hjá þeim sem var svo einstaklega elskuleg og ljúf og ótrúlega vel inni í þessu mikla skriffinnskukerfi sem maður er nú svosem misánægður með. Það er greinilega alltaf eitthvað til sem kemur manni ánægjulega á óvart. Með bestu þökkum fyrir mig. María Jónsdóttir, Malmö. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í Leikskólanum Sæborgu í vesturbænum. LÁRÉTT 1 peningaupphæð, 4 vextir, 7 írafár, 8 mettar, 9 söngrödd, 11 bragð, 13 fjarski, 14 nói, 15 asi, 17 biblíunafn, 20 bók- stafur, 22 púði, 23 gufa, 24 hlaupa, 25 ránfuglinn. LÓÐRÉTT 1 dýr, 2 hárflóki, 3 tóma, 4 skorið, 5 afkomandi, 6 ákveð, 10 höndin, 12 þvaður, 13 leyfi, 15 hestur, 16 ávöxtur, 18 búa til, 19 húsdýrið, 20 una, 21 læra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skynsemin, 8 tólið, 9 gamla, 10 jór, 11 grafa, 13 afrek, 15 pláss, 18 slóði, 21 tík, 22 plagi, 23 álkan, 24 slagharpa. Lóðrétt: 2 kólga, 3 niðja, 4 eigra, 5 ilmur, 6 stag, 7 rask, 12 fis, 14 fól, 15 pípa, 16 áfall, 17 sting, 18 skána, 19 ósköp, 20 inna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.