Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Sprengjuárás á bílalest Kúrda fyrir mistök  „Meira en hálft ár í valdaskipti“ 14 STOFNAÐ 1913 95. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is HERSVEITIR Bandaríkjamanna og Íraka háðu í gær mjög harða bar- daga í úthverfum Bagdad. Talsmenn herstjórnar bandamanna segja að þúsundir íraskra hermanna hafi fall- ið eða særst þar síðustu daga. Frétt- ir bárust af því að fjöldi óbreyttra borgara hefði einnig fallið. Banda- ríkjamenn kváðust í gær hafa lokið við að umkringja Bagdad og í suðri hélt breskur liðsafli inn í Basra, næststærstu borg Íraks. Hermdu fréttir að almenningur þar hefði fagnað komu bresku hersveitanna. Gavin Hewitt, fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi í gær frá því að hann hefði séð fjölmarga sundurtætta brynvagna Íraka í út- hverfi í vesturhluta Bagdad. Lík fall- inna íraskra hermanna lágu í ná- munda við brennandi skriðdreka. Hewitt, sem er í för með bandaríska herliðinu sem sækir inn í Bagdad, kvaðst einnig hafa séð brennandi bif- reiðar og lík óbreyttra borgara sem sýnilega hefðu fallið í átökunum er þeir reyndu að flýja höfuðborgina. Fréttir af mannfalli voru óljósar en talsmenn herstjórnar banda- manna sögðust telja að tvö til þrjú þúsund íraskir hermenn hefðu fallið eða særst í bardögum í gær og á laugardag þegar brynsveit Banda- ríkjamanna hélt inn í borgina. Bandaríkjamenn kváðust í gær hafa treyst stöðu sína í úthverfunum. Uppgjöf er þó fjarri Írökum ef marka má yfirlýsingar þeirra í gær. Myndir af Saddam Hussein forseta á fundi með ráðgjöfum sínum voru sýndar í sjónvarpi. Forsetinn var brosandi og reykti vindil. Upplýs- ingaráðherra hans fullyrti að yfirlýs- ingar bandamanna væru lygar og áróður. Hann lýsti yfir því að Írakar réðu enn alþjóðaflugvelli Bagdad sem bandamenn segjast hafa náð á sitt vald. Hermt var að fyrsta banda- ríska flutningavélin hefði lent á flug- vellinum í gær en áður hafði íraski upplýsingaráðherrann sagt Íraka hafa hrundið áhlaupi Bandaríkja- manna á völlinn og fellt 50 menn úr liði óvinarins. Hundruð falla í Karbala Breskir hermenn gerðu sprengju- árás á höfuðstöðvar íraska stjórnar- flokksins í Basra og þúsundir her- manna og hundruð brynvagna og skriðdreka réðust inn í borgina, að sögn BBC. A.m.k. þrír breskir her- menn féllu. Þá voru 400 íraskir her- menn sagðir hafa fallið í hörðum átökum um borgina Karbala. Mikið mannfall í úthverfum Bagdad  Breskt herlið heldur inn í Basra-borg  Bandaríkja- menn kveðast hafa umkringt höfuðborgina Reuters Breskur bryndreki í Basra þegar breskur herafli réðst inn í borgina í gær eftir hálfs mánaðar umsátur og skærur. Reuters Írakar fella styttu af Saddam Hussein í borginni Karbala, suður af Bagdad. EKKI hefur tekist að finna lækningu við nýju sjúkdómsafbrigði, heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, HABL, sem nýlega kom upp í Kína. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið 94 menn í allmörgum löndum til bana. Liðlega 2.700 manns hafa nú fengið sjúkdóminn en að jafnaði deyja um 4% þeirra sem smitast, hinir ná sér á um það bil viku. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn berst milli fólks og heldur ekki hvers kyns veiran er. Rannsóknir benda til að í henni séu m.a. erfðaefni úr kynsjúk- dómnum klamydíu. Gæti það bent til þess að um samruna ólíkra sjúkdóms- veira sé að ræða. Skýrt var frá því í gær að níu Kan- adamenn hefðu þegar látist en flest eru fórnarlömbin í Guangdong-héraði í Kína, 51. Starfsmaður Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO), Finninn Pekka Aro, lést í gær úr sjúkdómnum í Peking. Sjúkdómurinn hefur dregið mjög úr umsvifum í ferðaþjónustu og flugi og eru efnahagsleg áhrif hans því þegar orðin mikil. Reuters Fórnar- lömbum fjölgar Hong Kong. AFP. Konur í Hong Kong með andlits- grímur til að verjast HABL-smiti. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að talið væri að 966 óbreyttir borgarar hefðu verið myrtir í árásum á um það bil fimmtán þorp í norðausturhluta Lýðveldisins Kongó sl. fimmtudag. Fjöldamorðin voru framin í Ituri-héraði þar sem blóðug átök hafa geisað milli tveggja ætt- bálka. Hermenn frá Úganda hafa einnig barist þar við uppreisnarmenn í stríði sem staðið hefur í fjögur og hálft ár. Ekki var ljóst í gær hverjir frömdu morðin, en sjónarvottar sögðu fulltrú- um SÞ að nokkrir árásarmannanna hefðu verið í herbúningum og aðrir í borgaralegum klæðnaði. Fulltrúar SÞ fundu um 20 fjöldagrafir. Leiðtogi uppreisnarhreyfingar, sem barist hefur við hermenn frá Úg- anda, sagði þá hafa tekið þátt í fjölda- morðunum en talsmaður úgandíska hersins neitaði því. Átökin milli ættbálkanna hófust vegna deilu um jarðnæði og hafa kost- að yfir 50.000 manns lífið, auk þess sem um hálf milljón manna hefur flosnað upp. Fjöldamorð í Kongó Nairobi. AP. STJÓRNVÖLD í Írak lýstu í gær yfir banni við ferðum til og frá Bagdad frá sólarlagi til sól- arupprásar í dag, mánudag, en þúsundir manna hafa flúið borgina síðustu daga af ótta við götu- bardaga. Enn voru verslanir opnar sums staðar í eldri hverfunum austan við Tígris. Þar eru íbúar ekki í jafn mikilli snertingu við átökin þótt allir heyri sprengjuhávaðann. Og fátt er vitað um líð- an fólks í fátækrahverfum eins og Saddam City en þar búa einkum shía-múslímar. Í fréttum CNN kemur fram að Alþjóðaheil- brigðisstofnunin, WHO, hafi áhyggjur af mann- falli óbreyttra borgara, erfiðleikum við að koma hjálp til veikra og særðra og skorti á hreinu drykkjarvatni. Talsmenn WHO segja að raf- magnsleysi í Bagdad valdi því að vatnsdælukerfi virki ekki í sumum hverfum og í suðurhluta Íraks skorti allt að 1,5 milljónir manna góðan að- gang að vatni. Hitastig í Bagdad fer nú upp í 35 stig á Celsíus yfir daginn. „Þegar hiti hækkar í Írak er næstum því óhjákvæmilegt að skortur á hreinu vatni valdi faraldri niðurgangspestar og öðrum heilsufarsvanda,“ segir í skýrslu WHO. Á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera segir að fulltrúar sjúkrahúsa í Bagdad hafi skýrt frá stöðugum straumi særðra er barst þangað í gær, um 100 manns á klukkustund. Birgðir af lyfjum og öðrum gögnum væru að minnka en rafmagn fengist enn frá vararafstöðvum. Hætta á faraldri sjúkdóma í Írak Vaxandi skortur á drykkjarvatni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.