Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 23 Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÉTURSSON, frá Vakursstöðum, Vopnafirði, lést föstudaginn 4. apríl í Sundabúð Vopna- firði. Sigurður Þór Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, Elísabet S. Ólafsdóttir, Eva Hrönn og Stefán Óli. svo að taka mér göngu til að velta þessu fyrir mér. Þegar ég var ný- lagður af stað hringdi pabbi og sagði mér tíðindin og ég brotnaði gersamlega. Mér var farið að verða þetta ljósara og ljósara en reyndi svo allt sem ég gat til að láta þetta ekki eyðileggja ferðina. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim daginn eftir var að heim- sækja fólkið þitt. Þetta var enginn vafi, það var komið að því að frétt um slys tengdist mér. Ekki nóg með það að þú, Svenni, hafir verið frábær nágranni, heldur varstu ein- hver skemmtilegasti fjölskylduvinur okkar að mínu mati. Ef maður á að lýsa þér í fáum orðum er það á þennan veg; frábær ævintýrakarl með matarlystina og húmorinn í góðu lagi. Þær stundir sem ég átti með þér, hvort sem þær voru hér í götunni eða í Ranaskógi eða bara hvar sem er, gera mig svo stoltan að hafa þekkt þig og þína frábæru fjölskyldu. Einu erjurnar milli okk- ar sem nágranna voru að sjálfsögðu með okkar magnaða húmor í fyr- irrúmi. Það er mér ógleymanlegt þegar þið hjónin komuð glottandi yfir götuna og sögðuð okkur að þið væruð búin að kaupa ykkur upp- þvottavél, því það væri ógerlegt að vaska upp þegar húsið okkar blikk- aði allt og ljómaði og þið fengjuð of- birtu í augun hver einustu jól. Mér finnst oft svo sjálfsagt að eiga góða að, en það er það ekki. Maður veit líka ekki hvað maður átti góðan að eins og þig fyrr en maður hefur misst þig. Ég er búinn að reyna allt sem ég get til að hlaupa undir bagga með þeim ná- grönnum sem þú skilur eftir til að auðvelda þeim erfiðar stundir og ég mun gera það áfram því að ég veit að þú og þín fjölskylda hefðuð gert það fyrir mig! Þú reyndist mér allt- af vel og ég efast ekki um að fjöl- skylda þín mun gera það áfram. Ég mun minnast þín alla mína ævi. Lifi minning þín. Þinn nágranni, Daníel Geir Hjörvarsson. Fallinn er nú frá mætur maður í blóma lífsins. Maður sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast. Kynni okkar Sveins hófust þegar hann keypti rekstur Bíla- verkstæðis Síldarvinnslunnar í jan- úar 1993 og hóf eigin rekstur. Þó að kynni okkar hafi aðeins varað í rúm tíu ár er ljóst og ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að traustari við- skiptamann sé ekki hægt að kjósa sér. Betri sendiherra fyrir fyrirtæki mitt á Austurlandi gat ég ekki hugsað mér og skipti þá engu hvort um var að ræða málningarvörur eða aðrar vörur frá fyrirtæki mínu. Eins og alltaf gerist þurftum við Sveinn að leysa ýmis mál sem upp komu í daglegun rekstri fyrirtækja okkar en þegar þau mál höfðu einu sinni verið rædd og komist var að samkomulagi þurfti aldrei að nefna þau aftur. Þannig var Sveinn Magn- ússon, orð stóðu eins og stafur á bók. Það vekur nú hlýjar tilfinningar að hugsa til þess að fyrst er við hittumst höfðum við átt viðskipti í nokkurn tíma og oft talast við í síma. Við vorum báðir staddir með fjölskyldu okkar í sumarfríi á sólar- strönd. Við höfðum kastað kveðju hvor á annan án þess að vita deili hvor á öðrum þar til einn morgun að Sveinn birtist í bol merktum fyr- irtæki mínu; mér til óblandinnar ánægju að uppgötva hvaða heiðurs- maður þar væri á ferð. Annað atriði sem kemur upp í huga minn þegar komið er að óvæntum leiðarlokum er að ég, ásamt samstarfsmanni mínum,hafði verið á leiðinni austur á Neskaupstað til þess m.a. að heimsækja fyrirtæki Sveins vegna breytinga sem áttu sér stað fyrir nokkru, en ferðinni hins vegar verið frestað nokkrum sinnum vegna lít- ilvægra orsaka. Slíkum ákvörðunum verður hins vegar betur fylgt eftir framvegis. Að endingu votta ég eiginkonu, sonum, móður og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. F. h. eigenda og starfsfólks Gísla Jónssonar ehf. Karl Jónsson. ✝ Søren Staunsag-er Larsen fædd- ist í Kaupmanna- höfn 4. ágúst 1946. Hann lést af slysför- um 28. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Willy Staunsager Larsen, f. 1913, d. 1986, og Esther Marie Lar- sen, f. 1915, d. 1998. Bróðir Sørens er Jens, f. 15. október 1942. Hinn 7. september 1988 kvæntist Søren Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur, f. 10. janúar 1952. Áður átti Søren tvo syni, Martin, f. 7. apríl 1973, og Anders, f. 17. mars 1975. Sig- rún á eina dóttur, Lóu Katrínu Pálsdóttur Biering, f. 20. júlí 1972, sambýlismaður hennar er Ingólfur Níelsson, f. 10. nóvem- ber 1964 og sonur þeirra er Sigurpáll Søren, f. 27. mars 2003. Søren stundaði nám í Kunsthånd- værkerskolen í Kaupmannahöfn frá 1967–1971. Hann var kennari við Skolen for Brugsk- unst í Kaupmanna- höfn frá 1971–1980. Árið 1980 fluttist hann til Íslands ásamt Sigrúnu og varð umsjónarkenn- ari keramikdeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands til 1984. Sigrún og Søren hafa rekið gler- blástursverkstæðið Gler í Berg- vík frá því 1982. Útför Sørens fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Einn af frumkvöðlum glerlistar á Íslandi, Søren Staunsager Larsen, lést af slysförum hinn 28. mars síð- astliðinn. Hans er djúpt saknað og mikill skaði að ótímabærum dauða þessa athafnasama glerlistarmanns. Søren fluttist til landsins með fyrrverandi nemanda sínum og nýút- skrifuðum glerlistarmanni, Sigrúnu Ó. Einarsdóttur. Sigrún og Søren voru ekkert að velkjast í vafa um hvað þau ætluðu að taka sér fyrir hendur þegar þau komu. Það var ráðist í að festa kaup á gömlum fjár- húsum á Kjalarnesi og þau gerð upp, glerofn byggður og tæki keypt. Þetta tók á og með botnlausu striti og dæmalausri vinnugleði kom ár- angurinn smátt og smátt í ljós. Nytjahlutir og skúlptúrar frá Gler í Bergvík prýða heimili víða á Íslandi og eru til sýnis á opinberum stofn- unum og söfnum víða um heim. Það þurfti stóran hug og mikinn kjark til þess að ráðast í það verkefni sem þau hjónin tóku sér fyrir hendur fyrir rúmum 20 árum. Søren tók allt- af stór skref og fór alla leið í því sem hann byrjaði á. Það voru ekki miklar málamiðlanir í því sem voru hans hjartans mál. Eitt af þeim málum var handverkið, kennsla þess, gæði þess og gildi. Hann áleit að hjartalag hverrar þjóðar endurspeglaðist í handverkinu og vildi auka skilning fólks á tungumáli efnisins. Honum fannst landinn ekki vera nógu vak- andi á verðinum á þessu sviði og hafði áhyggjur af máttlausri kennslu í handverki og að það sem áunnist hefði myndi glatast á komandi árum, ef ekkert yrði að gert. Verk Sørens eru hrein og tær með agað handbragð, þau endurspegluðu hans heila hjarta og skýru hugsun, þar sem gerandinn er eitt með verki sínu, einn með almættinu. Kristín Ísleifsdóttir. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megı́ei saka. (Einar Ben.) Stöðugt erum við minnt á fallvalt- leika lífsins og hvernig allt getur í einni svipan breyst og gleði snúist í sorg. Þannig er þegar fréttir berast af hræðilegu slysi, sem snertir góða vini. Þegar ég sest niður til að skrifa þessar línur blinda tárin sýn og hug- urinn er hjá Sigrúnu og börnunum hennar og Sörens. Ég leyfi mér að segja „börnunum“ þó ég viti að þau séu löngu fullorðin, en verða þau ekki alltaf börnin manns hversu gömul sem þau verða? Ég kynntist Sigrúnu og Sören í jóga. Þau geisluðu af lífi og fjöri og á sama tíma ákveðni í að kynnast þess- um lífsstíl betur. Þau ástunduðu og ræktuðu þessa lífssýn af gleði og hamingju og fundu í henni ánægju og lífsfyllingu. Fyrir hver jól boðuðu Sigrún og Sören alla vini og velunnara upp á Kjalarnes í Bergvík. Þau leyfðu okk- ur að fylgjast með sér við vinnu sína við að blása gler. Það var glatt á hjalla og mikið fjör og færri komust að en vildu. Þetta voru minnisstæðar ánægju- og gleðistundir. Það er því mikill missir þegar svo gefandi einstaklingar eins og Sören eru burtu kallaðir. Mestur er þó missir eiginkonu og fjölskyldunnar. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæran vin og bið góðan Guð að styrkja Sigrúnu og alla aðstand- endur. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittust þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ingibjörg Sigurjónsdóttir (Ykkar Inga-Yogi). SØREN STAUNSAG- ER LARSEN Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku Sigrún, Lóa, Matti og And- ers. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstundu. Jessica, Svava, Dagbjört, Arndís, Sigurbjörg og Lúðvík. HINSTA KVEÐJA ✝ Jón Olgeirssonfæddist í Grimsby í Englandi hinn 8. janúar 1945. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu hinn 28. mars síðastliðinn. Jón var einkabarn hjónanna Þórarins Olgeirsson- ar, f. 1. október 1883, d. 5. ágúst 1969, og Nönnu (Guðrúnar Kristjönu) Olgeirs- son, f. 8. nóvember 1909, d. 6. apríl 1989. Hálfsystkini Jóns samfeðra voru Thor (f. 1916), Nancy (f. 1920) og Einar (f. 1926) en Nancy lifir bræður sína þrjá. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni Rosemary Olgeirsson (fædd Bacon, 1946) árið 1970 og eign- uðust þau tvær dætur Rachel Lucy (f. 1971), gift Simon Smith, og um fiski, aðallega frá íslenskum fiskiskipum og fiskútflytjendum og þjónustu við þá aðila. Fylkir LTD rak hann í liðlega 30 ár eða til ársins 1999 er hann breytti um starfsumhverfi, er þau hjónin tóku að sér rekstur á elli- og þjónustu- heimili, fyrst í Wiltshire og síðar á Aynhoe Park í Oxfordshire, þar sem hann lést. Jón var vararæðismaður Ís- lands í Grimsby 1972–1975 og að- alræðismaður 1975–1999 er hann flutti þaðan. Jón var sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu árið 1992, fyr- ir störf sín í þágu Íslands og Ís- lendinga. Meðal annars vann hann ómetanlegt starf í þágu Íslands og Íslendinga við útfærslu landhelg- innar í 200 mílur, er hann var stjórnvöldum innan handar í sam- skiptum þeirra við bresk stjórn- völd. Bálför Jóns verður gerð frá St. Michaeĺs Church, Aynho, í dag og hefst athöfnin klukkan 14.45. Jarðsetning og minningarathöfn um hann, fyrir vini og vanda- menn, fer fram miðvikudaginn 16. apríl og hefst klukkan 12.30 í St. James’s Church í Grimsby. Cathy (Catherine Louise, f. 1973). Þórarinn faðir Jóns átti og rak umboðs- fyrirtækið Rinovia Company í Grimsby sem sá um umboðs- sölu á ferskum fiski, aðallega frá Íslandi, inn á breska markað- inn. Jón ólst upp í Grimsby og gekk þar í St. Martińs Prep School og síðar í Ranby House School and Workshop Coll- ege. Að lokinni skóla- göngu lá leið Jóns inn í atvinnu- umhverfi föður síns er hann hóf störf hjá „The Ross Group“ á Ný- fundnalandi og síðar hjá „Boston Deep Sea“. Jón stofnsetti og rak umboðs– og þjónustufyrirtækið Fylkir LTD í Grimsby sem sá um sölu á fersk- Í dag fer fram í Aynho Park í Ox- fordshire á Englandi bálför Jóns Ol- geirssonar, fyrrverandi aðalræðis- manns Íslands og umboðsmanns fiskiskipa í Grimsby. Jón varð bráð- kvaddur á heimili sínu langt um aldur fram föstudagsmorguninn 28. mars sl. Með honum er genginn einn heið- arlegasti, best gerði og ljúfasti mað- ur, sem við höfum nokkru sinni kynnst. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman upp úr 1973, þegar endurnýjun skut- togaraflotans var í algleymingi. Ég vann þá hjá föður mínum í Asíufélag- inu hf., síðar Asíaco hf., sem var þjón- ustufyrirtæki við sjávarútveginn, sérstaklega í veiðarfærum. Það kom í minn hlut að vinna að uppbyggingu þjónustu við togaraflotann og var lit- ið til Bretlands til þess að nálgast framleiðendur á hinum ýmsu vörum til útgerðar. Leitað var til Jóns um ráð og ekki stóð á honum. Hann hjálpaði okkur ekki bara af stað, heldur ferðaðist hann með mér oft í gegnum árin þvers og kruss um land- ið til þess að leita að og kynnast hin- um ýmsu framleiðendum, þetta þrátt fyrir að hann hefði lítinn eða engan hag af því sjálfur. Þegar Jón var með voru þetta alltaf hinar skemmtileg- ustu ferðir því Jón var vel máli far- inn, heimsmaður, húmoristi og alltaf kátur og sá jákvæðu hliðarnar á mál- unum. Jón og Rosemary og við öll urðum strax mjög náin. Fljótlega var hætt að líta á okkur foreldra mína eða Gyðu konu mína og mig sem venju- lega vini, heldur miklu fremur sem fjölskyldumeðlimi. Þegar Rachel og Cathy voru litlar áttu þær erfitt með að bera fram nafnið mitt og kölluðu mig því „Uncle Curtains“, en frændi hlaut ég að vera og hef verið alla tíð síðan. Gestrisni þeirra Jóns og Rose- mary var einstök, við vorum alltaf velkomin og áttum helst að gista hjá þeim. Rosemary er gourmet-kokkur og Jón alltaf til í allt og entust sumir sunnudagshádegisverðir gjarnan fram á kvöld. Við hittumst eins oft og hægt var og töluðum saman í síma þar á milli. Jón vildi oft hafa mig með sér í alls kyns erindum, ef því varð við komið. Væri ég á ferðalagi einhvers staðar nálægt kallaði hann mig til þess að vera með sér, t.d. við rétt- arhöld, ef hann var að hjálpa ein- hverjum landanum þar, eða að fara á fund með sér í pressuklúbbinn í London til þess að tala máli Íslend- inga í þorskastríðunum. Þegar Krist- ján Eldjárn forseti veitti Jóni Fálka- orðuna krafðist hann þess að við pabbi færum með sér. Við Jón veidd- um lax, fórum á stúkufundi saman, ferðuðumst í frí suður í Evrópu og síðast hittumst við í ágúst í fyrra þeg- ar við Gyða nutum þess að vera með honum og fjölskyldunni þegar Rac- hel gifti sig. Jón mátti aldrei neitt aumt sjá og vildi ætíð hjálpa ef hann gat. Per- sónulegt dæmi af gæskunni er að þegar við Gyða fluttumst til Man- chester til starfsþjálfunar hjá McDonald’s þá vorum við bíllaus um sinn. Þegar Jón heyrði þetta lét hann, að sjálfsögðu óumbeðinn, í snarkasti keyra bíl þvert yfir landið til okkar og sagði að við mættum hafa hann eins og okkur lysti. Annað dæmi frá Man- chester-tímanum er þegar Gyða var að spjalla við Rosemary í símanum að hún fengi ekki nógu góðan fisk á svæðinu, þá var hún samstundis boð- in yfir með drengjunum okkar, gisti hjá þeim og bíllinn var fylltur af góð- gæti. Þegar maður flettir gömlum skeyt- um, kortum og bréfum frá þeim hjón- um kemur í ljós að kveðju- eða loka- orðin eru gjarnan þau sömu eða: „All our love. Hope to see you before too long again. Take care. Lots of love. Jón minn og Rosemary.“ Þetta lýsir þeim vel. Foreldrar mínir, Kjartan R. Jó- hannsson og Anna Jóna Ingimars- dóttir, og við Gyða og synir söknum og syrgjum Jón mikið. Við biðjum Guð að leiða Jón á þeirri vegferð, sem hann hefur hafið, og að vernda elsku Rosemary, Cathy, Rachel og Simon. Hafðu þakkir fyrir allt og allt, kæri Jón minn. Blessuð sé minning þín. Ætíð og að eilífu. F.h. okkar allra. Þinn einlægur Kjartan Örn Kjartansson. JÓN OLGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.