Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNFALL Í BAGDAD Harðir bardagar geisuðu í gær milli bandarískra og íraskra her- sveita í úthverfum Bagdad og her- stjórn bandamanna sagði að þús- undir íraskra hermanna hefðu fallið eða særst þar síðustu daga. Fregnir hermdu að fjöldi óbreyttra borgara hefði einnig látið lífið. Breskur her- afli hélt inn í Basra, næst stærstu borg Íraks, og fregnir hermdu að 400 íraskir hermenn hefðu fallið í hörðum bardögum í borginni Karb- ala síðustu tvo daga. Fjöldamorð í Kongó Rannsóknarmenn Sameinuðu þjóðanna telja að nær þúsund óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í árásum á um fimmtán þorp í norð- austurhluta Lýðveldisins Kongó á fimmtudag. Ekki var ljóst í gær hverjir frömdu fjöldamorðin. Samkomulag við Impregilo Verktakafyrirtækið Arnarfell hef- ur náð samkomulagi við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um að það annist undirbúningsfram- kvæmdir við göng og stíflu við Kára- hnjúkavirkjun. Fyrirtækið hefur hafið vinnu við verkið en það snýst um að grafa fyrir hjágöngum fyrir Jöklu. Beygjur yfir hættumörkum Alls eru 30 beygjur á hringveg- inum yfir hættumörkum, þar af sex stórhættulegar, skv. mælingum sem unnar voru með nýrri tækni með stuðningi Rannsóknarráðs umferð- aröryggismála. Í skýrslu um rann- sóknina er vakin athygli á að hættu- legar beygjur séu oft illa merktar eða hreinlega ómerktar. Hald lagt á fíkniefni Lögreglan á Snæfellsnesi lagði hald á nokkurt magn fíkniefna um helgina í samstarfi við lögregluna í Hafnarfirði. Málið telst að fullu upp- lýst. Fyrsta stjórnarskráin Danski forsætisráðherrann, And- ers Fogh Rasmussen, er vænt- anlegur í opinbera heimsókn hingað til lands á miðvikudag. Auk þess að ræða við forsætisráðherra mun hann afhenda Íslendingum fyrstu stjórn- arskrá Íslands frá árinu 1874. Danir samþykktu nýverið að hún skyldi varðveitt hér á landi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 26/27 Viðskipti 11/13 Dagbók 28/29 Erlent 12/13 Leikhús 30 Listir 15/16 Fólk 30/33 Umræðan 16/17 Bíó 30/33 Forystugrein 18 Ljósvakar 34 Minningar 20/24 Veður 35 * * * ÓVÍST er hvort draga muni til tíðinda á fundi í dag vegna viðræðna Evrópu- sambandsins og Íslands, Noregs og Liechtenstein um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segir að ef mál- ið skýrist ekki í vikunni gætu viðræð- urnar dregist fram eftir árinu. „Það er verið að ná niðurstöðu í málinu en það liggur ekkert nýtt fyrir um það. Við höfum hreyft okkur í fjár- framlögunum og boðist til að greiða meira en við höfum greitt á grundvelli samningsins um Evrópska efnahags- svæðið. En það er síðan háð því að við fáum viðunandi lausn í tollamálunum. Enn sem komið er teljum við það sem hefur komið fram ófullnægjandi. Þannig stendur málið,“ sagði Halldór. Reyna átti til þrautar með óform- legum þreifingum að ná málamiðlun yfir helgina. Halldór sagði í samtali í gærkvöldi að á fundinum í dag gæti málið skýrst eitthvað. „Ef það skýrist ekki í vikunni, getur þetta dregist fram eftir árinu. Ef þetta á að liggja fyrir fyrir fundinn í Aþenu, þá þarf þetta að skýrast núna í vikunni,“ sagði Halldór. Fulltrúar EFTA-landanna munu líklega hitta fulltrúa framkvæmda- stjórnar ESB árdegis og gæti sá fundur ráðið úrslitum um hvort fram- kvæmdastjórnin leggur fram uppkast að lausn málsins fyrir fund í svo- nefndum EFTA-hópi aðildarþjóða ESB. Haft er eftir Bjørn T. Gryde- land, sem fer fyrir norsku viðræðu- nefndinni, að helmingslíkur séu á að málið leysist. Utanríkisráðherra um ESB-viðræður Gætu dregist mjög ef ekki skýrist í vikunni SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir það augljóst að breyta þurfi fuglaverndarlögum til að vernda varp arnarins enda sé hann friðaður og lögin verði að end- urspegla það. Fuglaverndarfélag Íslands hefur skorað á ráðherra að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja verndun varpstaða arn- arins með útgáfu bráðabirgðalaga. Áskorunin kemur í kjölfar þess að maður var sýknaður í Hæsta- rétti í síðustu viku fyrir að raska hreiðurstað arna í Miðhúsaeyjum 2001 og 2001. Hann hafði áður ver- ið sakfelldur fyrir sömu sakir í Héraðsdómi Vestfjarða. Ráðherra segir að dómur Hæstaréttar hafi komið sér á óvart og að Hæstiréttur skuli telja lögin óljós. Hún segir það alger- lega óviðunandi að fólk hefti og eyðileggi varp arnarins og ráðu- neytið muni ganga í það að und- irbúa lagasetningu svo lögin haldi eins og til var ætlast. Maðurinn var sakfelldur í Hér- aðsdómi Vestfjarða í fyrrasumar fyrir að raska hreiðurstað arna í hólmanum Arnarstapa í Miðhúsa- eyjum á árunum 2000 og 2001. Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé ljóst hvort sá staður sem örn kynni að verpa á, gæti fallið undir „lífsvæði dýra“ í ákvæðinu sem maðurinn sætti ákæru fyrir. Í ályktun Fugla- verndarfélagsins segir að 80 ár séu liðin frá því að Íslendingar friðuðu örninn alveg, fyrstir þjóða. Félagið treysti því að ráðherra sjái til þess að ríkisvaldið geri verndun arn- arins að forgangsverkefni í nátt- úruvernd á afmælisárinu. Skora á ráðherra að vernda arnarvarpið Ráðherra segir ljóst að breyta þurfi lögum TIL hópslagsmála kom áHornafirði aðfaranótt sunnu- dags. Hópur ungmenna réðst að fimm mönnum sem allir eru skipverjar á aðkomubáti. Að sögn lögreglu voru skip- verjarnir á kaffihúsi í bænum þegar ungmennin byrjuðu að ónáða þá. Þeir ákváðu þá að yfir- gefa staðinn og halda til skips. Utan við kaffihúsið var nokkur hópur ungmenna og virtist sem múgæsing hefði gripið um sig. Skipverjarnir hringdu á lög- reglu sem kom og tvístraði hópnum. Þegar skipverjarnir komu niður á bryggju birtist ungmennahópurinn aftur og réðst á þá. Lögreglan kom þá aftur á vettvang og þurfti hún að hafa bein afskipti af slagsmálun- um sem stóðu í um 25 mínútur. Múgsefjun að sögn lögreglu Lögreglan á Höfn segir að um múgsefjun hafi verið að ræða og hafi 20 til 25 manna hópur á aldrinum 16 til 22 ára tekið virk- an þátt í slagsmálunum. Mun fleiri hafi þó verið viðstaddir og það hafi æst óróaseggina til muna og þeir hafi beitt grófum fantabrögðum. Einn skipverj- anna hlaut sjáanlega áverka í slagsmálunum og íhugar að leggja fram kæru. Mikið annríki var alla helgina hjá lögreglunni á Höfn og mikil ölvun í bænum. Aðfaranótt laug- ardags var brotist inn í sölu- skála Olís og íþróttahúsið. Ekki er vitað hvort sömu þjófarnir voru á ferð. Nokkru af tóbaki og 12 þúsund krónum var stolið í söluskálanum en engu úr íþróttahúsinu. Þjófarnir reyndu að komast inn í Heppuskóla sem er sambyggður en komust ekki gegn um öryggisgler. Annasamt á Höfn Ungmenni réðust að áhöfn að- komubáts Hornafirði. Morgunblaðið. VEIÐIFERÐ Garðeyjar SF á laugardag var stutt og aflinn óvenjulegur. Skipið kom að landi um há- degisbil með hnúfubak sem flækst hafði í netunum. Oftast er hægt að sleppa hvölum sem lenda í veiðarfærum en þessi hnúfubakur var rækilega flæktur í netunum og mjög af honum dregið. Því var ákveðið að fara með hvalinn í land enda skylda að koma með allan meðafla að landi, eins og skipstjórinn orðaði það. Hvalurinn var ellefu metra langur og því frekar smár, en hnúfubakar eru að jafnaði 12–19 m á lengd og vega 25–48 tonn. Morgunblaðið/Sigurður Mar Fengu hnúfubak í nótina NOKKRAR skemmdir urðu á fólks- bíl sem fjórir piltar, 16–20 ára, tóku traustataki á Húsavík í gærmorgun og óku utan í kantsteina og grasbörð innanbæjar. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru það eftirtektarsamir nágrannar sem létu lögreglu vita af skringilegu aksturlagi þeirra. Skemmdir urðu einkum á hjólabúnaði bílsins sem er óökufær. Stálu bíl og skemmdu 2003  MÁNUDAGUR 7. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞRÓTTUR MEISTARI Í BLAKI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ / B12 Morgunblaðið/Golli Broddi Kristjánsson bætti enn einum Íslandsmeistaratitli í safn sitt í gær og eru titlarnir nú alls 41 á 25 ára ferli hans í íþróttinni. BRODDI Kristjánsson landaði enn einum Íslandsmeistaratitli sínum í badminton er hann sigraði í tvíliða- leik ásamt Helga Jóhannessyni. Þeir félagar eru í TBR og lögðu þeir Svein Sölvason og Tryggva Nielsen 15/7, 10/15, 15/3. Sveinn og Tryggvi áttu titil að verja en sáu á eftir honum í hendur Brodda og Helga. Broddi sem jafnframt er lands- liðsþjálfari sagði að mótið hefði verið jafnt og spennandi. „Ég er löngu hættur að telja hve oft ég hef fagnað Íslandsmeistaratitli en því var hvíslað að mér að þessi titill væri númer 41 og að ég hefði unnið tvíliðaleikinn í 18 skipti,“ sagði Broddi og var ekki viss um hvort hann myndi mæta til leiks á næsta ári. „Maður veit aldrei og ég hef verið spurður svo oft að þessu und- anfarin ár að það er best að segja sem minnst,“ sagði Broddi sem verður 43 ára gamall seint á þessu ári. Þess má geta að Broddi ákvað að verja ekki titil sinn í einliða- leiknum sem hann landaði fyrir ári. „Ég fer kannski út að borða í tilefni dagsins,“ sagði Broddi sem tók þátt í fyrsta Íslandsmóti sínu árið 1978. „Ég man vel eftir þeim leik þar sem ég tapaði gegn Herði Ragn- arssyni frá Akranesi og líkast til hefur það hert mig í framhaldinu,“ bætti Broddi við en þess má geta að dóttir Harðar er Drífa sem lét mik- ið að sér kveða á Íslandsmótinu. „Er hættur að telja“ Árni var nýkominnheim frá Stavanger en þar þreyttu norsku meistararnir lokapróf sitt fyrir deildakeppnina sem hefst um næstu helgi og sigruðu Viking, 5:0. Árni Gautur sat sem fastast á bekknum og sá Espen Johnsen standa sig ágæt- lega á milli stanganna hjá Rosenborg sem á í höggi við Vålerenga í fyrstu umferðinni næstkomandi laugardag. „Það er lítið sem ég gert gert nema að reyna að vinna mig inn í liðið sem allra fyrst,“ sagði Árni Gautur en eins og fram hefur kom- ið er líklegt að hann yfirgefi Rosen- borg á þessu ári en Árni hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það er verið að vinna í því að ég rói á önnur mið og vonandi kemur eitthvað spenn- andi upp á borðið í sum- ar. Mig langar að reyna fyrir mér annars staðar og umboðsmaður minn er með allar klær úti og er að þreifa fyrir sér um hvaða félög eru að leita að mark- vörðum.“ Árni Gautur hefur orðið meistari með Rosenborg síðustu fimm árin og undanfarin þrjú tímabil hefur hann verið einn albesti leikmaður liðsins. Árni Gautur úti í kuldanum „ÞAÐ lítur allt út fyrir það að ég sitji á tréverkinu og það verði mitt nýja hlutskipti hjá liðinu í upphafi mótsins,“ sagði landsliðs- markvörðurinn Árni Gautur Arason hjá Rosenborg í samtali við Morgunblaðið í gær. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS MARGRÉT Ólafsdóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Kol- botn á dögunum en eins og Morg- unblaðið greindi frá í síðustu viku þá gerði KR-ingurinn Ásthildur Helgadóttir slíkt hið sama. Margrét var reyndar með fleiri tilboð uppi á borðinu því kínverska liðið Bejing sóttist eftir kröftum hennar en Margrét svaraði tilboð- inu neitandi en hún ákvað í vetur að leggja knattspyrnuskóna á hill- una. Margrét hafnaði boði frá Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.