Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 C 7 Framhaldsskólinn á Laugum www.laugar.is Sími 464 6300, bréfsími 464 3163, netfang: laugar@laugar.is Lausar kennarastöð- ur Við Framhaldsskólann á Laugum vantar kennara fyrir skólaárið 2003—2004 í dönsku, raungreinum, félagsgreinum og íslensku. Um- sækjendur skulu hafa kennsluréttindi á fram- haldsskólastigi. Stöðugildi eru sem hér segir:  Danska ½ staða.  Íslenska ½ staða.  Félagsgreinar ½ staða.  Raungreinar ½ staða. Við Framhaldsskólann á Laugum er kennt á náttúrufræðibraut, félagsfræðibraut og íþróttabraut til stúdentsprófs og almennri námsbraut. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavist- arskóli og starfsmenn um 35. Nemendur eru um 120. Mötuneyti er í skólanum og fá kennar- ar fæðið á kostnaðarverði. Frjáls aðgangur er að sundlaug, gufubaði og fullkomnum þrek- tækjasal. Boðið er upp á mjög ódýrt húsnæði og frían hitunarkostnað. Á Laugum er mikil veðursæld og náttúrufeg- urð. Á staðnum er sparisjóður, pósthús, bif- reiðaverkstæði, verslun, veitingastaður, tónlist- arskóli, leikskóli, grunnskóli og ýmis önnur þjónusta. Til Akureyrar eru 60 km og til Húsa- víkur 40 km. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Rík- issjóðs. Ráðingartími er frá 1. ágúst 2003. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um, en nauðsynlegt er að upplýsingar um menntun og fyrri stöf fylgi umsókn. Allar upplýsingar veitir skólameistari í símum 464 3112 og 464 3113. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2003. Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, símar 464 3112 og 464 3113. Hjúkrunarheimilið að Fellsenda auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Framkvæmdastjóri 50% staða. Umsækjandi skal vera menntaður rekstrar- eða viðskipta- fræðingur. Einnig kemur til greina að ráða ein- stakling, sem hefur góða og yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rekstri og bókhaldi. Reynsla af stjórnun æskileg. Starfið felst m.a. í umsjón fjármála heimilisins, starfsmannamál í samráði við hjúkrunarfor- stjóra, innkaup rekstrarvara, koma fram fyrir hönd heimilisins gagnvart stjórnvöldum, um- sjón húsnæðis, hagsmunagæsla fyrir vistmenn o.fl. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins gagnvart stjórn. Vinnutími er sveigjanlegur og möguleiki á starfsstöð á heimili, þó með föstum viðveru- tímum á hjúkrunarheimilinu. Hjúkrunarforstjóri 100% staða. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með góða þekkingu, reynslu og áhuga á hjúkrun aldraðra. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu af stjórnun. Starfið felst m.a. í að bera ábyrgð á hjúkrun og aðhlynningu vistmanna, starfs- mannahald í samráði við framkvæmdastjóra, samskipti við aðstandendur o.fl. Hjúkrunarheimilið að Fellsenda var stofnsett árið 1967 af Finni Ólafssyni, stórkaupmanni, til minningar um foreldra sína, er bjuggu á Fellsenda. Lengst af eða síðustu 25 ár hafa dvalið þar aldraðir einstaklingar með verulega aðhlynningarþörf. Á heimilinu eru 17 hjúkrun- arrými og hafa þau ætíð verið fullsetin. Hjúkrunarheimilið er fögru umhverfi í Miðdöl- um í Dalabyggð, um 20 km frá Búðardal. Fyrir dyrum standa skipulagsbreytingar og upp- bygging á starfsemi og þjónustu hjúkrunar- heimilisins. Því er mikilvægt að í ofangreind störf fáist einstaklingar með frumkvæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur vegna beggja starfanna er til 9. maí nk. Frekari upplýsingar um störf og kjör veitir Anna Birna Þráinsdóttir, stjórnarformaður, í símum 434 1400, 434 1117 og 893 8962 og tekur jafn- framt tekur við umsóknum. Einnig veitir Bára Hjaltadóttir, forstöðukona, upplýsingar um starfsemi heimilisins í síma 434 1631. Menntamálaráðuneytið Kennari eða kennslu- fræðingur Auglýst er eftir kennara/ kennslufræð- ingi í tímabundið starf vegna stofnunar Fjölbrautaskóla Snæfellinga Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er í undir- búningi og er stefnt að því að skólinn taki til starfa haustið 2004. Lögð er áhersla á að skól- inn verði leiðandi í breyttum kennsluháttum með notkun upplýsingatækni í staðbundnu námi, dreifnámi og fjarnámi. Skólinn verður staðsettur á Grundarfirði en mögulega verða einnig námssetur á öðrum þéttbýlisstöðum á Snæfellsnesi. Vegna framangreinds auglýsir menntamála- ráðuneytið eftir kennara/kennslufræðingi sem ætlað er að aðstoða við undirbúning og þróun nýs námsfyrirkomulags sem tekur mið af að skólinn verði leiðandi í breyttum náms- og kennsluháttum sem byggja á öflugri notkun upplýsingatækni og hugmyndum um dreif- menntun. Hann mun einnig aðstoða við annan undirbúning að stofnun skólans. Á undirbún- ingstímanum starfar kennslufræðingur í sam- starfi við verkefnisstjóra menntamálaráðuneyt- isins. Leitað er að framsæknum og drífandi einstakl- ingi sem hefur kennsluréttindi á framhalds- skólastigi, mikla þekkingu og reynslu af ný- tingu upplýsingatækni í skólastarfi, dreifnámi og fjarnámi og er með reynslu af stjórnun. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi til 1. ágúst 2003, en síðan er um fullt starfshlutfall að ræða til 31. júlí 2004. Starfið getur krafist óreglulegs vinnutíma, töluverðra ferðalaga og jafnvel langtímadvalar á Snæfellsnesi. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, mánudaginn 5. maí 2003. Menntamálaráðuneytið, 13. apríl 2003. menntamalaraduneyti.is hönnuður Við í Hagkaupum leitum að grafískum hönnuði til þess að vinna/hanna auglýsinga- og kynningarefni fyrir fyrirtækið. Um er að ræða starf sem getur verið í 50-75% starfshlutfalli með sveigjanlegan vinnutíma. Einstaklingurinn sem við leitum að þarf að vera hugmyndaríkur, sjálfstæður, áreiðanlegur, góður í mannlegum samskiptum, með góða grafíska tölvukunnáttu og geta unnið vel undir álagi. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Hagkaupa Skeifunni 15, fyrir 23. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Eysteinsdóttir starfsmannastjóri í síma 563-5000. Grafískur Hársnyrtisveinar/ -meistarar Óska eftir að leigja stóla eða eftir meðeiganda að stofu í miðbænum. Góð kjör. Fyllsta trúnaði heitið. Upplýsingar í síma 898 3666. BROS auglýsingavörur Óskum eftir starfsmönnum í prentdeild fyrirtækisins. Um er að ræða störf í silkiprentun og merkingu smáhluta. Einungis vanar manneskjur koma til greina. Upplýsingar gefur Jóhannes í síma 581 4141 á vinnutíma. Dalvíkurbyggð Grunnskólakennarar! Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður í grunn- skólum Dalvíkurbyggðar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2003. Dalvíkurskóli: Kennara vantar til almennrar bekkjarkennslu í 1.—10. bekk, einnig til kennslu í myndmennt, tónmennt, íþróttum, heimilisfræði, handmennt og tölvufræði. Upplýsingar gefa Anna Baldvina Jóhannesdóttir, skólastjóri, anna@dalvikurskoli.is, sími 460 4980 og Gísli Bjarnason, aðstoðarskólastjóri, gisli@dalvikurskoli.is, sími 460 4980 og GSM 863 1329. Heimasíða: www.dalvikurskoli.is Húsabakkaskóli: Þar vantar kennara til almennrar kennslu á yngsta stigi og á miðstigi. Auk þess vantar kennara til að annast kennslu í heimilisfræði og handmennt. Upplýsingar gefur Ingileif Ást- valdsdóttir, skólastjóri, ingileif@dalvik.is. sími 466 1551 og hs. 466 3264. Árskógarskóli: Umsjónarkennara vantar á yngsta stigi og mið- stigi, einnig kennara til almennrar kennslu á miðstigi og efsta stigi. Auk þess vantar kennara í myndmennt, íþróttir, heimilisfræði og sér- kennslu. Upplýsingar gefur Kristján Sigurðs- son skólastjóri krsig@ismennt.is, sími 466 1970 og hs. 466 3150. Auk skólastjóranna gefur Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla- málafulltrúi, oskarth@ismennt.is Ráðhúsinu, 620 Dalvík, upplýsingar um stöðurnar, símar 466 2736, 893 6257 og hs. 466 2357. Vefur Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is. Skólamálafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.