Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða tón- menntakennarar (tónlistarkennara) frá 1. september nk. fyrir skólaárið 2003— 2004. Um er að ræða eina til tvær stöður eða hlutastöður. Kennslusvið nær frá forskóla- kennslu 6 og 7 ára barna til hópkennslu nemenda á aldrinum 8—15 ára, en þar er um að ræða samþætta kennslu í tónfræði, tón- heyrn, hlustun, sköpun o.fl. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlistarskólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við Lindargötu. Kennsluaðstaða er góð og tækjakostur mjög góður. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, vinsam- lega sendi skriflega umsókn, þar sem fram koma persónulegaupplýsingar og upplýsingar um menntun og kennsluferil. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 23. apríl, merktar: „Tónlistarkennsla — 111.“ STAÐA SKÓLASTJÓRA Umsækjandi þarf að hafa kennaramenntun. Æskilegt er að hann hafi framhaldsmenntun í stjórnun og reynslu af skólastjórnun. Nauðsyn- legt er að hann hafi góða stjórnunar- og skipu- lagshæfileika, geti starfað sjálfstætt og hafi gott vald á mannlegum samskiptum. Giljaskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli. Nemendur verða um 400 á næsta skólaári. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur með mikla fötlun. Skólinn er í nýju húsnæði, seinni áfangi bygging- arinnar var tekinn í notkun síðastliðið haust og eru aðstæður og búnaður samkvæmt nýjustu kröfum. Skólinn er enn í mótun, fjöldi starfs- manna um 60 og hlutfall fagmenntaðra starfs- manna er yfir 95%. Nánari upplýsingar er að hafa á heimasíðu skól- ans: http://www.giljaskoli.akureyri.is. Allar nánari upplýsingar veitir deildarstjóri skóla- deildar, Gunnar Gíslason, í síma 460 1456 eða 892 1453, netfang: gunnarg@akureyri.is og skólastjóri, Halldóra Haraldsdóttir, í síma 462 4820, netfang: halldora@akureyri.is. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Staða skólastjóra við Giljaskóla á Akureyri er laus til umsóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.