Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 C 9 Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum Góður skóli fyrir alla Lausar eru stöður kennara við Grunnskólann Egilsstöðum og Eiðum næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru:  almenn kennsla  tónmennt  náttúrufræði  íþróttir Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Upplýsingar gefur skólastjóri Börkur Vígþórs- son (borkurv@ismennt.is) í síma 471 1146. Egilsstaðir á Austur-Héraði eru vaxandi bær í grónu umhverfi. Veð- ursæld er mikil og mannlíf fjölskrúðugt. Í Grunnskólanum Egilsstöð- um og Eiðum eru um 300 nemendur í 1.—10. bekk. 1. og 2. bekk er kennt á Eiðum og 3.—10. bekk á Egilsstöðum. Mikill metnaður er meðal starfsfólks og starfsandi góður. Á þessu skólaári hefur m.a. verið unnið að verkefninu „Skóli fyrir alla — líka stráka“ þar sem hugað er að kennsluháttum í 1.—7. bekk og verður því verkefni fram haldið á næsta skólaári. Heimasíða skólans: http://egilsstadaskoli.ismennt.is Heimasíða sveitarfélagsins: http://www.egilsstadir.is Ritari óskast Fasteignamiðlun leitar að ritara hálfan daginn (fyrri part dags) til þess að annast afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, gagnaöflun o.fl. Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur, stund- vís og hafa frumkvæði. Áhugasamir vinsamlega sendið inn umskóknir á auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 22. apríl 2003, merktar: „Ritari — 13560“. 40 ára og eldri sérlega velkomnir Við þurfum að bæta við okkur samstarfsfólki við símasölu og ýmiss konar úthringi- og sam- skiptaþjónustu. Bæði er um að ræða dag- og kvöldvinnu. Lífsreynsla, jákvæðni og iðjusemi eru m.a. æskilegir eiginleikar. Hafið samband í síma 590 8000 eða með tölvupósti oligeirs@bm.is . BM ráðgjöf ehf. — bein markaðssókn, Ármúla 36, Reykjavík. „Au pair" í Hollandi Við óskum eftir barngóðri stúlku í „au pair" starf frá ágúst 2003 og fram í miðjan júlí 2004. Við búum í fallegum bæ í grennd við háskóla- bæinn Nijmegen í Hollandi. Starfið felst fyrst og fremst í umönnun þriggja ára sonar okkar, auk léttra heimilisstarfa. Hafirðu áhuga, biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við Solveigu eða Pétur í síma 00 31 24 388 3859, Sigrúnu í síma 564 4650 eða með því að senda tölvupóst á s.jonsdottir@dent.umcn.nl . Ós er foreldrarekinn leikskóli fyrir 26 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Skólinn starfar í anda Hjallastefnunnar, sem byggir á einfald- leika, skýru og rólegu umhverfi, einbeitingu og friði. Ímyndun, sköp- un og skynjun barnanna sjálfra er í fyrirrúmi. Dagskrá er skýr, skipu- leg og aldurs- og kynjaskipt hluta úr degi. Leikskólakennari eða starfskraftur óskast í 100% stöðu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Í boði er krefjandi og uppbyggilegt starf í heimilislegu umhverfi þar sem gleðin ræður ríkjum. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Umsækjendur eru velkomnir í heimsókn og allar nánari upplýsingar veitir Hrefna Gunnars- dóttir, leikskólastýra, í síma 552 3277. Hrafnagilsskóli Við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit eru lausar stöður á næsta skólaári. Skólinn er heildstæður grunnskóli með 200 nemendur í 11 bekkjar- deildum. Um er að ræða eftirtalin störf:  Umsjónarkennari á unglingastigi. Æskilegar kennslugreinar: samfélagsfræði, íslenska og danska  Umsjónarkennari á miðstigi, staða í for- föllum til eins árs  Smíðakennsla, hlutastarf  Sérkennsla  Heimilisfræði, hlutastarf  Námsráðgjafi, 40% staða til eins árs  Umsjón með félagsmiðstöð, 3 klst á viku yfir skólaárið  Umsjón með skólavistun, 50% starf. Áhersla er lögð á að starfsfólk sýni metnað í starfi og samstarfsvilja auk þess að vera leið- togar nemenda í samskiptum og námi. Upplýsingar um störfin veita skólastjóri og að- stoðarskólastjóri í símum 4631137, 4631230 og 4631127, netföng karl@krummi.is og ann- ag@krummi.is . Umsóknarfrestur er til 27. apríl. Upplýsingar um stefnu og starf Hrafnagilsskóla má lesa á heimasíðu skólans: http://www.krummi.is LAUS STÖRF • Kennara á yngsta stig í Kársnesskóla • Kennara á miðstig í Kársnesskóla • Kennara á elsta stig í Kársnesskóla • Kennara í 6. bekk Digranesskóla • Námsráðgjafa í Digranesskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Yfirlæknir heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ auglýsir eftir yfirlækni á heilsugæslusvið stofnunarinnar. Á heilsugæslusviði eru heilsugæslustöðvar, á Ísafirði, Þingeyri og Flateyri auk heilsugæslu- sela í Súðavík og á Suðureyri sem þjónað er frá Ísafirði. Um er að ræða 100% starf auk vakta. Laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Nánari upplýsingar gefur: Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsam- legast sendið umsókn ásamt menntun og fyrri starfsreynslu til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísa- fjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði, fyrir 25. apríl. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæsl- usvið og er vel búin stofnun, með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Við veitum alla al- menna þjónustu, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyf- lækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálpar og endur- hæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. Íþrótta- og keppn- isaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. 3 golfvellir eru á svæðinu, 4 íþróttahús og 5 sundlaugar. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frábært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngu- svæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á Ísaf- irði og lognkyrrð algeng. Hafrannsóknastofnunin Útibússtjóri Ólafsvík Hafrannsóknastofnunin auglýsir laust til umsóknar starf útibússtjóra við útibú stofnun- arinnar í Ólafsvík. Í starfinu felst m.a. skipu- lagning og umsjón með starfsemi útibúsins, reglubundin gagnasöfnun og samstarf við hagsmunaaðila í sjávarbyggðum á starfssvæði útibúsins. Þá tekur útibússtjóri þátt í rannsókna- leiðöngrum og rannsóknaverkefnum á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Umsækjandi skal hafa lokið BS. prófi í líf- eða fiskifræði eða skyldum raungreinum og æskilegt er að hann geti hafið störf um miðjan maí nk. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og nöfnum tveggja meðmælanda, sendist Hafrannsóknastofnuninni fyrir 15. apríl. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri, í síma 552 0240 (netfang: osa@hafro.is). Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starf- seminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsókna- stofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, þrjú rannsóknaskip og hefur að jafnaði 170 starfsmenn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmmni stærðarinnar og staðsettningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði Auglýst er eftir kennurum í eftirtaldar stöður við Öldutúnsskóla fyrir skólaárið 2003-2004: • Almenn kennsla • Náttúrufræði í unglingadeild • Íslenska í unglingadeild • Tungumál í unglingadeild • Samfélagsfræði í unglingadeild • Smíðakennsla • Tónmenntakennsla Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Helgi Þór Helgason, sími 555 1546. Umsóknarfrestur er til 27. apríl en launakjör eru samkvæmt samningum KÍ við launanefnd sveitarfé- laga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar- bæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Umsækjendum er bent á að hægt er að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Öldutúnsskóli 2003-2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.