Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
hann hét Innocent eða Sakleysi.“
Þorkell segist hafa orðið var við að
hermenn umkringdu svæðið og við
það jókst óróleiki meðal fólksins.
Eftir að hafa rætt við liðsforingjann
náðist samkomulag um að mennirnir
tveir fengju að fara með Þorkeli
gegn því að þeir lofuðu að strjúka
ekki um nóttina. Innocent stóð við
loforðið en hinn ekki en hann náðist
seinna og báðir fengu sinn dóm.
Úr sama frændgarði
Eftir þetta atvik segist Þorkell
hafa aflað sér upplýsinga um sína
undirmenn og kom í ljós að einir
fimm starfsmannanna, aðallega að-
stoðarmenn hans, voru úr frænd-
garði Innocent og höfðu þeir umsjón
með og sáu um dreifingu á matvæl-
unum. „Þetta var ekki nógu gott.
Innocent hafði verið í skjóli okkar í
vinnunni. Það hlýddu honum allir og
allir voru hræddir við hann,“ segir
Þorkell. „Ég var reyndar búinn að
átta mig á þessu en af því að hann
var Hútúi, þá sá ég í gegnum fingur
við hann eftir að ég frétti að hann
hafði flúið til Rauða krossins meðan
á blóðbaðinu stóð.“
Þorkell segist einnig nokkrum
sinnum hafa orðið var við að matvæli
hurfu og fyrir kom að reynt var að
stela mjöli og korni, jafnvel heilu
sekkjunum. „Stundum kom til upp-
þota og við urðum að forða okkur,“
segir Þorkell. „Reyndar hafði því
verið hvíslað að mér að einhver úr
hópi starfsmanna tæki þátt í stuld-
inum og ég var búinn að reka eina
tvo eða þrjá sem ég hafði séð til. Við
vorum ekkert að súta það þó eitthvað
meira færi af matvælunum en starfs-
menn máttu ekki mismuna fólkinu.“
Hann segist hafa farið að fylgjast
betur með dreifingunni og sitja um
vöruhúsið snemma á morgnana. „Þá
fóru ýmsir hlutir að gerast og margir
voru á ferðinni,“ segir hann. „Á
morgnana fóru vörubílar frá okkur
um borgina og náðu í aðstoðarmenn-
ina. Þegar ég ók á eftir bílnum sá ég
að pokar duttu við og við aftan af
pallinum og einhverjar skuggaverur
komu og hirtu þá. Yfirmaður minn
sagði að ég yrði sjálfur að ráða fram
úr þessu. Eftir nokkra umhugsun
mundi ég eftir manninum, sem ekki
gat leyst hnútinn og hjó á hann í
staðinn. Ég rak því allann hópinn á
einu bretti. Þetta hafði töluverð
áhrif. Það fór að berast út að hann
væri kannski ekki alveg eins linur og
hann leit út fyrir þessi víkingur. Eft-
ir þetta réð ég sjálfur til mín mann-
skap og þá gekk allt mun betur.“
Þorkell segist skilja að á ófriðar-
tímum reyni menn að bjarga sér og
sínum. „Ég hugsaði stundum til þess
hvernig ég myndi haga mér við svip-
aðar aðstæður,“ segir hann. „Þetta
er auðvitað sjálfsbjargarviðleitni en
okkur starfsmönnum Rauða kross-
ins er trúað fyrir miklu fjármunum,
sem við verðum að standa skil á.“
Yfirfull fangelsi
Þorkell segir að auk matvæla-
dreifingar hafi Rauði krossinn séð
fangelsum í landinu fyrir mat. Ný
ríkisstjórn Rúanda fyllti fljótlega
fangelsin af fólki á öllum aldri og
voru jafnvel börn fangelsuð og sögð
hafa tekið þátt í þjóðarmorðunum.
Nefnir hann sem dæmi að aðalfang-
elsið í Kígalí taki um 300 fanga en
þar voru 1.500 fangar. Enn verra
hafi ástandið verið í fangelsinu í Gít-
arama. Þar gat einungis þriðjungur
fanganna sofið samtímis, hinir urðu
að standa. „Við urðum að skipu-
leggja matargjafirnar vel,“ segir
Þorkell. „Hvernig og hvenær sólar-
hringsins hver hópur ætti að elda og
var eldað í stórum tunnum því engir
voru pottarnir. Ef Rauði krossinn
hefði ekki gefið föngunum að borða
hefðu þeir dáið hungurdauða til mik-
illar ánægju fyrir stjórnvöld, sem
fannst alger óþarfi að halda lífi í
þessum „morðingjum“. Við urðum
því oft fyrir aðkasti þegar við vorum
að dreifa matnum og urðum að vera
ansi hörð á því hverjir fengju mat og
hverjir ekki.“
Vinur minn síðan
Þorkell segist einu sinni hafa lent í
því að vísa frá héraðshöfðingja, sem
vildi fara að stjórna þegar verið var
að dreifa mat utan við borgina. „Að-
stoðarmenn mínir urðu mjög hrædd-
ir eftir að ég skipaði honum að fara
og vildu hverfa frá og hætta dreifing-
unni,“ segir Þorkell. „Ég féllst á það
og sagðist gefa þeim merki um að
koma sér í bílana og í burtu þegar að
því kæmi að fara. Ég var auðvitað
síðastur með hóp af aðstoðarmönn-
um og þarna var kominn hópur á
vegum höfðingjans í kringum okkur,
sem voru hreint ekki skemmtilegir
að fást við. Einn aðstoðarmannanna
varaði mig við manni, sem þokaðist í
átt til mín í gengum þröngina. Mað-
urinn reyndist vera hermaður í borg-
aralegum klæðum. Hann stökk að
mér með hníf á lofti en einn aðstoð-
armanna minna, ungur drengur, tók
lagið með því að stökkva til. Hann
særðist en okkur tókst að koma hon-
um í bílinn og ókum á fullri ferð til
Gítarama, þar sem hjúkrunarfólk
tók við honum. Þetta var sem betur
fer ekki mjög hættulegt sár, sem
hann fékk í síðuna en hann var hug-
rakkur og er vinur minn síðan.“
Fyrsta flogakastið
Um þremur mánuðum eftir þetta
atvik var komið að starfslokum Þor-
kels í Rúanda. Hann ákvað að fara í
langt frí til Íslands en mánuði síðar
var hann beðinn um að fara á ný til
Júgóslavíu.
„Ég var í Zagreb í Króatíu þegar
ég fékk fyrsta slæma flogakastið og
lenti á sjúkrahúsi,“ segir Þorkell.
„Þetta var mikið áfall því er ekki að
neita. Ég hélt að ég væri að fá
hjartaáfall og að mín síðasta stund
væri upp runnin. Eftir rannsókn á
sjúkrahúsinu kom í ljós að ég var
hvorki með malaríu né flogaveiki
heldur æxli við heilann. Þetta eru
leiðindafréttir fyrir hvern sem er að
fá. Ég vissi ekki hvað ég átti að taka
til bragðs en ákvað að halda mig við
Ísland um tíma,“ segir Þorkell.
Hann fór heim og eftir að hafa ráð-
fært sig við lækna í Genf og á Íslandi
var horfið frá skurðaðgerð. Æxlið er
á slæmum stað og hætta á að Þorkell
geti lamast ef hreyft er við því.
Ákveðið var að sjá hver framvindan
yrði og eftir nokkra mánuði kom í
ljós að æxlið hafði ekki breyst. Þor-
kell fékk lyf við flogaveiki, sem reyn-
ast honum vel og hélt á ný til starfa í
Zagreb.
Fólkið brast í grát
Þetta var í lok árs 1995 og Króatar
höfðu ráðist inn í Vestur-Kraína sem
Serbar höfðu hertekið. Miklir bar-
dagar stóðu yfir milli Serba og músl-
íma í Bosníu og serbneskar hersveit-
ir höfðu nýlega tekið bæinn
Srebrenica.
Þorkell var beðinn um að fara,
sem fylgdarmaður íslenskra frétta-
manna til Túsla í Bosníu, þar sem
flóttamenn frá Srebrenica í Bosníu
höfðu safnast saman. Meirihlutinn
var konur, ungar stúlkur og nokkrir
ungir drengir og nokkur börn. „Það
var sláandi hvað lítið var af karl-
mönnum í hópnum,“ segir Þorkell.
„Á þessum tíma var að koma í ljós að
eitthvað alvarlegt hafði gerst og við-
tölin, sem fréttamennirnir tóku voru
átakanleg. Fólkið brast í grát þegar
leið á frásögnina og skyldi engan
undra.“
Ótrúleg villimennska
Næsta verkefni Þorkels var sjá
um skipulagningu á dreifingu hjálp-
argagna í austanverðri Bosníu frá
bænum Bijeljina á landamærum
Bosníu og Serbíu. Þar var mikið af
flóttafólki, Serbum, frá Srebrenica
og Serbum sem voru á flótta frá Kró-
atíu til Júgóslavíu. Þegar þetta var
höfðu Króatar ráðist inn í Suður-
Kraína og stökkt Serbum á flótta.
Þorkell segir að Serbar hafi í fyrstu
staðið í þeirri trú að landið yrði allt
sameinað í eina Serbíu eða Júgóslav-
íu og var það þeim mikið áfall þegar
að svo fór ekki. Í Bijeljina var Rauði
krossinn með vörugeymslu þaðan
sem hjálpargögnum var dreift. Við
það unnu þau Þorkell og Hólmfríður
Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Þorkell sagði að dreifingin hefði
komið í góðar þarfir í þann stóra hóp
flóttamanna, sem kominn var frá
Króatíu og Bosníu.
„Þar kom að við fórum til Srebren-
ica til að skoða hvað þar hafði gerst,“
segir Þorkell. „Þar blasti við mynd,
sem hverfur ekki úr huganum meðan
maður lifir. Þegar við komum voru
þarna eingöngu serbneskir Bosníu-
menn. Allir múslímar höfðu verið
fluttir í burt og þúsundir teknar af
lífi með skipulögðum hætti eins og
seinna kom í ljós. Konur voru fluttar
í burtu og margir karlmenn flúðu til
skógar, þar sem Serbar sátu fyrir
þeim en einhverjir komust undan.
Það eru til sögur af mönnum sem
voru í marga mánuði á flótta.“
Þorkell var í Bijeljina í nokkra
mánuði eða þar til hann fór til Bel-
grad og tók við yfirumsjón með inn-
kaupum og flutningum á hjálpar-
gögnum til serbneska hluta Bosníu.
Til Króatíu og Bosníu var dreift frá
Zagreb í Króatíu. „Ég varð vitni að
ótrúlegri villimennsku í öllum lönd-
um gömlu Júgóslavíu. Maður hefði
aldrei trúað því að óreyndu hjá jafn-
menntuðum þjóðum. Ég mun aldrei
gleyma því þegar ég kom í Manjaca-
fangabúðirnar fyrir utan Banja
Luka í norðanverðri Bosníu. Þarna
voru hundruð ef ekki þúsundir músl-
íma og Króata í fangabúðunum.
Þetta var eins og að detta inn ljós-
mynd frá fangabúðum nasista.
Þarna stóðu fangarnir við gaddavír-
inn á rifbeinunum einum saman. Það
var rosalegt að sjá. Seinna þegar allt
var um garð gengið trúðu Serbar
ekki sjálfir því sem hafði gerst og
spurðu, „Hvað gerðist? Tókum við
þátt í þessu?“.“
Aukin ábyrgð
Þorkell sá um dreifingu hjálpar-
gagna frá Bijeljina til nágrannabæj-
anna þar til hann var sendur til Bel-
grad þar sem hann var fram á vor
1996. Þá hélt hann til Zagreb og það-
an fór hann til Sarajevo þegar hon-
um bauðst að taka við stöðu svæð-
isstjóra yfir birgðahaldi og dreifingu
hjálpargagna. „Þetta var spennandi
starf og í fyrsta sinn sem ég tók
svona mikla ábyrgð,“ segir hann.
Þegar hér var komið sögu var
stríðinu að ljúka og alþjóðaherinn, að
mestu skipaður Bandaríkjamönnum,
kominn til landsins. Kosin var rík-
isstjórn heimamanna en engar
ákvarðanir voru teknar nema með
samþykki Evrópubandalagsins.
Aftur til Afríku
Þorkell sinnti starfi svæðisstjóra
þar til í lok árs 1997 þegar hann fór
heim í rannsókn og myndatöku á ný.
„Allt virtist vera óbreytt. Æxlið
hafði ekki stækkað eða tekið breyt-
ingum þannig að ég gekkst inn á að
taka að mér nýtt verkefni fyrir Al-
þjóða Rauða krossinn í Sierra Leone
á vesturströnd Afríku,“ segir Þor-
kell. „Þá var mjög gott ástand þar.
Kosningar voru nýafstaðnar og nýr
forseti kjörinn, sem hafði unnið hjá
Sameinuðu þjóðunum á árum áður.
Allt var með friði og spekt að mestu
leyti og þarna eru einhverjar þær
fegurstu sólbaðsstrendur sem ég hef
komið á. Þetta voru náðugir dagar í
fyrstu.“
Nágrannaland Sierra Leone er
Líbería, þar sem Þorkell hafði verið
nokkrum árum áður og segir hann að
sú staðreynd hefði átt að vera honum
víti til varnaðar. Sierra Leone er eins
og Líbería ríkt af demöntum, gulli og
öðrum náttúruauðlindum, sem ýmsir
hópar uppreisnarmanna börðust um
yfirráð yfir.
„Þetta var sældarlíf um stund og
allt gekk vel,“ segir Þorkell. „Al-
þjóða Rauði krossinn var með skrif-
stofu í höfuðborginni Freetown og
hafði náð góðu sambandi við þá upp-
reisnarmenn, sem vitað var um á
landsbyggðinni og gátu starfsmenn
farið þar um óáreittir. Þarna var líka
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunar-
fræðingur sem sá um dreifingu
hjúkrunargagna til stöðva Rauða
krossins í landinu. Við vorum í þó-
nokkuð góðum félagsskap og mikilli
vinnu en Adam var ekki lengi í Para-
dís.“
Stjórnarbylting
Snemma í maí var gerð bylting.
Þorkell segist hafa verið á heimleið
undir miðnætti kvöldið fyrir bylting-
una og ekki orðið var við neitt
óvenjulegt. Undir morgun vaknaði
hann við torkennileg hljóð, lagði við
hlustir og áttaði sig loks á að þetta
var skothríð sem jókst stöðugt. „Síð-
ar kom í ljós að uppreisn var innan
hersins,“ segir Þorkell. „Hermenn
brutu upp fangelsið en þar sátu inni
einhverjir höfðingjar sem ákærðir
voru fyrir landráð og einn þeirra
Johnny Paul Koroma tók við stjórn,
landsins. Nokkur stund leið þar til
ljóst var hverjir stæðu með forset-
anum og hverjir voru á móti. Í borg-
inni voru einnig nígerískir hermenn
úr fjölþjóðaher Vestur-Afríkuríkja
að gæta forsetans og ráðhússins,
sem barist var um.“
Starfsmenn Alþjóða Rauða kross-
ins bjuggu allir, nema Þorkell, í tals-
verðri fjarlægð frá skrifstofu sam-
takanna. Eftir að hafa ráðið ráðum
Alþjóða Rauði krossinn fylgir föngum úr fangabúðum við Prijedor.
Hermenn á verði við Bihac.