Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 5
sínum um talstöð var ákveðið að Þor- kell reyndi að komast á skrifstofuna og ná sambandi við höfuðstöðvarnar í Genf. Íslenskan til bjargar Bíllinn sem Þorkell ók á var kirfi- lega merktur Rauða krossinum og segist hann þá hafa treyst merkinu fullkomlega en það traust hafi dofn- að síðan. Þorkell náði fljótlega sam- bandi við Genf og lét vita hvar starfs- menn Rauða krossins voru niður komnir. Starfsmenn annarra hjálp- arstofnana og erlendir ríkisborgarar höfðu flestir safnast saman á hóteli við ströndina. „Við áttum von á að reynt yrði að komast inn á skrifstof- una í leit að einhverjum verðmætum eins og síðar kom í ljós,“ segir Þor- kell. „Ég fékk fyrirmæli um að fela alla passa og öll verðmæti en þau fyrirmæli var tæplega hægt að senda í loftið um talstöð og alls ekki á ensku. Við Hildur gripum til móð- urmálsins, sem enginn annar skildi og töluðum saman á íslensku. Þannig fékk ég upplýsingar um talna- aðganginn að peningaskápnum og eins hvar allir lyklar voru geymdir. Þarna voru allir okkar peningar, flugmiðar og vegabréf sem ég varð að koma fyrir einhvers staðar með það í huga að svo gæti farið að kveikt yrði í húsinu. Það var því ekki auð- velt að finna stað, sem ekki gat brunnið og engum dytti í hug að leita á.“ Fannst aldrei Í tvo sólarhringa var Þorkell einn á skrifstofunni og í þrígang reyndu uppreisnarmenn að komast að hús- inu. Í fyrstu tókst vörðunum við hlið- ið að telja þeim hughvarf en eftir að þeir komust inn í garðinn reyndi hann að tefja um fyrir þeim. Þegar þeir svo komust loks inn í garðinn fundu þeir ekkert fémætt og hurfu á braut. „Sumt faldi ég svo vel að ég fann það aldrei aftur,“ segir Þorkell og hlær við. „Ég var sennilega mun stressaðri á meðan á þessu gekk en ég gerði mér grein fyrir. Í þrjá daga gekk á með gripdeildum, nauðgun- um og ofbeldi og einhverjir voru drepnir eins og alltaf gerist. Erlend- ir ríkisborgarar forðuðu sér eftir að ljóst varð að Johnny Paul Koroma hafði boðið uppreisnarmönnum úr norðurhéruðunum þátttöku í bylt- ingunni. Að auki höfðu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verið fluttir til Gíneu. Við vorum ein eftir og hirtum alla bíla sem aðrar hjálparstofnan- irnar skildu eftir en okkur gekk erf- iðlega að útvega eldsneyti. Starfs- menn bandaríska sendiráðsins létu okkur fá úr sínum tönkum en starfs- menn þess breska harðneituðu að hjálpa okkur.“ Uppdópaðir unglingar Starfsmenn Rauða krossins reyndu eins fljótt og auðið var að koma hjálparstarfinu í rétt horf og fengu sendingu af hjúkrunargögnum með þyrlum frá Líberíu. „Þetta var allsvakalegt,“ segir Þorkell. „Fólk var hrætt og leist ekki sérlega vel á uppreisnarmennina enda ekki sjón að sjá þá. Þetta voru náttúrlega sömu „legátarnir“ og ég hafði kynnst í Líberíu. Mest krakkar eða uppdóp- aðir unglingar sem drógu hríðskota- byssurnar á eftir sér. En það var betra að taka þá alvarlega. Það lærði maður fljótt.“ Nokkrum dögum eftir að flestir útlendinganna höfðu verið fluttir úr landi braust út bardagi milli Vestur- Afríkuhersins, sem gætti hótelsins við ströndina og erlendu ríkisborg- aranna sem þangað höfðu flúið, og uppreisnarmanna sem vildu fá út- lendingana framselda. Starfsmenn Rauða krossins voru enn í borginni þegar þetta var. Þann- ig vildi til að skrifstofustjórinn ásamt fimm starfsmönnum lokaðist inni á hótelinu en Hildur og Þorkell voru á skrifstofunni ásamt öðru starfsfólki. „Eftir rúman sólarhring ákváðum við að halda á þremur bílum að hót- elinu,“ segir Þorkell. „Talstöðvar- samband við félaga okkar var að dofna og ekkert lát var á bardögum við hótelið. Þar gekk á með skothríð og sprengjuvörpur og þyrlur frá hernum skutu að hótelinu og eldar kviknuðu á sumum hæðunum. Þeir sem inni voru, um hundrað manns, komu sér niður í anddyri og kjallara og voru sumir slasaðir.“ Aðalatriðið gleymdist Þegar þau Hildur komu að hótel- inu með hjúkrunargögnin var ákveð- ið að hún færi inn ásamt aðstoðar- manni og yfirmanni frá Abidjan en Þorkell yrði eftir utan við hliðið. „Þarna urðu okkur á mikil mistök,“ segir Þorkell. „Þeim var hleypt inn með hjúkrunargögnin en aðalatriðið gleymdist og það var að láta upp- reisnarmenn skoða í kassana og sjá að í þeim var ekkert annað en hjúkr- unargögn. Eftir dágóða stund komu þau Hildur út úr hótelinu en starfs- mennirnir tveir og kassarnir urðu eftir. Uppreisnarmenn samþykktu með semingi að hjúkrunargögnin yrðu eftir á hótelinu en fannst sér- kennilegt að enginn sjúklingur kom með þeim til baka.“ Grunaðir um græsku Þorkell varð eftir við hótelið til að fylgjast með framvindu mála og allt í einu brutust út heiftarlegir bardagar um hótelið. Uppreisnarmenn sem voru utandyra höfðu frétt að þessir fáu hermenn sem voru eftir inni á hótelinu hefðu nánast verið búnir með skotfærin áður en farið var inn með sjúkrakassana og þá lá beint við að álykta sem svo að skotfæri hefðu verið í kössunum sem Rauði kross- inn færði þeim. „Ég fékk aldeilis að vita af því,“ segir Þorkell. „Ég var eini hvíti maðurinn utandyra og ekki nóg með það heldur var ég líka einn þeirra, sem höfðu komið með „skot- færin“. Ég fékk einhverja pústra og hótanir og var látinn bíta í byssu- hlaup. Ég ákvað að fara samt ekki frá hótelinu ef svo færi að þeir kveiktu í byggingunni með félaga mína og annað fólk innan dyra.“ Gamlir bardagafélagar Þrír hópar uppreisnarmanna sátu um hótelið og reyndu hermenn Vest- ur-Afríkuhersins að svara skothríð- inni frá þeim. Samband var haft við foringja uppreisnarmanna Johnny Paul Koroma, sem reyndi að tala sína menn til en hann réð ekki við þá. Þorkell fór að svipast um eftir ein- hverjum sem hann gæti talað til og náði sambandi við foringja flokksins sem hélt til á ströndinni. „Hann hét því góða nafni, Stall- one. Hann var um tvítugt, kraftalega vaxinn með rauðan klút um höfuðið og byssubelti frá öxl niður á mjöðm eins og þeir eru með í mexíkóskum bíómyndum nema hvað þarna var al- vara á ferðum,“ segir Þorkell. Samningar gengu treglega og að- stoðarmanni Þorkels var ekki farið að lítast á blikuna að horfa til hans hlaupa á milli uppreisnarmannanna. „Það hefur verið sérstök lukka yfir mér að hlaupa ekki í flasið á neinni byssukúlu en þær voru mikið á ferð- inni þarna og svo var ekki alltaf tekið vel á móti mér hjá þessum köppum,“ segir Þorkell. „Ég var sleginn niður, fékk hríðskotariffla í hnakkann og var auk þess boðið upp á ýmislega af- greiðslu. Þetta endaði loks með því að ég fékk Stallone vin minn til að hitta foringja hinna herflokkanna. Við fengum annan þeirra á okkar band og loks fundum við þann, sem stjórnaði aðgerðunum og hann sam- þykkti eftir smáþref að ræða vopna- hlé. Þegar hann svo hitti loks for- ingja Vestur-Afríkuhersins kom í ljós að þeir voru gamlir bardaga- félagar norðan úr landi og mestu mátar.“ Samkomulag náðist um að allir innandyra fengju að yfirgefa hótelið samtímis en að hermenn Vestur- Afríkuhersins yrðu eftir. Sumir þeirra sem voru á hótelinu treystu ekki samkomulaginu. Þar á meðal voru konur sem uppreisnarmenn höfðu svívirt og aðrir sem höfðu átt í útistöðum við þá. Á síðustu stundu ákváðu um hundrað manns að fara. Bílalest Alþjóða Rauða krossins á leið frá Zenica til Tuzla í Bosníu. Brunnin bensínstöð við varðstöð við veginn til Banja Luka. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 5 K A R L A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.