Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Óskar Magnússon segirhættu hafa verið á þvíá tímabili að frelsi ífjarskiptum yrði ekkiað veruleika hér á
landi vegna þess hve „frjálsu“ síma-
félögin voru veikburða.
„Þróunin hefur verið nokkuð hröð
á stuttum tíma, allt frá því að frelsi
varð hér í fjarskiptum og Tal hóf
formlega starfsemi, 1998. Síðan hafa
tilraunir verið í gangi í þessu fjar-
skiptafrelsi en segja má að eini að-
ilinn sem hafi náð sér sæmilega á
strik af frjálsu félögunum hafi verið
Tal, sem var komið ágætlega á legg
þegar Íslandssími keypti það félag.
Á tímabili var hætta á því að frelsi í
fjarskiptum yrði ekki að veruleika
hérna vegna þess að félögin voru svo
veikburða. Tal var að vinna á af-
mörkuðu sviði, í fjarsímaþjónustu,
og hafði náð þar góðum árangri og
var að ná að koma undir sig löpp-
unum en umfram það held ég mér sé
óhætt að segja að hafi verið töluverð
óvissa um það hvort tilgangur lög-
gjafans með fjarskiptafrelsinu
myndi yfirleitt nást. Sú hætta er
ekki lengur fyrir hendi en það þarf
að halda fast um því aðstaðan er enn
mjög ójöfn.“
Óskar telur ástæðu þess að Tal
náði góðri fótfestu á farsímamark-
aðnum ekki síst þá að „félaginu voru
settar mjög ákveðnar skorður af eig-
endum sínum; þeir fengu tiltekna
fjármuni og var ætlað að moða úr
þeim og annað ekki. Það var mjög
skýr stefna í hvaða bisness þeir áttu
að vera og ég held að það hafi verið
mikil gæfa fyrir Tal. Hjá Íslands-
síma var kannski of mikið mögu-
legt!“
Hann bendir á að þar hafi verið
farin allt önnur leið; fyrirtækið hóf
fastlínustarfsemi en fór ekki fyrr en
miklu síðar á farsímamarkaðinn.
Uppbyggingu fullkomins fastlínu-
kerfis fylgir gríðarlegur kostnaður
en hann sé ekki hinn sami í farsíma-
rekstrinum. „Íslandssími var á þess-
um tíma líka að daðra við eitt og
annað sem var skemmtilegt og getur
verið skynsamlegt þegar allt er
hægt, en þegar á móti blæs eru það
hlutir sem leggja verður til hliðar.“
Óskar segir að Íslandssími hafi
haft yfir miklu meira fjármagni að
ráða en Tal „en það hefði kannski að
sumu leyti verið hollara að fá svolítið
minna af peningum á einhverju stigi,
þó að það sé sérkennilegt að segja
það.“
Hann segir smærri félögin, hvert
á sínu sviði, hafa leitt samkeppnina;
„það má sjá á því að í hvert skipti
sem eitthvert þeirra hóf þjónustu á
nýju sviði þá lækkaði Landssími Ís-
lands verðið á sömu þjónustu um
tugi prósenta. Sameinuð eru þau
mun öflugra mótvægi á markaðnum
og þannig er tryggt að símnotendur
njóti áfram betri kjara.“
Óskar segir mönnum hafa verið
ljóst tiltölulega snemma, löngu áður
en hann kom til starfa í Íslandssíma,
að til einhvers konar samruna yrði
að koma á markaðnum. „Þetta var
rætt ítrekað, ekki síst sameining Ís-
landssíma og Tals, en félögin náðu
einfaldlega ekki saman.“
Menn greindi á um verðmæti.
„Fljótlega eftir að ég byrjaði hjá
Íslandssíma í upphafi árs 2002 kom-
umst við að þeirri niðurstöðu að
reyna ætti við þetta mál með nýjum
hætti; að við skyldum ekki reyna að
sameina félögin heldur freista þess
að fá fjármagn til þess að kaupa Tal
með manni og mús. Þeir útreikning-
ar sem voru gerðir á okkar vegum
sýndu að þarna gat orðið til arðbært
félag og þá lögðum við af stað í tölu-
vert langt ferðalag sem snerist fyrst
og fremst um það að sannfæra fjár-
festa um að það væri óhætt að taka
þessa áhættu með okkur. Það tók
nokkra mánuði og þar voru aðalbak-
hjarlarnir Landsbankinn og Búnað-
arbankinn.“
Landsbankinn átti umtalsverðan
hlut í Íslandssíma fyrir en Búnaðar-
bankinn lítið sem ekkert og síðan
komu fleiri fjárfestar til skjalanna.
„Þegar við höfðum tryggt að við
gætum borgað, ef við næðum samn-
ingum um kaup, gátum við fyrst lagt
af stað í það verkefni.“
Það tók auðvitað sinn tíma.
„Mönnum lá mismikið á; við komum
okkur upp þeirri aðferð að liggja
ekki sérstaklega á og á þeirri leið,
nokkuð skyndilega, tókust samning-
ar um að sameina Halló! frjáls fjar-
skipti Íslandssíma, þannig að eig-
endur Halló, Columbia Ventures
Corporation, urðu samherjar okkar í
viðræðum um kaup á meirihluta í
Tali.“
Óskar leggur áherslu á að Ís-
landssími hafi ekki keypt Halló,
heldur hafi þar verið um sameiningu
að ræða. „Það var tiltölulega einfalt
mál, Halló var miklu minna félag og
um leið og við náðum samningum
um að Halló yrði hluti af Íslands-
síma bættist Kenneth Petersson
[eigandi Columbia Vetures Corpora-
tion] í hóp þeirra fjárfesta sem vildi
kaupa Tal. Þannig að við styrktum
þann hóp. Síðan tókust samningar
um kaupin á hlut Western Wireless í
Tali, sem var um 57%, en við vorum
ekki bundnir af þeim samningi nema
við gætum keypt a.m.k. 90% af fé-
laginu. Norðurljós og aðilar þeim
tengdir áttu nánast alla hluti sem
eftir voru og samningurinn við
Western Wireless hékk því á því að
þeir myndu selja.“
Óskar segir forráðamenn Íslands-
síma hafa verið nokkuð vissa allan
tímann að þeir myndu ná 90% hlut í
Tali „enda varla áhugavert að vera í
minnihluta og jafnvel í einhverri
andstöðu við okkur. Enda kom það
svo á daginn, reyndar á allra síðustu
stundu, að minnihlutaeigendurnir í
Tali gengu að nákvæmlega eins til-
boði og Western Wireless; ekki var
bætt við það einni krónu og það voru
mjög ánægjuleg viðskipti.“
Óskar segir tímann síðan gengið
var frá kaupunum, síðla á síðasta ári,
hafa verið annasaman. „Samruna
fylgir alltaf aukaálag; starfsfólkið
þarf að sinna sinni venjulegu vinnu
og verður að halda sjó í sínum venju-
legu verkum en á sama tíma er það
að vinna sérstaklega við samrunann.
Við það bætist að þessu fylgja
ákveðnar tilfinningar; kvíði og
áhyggjur, sérstaklega vegna hættu
á að missa vinnuna. Að missa starf
er það erfiðasta við þetta allt saman.
Fólk hefur líka áhyggjur af því að
breytingar verði og á misgott með
að höndla þær aðstæður. Þess vegna
er mikilvægt að sá tími sem slíkt
ástand varir sé sem allra stystur.
Það þarf að taka allar ákvarðanir
eins hratt og ákveðið og kostur er. Í
þessu tilviki var erfiðasta ákvörðun-
in uppsagnir um 80 starfsmanna og
við tókum hana mjög hratt, við
gengum frá því máli u.þ.b. viku eða
10 dögum eftir að við tókum hér
formlega við lyklavöldum í Tali og
sögðum upp álíka mörgum í báðum
félögunum, að vísu heldur fleiri
Íslandssímamegin. Það urðu strax
ákveðin vatnaskil við þetta; við
ákváðum að gera þetta í einu lagi og
reyna að gera það hratt, og tilkynnt-
um jafnframt að ekki væru frekari
uppsagnir fyrirhugaðar. Þeir sem
voru um kyrrt vissu því að þeir gætu
verið rólegir um sinn hag. Engu að
síður er ennþá mikið óunnið í þeim
kúltur sem verið er að reyna að búa
til vegna þess að fólkið kemur úr
ólíkum fyrirtækjum, í þessu tilfelli
úr tveimur og jafnvel þremur, fyr-
irtækjum sem voru mjög ólíkt upp-
byggð og höfðu haft mjög ólíka
stjórnendur. Sjálfur naut ég þess að
vera mjög ungur í þessu starfi, ég
hafði ekki bundist miklum tilfinn-
ingaböndum við Íslandssíma, ég var
ekki stofnandi eða upphafsmaður að
því fyrirtæki, fann ekki upp nafnið
eða neitt þess háttar þannig að ég
var sæmilega undir það búinn að
geta horft hlutlaust yfir sviðið án
þess að draga taum Íslandssíma sér-
staklega þó að ég kæmi þaðan. Og
ég held að starfsfólk Tals, sérstak-
lega, hafi fundið það strax. Við kom-
um fljótt saman stjórnendahópi þar
sem var mjög mikið jafnræði hvaðan
menn komu, bæði úr Halló, Tali og
Íslandssíma og um leið og það lá fyr-
ir sáu menn að greinilega var ekki
ætlunin að annar aðilinn færi eitt-
hvað halloka. Ég fann strax þá að
fólki var létt.“
Stærsti „tilfinningalegi“ þáttur-
inn var samt sem áður eftir – að
finna nafn á félagið. „Það er ótrúlega
merkilegt hvað það hefur mikið að
segja í augum fólks, sérstaklega
þegar það hefur tekið́ þátt í því frá
upphafi að skapa það sem gert hefur
verið. Það voru margar ástæður sem
réðu því að við völdum hvorugt nafn-
ið, hvorki Íslandssíma né Tal, en ein
þeirra og ein mjög mikilvæg var sú
að með því að velja þriðja nafnið,
nýtt nafn, er auðveldara að sameina
allt starfsfólk undir nýjum fána. Það
hefur maður fundið á þeim tíma sem
liðinn er síðan við kynntum nafnið,
og vikurnar á undan því hvað það
hefur haft gríðarlega mikla þýðingu.
Nú eru engir flokkadrættir lengur
til og búið að leggja til hliðar öll
merki um gömlu félögin; auðvitað
geyma menn þau í hjarta sínu og
mega það gjarnan, þau áttu bæði
sinn tíma og sinn feril og ég kæri
mig ekki um að það sé verið að strika
yfir þann tíma, fjarri því; það var
merkilegur tími og merkileg saga en
nú eru aðrir tímar. Nú erum við að
fara áfram en ekki afturábak.“
Óskar segist ekki hafa verið svo
lengi hjá Íslandssíma að hann hafi
bundist fyrirtækinu tilfinningabönd-
um. Bæði fyrirtækin, Íslandssími og
Tal, voru ung en var samt orðið
áberandi mikill keppnisandi í hvoru
„liði“ fyrir sig og samkeppnin
grimm?
„Já, það var kominn alveg massíf-
ur andi á báðum stöðum. Þótt þetta
hafi bara verið fjögurra og fimm ára
gömul fyrirtæki var þetta allt saman
til staðar og kannski skiptir það máli
líka að þessi tegund fyrirtækja var
Og var eina orðið sem
eftir var á töflunni …
Óskar Magnússon er for-
stjóri símafélagsins Og
Vodafone. Skapti Hall-
grímsson spjallaði við for-
stjórann; hringdi að vísu
ekki í Óskar, heldur hitti
hann að máli í húsakynnum
Og Vodafone við Síðumúla.
Morgunblaðið/RAX
Óskar Magnússon: Á tímabili var stórkostleg hætta á því að frelsi í fjarskiptum yrði ekki að veruleika vegna þess hve félögin voru veikburða. Tal hafði náð góðum
árangri í farsímaþjónustu en umfram það var töluverð óvissa um það hvort tilgangur löggjafans, með fjarskiptafrelsinu, myndi yfirleitt nást.
’ Það er út af fyrir sig sjálfstæður tilgangur,að gera eitthvað óvenjulegt og nýtt, segir
Óskar. Ég vona að það hafi lukkast. Menn
hafa að minnsta kosti skoðun á nafninu;
sumum finnst það smart og sumum óskilj-
anlegt og allt þar á milli. Við höfum fengið
gífurleg viðbrögð á það og allir sem ég hef
hitt hafa einhverja skoðun á því. ‘