Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 23
börn
Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17.
Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384.
Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita.
Aron Sigurþórsson, 11 ára,
Meðalfelli, 270 Mosfellsbæ.
Ásdís Rúna, 6 ára,
Goðlandi 11, 108 Reykjavík.
Eiríkur Þór Óskarsson, 3 1/2 árs,
Álfaskeiði 80, 220 Hafnarfirði.
Emma og Elma, 8 og 7 ára,
Engihjalla 15, 200 Kópavogi.
Erna Dís Gunnarsdóttir, 12 ára,
Reynihlíð 7, 105 Reykjavík.
Ingibjörg Ásta Þorsteinsdóttir, 4 ára,
Öldubakka 5, 860 Hvolsvelli.
María Sigríður Ágústsdóttir, 12 ára,
Efstuhlíð 19, 221 Hafnarfirði.
Styrmir og Kjartan, 2 og 6 ára,
Grænumýri 6, 170 Seltjarnarnesi.
Viðar Örn Ómarsson, 4 ára,
Heiðarlundi 8a, 600 Akureyri.
Þorbergur Erlendsson, 5 ára,
Björtuhlíð 15, 270 Mosfellsbæ.
Verðlaunaleikur vikunnar
Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið teiknimyndina
Ævintýri í Ameríku á myndbandi með íslensku tali:
Skilafrestur er til sunnudagsins 4. maí. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 11. maí.
Eftirlætis smiður okkar allra, Bubbi byggir,
er kominn aftur ásamt öllum vinum sínum
á nýju myndbandi með íslensku tali.
Eins og alltaf er hann önnum kafinn við
að smíða, saga, breyta og laga og honum
til hjálpar eru Selma, Skófli, Moki, Valti,
Loftur og Hringla.
Barnasíður Moggans og Myndform efna
til verðlaunaleiks. Taktu þátt og þú
gætir verið meðal hinna 10 heppnu
sem hljóta spóluna í vinning!
Sendið okkur svarið, krakkar.
Utanáskriftin er:
Barnasíður Moggans
- Bubbi byggir -
Kringlan 1
103 Reykjavík.
Ævintýri í Ameríku - Vinningshafar
Spurning:
Hvað heitir kisan hans Bubba?
( ) Mjása
( ) Snotra
( ) Læða
Nafn:
Aldur:
Heimili:
Staður:
Halló krakkar
Myndlistarmaðurinn okkar þessa vikurnar heitir Kristófer Bruno
La Fata. Hann er 8 ára gamall og býr að Njarðargötu 37 í Reykja-
vík. Hann sendi inn þessa fínu mynd í myndlistarkeppni Skógarlífs
2.
Hér er líf og fjör, og sólin skín svo mikið að hún þarf sjálf að vera
með sólgleraugu. Móglí er í góðu skapi að leika við vini sína – og
óvini! Eru þetta ekki Sera Khan, Ka og Bagera?
Skemmtilegt skógarlíf
Hugartónar
Í huganum er hljóðið
sem helst ég heyra vil,
ljúfara en ljóðið
sem lifir í góðum yl.
Ef bara les ég bækur
brátt það kemur upp,
frítt sem fagur lækur
fyndið sem Ripp, Rapp og Rupp.
Gaman er að gleðjast því í
hljóðinu frábæra góða
ef aðeins allir lifðu í því
alltaf friður í heiminum óða.
Ljóðskáldið Einir Björn Ragnarsson 12 ára, sem býr að Laugalæk 12 í
Reyljavík, samdi þetta ljóð og teiknaði þessa fínu mynd með. Einir Björn
er einn af vinningshöfunum í hljóðaljóðasamkeppninni okkar.
„Ég er svo glaður
að þú skulir hafa
skírt mig Jón,“ skrif-
aði Jón til mömmu sinnar.
„Af hverju?“ spurði mamma
hans í svarbréfinu.
„Því allir krakkarnir í sumarbúð-
unum kalla mig Jón,“ skrifaði hann
tilbaka.
Mamman og
pabbinn fengu
bréf frá litla
stráknum sínum.
„Í dag var brjálað
fjör að hoppa út í sundlaugina. Krakk-
arnir segja að það verði ennþá
skemmtilegra þegar vatnið verður
komið í!“
Og í lok bréfs skrifaði Markús: „Er
ennþá mynd af Jóni Sigurðssyni á
500 króna seðlinum? Nei, ég er bara
að pæla, það er svo rosalega langt
síðan ég hef séð svoleiðis.“
Lilla skrifar: „Mamma, í seinasta
bréfi segir þú að Súsí systir sé búin
að eignast barnið. Hvort er það strák-
ur eða stelpa? Ég verð nefnilega að
vita hvort ég sé orðin frænka eða
frændi!“
Skrýtluskjóðan
Bréf úr sum-
arbúðunum