Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson 12 B SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er mikill fengur að því að nú er hægt að ganga að frönsk- um andabringum vísum í frystiborðum betri stórmarkaða. Andabringur eru ekki einungis eitthvert besta kjöt sem hægt er að fá. Þær eru einnig glettilega auðveldar í matreiðslu. Ég hef tekið eftir því að margir mikla það fyrir sér að elda önd, ef- laust minnugir einhverra vand- ræða sem þeir hafa lent í við heil- steikingu á fugli. Ef einungis bringurnar eru eldaðar ættu hins vegar flestir að ráða við að breyta þeim í veislumáltíð. Bringurnar eru ávallt frosnar þegar þær eru keyptar og því verða menn að vera tímanlega á ferðinni. Það þýðir ekki að hlaupa út í búð og ætla að kaupa bring- urnar hálftíma áður en gestirnir mæta á staðinn. Það þarf að taka þær úr frysti að minnsta kosti morguninn áður en ætlunin er að elda þær. Að því búnu er best að snyrta bringurnar. Yfirleitt gerist þess ekki þörf. Ég hef hins vegar tekið eftir því að á bringunum, sér- staklega frá einum frönskum fram- leiðanda sem fáanlegar eru bring- ur frá hér á landi, hafa fjaður- stúfarnir ekki verið hreinsaðir almennilega af. Það er einn og einn stúfur sem hefur brotnað, væntanlega við vélvinnslu. Lítið mál er hins vegar að kippa því í liðinn og gott að nota litla flísatöng eða sömu töngina og þið notið til að beinhreinsa fiskflök. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að kippa fjaðurstúfunum úr og oftast er engin þörf á því. Að því búnu eru skornar nokkr- ar ræmur í skinnið og fituhúðina ofan á bringunni. Nuddið salti í sárin. Á þessu stigi er gott að vera bú- inn að forhita ofn í um 200 gráður og hita síðan upp góða steiking- arpönnu. Þegar pannan er orðin mjög heit eru bringurnar settar á pönnuna með skinnhliðina niður. Óþarfi er að setja olíu eða smjör á pönnuna. Fitan undir húðinni á bringunum byrjar strax að bráðna og það verður því fljótlega nóg af steik- ingarfitu á pönnunni. Þegar húðin er farin að brúnast og verða stökk er bringunum snúið við og steiktar í smástund á kjöt- hliðinni. Þá eru þær settar í fat og stung- ið inn í ofn. Það á vera nóg að hafa bringurnar í um 10 mínútur í ofn- inum en fer þó nokkuð eftir stærð þeirra. Andabringur eru bestar „bleik- ar“ í miðjunni og það er illa farið með gott hráefni að ofsteikja þær. Andakjöt er rautt kjöt en ekki hvítt og því ágætt að nota svipuð viðmið og varðandi t.d. nautakjöt. Eftir að bringurnar hafa verið teknar úr ofninum er best að leyfa þeim að jafna sig í 5-10 mínútur og gott að setja álpappír yfir þær til að halda hitanum í þeim. Að því búnu eru bringurnar sneiddar niður í um sentimeters- þykkar sneiðar og settar á diska ásamt meðlæti. Gott er að salta þær örlítið og pipra áður. Það fer nokkuð eftir stærð bringnanna hversu margar þarf í máltíð og einnig hvort öndin verð- ur hluti af stærri máltíð með mörgum réttum eða á að standa ein og sér. Oft dugar ein stór bringa fyrir tvo en ef til dæmis á að elda fyrir sex getur verið skyn- samlegt að kaupa fjórar bringur. ÞAÐ er alltaf ánægjulegt aðsjá ný vín sem skera sig úr íbúðunum. Þau eru mörg vín-gerðarhéruðin í heiminum sem við fáum ekki að njóta hér á landi en framleiða mjög góð vín.Í byrjun mánaðarins komu til dæmis þessi tvö vín, annað ítalskt og hitt spænskt, í verslanir ÁTVR. Það hef- ur ekki verið mikið framboð á vínum frá héraðinu Le Marche á Ítalíu en það er staðsett á milli Appenn- ínafjalla og Adríahafs. Þekktasta vín héraðsins er hvítvínið Castelli di Jesi, sem er framleitt úr þrúgunni Verd- icchio. Umani Ronchi Casal di Serra 2001 er magnað í nefi jafnt sem munni, lit- urinn gullinn og aðlaðandi. Í nefi fíkj- ur og melónur, í munni eik og krydd- aður hitabeltisávöxtur. Vínið er stórt og hrífandi. Þetta er hvítvín sem hrífur mann með sér, djúpt og seiðandi. Kostar 1.490 krónur. 19/20 Rauðvínið Castell del Renei Gotim Bru 2000 kemur hins vegar frá spænska víngerðarhéraðinu Costers del Segre. Við höfum um nokkurt skeið getað notið hinna frábæru vína fram- leiðandans Raimat frá þessu svæði og ánægjulegt að þau skuli vera kom- in með félagsskap í hillunum. Costers del Segre er að finna í Katalóníu og er eitt þeirra víngerðarsvæða Spánar þar sem hvað mest er að gerast þessa stundina. Castell del Remei er einn athyglisverðasti framleiðandi svæð- isins og Gotim Bru er vín úr þrúg- unum Cabernet Sauvignon og Tempranillo. Það er dökkt og djúpt, jafnt á lit sem í nefi. Þar má einnig finna mikla eik, kaffi og áfengislegna ávexti í bland við ristaðar kast- aníuhnetur (þessar sem götusalarnir í Evrópu eru alltaf að reyna að selja manni). Í munni er vínið þægilegt, dimmt og áberandi áfengt. Í alla staði frambærilegt og spennandi vín. Kostar 1.490 krónur. 17/20 Vín Morgunblaðið/Árni Torfason Costers del Segre og Castelli di Jesi Ný og falleg kirsuber eru nú fáanleg í versl- unum og er tilvalið að nýta þau sem mest því þau eru því miður einungis fáanleg hluta ársins hér á landi. Kirsuber má nota á margvíslegan hátt, jafnt í eftirrétti sem aðalrétti. Þessi sósa hentar frábærlega með andabringum og raunar þarf ekkert annað en sósuna og kjötið. Eitt grænt Granny Smith-epli. Flysjið epl- ið, kjarnahreinsið og skerið í teninga. 1 dl. af góðu rauðvíni. (Gott er að frysta rauðvínsafganga til að eiga í sósur sem þessar) Eitt box af nýjum kirsuberjum. Hreinsið steinana úr þeim. Lítil kanilstöng 3–4 negulnaglar 5–10 svört piparkorn Múskathneta Ósaltað smjör Sykur Myljið kanilstöngina, negulnagla, pip- arkorn og brot úr múskathnetunni í mor- téli. Bræðið tvær matskeiðar af smjöri í potti ásamt tveimur teskeiðum af sykri. Brúnið eplateningana upp úr smjörinu í nokkrar mínútur. Bætið rauðvíni, kirsuberjum og kryddi saman við, leyfið suðunni að koma upp og látið þetta malla í um tíu mínútur. Þegar sósan er orðin að hálfgerðu mauki er hún síuð í gegnum fínt sigti. Smakkið á henni, saltið og piprið ef þörf er á. Það er tilvalið að taka nokkur stein- hreinsuð kirsuber frá (4–6 á hvern disk) og setja þau í pott ásamt skeið af smjöri, skvettu af rauðvíni, teskeið af sykri og láta þau malla í um fimm mínútur. Eldið andabringurnar samkvæmt leið- beiningum hér á síðunni, skerið niður og raðið fallega upp á diskana. Hellið sósu yfir og skreytið með heitu kirsuberjunum. Vínið með: Með þessum mat hentar jafnt öflugt Búrgundarvín sem Bordeaux-vín. Ég myndi mæla með Pommard frá Louis Jadot eða þá Nuits Saint-Georges frá Jos- eph Drouhin. Bordeaux-vín sem kæmi til greina væri Chateau Canuet eða Chateau Cantemerle. ÖND OG KIRSUBER Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að há- marki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vín- ið merkt með buddu. Ljúffengar andabringur Eftir eldun er bringan sneidd niður. Fyrir steikingu er nauðsynlegt að skera í húðina svo fitan flæði út. Morgunblaðið/Arnaldur Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælker- um hugmyndir, athugasemdir eða ábend- ingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppá- komur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birt- ingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.