Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 15
Hópurinn fór saman út að borða og lét vel af nokkrum stöðum. Ásborg Arnþórsdóttir Slóð hótelsins sem gist var á er www.villastahl.ee Veitingahús: Kuldse Notsu Körts Estonian Country Restaurant Dunkri 8, 10123 Tallin. Sími: 00372 628 6567 Balthasar garlic restaurant Town-Hall Square, Raekoja Plats 11, Tallin www.restaurant.ee Sími: 00372 6 276 400 leyndarmálum ítalskrar matargerð- ar. „Það þarf ekki meira til en ferska tómata sem eru vel þroskaðir, ný- tínda sveppi og parmaskinku og þá er komin himnesk máltíð. Reyndar er þetta hægt hér heima líka, íslenskir og vel þroskaðir tómatar sem geymd- ir eru við stofuhita og nýtíndir ís- lenskir sveppir eru fyrsta flokks hrá- efni og hér fæst parmaskinka. Nýsteiktir sveppir í morgunmat Ég sá að morgunverður getur verið annað en rúnnstykki og ostur því þarna sátum við úti á veröndinni og borðuðum sveppina sem ég tíndi sjálf, burstaða og nýsteikta með tebolla.“ Hún segir að þegar farið er í sveit- ina í kringum Licciana Nardi séu hér- ar, dádýr og önnur villt dýr algeng sjón og kyrrðin sé mikil. Dominique segir að fari lesendur á þessar slóðir verði þeir að heimsækja þjóðgarðinn Cinque Terre. „Þar er ein fallegasta gönguleið sem ég hef farið alveg við Miðjarð- arhafið. Leiðin er að vísu brött en alveg ein- stök og fimm lítil þorp á leiðinni þar sem húsin standa þétt saman á klett- um. Gönguleiðirnar eru vinsælar á sumrin og þær eru vel skipulagðar innan um vínekrur og ólífutrjálundi. Hún bendir á að best sé að fara á virk- um dögum þegar umferðin sé minni. Það tekur frá klukkustund og upp í þrjá tíma að ganga milli þorpanna og sé fólk orðið þreytt getur það hvílt sig og tekið lest í næsta eða þarnæsta þorp nú eða til baka. Þorpsbúar stunda fiskveiðar og nú- orðið koma þangað margir ferðamenn svo þeir hafa tekur af þeim. Gisting er frekar dýr í þjóðgarðinum svo fólk getur farið þangað í dagsferð ef það vill ekki dvelja yfir nótt. Þegar Dominique er í lokin spurð hvort hún ætli aftur á þessar slóðir segir hún að það sé enginn vafi. „Þessi staður er svo einstakur og ekki síst fyrir þær sakir að í þessu litla þorpi tekur fólk sér tíma til að lifa og er ekki alltaf að flýta sér. Það er nóg til að draga mig þangað aftur.“ Gistiheimilið var eins og flottasta hótel og hér sést hluti jarðhæðarinnar. Þjóðgarðurinn er með vefslóð- ina: www.cinqueterreeonline.com Bændagistingin sem Dom- inique bendir á hefur slóðina: www.holiday-rentals.co.uk/ index.cfm/ prperty/6141.cfm#u10637 en hægt er að bóka beint hjá húsmóðurinni með tölvupósti. Tölvupóstfangið er: janebcn@tin.it Heimasíðan í Toscana er í vinnslu en hún verður komin í lag innan fárra daga. Slóðin er: www.lavecchialoggia.com MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 B 15 ferðalög ÞINGEYJARSVEIT hefur nú ráðið Önnu Maríu Þórhalls- dóttur í nýtt starf upplýsinga- fulltrúa ferðamála. Anna María hefur aðsetur á Fosshóli við Goðafoss. Upplýsingaskrif- stofan verður opin virka daga frá kl. 9–17 meðan þessi þjón- usta er í mótun. Jafnframt upplýsingagjöf til ferðamanna mun Anna María sinna upplýs- ingaöflun og þarfagreiningu vegna endurskipulagningar á Fosshóli sem unnið er að á vegum Fosshóls ehf. og Þing- eyjarsveitar. Með ráðningu upplýsinga- fulltrúa fyrir ferðamenn leitast sveitarfélagið við að bæta þjónustu sína við þennan sí- vaxandi hóp velkominna gesta. Upplýsingaskrifstofa ferða- mála á Fosshóli verður kynnt á sameiginlegum fundi allra aðila sem koma að ferðaþjón- ustu í Þingeyjarsveit. Fund- urinn verður haldinn á Foss- hóli 11. júní n.k. og hefst kl. 14. Upplýs- ingamið- stöð á Fosshóli Anna María í fögru umhverfi Goðafoss við Fosshól. Síðustu sætin til Rimini þann 24. júní í eina eða 2 vikur. Kynnstu Feneyjum, Flórens, Rimini og Róm. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfanga- stað á Ítalíu. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Stökktu til Rimini 24. júní frá kr. 39.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 24. júní. Alm. verð kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. Hvenær er laust 10. júní 4 sæti 17. júní uppselt 24. júní 14 sæti 1. júlí uppselt 8. júlí uppselt 15. júlí 28 sæti 22. júlí uppselt 29. júlí 11 sæti 5. ágúst 14 sæti Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Síðar heilsárs- kápur kr. 29.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.