Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ METZ í Austurstrætimarkaði sérákveðna sérstöðumeðal veitingahúsaí miðbænum allt frá fyrsta degi er veitingastað- urinn var opnaður í byrjun maí. Sú sérstaða felst í því að álagning á léttvíni nemur einungis þúsund krónum á flösku óháð því hvað vínið kostar en flest veitingahús miða við prósentureglu og tvöfalda eða jafnvel þrefalda því verð víns- ins. Flaska af mjög góðu og vönd- uðu víni kostar því svipað og jafn- vel minna á Metz en ódýrustu vín á flestum öðrum veitingastöðum. Dýrasta rauðvínið er á fjögur þús- und krónur! Þá er jafnframt hægt að fá mörg vín seld í glasavís en ekki einungis eitt óskilgreint „vín hússins“. Með þessu er greinilega verið að stíla inn á þann hóp neytenda sem vill gjarnan geta farið út á veit- ingahús, sest þar niður og fengið sér mat og drykk, eða þá jafnvel einungis vínglas, án þess að það komi ótæpilega við pyngjuna. Uppbygging matseðils er jafn- framt þannig að hann býður ekki endilega upp á klassíska þriggja rétta samsetningu, forrétt, aðal- rétt og eftirrétt, heldur einnig að menn fái sér einungis smárétt, pasta, hamborgara eða þá þrí- réttað séu menn þannig stemmdir. Við byrjuðum á léttreyktum kjúklingalundum með satay-sósu (1.000 krónur) og hráskinku með geitaosti, salati og melónusósu. Kjúklingurinn kom á grill- pinnum og var mildur á bragðið, rétt eins og satay-sósan. Það er kannski ofsagt að segja að hún hafi verið bragðdauf en vissulega hefði mátt vera meira hnetubragð af henni. Salatið með var hins veg- ar gott og sömuleiðis fylgdi steikt paprika á diskinum. Hráskinkan var forvitnilegt af- brigði af hinni sígildu samsetningu skinku og melónum. Þetta var vönduð skinka, væntanlega ítölsk, og hafði verið vafin utan um bita af geitaosti fyrir steikingu. Smell- passaði við sæta og góða mel- ónusósuna og áþekkt salat og birt- ist með kjúklingalundunum. Báðir réttirnir einfaldir í útfærslu en sérstaklega sá síðarnefndi sýndi góða takta. Grilluð New York Strip-steik með kartöflu og piparostakremi var einfaldlega pottþétt steik. Strip-steikin er vissulega engin lund eða T-bein en kjötið var gott og verðið ennþá betra eða 2.900 krónur. Nautakjötið var mjög vel útilátið á diskinum og sósan þykk og góð, vissulega ekkert megr- unarfæði, ekki verið að spara ost- inn og rjómann þarna. Bökuð kart- afla með var eins og þær gerast bestar og ekki spillti fyrir að hún var fyllt með ljúffengri sósu úr sýrðum rjóma þar sem estragon réð ferðinni í bragðinu. Með þessu stökkar belg- og strengjabaunir. Steikin féll hins vegar í skugg- ann af pizzunni (1.600 krónur). Hún var einfaldlega frábær. Pizza í ítölskum stíl þar sem alls konar góðgæti er hlaðið ofan á pizzuna eftir að hún er bökuð en ekki ein- ungis áður. Tómatar, klettasalat og hráskinka í miklu magni! Það hefði þó aðeins mátt fara spar- legar með þurra kryddið og ekki hefði spillt að fá nokkra dropa af hágæða ólífuolíu út á hana. Engu að síður var hún etin upp til agna. Heit súkkulaðikaka var dökk og stökk og bráðið súkkulaðið rann út þegar í hana var skorið. Með henni ágæt- ur ís og nokkur jarðarber. Í sjálfu sér ekki meira um það að segja, súkkulaðikökur standa alltaf fyrir sínu ef menn nota gott hráefni og vanda sig við baksturinn. Sú var raunin hér. Metz gefur sig ekki út fyrir að vera veitingahús í dýrasta flokki heldur meira nútímalegt bistro. Það eru ekki dúkar á borðum en borðbúnaður er vandaður og glös- in kristall frá Riedel, sem mörg mun dýrari hús mættu taka sér til fyrirmyndar. Maturinn og vínið er í lágum verðflokki en það er ekk- ert billegt við staðinn, matinn, vín- ið eða þjónustuna. Maður fær mik- ið fyrir peninginn. Veit ingahús S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Jim Smart  Austurstræti 9. Pöntunarsími: 5613000. Vefsíða: www.metz.is Andrúmsloft: Staður þar sem fólk kemur inn jafnt til að fá sér glas af góðu víni eða til að borða. Nú- tímaleg hönnun og um helgar breytist staðurinn í bar eða skemmtistað þegar líða tekur á kvöldið. Verð: Forréttir: 950-1.050 kr. Smáréttir: 900-1.100 Pasta og pizza: 1.600-1.700 Grill: 2.400-2.900 Eftirréttir: 800-950 Smáfólkið: 700-950 Þjónusta: Alla jafna fín og fag- mannleg. Mælt með: Pizzunni, hiklaust. Vínlisti: Gott úrval, vel valið og frábær verð. Fínt úrval af góðum vínum í glösum, t.d. Pol Roger kampavín, Cloudy Bay hvítvín, Alle- grini Palazzo della Torre rauðvín og Isole e Olena vinsanto sætvín. Metz Ódýrt og gott ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem eitt af vinsælli veit- ingahúsum landsins opnar útibú þar sem hægt er að panta og sækja marga af þeim réttum sem notið hafa hvað mestra vinsælda í gegnum árin. Það gerðist hins vegar á dögunum þegar Austurlandahraðlestin, sem er útibú frá Austur-Indíafjelaginu, opnaði á Hverfisgötu 64a. Segja má að Austurlandahraðlestin sé framhald af þeirri þróun sem átt hefur sér stað hjá Austur-Indía- fjelaginu síðastliðna mánuði. Matargerðin þar hefur verið að þróast, taka breytingum í átt að nútímalegum straumum í indverskri matargerð og að sama skapi hverfa frá hinni „etnísku“ blöndu sem hefur verið að finna á matseðlinum. Með tilkomu Austurlandahraðlestarinnar hverfa margir hinna sígildu rétta Austur-Indíafjelagsins af matseðli og verða nú einungis fáanlegir á Austurland- ahraðlestinni. Má nefna sem dæmi Tandoori- kjúklinginn, hinn vinsæla kjúklingarétt „65“, Tikka Masala og Vindaloo-kjúklinginn. Sú stefna hefur verið tekin að opna ekki ódýran há- degisstað þar sem réttirnir bíða tilbúnir í borði heldur viðhalda sömu gæðum og eru hjá Austur-Indíafjelag- inu. Hinn indverski Lakhsman Rao, sem verið hefur yf- ir eldhúsinu hjá Austur-Indiafjelaginu allt frá árinu 1995, ræður nú ríkjum í eldhúsi Austurlanda- hraðlestarinnar og eru allir réttir eldaðir eftir pöntun. Vel hefur tekist til þótt ég mæli með því að menn flýti sér heim með réttina þannig að hægt sé að snæða þá sjóðandi heita beint úr tandoori-ofninum. „Kjúk- lingur 65“ hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki var hægt að sjá að hann hefði tekið neinum breytingum frekar en Tandoori-kjúklingurinn. Þá má mæla með Kheema Mattar Masala ef menn eru mikið fyrir bragðmiklar kássur, þessi er úr lambahakki með baunum. Ég var hins vegar ekki sérlega hrifinn af linsubaunaréttinum Madras Sambar. Á Austurlandahraðlestinni er einnig hægt að fá ný- bakað Naan-brauð, svalandi Raitha-sósu og saffran- krydduð Pulao-hrísgrjón. Lambafyllingin í Sam- ósunum hefði mátt vera ögn bragðmeiri en djúpsteiktu Pakodas-laukstrimlarnir voru góðir með mildri kryddjurtasósu. Hægt er að borða á staðnum í litlum en vel útfærð- um matsalnum jafnt sem taka með sér réttina heim og er Austurlandahraðlestin opin frá kl. 16-22 alla daga. Austurlandahraðlestin, Hverfisgötu 64 a. Sími 5526007. Heimasíða: www.hradlestin.is Austurlandahraðlestin Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.