Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 9

Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 9
ér ekkert upp við vélbyssuna sem einn pabbinn bar þeim til verndar. Þjófarnir sem rændu skólann eftir stríðið stálu litlu en létu sér að mestu nægja að rífa niður myndir og brjóta styttur af Saddam. Krakkarnir sem dam sé horfið og þau velta mikið fyrir sér hvert hann hafi farið. Styttan á hægri myndinni stóð fyrir framan eina af höllum einræðisherrans fyrrverandi en þetta var heillegasta styttan sem við sáum af honum. Án deyfingar Á Al Noor-sjúkrahúsinu var læknir að sauma saman sár á enni þessarar konu án þess að hún væri deyfð en bróðir hennar hélt henni niðri á meðan. Deyfing er ekki notuð nema í al- varlegustu tilvikum. Al Noor-sjúkrahúsið hefur sloppið við árásir ræningja því starfsfólkið skiptist á um að standa vörð með skammbyssur og Kalashnikov-riffla. Stendur vörð Þjófar voru ekkert feimnir við að ræna og rupla um miðjan dag. Maðurinn á myndinni stóð vörð uppi á hlið- inu á einni af höllum Saddams á meðan félagar hans athöfnuðu sig innan múranna. Hann gaf okkur reynd- ar þá skrítnu skýringu fyrir veru sinni þarna á hliðinu að hann væri að fylgjast með vinum sínum veiða fisk í einni af tjörnum garðsins. Í þeim væru ýmiss konar skrautfiskar síðan á tímum Saddams. aða má tt af Morgunblaðið/Þorkell MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.