Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 B 13 bíó bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM RÖSKLEGA þrjú ár eru liðin síðan tæknin var tekin í notkun á kaup- stefnum og ráðstefnum í Bandaríkj- unum og fyrsta kvikmyndasýning með stafrænni tækni var á Titan A.E. hinn 6. júní 2000. Síðan hefur notkun stafræna búnaðarins færst mjög í aukana, um 150 sýningarsal- ir eru þannig væddir í dag og talið að ekki þurfi lengi að bíða uns búið verði að fínslípa búnaðinn og hann fari að ryðja ser rúms af fullum þunga úti á almennum markaði. Annar vandi sem blasir við er sá að bíóeigendur í Bandaríkjunum eru í deilum við kvikmyndaverin um hver beri kostnaðinn af nýja tæknibúnaðinum sem er mjög hár í dag, það ágreiningsmál er ekki yf- irstíganlegt. Í dag greiða dreifing- araðilar filmukostnaðinn og aðeins tímaspursmál hvenær aðilarnir komast að viðunandi niðurstöðu varðandi kostnað við stafrænu væð- inguna. Víkjum aftur að bíóinu í Holly- wood. Það heitir Hollywood Pacific Theater, sannkölluð höll í ítölskum stíl sem upphaflega var byggt fyrir frumsýningu Jazzsöngvarans (’27), fyrstu talmyndarinnar. Það stendur við Hollywood Boulevard og hefur verið að grotna niður – ásamt hverfinu sem hýsir einkum klám- búllur og rónabari – síðan því var lokað fyrir mörgum árum. Nú er það að rakna úr rotinu, tæknimenn og sérfræðingar frá Digital Cinema Laboratory eru í óðaönn að fram- kvæma óteljandi prófanir á nýja sýningarbúnaðinum. DCL er stofn- un á vegum Háskóla Suður-Kali- forníu, fjármögnuð að hluta af dreifirisunum, kvikmyndaverunum sem stjórna heimsmarkaðinum í dag. Einn góðan veðurdag mun hann notast við þann hug- og tækjabúnað sem nú er í þróun í myrkum salarkynnum Hollywood Pacific bíósins. M.a. er verið er að ná marg- víslegum, vísindalegum niðurstöð- um með mælingum á skerpu og birtu stafrænu myndarinnar á tjaldinu. Vísindamennirnir notast ekki eingöngu við háþróaðan tækni- búnað til mælinganna heldur einnig sérvalda áhorfendur og hópa nem- enda sem skrásetja reynsluna. Stafrænar sýningar hafa ýmsa burði fram yfir þá hefðbundnu filmutækni sem notast er við í dag og er í grundvallaratriðum óbreytt frá árdögum kvikmyndanna. Í aug- um bíógestsins er stafræna sýn- ingin í sömu hágæðunum á 100. sýningu og þeirri fyrstu. Ekki hið minnsta flökt né gamalkunnugt slit, rispur né ryk trufla áhorfandann. Kvikmyndaverin sjá fram á mik- inn sparnað sem mun nema um milljarði dala á ári ef þau þurfa ekki lengur að framleiða og flytja sýningareintökin á filmu um heim- inn þveran og endilangan. Þess í stað fá þessi 150 þúsund kvik- myndahús jarðkringlunnar mynd- irnar sendar rafrænt með tilstuðlan gervihnatta. Hlaða þeim síðan nið- ur á harðan disk eða hliðstæðan búnað og framkvæmdin er sáraein- föld, ódýr og milliliðalaus frá fram- leiðanda til kvikmyndahúss. Í fjölsalabíóum verður myndun- um hlaðið niður á sérhannað drif og sýningarmaður stjórnar keyrslunni með aðstoð tölvutækni sem sendir eintakið í stafrænu sýningarvélarn- ar. Filmuþræðingar og -límingar heyra sögunni til. Sem fyrr segir eru sýningarvél- ar, tölvur og annar búnaður sem fylgir stafrænum kvikmyndasýn- ingum, miklu dýrari en sá hefð- bundni. Þó að búnaðurinn hafi hlot- ið eldskírn á sýningum Stjörnu- stríðs II. á síðasta ári telur „iðnaðurinn“ að enn sem komið er flokkist stafrænar sýningar undir tilraunastarfsemi. Menn eru ekki á eitt sáttir um gæðin en þau aukast dag frá degi í linnulausum rannsóknum og betr- umbótum vísindamanna á borð við þá sem hafa hreiðrað um sig við Hollywood Boulevard. Fyrir skömmu var sýnd mynd á vegum Texas Instruments í 2.000 línu upp- lausn. Myndin var svo kristaltær á tjaldinu að áhorfendur stóðu upp og klöppuðu af hrifningu. Að áliti fagmanna var árangurinn samt sem áður á svipuðum gæðanótum og 35 mm filma. Því er verið að hanna 5.000 línu upplausn sem á að teljast umtalsverð framþróun í myndgæð- um. Einn vandi til viðbótar er hættan á enn auknum umsvifum „kvik- myndasjóræningja“, sem eiga til- tölulega auðvelt með að nálgast stafrænar kvikmyndasendingar – eins og um hnútana er búið í dag. Lausnin er í sjónmáli og allt stefnir að því að við eigum von á mestu byltingu kvikmyndasögunnar innan 5 ára – í síðasta lagi. Kvikmyndahús framtíðar í augsýn Það eru aðeins örfá ár síðan umræður hófust um næstu byltingu í kvikmyndaiðnað- inum; nýja, stafræna sýning- artækni sem nú er verið að þaulreyna í niðurníddu, sögu- frægu bíói – sem vitaskuld er í gömlu Hollywood. Breyting- arnar vekja margar, forvitni- legar spurningar. „Titan A.E.“ á hvíta tjaldinu. Stafrænar sýningar verða mesta bylting kvikmyndasögunnar. saebjorn@mbl.is Kvikmyndaverin eru í stórsókn að verja eigur sínar fyrir bíræfnum þjófum sem hlaða nýjustu mynd- unum niður á net- ið svo aðrir geti notið þeirra frítt. Kerry nokkur Gonzales komst að því fullkeyptu að slík iðja er orðin býsna varasöm. Gonzales þessi gerði sér lítið fyrir og rændi Hulk, vinsælustu mynd heims- ins nú um stundir. Með þeim árangri að hún stóð til boða á netinu öllum sem vildu tveimur vikum fyrir frumsýningu. Alríkislögreglan, FBI, hafði uppi á kauða sem verður manna fyrstur til að hljóta dóm fyrir slíkan verknað. Hann á von á þriggja ára fangelsi og 250 þús- und dala sekt. Universal (framleiðandi myndarinnar), og önnur kvikmyndaver, vona að málalokin verði öðrum víti til varnaðar. „Sjóræningja“ refsað ÞRÁTT fyrir að tökur hefjist ekki fyrr en eftir þrjár vikur eru fréttir teknar að kvisast út um gengi per- sónanna í Stjörnustríði III, (byrjuninni á end- inum eða end- anum á byrj- uninni, hvernig sem menn líta á það). Samuel L. Jackson, sem leikur jeda- meistarann Mace Windu, hefur látið hafa eftir sér að persónan hans endi líf sitt í síðasta hluta þessa met- aðsóknarbálks. „Látið ykkur ekki bregða, við vorum vöruð við því í Stjörnustríði að í lokin yrðu engir jed- ar aðrir en Yoda og Obi Wan.“ Jack- son saknar þess þegar töku síðustu Stjörnustríðs-myndarinnar lýkur. „Ég þarf þó ekki að kvarta því George (Lucas), gaf mér elsta ljósasverð al- heimsins. Hvers getur maður óskað sér frekar?“ Dauðdagi Windu Upphafið…

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.