Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 6

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA RAFTÆKJAVERSLUN LANDSINS! VELDU LÆGSTA VERÐIÐ! VELDU EXPERT! „FJÖLMIÐLUN og stjórnmál nú- tímans eru hörð og óvægin. Menn eru dæmdir í umræðunni löngu áður en mál þeirra fá eðlilega um- fjöllun stofnana samfélagsins. Bæði fjölmiðlar og stjórn- málamenn verða að gæta hófs í ummælum sínum um álitaefni og viðkvæm mál. Við getum öll tekið okkur á í þeim efnum. Vissulega er gagnrýni nauðsyn- leg, en erum við ekki stundum fullfljót á okkur að dæma aðra?“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra í ræðu sem hann hélt á Hólahátíð í gær. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju þar sem Jón Að- alsteinn Baldvinsson vígslubiskup prédikaði og að messu lokinni voru veittar kaffiveitingar í boði Hólanefndar. Á sjálfri hátíðar- samkomunni flutti Halldór Ás- grímsson hátíðarræðu, Þorsteinn frá Hamri flutti ljóð og Skúli Skúlason skólameistari flutti ávarp. Á milli þessara atriða var flutt tónlist í umsjá Eyþórs Inga Jónssonar, Kammerkór Akureyr- arkirkju söng og einsöngvarar voru Þórhildur Örvarsdóttir og Sigrún Arngrímsdóttir. Halldór vék að því í upphafi ræðu sinnar á Hólum í gær, að nú værum við stödd á þeim stað sem tengir í ríkari mæli saman menn- ingarsögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en flestir aðrir. Halldór fjallaði um mikilvægi menntunar og hvernig Íslendingar hafa orðið þess áskynja á undan- förnum árum hversu stóran sess menntun og vísindi skipa í sam- félaginu. „Uppbygging háskóla á Akureyri hefur hleypt nýju lífi í mannlíf við Eyjafjörð. Í Borgar- firði á sér stað mikil uppbygging í tveimur háskólaþorpum, svo ekki sé minnst á það góða starf sem fram fer í margvíslegum háskólum í höfuðborginni og annars staðar, meðal annars fyrir tilstilli nútíma- tækni sem gerir fjarnám mögulegt um land allt. Hólastaður hefur ekki setið eftir í þessum efnum og mér finnst mikið til koma um þá uppbyggingu sem á sér hér stað og er framundan,“ sagði Halldór. Framfarir þjóðarinnar með ólíkindum Halldór talaði um að á þeim tæpu þremur áratugum sem liðnir eru frá því að hann tók sæti á Al- þingi Íslendinga hefði íslenskri þjóð fleytt svo fram, að kraftaverk mætti teljast. „Þessar framfarir verða enn ótrúlegri séu þær settar á lengri tímakvarða og skoðaðar í samhengi. Á hundrað árum hefur þjóðin unnið sig upp úr örbirgð til ríkidæmis með dugnaði og hörku, þrátt fyrir ægikraft náttúruafl- anna; þrátt fyrir áföll og hamfarir, þrátt fyrir allt að því ómögulegar aðstæður á stundum,“ sagði Hall- dór og ræddi í framhaldi af því um alþjóðavæðinguna og að Ís- lendingar ættu þar fullt erindi eins og hverjir aðrir. „Víða er hlustað á rödd okkar af virðingu og athygli. Sömu virðingu eigum við vitaskuld að sýna öðrum þjóð- um, því allir hafa eitthvað merki- legt fram að færa og við verðum aldrei of góð eða of merkileg til að læra af öðrum,“ sagði Halldór. Halldór sagði að Íslendingar mættu ekki miklast yfir þeim góða árangri sem náðst hefur, heldur þyrftum við að rækta áfram það góða og bæta okkur. Hann talaði einnig til fjölmiðla þar sem hann bað menn að gæta hófs í umfjöllun um álitaefni og viðkvæm mál. „Fréttamat og aldarháttur nú- tímans, bæði í innlendu og erlendu samhengi, virðist óðum þróast í þá átt að hörmungar og ógæfa séu betra og meira fréttaefni en vel- gengni og framfarir. Andstaða við mál þykir merkilegri en stuðn- ingur. Fjölmiðlun og stjórnmál nú- tímans eru hörð og óvægin. Menn eru dæmdir í umræðunni löngu áður en mál þeirra fá eðlilega um- fjöllun stofnana samfélagsins. Bæði fjölmiðlar og stjórn- málamenn verða að gæta hófs í ummælum sínum um álitaefni og viðkvæm mál. Við getum öll tekið okkur á í þeim efnum. Vissulega er gagnrýni nauðsyn- leg, en erum við ekki stundum fullfljót á okkur að dæma aðra?“ sagði Halldór í ávarpi sínu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti ávarp á Hólahátíð Fjölmiðlar og stjórnmála- menn of fljótir að dæma Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti hátíðarræðu á Hólahátíð í ár. MUN friðsamari bragur var á menningarnótt í ár heldur en í fyrra þótt þátttakendafjöldinn hafi að lík- indum verið meiri nú. Geir Jón Þór- isson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, telur að um eitt hundrað þúsund manns hafi verið í bænum þegar mest var. Þrátt fyrir fjölmennið gekk allt að óskum og segir Geir Jón að viðmót mótsgesta hafi verið ljúfara nú en fyrir ári. Þá var tölu- vert um slagsmál og ölvun áberandi. Nú segir lögreglan hins vegar að ekki hafi verið mikið meira að gera hjá sér heldur en á venjulegum laugardegi. Fangageymslur voru þó fullar eftir nóttina en það er ekki óvenjulegt ástand eftir fjölmenna helgi í miðborg Reykjavíkur. „Það gekk ljómandi vel. Það verð- ur ekki annað sagt,“ segir Geir Jón. Hann segir að fyrst eftir kvöld- mat á laugardag hafi verið fremur fámennt í bænum en straumurinn hafi þyngst smám saman allt að flugeldasýningunni sem var kl. 23. Veður lagaðist mikið eftir því sem leið á kvöldið og telur Geir Jón það hafa ráðið miklu um hve mikið fjöl- menni ákvað að taka þátt í menning- arnótt í ár. Hann segir að umferð hafi gengið mjög vel. Ein ástæðan sé sú að fólk hafi ekki flýtt sér mjög úr borginni eftir flugeldasýninguna svo umferð- in var jafnari en verið hefur. Aðspurður segir Geir Jón að náið samráð lögreglu og skipuleggjenda hafi ráðið miklu um hve vel tókst til með menningarnótt í ár. Þá segir hann það hafa hjálpað hve snemma dagskránni lauk. „Samstillt átak lögreglu, borgar og þeirra sem að þessu komu. Menn voru með mark- vissa upplýsingagjöf til almenn- ings,“ segir hann. Geir Jón segist telja að almenn- ingur hafi verið meðvitaður um vandræðin sem urðu í fyrra og að allir hafi lagst á eitt til þess að menningarnótt í ár tækist betur. „Ég vil að það komi skýrt fram að þetta góða samstarf sem varð meðal þeirra aðila sem að þessu komu, ör- yggismálum, skipulagningu og dag- skrá, hafi skilað mjög góðum ár- angri. Lögreglan er mjög ánægð með það samstarf,“ segir Geir Jón. Menningarnótt í Reykjavík gekk vel fyrir sig í ár Ljúfara yfirbragð á há- tíðinni í ár en í fyrra Morgunblaðið/Júlíus Tíu bílar lentu í árekstri á Miklubraut um miðjan dag í gær. Nokkurt tjón varð á bílum og talsverðar umferðartafir, en mikil umferð var niður í bæ. VEGNA mikils álags á farsíma- kerfi Símans GSM og Og Voda- fone reyndist notendum erfitt að ná sambandi við endurvarps- stöðvar á menningarnótt. Bæði félögin höfðu gert þónokkrar ráð- stafanir til þess að draga úr vandamálinu. Færanleg endur- varpsstöð Símans GSM var stað- sett á Arnarhóli, við Seðlabank- ann og Og Vodafone þrefaldaði rásafjölda fyrir sína notendur. Fjölgun rása var áþekk hjá Sím- anum. „Við næstum því þrefölduðum kerfið hjá okkur,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans. „Þetta er sambæri- leg stækkun og í fyrra og við lend- um í því sama og í fyrra, og áttum von á, að frávísanir áttu sér stað eftir að dagskrá lauk. Þetta stóð í hálftíma eða þrjú kortér,“ segir hún. Orsökin er sú að þegar fleiri notendur senda beiðni um afnot á farsímarás heldur en mögulegt er þá þarf gjarnan að gera nokkrar tilraunir til þess að ná sambandi. Að sögn lögreglu voru um eitt hundrað þúsund manns í mið- bænum. Að sögn Heiðrúnar mátti gera ráð fyrir að margir tækju upp símann þegar dagskrá lyki og olli það aukaálagi sem símkerfið réð ekki við. Pétur Pétursson, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að enn sé ekki búið að sameina kerfi Tals og Íslandssíma á höfuðborgarsvæð- inu og því hafi verið fjölgað um tvo senda fyrir hvort kerfið um sig og afkastageta annarra senda aukin. „Það var í raun og veru gert ráð fyrir þreföldun sums staðar og margföldun annars staðar,“ segir Pétur. „Ástandið var þannig að á milli ellefu og tvö var töluvert um frávísanir á öðru kerfinu.“ Hann segir að álag á kerfið hafi þrefaldast miðað við venjulegan föstudag en á sumum svæðum, sérstaklega við mið- bakkann, hafi álagið verið tífalt á við það sem venja er til. Mikið álag á farsíma- kerfum á menningarnótt „…eða allar rásir uppteknar“ ÞAÐ eru ekki allir sem hafa þann líkamlega styrk sem þarf til að geta hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Það þarf hins vegar ekki endilega að verða til þess að menn taki ekki þátt ef vilji og andlegur styrkur er fyrir hendi. Jón Sigurðsson frá Út- hlíð í Biskupstungum lét hvorki fötlun né rigningu aftra sér frá því að taka þátt í maraþoninu, en Jón var á árum áður góður langhlaup- ari. Strætóbílstjórinn beið þol- inmóður eftir því að Jón viki úr vegi. Morgunblaðið/SEL Lét ekki fötlunina stöðva sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.