Morgunblaðið - 18.08.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt vefrit um guðfræði
Glíman er guð-
fræði á Netinu
NÝTT vefrit um guð-fræði verðurformlega opnað í
Reykjavíkurakademíunni í
gamla JL-húsinu fimmtu-
daginn 21. ágúst kl. 17:00.
Kristinn Ólason, doktor í
gamlatestamentisfræðum
og kennari við Háskóla Ís-
lands, er einn af fimm rit-
stjórum Glímunnar, en svo
heitir ritið sem er óháð
tímarit um guðfræði og
samfélag.
Hverjir standa að Glím-
unni og hverjir eru hinir
fjórir ritstjórarnir?
„Við erum fimm guð-
fræðingar sem stöndum að
þessu riti og auk mín eru
það séra Ágúst Einarsson,
Jón Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Biblíu-
félagsins, doktor Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur og Stef-
án Karlsson menntaskólakenn-
ari.“
Hvað varð til þess að þið ákváð-
uð að ráðast í það að gefa út vefrit
um guðfræði?
„Okkur finnst full ástæða til að
drífa guðfræðina inn í samfélags-
lega umræðu á Íslandi í dag. Til-
koma vefritsins spannst að hluta
til út frá samvinnu og samtölum
okkar félaganna undanfarin ár.
Vefritið Glíman er einnig afrakst-
ur Grettisakademíunnar svoköll-
uðu, sem er hópur guðfræðinga
sem hefur komið saman undan-
farna vetur, flutt erindi og verið
með umræður í kjölfar þeirra og
endað á að fara saman út að borða.
Í Grettisakademíunni hefur orðið
til fjöldinn allur af erindum og það
var mikill áhugi fyrir því að koma
þeim á framfæri og til birtingar.
Við völdum þá leið að hafa Glím-
una vefrit, vegna þess að við vild-
um ná til sem flestra og því lá
beinast við að nýta sér tæknina
sem til er. Glíman verður birt á
vefsvæði Reykjavíkurakademí-
unnar, kistan.is, sem er mjög já-
kvætt því þannig opnum við fyrir
samræður við allt það fólk og allar
þær fræðigreinar sem þar eru
hýstar. Auk þess er á Kistunni
lögð áhersla á samtöl við almenn-
ing sem okkur finnst mjög mik-
ilvægt til að skapa sem víðasta
umræðu. Við fengum aðgang hjá
Reykjavíkurakademíunni vegna
þess að þar á bæ er litið á svona
umræðu sem samfélagslega mik-
ilvæga en ekki síður er hún gagn-
leg fyrir fræðimannasamfélagið.
Markmiðið með stofnun Glímunn-
ar er fyrst og fremst að efla um-
ræðu hér á landi um guðfræði og
samfélag, því okkur finnst að það
hafi verið vanrækt.“
Fyrir hverja er þetta vefrit
hugsað?
„Glíman er fyrir alla, hún er
hugsuð bæði fyrir fræðimenn og
hinn almenna borgara. En stað-
reyndin er einnig sú að aukinn
fjöldi fólks er að koma hingað
heim úr doktorsnámi
að utan og það fólk þarf
vettvang og tækifæri til
að tjá sig og fylgjast
með í íslensku sam-
hengi. Og við erum ekki
síst að bregðast við þeirri þörf.“
Hvers lags efni verður á Glím-
unni?
„Aðaláherslan er á að takast á
við samfélagslegar spurningar.
Efnið er í raun tvískipt, annars
vegar eru fræðilegar greinar og
hins vegar greinar sem eru skrif-
aðar út frá ákveðnu efni. Ég get
nefnt sem dæmi greinar okkar
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar sem
munu birtast í Glímunni, en þær
fjalla báðar um verk og áhrif Hall-
dórs Laxness, en frá mjög ólíkum
sjónarhóli.“
Skrifa einhverjir aðrir greinar í
Glímuna en þið fimm sem myndið
ritstjórnina?
„Já, við birtum líka efni eftir
aðra, til dæmis birtum við
skemmtilegt erindi sem Björn
Bjarnason dóms- og kirkjumála-
ráðherra flutti á prestastefnu nú í
sumar á Hólum í Hjaltadal, en
Björn mun einmitt sjá um að opna
vefritið við formlega athöfn á
fimmtudaginn. Björn er tölvusinn-
aður eins og allir vita og ég held að
dóms- og kirkjumálaráðherrann
hljóti að vera hrifinn af þessu
framtaki hjá okkur.“
Er Glíman gagnvirkt rit þar
sem lesendur geta sjálfir tekið
þátt í umræðunni?
„Já, okkur finnst það mjög mik-
ilvægt. Lesendur geta sent at-
hugasemdir og tjáð sig um greinar
sem eru í ritinu, og úr því verður
unnið.“
Verður hægt að nálgast efnið á
Glímunni annars staðar en á ver-
aldarvefnum?
„Já, allt efni sem birtist á Glím-
unni fer að lokum á prent, því á
hverju ári verður ritið gefið út á
prenti, þótt í litlu upplagi verði.
Þetta verður framleitt á ódýran
máta og fyrst og fremst
hugsað fyrir bókasöfnin
svo fólk hafi aðgang að
efninu og geti vitnað í
það. Eins getur fólk
keypt sér ritið til eignar
ef það vill.“
En hvaðan kemur nafnið Glím-
an?
„Glímunafnið er vísun til Jak-
obsglímunnar í Fyrstu Mósebók,
en auðvitað má líka skilja þetta
sem vísun í glímu almennt, því við
ætlum vissulega að takast á við
hluti í þessu riti,“ segir Kristinn að
lokum og tekur fram að nánara
netfang Glímunnar verði kynnt
sérstaklega á heimasíðu Reykja-
víkurakademíunnar.
Kristinn Ólason
Kristinn Ólason er fæddur á
Selfossi árið 1965 en uppalinn í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá MS 1985, guðfræðiprófi
frá HÍ haustið 1992 og BA-prófi í
klassískum fræðum við HÍ í febr-
úar 1996. Hann hefur nýlega lok-
ið doktorsprófi í gamlatesta-
mentisfræðum frá
Albert-Ludwigs-háskólanum í
Freiburg, Þýskalandi, þar sem
hann hefur stundað rannsóknir
og kennslu auk náms í Austur-
landafræðum síðastliðin ár.
Kristinn er styrkþegi hjá RANN-
ÍS og stundakennari við guð-
fræðideild HÍ. Hann er kvæntur
Hörpu Hallgrímsdóttur og eiga
þau þrjú börn.
Glíman er
gagnvirkt vef-
rit fyrir alla
Jé minn, ég fæ nú bara sólsting af þessum skepnuskap.