Morgunblaðið - 18.08.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STÆRSTA RAFTÆKJAVERSLUN LANDSINS!
VELDU
LÆGSTA VERÐIÐ!
VELDU EXPERT!
GRÍÐARLEGUR fjöldi fólks á öll-
um aldri víða um heim fer á hverju
ári í sjálfboðastarf til annarra landa.
Tilgangurinn er jafn misjafn og
fólkið er margt, en allir eiga það
sameiginlegt að vera tilbúnir til að
leggja á sig mikla vinnu fyrir ekkert
nema tækifærið til að kynnast nýj-
um og spennandi löndum, menning-
arheimum og fólki. Þangað til fyrir
tveimur árum einskorðaðist þó sjálf-
boðastarfið við langtímaverkefni,
þar sem fólk var við störf í marga
mánuði.
Samtökin Veraldarvinir (World
Wide Friends) voru stofnuð í upp-
hafi ársins 2001 til þess að mæta
þörfum þess hóps fólks sem vill
komast í styttri ferðir og vinna í
styttri tíma, fólks sem hefur ekki
tíma eða efni á langri dvöl en langar
engu að síður til að kynnast löndum
og vinna sjálfboðavinnu. Þar er
hægt að komast í tveggja vikna
starf, þar sem unnið er saman í
vinnuhópum að afmörkuðum verk-
efnum í umhverfismálum eða upp-
byggingarstarfi. Samtökin leggja
mikla áherslu á umhverfisvernd og
menningartengsl auk tungumála-
náms, en þau bjóða fólki einnig upp
á tungumálanám sem felst í mán-
aðarnámi í tungumálaskóla og
tveimur mánuðum í sjálfboðavinnu í
viðkomandi landi.
Unnið og ferðast um landið
Þórarinn Ívarsson, fram-
kvæmdastjóri Veraldarvina á Ís-
landi, segir samtökin að grunninum
til sprottin upp úr Alþjóðlegum
ungmennaskiptum (AUS), sem
bjóða upp á lengri dvöl. „Sumarið í
ár er það fyrsta sem við erum í fullu
starfi. Áhersla okkar er á náttúru-
verkefni, menningarskipti og að
hjálpa fólki að kynnast annarri
menningu og öðruvísi fólki.“
Sjálfboðastarfið fer þannig fram
að fólk vinnur fimm daga vikunnar,
sex tíma í senn, en í frítíma sínum
ferðast sjálfboðaliðarnir um auk
þess sem þeir kynnast „inn-
fæddum“. Þá er farið með sjálf-
boðaliðana í ævintýraferðir um
landið. Þórarinn segir um þriðjung
þátttakenda fara í ferðalög um land-
ið á eigin vegum eftir að sjálfboða-
starfinu lýkur. Þar myndist umtals-
verðar tekjur fyrir ferðaþjónustu.
„En þrátt fyrir að þetta fólk geri
margt fyrir landið okkar, bæði með
vinnuframlagi sínu og gjaldeyrisinn-
streymi, hefur þetta starf kannski
ekki mætt eins miklum skilningi
stjórnvalda og ýmissa aðila og mað-
ur skyldi ætla,“ segir Þórarinn, en
leggur þó áherslu á að samstarf við
sveitarfélögin sem vinna með ver-
aldarvinum hafi verið frábært og
þau sýni starfinu mikinn skilning.
„Verkefnin sem við vinnum eru oft á
vegum sveitarfélaganna og fólkið í
sveitarfélögunum er mjög ánægt
með samstarfið, bæði yfirvöld og al-
menningur. Þetta samstarf er afar
mikilvægt og okkur er mikið í mun
að viðhalda góðu samstarfi við sveit-
arfélögin. Það er engu að síður
mjög erfitt að reka svona starfsemi
án alls stuðnings frá ríki og borg, en
í útlöndum fá samtök eins og Ver-
aldarvinir gjarnan niðurgreitt hús-
næði og síma hjá sveitarfélaginu
þar sem þau starfa og dyggilegan
stuðning á ýmsum öðrum nótum,
þar sem stjórnvöld skilja hversu
mikilvægt og í raun arðbært starf
er verið að vinna.
Íslendingar hafa einnig verið
nokkuð tregir við að tileinka sér þá
hugmynd að það sé sniðugt að fara í
sjálfboðastarf til útlanda. Þetta er
mun ríkara í fólki erlendis, og því fá
Íslendingar mun fleiri sjálfboðaliða
en við sendum út.“
Margar mismunandi ástæður
fyrir þátttöku í sjálfboðastarfi
Veraldarvinir hafa starfað á ýms-
um stöðum á landinu í sumar, meðal
annars á Þórshöfn, Höfn í Horna-
firði, Galtalækjarskógi og á Sól-
heimum í Grímsnesi við umhverfis-
mál. Ein bækistöð Veraldarvina er á
Akranesi, þar sem hópar sjálf-
boðaliða hafa í sumar unnið ötult
starf við hreinsun strandlengjunnar
nálægt Akranesi og endurheimt
steingarðs við Akranesvita. Sveit-
arstjórn Akraness veitir samtök-
unum stuðning með því að veita
hópunum fæði og húsnæði og einn
starfsmann bæjarins til að vinna
sem milliliður milli samfélagsins og
samtakanna.
Þau Blake Anneberg frá Color-
ado og Sherrell Perkin frá Bret-
landi eru hluti af tuttugu manna
hópi frá fjölmörgum löndum, sem
hefur starfað á Akranesi síðustu
tvær vikur. Þau segja það mjög
spennandi og gefandi reynslu að
vinna að sameiginlegu verkefni í
svona þéttum félagsskap ólíks fólks.
„Þarna er fólk af öllum aldri og upp-
runa og maður eignast vini fyrir
lífstíð og öðlast mikilvæg tengsl,“
segir Sherrell, sem nam leiklist og
enskufræði og starfar nú við
kennslu og leiklist. „Ég er búin að
kenna í tólf ár og langaði að taka
mér smáhlé í frama mínum. Ég fer
bráðum að kenna ensku á
Grikklandi, en ég ákvað að vinna
fyrst sjálfboðavinnu í nokkrum
löndum sem mig langaði til að sjá.“
Sherrell segir sjálfboðavinnuna
hafa verið erfiða en mjög ánægju-
lega, það sé frískandi að vinna með
höndunum. „Upplifunin í heild sinni
hefur farið langt fram úr vænt-
ingum mínum. Gestrisni Íslendinga
er yndisleg, starfsfólkið í íþrótta-
húsinu þar sem við búum hefur ver-
ið ótrúlega vingjarnlegt. Enginn
hefði getað ímyndað sér hvað hægt
er að búa vel um okkur í íþrótta-
húsi.
Við erum búin að vera að vinna
fyrir sjávarútvegsfyrirtæki hér í
bænum við að grafa upp upphaflegu
steinana sem menn þurrkuðu fisk-
inn á í gamla daga, það hefur verið
mjög gefandi. Síðan höfum við farið
í ferðalög um landið í frítímanum,
bæði á vegum Veraldarvina og okk-
ar eigin vegum. Náttúran hér er
ómetanleg og ég held að þessi sam-
setning náttúrufyrirbæra sé ekki til
annars staðar í heiminum. Það er
frábært að geta komist til landa og
unnið og upplifað þau. Þegar allt
kemur til alls er þetta mun ódýrari
ferðamáti en að fara sem ferðamað-
ur.“
Blake, sem er nýútskrifaður frá
fjölþjóðlegum menntaskóla í
Massachussets, stefnir á háskóla-
nám í alþjóðasamskiptum. „Það sem
kemur mér mest á óvart er hvað
fólk frá mismunandi þjóðum er
raunverulega svipað. Við erum öll
mjög lík inn við beinið og það er svo
margt sem við eigum sameiginlegt.“
Blake segir þetta vera síðasta
tækifæri sitt í nokkurn tíma til þess
að kynnast öðrum löndum. „Ég hef
komið til Íslands einu sinni áður og
mér finnst það yndislegt. Ég mæli
eindregið með því að vinna sjálf-
boðaliðastarf. Þetta er frábær
skemmtun og upplifun, allt öðruvísi
en hefðbundið bakpokarölt. Hér
hefur maður sameiginleg markmið
og frábæran félagsskap.“
Óvenjuleg
en ódýr leið
til að ferðast
Samtökin Veraldarvinir bjóða fólki frá ýmsum
löndum að koma til Íslands og starfa í sjálf-
boðavinnu við mikilvæg umhverfisverkefni.
Svavar Knútur Kristinsson kynnti sér starf
veraldarvina og ólíkan uppruna þeirra sem
starfa við sjálfboðaliðastörf.
Hópur Veraldarvina starfar að
fegrun umhverfis Akranesvita.
Morgunblaðið/Svavar
Þau Sherrell Perkin frá Bretlandi og Blake Anneberg frá Bandaríkjunum
láta vel af ferð sinni og þeirri reynslu að starfa við sjálfboðastarf.
svavar@mbl.is
ANTONÍA litla Sigurðardóttir er ný-
innvígður laxveiðimaður þótt ung sé
að árum, aðeins sjö ára, en hún hóf
laxveiðiferil sinn á óvæntan og magn-
aðan hátt í Eyjafjarðará fyrir nokkr-
um dögum. Landaði hún 12 punda
laxi, en missti annan sem var mun
stærri, jafnvel ekki langt frá 20 pund-
um.
Antonía var að veiðum á 2. svæði
Eyjafjarðarár með Sigurði föður sín-
um og var að kasta maðki með litlu
bensínstöðvarstönginni sinni, er tröll-
vaxinn lax greip agnið við svokallaðan
Arnarhól. Eftir miklar sviptingar
héldu tækin ekki og laxinn fór sína
leið, en nokkur tár munu hafa runnið
niður kinnarnar. En það var ekki ann-
að að gera en harka af sér og reyna
aftur og það gerði sú stutta. Og viti
menn, annar lax tók samstundis á
sama stað og tókst Antoníu litlu með
lagni og hjálp föður síns að landa lax-
inum í þetta sinn, en hér var um 85
sm, 12 punda hrygnu að ræða. Laxar
eru fátíðir í Eyjafjarðará, sem er
þekktust fyrir sjóbleikjuna, þetta var
því mjög óvænt uppákoma.
Risi úr skurðinum
Risaurriði veiddist í Geirsstaða-
skurði í Laxá í Mývatnssveit fyrir
fáum dögum. Var það 11 punda flykki
sem Egill Ingibergsson veiddi á
straumfluguna Rektor og tók sá stóri
fast upp við stífluna. Þetta er sá
stærsti í urriðasvæðum Laxár það
sem af er sumri.
Antonía litla Sigurðardóttir með
laxinn sinn.
Sjö ára með
12 punda
maríulax
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
EKKI eru taldar miklar líkur á leka í
jarðgöngunum undir Hvalfjörð svip-
uðum þeim sem varð í göngum undir
Oslóarfjörð um helgina. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá Speli.
Greint var frá því fjölmiðlum í gær
að Oslóargöngin verði lokuð að
minnsta kosti fram að næstu helgi en
enn er ekki ljóst hvers vegna dælu-
kerfi í göngunum bilaði enda eru
dælurnar enn undir vatni.
Vegamálastjóri Noregs hefur af
þessu tilefni fyrirskipað könnun á
hliðstæðum búnaði í öllum neðan-
sjávargöngum í Noregi.
„Ráðamenn Spalar ehf., sem á og
rekur Hvalfjarðargöng, munu afla
sér upplýsinga um hvað gerðist í
göngunum undir Oslóarfjörð. Svo
vill reyndar til að framkvæmdastjóri
félagsins er einmitt staddur í Noregi
í öðrum erindagjörðum og mun ræða
málið við vegagerðarmenn þar í
landi í vikunni. Þegar frekari vitn-
eskja liggur fyrir verður að sjálf-
sögðu farið yfir hliðstæðan búnað og
eftirlit í Hvalfjarðargöngum, ef efni
þykja til.
Spurningar kunna eðlilega að
vakna um hvort eitthvað svipað gæti
gerst í Hvalfjarðargöngum, einu
neðansjávargöngunum á Íslandi, og
gerðist í göngunum undir Oslóarfirði
núna um helgina. Fullyrða má með
rökum að hverfandi líkur eru á slíku
ef tekið er mið af fjölmiðlafréttum af
atvikinu í Noregi.
Fram kemur að inn í göngin undir
Oslóarfjörð leki að jafnaði um 30 lítr-
ar á sekúndu af jarðvatni en til sam-
anburðar má geta þess að leki í Hval-
fjarðargöngum er einungis um 5
lítrar á sekúndu.
Á botni Hvalfjarðarganga er þró
sem tekur við jarðvatninu. Fjórar
dælur eru til taks til að koma vatninu
þaðan út. Lekinn í göngunum er ein-
ungis brot af því sem reiknað var
með við hönnun ganganna og er
reyndar svo lítill að það dugar að
hafa eina dælu af fjórum í gangi í fá-
einar klukkustundir á sólarhring.
Fylgst er með dælubúnaðinum og
vatnsborðshæðinni í þrónni. Þetta er
liður í reglubundnu eftirliti í göng-
unum. Vatnsþróin tekur við leka í
göngunum í að minnsta kosti eina
viku án þess að dælt sé úr henni.
Í ljósi þess sem hér segir þyrfti
margt að fara úrskeiðis samtímis til
að vatnsþróin Guðlaug í Hvalfjarð-
argöngum yfirfylltist líkt og virðist
hafa gerst í göngunum undir Oslóar-
fjörð: t.d. langvarandi bilun í öllum
dælum samtímis, rafmagnsleysi dög-
um saman og bilun á sama tíma í
varaaflgjafa ganganna,“ segir í
fréttatilkynningu frá Speli.
Leki ólíklegur í göngum Spalar
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn vann
öruggan sigur á Norðurlandamóti
skákfélaga sem haldið var um
helgina. Hrókurinn hlaut 22 vinninga
og var 2½ vinningi fyrir ofan Tafl-
félagið Helli sem hafnaði í 2. sæti. Í
þriðja sæti urðu sænsku meistararn-
ir. Hellismenn unnu Hróksmenn 4–2 í
fyrstu umferð og virtust til alls líkleg-
ir. Hróksmenn sýndu hins vegar mik-
inn karakter og unnu flestar hinar
sveitirnar stórt á sama tíma og Helli
gekk nokkuð misjafnlega, sérstak-
lega þó með mjög slæmum skelli gegn
Svíum í lokaumferðinni, 1½–4½.
Hróksmenn geta því fagnað enn
einum sigrinum en félagið er nú bæði
Íslands- og Norðurlandameistari.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
1. Hrókurinn 22 v.
2. Hellir 19½ v.
3. Svíþjóð 17½ v.
4. Noregur 15½ v.
5. Finnland 9½ v.
6. Færeyjar 6 v.
Sveit Norðurlandameistara Hróks-
ins skipa þeir Jóhann Hjartarson,
Stefán Kristjánsson, Tairi Faruk,
Ingvar Þór Jóhannesson, Páll Þórar-
insson, Róbert Harðarson, Tómas
Björnsson og Lárus Knútsson.
Hrókurinn
sigrar á
Norður-
landamóti
♦ ♦ ♦