Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 11 WALTER W. Powell prófessor við Stanford háskóla og Santa Fe Inst- itute segir að landlæg andstaða al- mennings í Bandaríkjunum við of mikil ríkisafskipti séu ein aðal- ástæðan fyrir miklum fjölda svokall- aðra non profit fyrirtækja í Banda- ríkjunum, en það eru fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hægt er að kalla núllfyrirtæki á ís- lensku. Í Bandaríkjunum hefur rík- issjóður markvisst dregist saman síðan í tíð Jimmy Carters, að sögn Powells, þó að umsvifin hafi heldur aukist í tíð núverandi forseta, George W. Bush. Að sama skapi er núllfyrirtækjum að fjölga. Núllfyrirtæki eru oftast á sviði lista og menningar, menntunar og rannsókna, heilbrigðisstofnanir, bar- áttusamtök fyrir ýmsum ólíkum mál- efnum, stofnanir á sviði umönnunar og umhverfismála svo nokkur dæmi séu nefnd. Fjölbreytni fjölgar fyrirtækjum Powell segir að önnur stór ástæða fyrir fjölgun núllfyrirtækja sé fjöl- breytni þjóðfélagsins en hann segir að því fjölbreyttara sem þjóðfélag sé, því fleiri slík fyrirtæki séu starfrækt. Í fjölbreyttu þjóðfélagi, segir Powell, er ekki hægt að láta eitt yfir alla ganga því ólíkir þjóðfélagshópar hafa ólíkar þarfir. Aðeins í tveimur öðrum löndum fyrir utan Bandaríkin er jafn stórt hlutfall núllfyrirtækja, í Ísrael og í Hollandi. „Í Bandaríkjunum hefur lengi tíðkast að borgarar í einstökum sam- félögum myndi starfsemi til að sinna þörfum þegnanna á viðkomandi svæði.“ Vöxtur núllfyrirtækja í Bandaríkj- unum hefur verið mikill síðustu miss- eri. Powell stundar nú rannsóknir á þessum fyrirtækjum á San Franc- isco svæðinu í Bandaríkjunum þar sem fjöldi slíkra fyrirtækja nær tvö- faldaðist á milli áranna 1990 og 2000, í beinu samhengi við uppsveiflu í efnahagslífi svæðisins. Fjöldi ungra milljónamæringa margfaldaðist á skömmum tíma og hinir ungu auð- jöfrar vildu ólmir láta fé af hendi rakna til góðs málefnis. Þess ber að geta að veittur er skattaafsláttur í Bandaríkjunum gegn því að ein- staklingar eða fyrirtæki gefi til núll- fyrirtækja eða samtaka. Listasafn Íslands gæti fært út kvíarnar Powell segir að núllfyrirtæki afli nú í sífellt ríkari mæli tekna sinna sjálf. Fyrir tíu árum síðan voru t.d. eigin tekjur 10% af heildarrekstrarfé sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco, en núna eru þær 55%. Tekjurnar fær hljómsveitin með sölu ýmiss konar varnings og þjónustu. „Ég fór í Listasafn Íslands í gær og þar var lítið kaffihús og pínulítil bókaverslun. Mest af því sem hún seldi var eitthvað beintengt safninu sjálfu. Miðað við það sem gert hefur verið í Bandaríkjunum væri hægt að stækka tekjugrunn Listasafnsins talsvert með því að stækka bókabúð- ina margfalt og selja þar myndlistar- bækur og blöð, auk t.d. skartgripa, trefla, bolla og fleira. Kaffihúsið gæti líka fært verulega út kvíarnar og orðið vinsæll áningarstaður fyrir borgarbúa, jafnvel boðið upp á ráð- stefnur og fleira. Svo væri hægt að ganga enn lengra eins og Phillips safnið í Washington hefur gert en það er með sérstök kvöld fyrir ein- hleypa á miðvikudögum og fimmtu- dögum þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra, fá sér vínglas og skoða myndlist.“ Powell segir að gagnrýnendur hafi lýst áhyggjum sínum yfir því að hinn raunverulegi tilgangur t.d. lista- safnsins, tapist með þessu, menn láti afvegaleiðast og láti fjáröflunina verða meginmálið í starfseminni. Powell segir að þessar stofnanir líti sífellt viðskiptalegar út og aðferð- ir sem notaðar eru í hefðbundnum fyrirtækjum séu teknar upp í síaukn- um mæli innan núllfyrirtækja. Hann spyr hvort ekki sé samt betra að reka stofnun vel, þó að það þýddi að helmingur starfseminnar væri ekki miðaður að kjarnamarkhópi, svo lengi sem hinn helmingurinn fær betri þjónustu en hann fékk áður. Fóstra ný fyrirtæki Powell segir að út frá núllfyrir- tækjum verði oft til hefðbundin fyr- irtæki til hliðar sem rekin eru í hagn- aðarskyni. Hann nefnir t.d. verkefni sem fólst í að þjálfa heimilislausa í að stofna og reka sitt eigið fyrirtæki. 72 menn sem áður voru heimilislausir eru nú með eigin sölubása á íþrótta- leikvangi í San Fransisco. „Þetta heppnaðist mjög vel. En það má ekki gleyma því að það fóru 450 manns í gegnum prógrammið til að ná saman þessum 72 og það kostaði nokkrar milljónir dollara. Það væri hægt að spyrja af hverju fólkinu voru ekki bara gefnir peningarnir beint og það síðan sent í skóla. Röksemdin fyrir því að sú leið var ekki farin er að þá hefðu þeir heimilislausu líklega eytt peningunum og verið síðan aftur á götunni eftir nokkur ár. Þetta snýst um að læra að bjarga sér sjálfur.“ „Núllfyr- irtæki“ vaxa en ríkið minnkar Morgunblaðið/Jim Smart Walter W. Powell var einn aðalfyrirlesara á norrænni viðskiptafræðiráð- stefnu sem haldin var hér á landi og lauk á laugardaginn. SÆPLAST hf. var rekið með tæp- lega 22 milljóna króna hagnaði eft- ir skatta á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við 46 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagns- liði og afskriftir (EBITDA) var rúmlega 171 milljón króna, borið saman við 214 milljónir árið áður. Veltufé frá rekstri var 146 millj- ónir, svipað og í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi niðurstaða sé nokkuð und- ir áætlunum þess, en að erfið rekstrarskilyrði í Noregi hafi ein- kennt annan ársfjórðung. Tvö ný fyrirtæki komu inn í reksturinn á tímabilinu; Plasti Ned í Hollandi og Icebox á Spáni. Efnahagur fé- lagsins stækkaði því nokkuð á fyrri hluta ársins, en félagið bauð út skuldabréf fyrir 900 milljónir króna. Handbært fé félagsins var rúm 421 milljón króna í lok fjórðungs- ins og jókst um 331 milljón á tíma- bilinu. Eigið fé var 749 milljónir og jókst um 10 milljónir. Eiginfjár- hlutfall nú er 24,2%, en var 31,5% um áramót. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum, jukust á tíma- bilinu úr 643 m.kr. í 834 milljónir. Veltufjárhlutfall 30. júní var 2,13. Hagnaður Sæplasts minnkar VANSKIL einstaklinga og fyrir- tækja við innlánsstofnanir voru svipuð í lok annars ársfjórðungs og í lok þess fyrsta, eða liðlega 27 milljarðar króna. Þetta eru um 600 milljónum króna minni vanskil en á miðju síðasta ári en tæpum 900 milljónum meiri vanskil en á síð- ustu áramótum. Sem hlutfall af heildarútlánum hafa vanskil hins vegar lækkað lítillega, eða úr um 3,5% í lok fyrsta ársfjórðungs í 3,3% í lok annars ársfjórðungs þessa árs. Vanskilin voru tæp 3,8% af heildarútlánum á miðju síðasta ári og um 3,5% á áramótum. Heildarútlán innlánsstofnana til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 90 milljarða króna milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs og námu 829 milljörðum í lok júnímán- aðar. Vanskil einstaklinga 11,7 milljarðar Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins á Netinu og ná yfir tímabilið frá árs- lokum 2000 til loka júnímánaðar 2003. Á þessu tímabili hafa heildar- útlán innlánsstofnana til einstak- linga og fyrirtækja aukist um 33% en vanskil um 93%. Vanskil einstaklinga við innláns- stofnanir minnkuðu um 200 millj- ónir króna milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs, úr 11,9 milljörðum króna í 11,7 milljarða. Á miðju síðasta ári voru vanskil ein- staklinga um 11,6 milljarðar og 11,1 milljarður á áramótum. Sem hlutfall af heildarútlánum voru van- skil svipuð í lok annars ársfjórð- ungs og í lok þess fyrsta, eða um 6,4%, en heildarútlán einstaklinga drógust saman um tæpa 3 milljarða milli ársfjórðunga, fóru úr 187,2 milljörðum í 184,5 milljarða. Vanskil fyrirtækja stóðu nánast í stað milli fyrsta og annars ársfjórð- ungs þessa árs, fóru úr 15,3 millj- örðum í 15,4 milljarða. Á miðju síð- asta ári voru vanskil fyrirtækja um 16,1 milljarður og um 15,2 millj- arðar á síðustu áramótum. Sem hlutfall af heildarútlánum minnk- uðu vanskil milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs úr 2,6% í 2,4% en þau voru 2,9% í lok júnímánaðar í fyrra og 2,7% á síðustu áramót- um. Heildarútlán fyrirtækja hækk- uðu á öðrum ársfjórðungi Heildarútlán fyrirtækja námu samtals 644 milljónum á miðju þessu ári og hækkuðu um 56 millj- arða frá lokum fyrsta ársfjórðungs. Heildarútlán innlánsstofnana til fyrirtækja námu samtals 556 millj- ónum á miðju síðasta ári og 566 milljónum á síðustu áramótum. Talnaefni Fjármálaeftirlitsins nær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Um er að ræða brúttóvanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sér- stakar afskriftir. Hafa ber í huga að í lok hvers árs eru færð út end- anlega afskrifuð útlán sem koma til lækkunar á brúttó vanskilafjárhæð- um og hafa þannig áhrif á vanskil á fjórða ársfjórðungi ár hvert og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Vanskil við inn- lánsstofnanir standa í stað                          

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.