Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
uppræta samtökin að mestu er leiðtogi þeirra var
handtekinn á sínum tíma. En undanfarna mánuði hafa
leifar samtakanna fært sig upp á skaftið og hefur
reynst erfitt að tryggja öryggi fátækra smábænda. Á
myndinni sjást vopnaðir bændur fylkja liði.
STJÓRNVÖLD í Perú hafa nú ákveðið að afhenda
mörg þúsund smábændum vopn til þess að þeir geti
varið sig fyrir árásum af hálfu hryðjuverkamanna
Skínandi stígs, maóistasamtaka sem árum saman börð-
ust gegn stjórnarhernum. Talið var að tekist hefði að
Reuters
Bændur verjast Skínandi stíg
FULLTRÚAR stjórnvalda og
hópa uppreisnarmanna í Líber-
íu náðu í gær samkomulagi þar
sem kveðið er á um fullan og
öruggan aðgang liðsmanna al-
þjóðlegra hjálparsamtaka að
landinu. Milligöngumenn frá
ríkjum Vestur-Afríku reyna
enn að fá deiluaðila til að semja
um frið en hótuðu í gær að
fresta viðræðum fram í septem-
ber ef helstu samtök uppreisn-
armanna féllu ekki frá kröfu
sinni um að fá ráðherraembætti
í nýrri ríkisstjórn. Uppreisnar-
menn drógu í gær til baka
kröfu um embætti varaforseta.
Fundu flug-
skeytahluta
LÖGREGLAN í Moskvu í
Rússlandi hefur fundið parta úr
litlum flugskeytum, meðal ann-
ars sprengjuodda, fyrir utan
borgina. Lögreglan greindi frá
fundinum í gærmorgun. Lög-
reglan fann vopnin þegar hún
leitaði að stolnum bílum fyrir
utan borgarmörkin. Rússneskt
flugskeyti af svipaðri gerð var
notað þegar misheppnuð árás
var gerð á ísraelska farþegavél
við Mombasa í Kenýa í fyrra.
Handtökur
í Indónesíu
TÍU hafa verið handteknir í
Indónesíu, grunaðir um aðild
að sprengjutilræði við Marr-
iott-hótelið í Jakarta fyrr í
mánuðinum. Þá fórust 12
manns. Ekki var skýrt frá því
hvar fengist hefðu upplýsingar
um hina grunuðu. Nýlega var
Hambali, sem sagður er aðal-
hugsuður hermdarverkasam-
takanna Jemaah Islamiyah,
handtekinn. Samtökunum er
kennt um tilræðið við hótelið og
annað tilræði á eynni Bali í
fyrra er 202 létu lífið.
Hörð átök í
Afganistan
MEIRA en tveir tugir manna
féllu í gærmorgun í miklum
bardaga afganskra stjórnar-
hermanna við nokkur hundruð
vopnaða menn sem taldir eru
vera stuðningsmenn talíbana.
Átökin urðu í bænum Barmal í
suðausturhluta landsins er
gerð var árás með vélbyssum
og eldflaugabyssum á bílalest
stjórnarliða. Leifar talíbana-
herjanna og gamall stríðsherra
í landinu, Gulbuddin Hekmaty-
ar, hafa blásið til sóknar gegn
stjórnvöldum í Kabúl og er-
lenda friðargæsluliðinu.
Gíslar lausir
úr haldi
GÍSLATÖKUMENN úr röð-
um íslamskra öfgamanna í Als-
ír létu í gær lausa 14 Evrópu-
menn sem þeir rændu snemma
á þessu ári. Fólkið var í gæslu í
grannríkinu Malí og segja
heimildarmenn að greitt hafi
verið lausnargjald fyrir fólkið
sem er frá Þýskalandi, Sviss og
Hollandi. Er fjárhæðin talin
hafa verið 73 milljónir dollara,
nær sex milljarðar króna. Ætt-
arhöfðingi úr röðum þjóðflokks
túarega í eyðimörkinni hafði
milligöngu í málinu.
STUTT
Samið
um neyð-
araðstoð
NÚ er ljóst að 135 munu bjóða sig
fram til embættis ríkisstjóra Kalif-
orníu í kosningunum í október. 247
sóttust eftir að verða frambjóð-
endur en 112 var hafnað vegna
ófullnægjandi framboðsgagna.
Leikarinn Arnold Schwarzenegger
hefur ráðið milljarðamæringinn og
demókratann Warren Buffett sem
fjármálaráðgjafa í kosningabarátt-
unni. Buffett er nokkurs konar
goðsögn í fjárfestingaheiminum en
hann þykir hafa yfirburða fjár-
málavit. Buffett hefur sagt að lík-
lega verði að hækka skatta í Kalif-
orníu vegna efnahagsástandsins og
brugðust sumir áhrifamiklir re-
públikanar hart við þeim hug-
myndunum, sögðu skatta þegar
allt of háa.
Líklega hafa aldrei jafn margir
boðið sig fram í ríkisstjórakosn-
ingum en yfirleitt eru frambjóð-
endur færri en sex, að sögn Bruce
Cain prófessors í stjórnmálafræði
við Berkeley-háskóla. Umsjónar-
menn kosninganna hafa nú miklar
áhyggjur af kostnaðinum við þær
því hinar 30 milljónir dala sem
þær áttu að kosta í fyrstu eru nú
komnar upp í 67 milljónir og gæti
talan hækkað enn meira vegna
hins mikla fjölda frambjóðenda.
Á frambjóðendalistanum eru
ýmsir vel kunnir kandídatar, aðrir
minna þekktir og sumir sem þykja
heldur skrítnir. Þannig eru þar
vindlingasali sem selur vörur sínar
með afslætti, sölumaður notaðra
bíla, atvinnugolfari og súmóglímu-
kappi. Af hinum þekktari eru
demókratarnir Cruz Bustamante,
vararíkisstjóri,Arianna Huffington
fréttaskýrandi og repúblikanarnir
Arnold Schwarzenegger og kaup-
sýslumaðurinn Bill Simon sem tap-
aði fyrir Gray Davis, núverandi
ríkisstjóra, í kosningunum í nóv-
ember. Kvikmyndaleikarinn Rob
Lowe, sem leikur stórt hlutverk í
Vesturálmunni. sjónvarpsþáttum
um bandarískan forseta og starfs-
liðs hans í Hvíta húsinu, gekk um
helgina í lið með Schwarzenegger.
Mun hann fá það hlutverk að afla
stuðnings meðal annarra þekktra
Kaliforníumanna.
Nýjar kannanir sýna að Cruz
Bustamante hefur nú ívið meira
fylgi, 25%, en Schwarzenegger
sem er með 22%. Margir spá því
að Schwarzenegger hafi samt
meiri möguleika þegar á líður.
„Hann mun stefna sama öðrum
hæfum viðskiptaforkólfum og hag-
fræðingum og búa til hóp fólks
sem mun takast á við að finna
lausn á fjármálavanda Kaliforníu,“
sagði Sean Walsh talsmaður
Schwarzeneggers.
Kosningarnar sem fara fram 7.
október eru haldnar vegna mik-
illar óánægju með Gray Davis sem
var endurkjörinn í nóvember á síð-
asta ári en Kaliforníu-ríki glímir
við mikinn fjárhagsvanda og orku-
skort.
Kosningarnar til embættis ríkisstjóra í Kaliforníu
Vill að Schwarzen-
egger hækki skatta
Los Angeles, Sacramento. AP.
Arnold
Schwarzenegger
Cruz
Bustamante
SPENCER Abraham, ráðherra
orkumála í Bandaríkjunum, hét því í
gær að gangskör yrði gerð að því að
finna orsök raf-
magnsbilunarinn-
ar í liðinni viku.
Bilunin, sem náði
til 50 milljóna
manna í Norður-
Ameríku í liðinni
viku, er talið hafa
átt upptök sín í
Cleveland í Ohio í
Bandaríkjunum
en Abraham vildi
þó ekki staðfesta þær tilgátur í
sjónvarpsviðtali í gær. Sagði hann
að rannsaka yrði málið betur.
Svo virðist sem að bilun hafi átt
sér stað í rafrásum, sem olli hárri
rafspennu sem hafði síðan áhrif í
Toronto, Detroit, Ottawa og New
York.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Kanada hafa skipulagt starfshópa,
sem er ætlað að rannsaka orsök bil-
unarinnar, sem olli versta raf-
magnsleysi í sögu Norður-Ameríku.
Einkum verður skoðað hvers vegna
bilun í Cleveland var ekki sinnt
strax.
Þá eru íbúar beðnir að fara spar-
lega með rafmagn þrátt fyrir að raf-
magn sé komið á víðast hvar. Enn-
fremur er talið hugsanlegt að loka
þurfi fyrir rafmagn á ný til þess að
koma í veg fyrir að raforkukerfið
hrynji á ný.
Orsök
bilunar
í Ohio?
Washington. AFP.
Spencer Abraham
UNGUR kínverskur viðskiptafræð-
ingur, sem vill fá að gera út á vax-
andi útbreiðslu markaðshyggju í
heimalandi sínu, hefur ákveðið að
lögsækja stjórnvöld í Shanghai sem
meinuðu honum að skrá fyrirtæki
undir nafni sem inniheldur orð sem
áður mátti ekki nefna í hinu maó-
íska kommúnistaríki, þ.e. „kapítal-
ískt“.
Lu Yuzhang, sem nýlega lauk
námi í viðskiptafræðum, reyndi
snemma á þessu ári að fá einkafyr-
irtæki skráð undir enska heitinu
„Shanghai Capitalist Competition
Capability Consulting Co.Ltd“ –
sem gæti útlagzt sem „Hið kapítal-
íska samkeppnisgeturáðgjafarfélag
Shanghai hf.“, en að hans sögn höfn-
uðu embættismenn heitinu með
þeim rökum að það væri „pólitískt
viðkvæmt“ og skaðlegt þjóðarhags-
munum.
Lu hefur nú ákveðið að leita rétt-
ar síns fyrir dómstólum til að fá fyr-
irtækið skráð undir þessu heiti.
„Kapítalistar og kapítalismi er til í
Kína. Það er staðreynd,“ tjáði Lu
AP-fréttastofunni. „Að nota heiti
kapítalismans er fullkomlega löglegt
og í samræmi við þjóðarhagsmuni.“
Talsmaður héraðsdómstóls
Shanghai staðfesti að málið væri
þar til meðferðar en ekki hefði enn
verið úrskurðað í því.
Í dagblaðinu Shanghai Star er
haft eftir embættismanni á skrif-
stofu viðskiptamála hjá borgar-
stjórn Shanghai að kapítalismi væri
„í andstöðu við grundvallarstjórn-
málakerfi Kína,“ enda sé í stjórn-
arskrá Alþýðulýðveldisins kveðið á
um að Kína sé „sósíalískt ríki með
lýðræðislegu alræði undir forystu
verkamannastéttarinnar og grund-
vallað á samstöðu verkamanna og
bænda.“
Á undanförnum árum hefur hins
vegar raunin verið sú, að hinir
kommúnísku valdhafar Kína hafa
leyft kapítalisma að blómstra upp að
vissu marki í landinu, einkum í
Shanghai, miðstöð alþjóðaviðskipta
landsins.
Hugtakið kapítalismi bannað í Kína
Shanghai. AP.BANDARÍSKUR lögmaður fólks
sem sætti kynferðislegu ofbeldi af
hálfu kaþólskra presta, Daniel Shea,
hefur afhent yfirvöldum afrit af fyr-
irmælum til biskupa frá Páfagarði
árið 1962 þar sem þess er krafist að
mál af þessu tagi séu meðhöndluð
með algerri leynd komist upp um af-
brotin innan kirkjunnar, að sögn
BBC.
Skjalið, sem var leynilegt, er með
innsigli Jóhannesar 23. sem þá
gegndi embætti páfa. Klerkum sem
ekki hlýði fyrirmælunum er hótað
bannfæringu.
Páfagarður hefur viðurkennt að
skjalið sé ófalsað en neitar að um til-
raun til yfirhylmingar hafi verið að
ræða.
Kröfðust
þagnar um
kynlífsbrot
♦ ♦ ♦