Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 13
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 13 Engjateigi 5, sími 581 2141j i i , í i ÞORLEIFUR Örn Arnarsson sit- ur ekki með hendur í skauti þessa dagana heldur leikstýrir nú annarri sýningu sinni í sumar, sú fyrri var Að- farir að lífi hennar sem frumsýnd var 15. júlí í Tjarnarbíói. Nú færir Hið lif- andi leikhús sig um set á tjarnarbakk- anum yfir í Iðnó og sýndi á menning- arnótt. Hér er á ferðinni sýning fimm einþáttunga eftir fjóra íslenska höf- unda og einn erlendan, áströlsku skáldkonuna Vanessu Badham. Framlag hennar er einna forvitni- legast; Kapítal fjallar um tvo ímynd- arsmiði sem fá það verkefni að finna jákvætt sjónarhorn á frétt um fjölda- morð bandarískra hermanna í afg- önskum barnaspítala. Það var fjölda- margt sem kom upp úr kafinu þegar rótað var í þessum sora. Samleikur þeirra félaganna Guðjóns Davíðs Karlssonar og Jóhannesar Hauks Jó- hannessonar var mjög vel heppnaður, sá síðarnefndi sýndi hér á sér nýja og óvænta hlið og skapaði mjög trúverð- uga og heilsteypta persónu. Hinir dramatísku möguleikar einþáttungs- ins voru nýttir til hins ýtrasta og ágætis þýðing Eiríks Nordal naut sín vel og fór vel í munni. Þetta er áhrifa- mikið verk, Badham tekst að gera hörmungar stríðsins enn verri með þeirri áherslu sem hún leggur á orð- hengilshátt persónanna. Verkið var hins vegar gersamlega ekki við hæfi barna og þó að það væri nefnt við inn- ganginn virtist það hafa farið framhjá sumum leikhúsgesta. Tveir aðrir þættir eru þematengdir verki Badhams: Sókratesarfélagið eftir Hauk Má Helgason og Frelsis- kartöflur og lýðræðisönd eftir Snæ- björn Brynjarsson. Hið síðarnefnda fékk fyrstu verðlaun í örleikritasam- keppni sem haldin var meðal fram- haldsskólanema á vegum fræðslu- deildar Þjóðleikhússins og leiklistardeildar LHÍ í vetur. Sýning verksins nú var beinskeyttari og áhrifameiri en á verðlaunaafhending- unni í Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins í maí sl. Maríanna Clara var fram- úrskarandi sem fréttamaðurinn og samskipti þeirra Melkorku óviðjafn- anlega fyndin. Benedikt Karl Gröndal stóð sig vel sem fréttamaðurinn á staðnum og háðið í verkinu hitti beint í mark. Eins og Kapítal fjallar þetta verk um hvernig tungumálið er teygt og togað til að gera frásögn af stríðs- rekstri að viðfelldnu fréttaefni, meg- inmunurinn er sá að áherslan í Frels- iskartöflum og lýðræðisönd er öll á grínið svo verkið skilur mun minna eftir í huga áhorfenda. Sókratesarfélag Hauks Más Helgasonar minnir um margt á út- varpsleikrit Andra Snæs Magnason- ar, Hlauptu, náttúrubarn, sem flutt var í útvarpsleikhúsinu í nóvember 2001. Hér er forsætisráðherra, Kristjáni Thors, og syni hans, Ásgeiri Jóni, rænt, þeim haldið af heimspeki- sinnuðum hryðjuverkamönnum sem vilja hefna harma Færeyja sem for- sætisráðherra hefur staðið fyrir ein- hverjum hermdarverkum gegn. Þrátt fyrir þann yfirlýsta tilgang sinn að ræða við ráðherrann um vald, ofbeldi, réttlæti og fleiri heimspekileg hugtök leiðir atburðarásin mannræningjana til sömu illverka og þeir vilja mót- mæla. Það var í raun alltof stutt til að rúma einhverja áhugaverða þróun, fyrr en varir er verkinu lokið. Það væri án efa hægt að lengja það og skerpa á dramatískum möguleikum sem felast í því. Jóhannes Haukur var frábær sem hinn skelfingu lostni stjórnmálamaður sem gat samt ekki rifið sig upp úr klisjunum og Guðjón Davíð gaf honum lítið eftir. Ylfu og Melkorku vantaði herslumuninn til að ná að sýna hvort tveggja á trúverð- ugan hátt, hinar heimspekilegu vangaveltur og grímulaust ofbeldið. Fyrsta og síðasta verkið á dag- skránni voru af öðrum toga. Annað er stuttur einleikur eftir Starra Hauks- son, sem fluttur var af Sólveigu Guð- mundsdóttur, breskmenntaðri leik- konu sem vann síðast með íslenska leikhópnum Thalamus sem sýndi verkið Intransit á listahátíðinni Festi- valX í Silkeborg á Jótlandi fyrr í sum- ar. Textinn í Önnu er vel skrifaður á fallegu máli og fallega leikinn af Sól- veigu – það sem á skortir er snarpari uppbygging og aukin innri átök sem gætu gefið leikstjóra og leikkonu meira úr að moða. Verkið gaf skýra mynd af persón- unni og sambandi því sem hún hafði átt í en sviðsverk krefjast gjarnan meiri tilþrifa en skrifaður texti til að lifna við á sviðinu. Það væri ef til vill hægt að segja að Anna fjalli um stríð á milli tveggja persóna og endur- spegli þannig veruleika miðþáttanna þriggja í einkalífi aðalpersónunnar. Vandamálið er að þetta er frásögn eða lýsing á átökum en þeirra sér ekki stað í leikrænni framvindu. Anna var flutt fyrst verkanna og áhorfendur gátu notið þess sem logns á undan storminu, svo vísað sé í stríðsverkin þrjú. Reikistjarna Sig- tryggs Magnasonar er átakalítið og draumkennt verk sem leið fyrir það að vera síðast á efnisskránni. Þær ljóðrænu og heimspekilegu vanga- veltur sem þar eru á ferðinni máttu sín lítils á eftir rismeiri verkum. Per- sónurnar lifnuðu ekki á sviðinu og það eina sem eftir situr er áminningin um að þú getur ekki sent einhvern annan fyrir þig að leita hugsjónarinnar. Það var gaman að fylgjast með þessari fjölbreyttu sýningu, ann- markar voru ýmsir og greinilegt að miðjuverkin þrjú höfðu fangað huga leikstjórans meira en jaðarverkin tvö. Nú er bara að bíða og sjá hverju fé- lagarnir í Hinu lifandi leikhúsi taka upp á næst; hvað sem það verður er næsta víst að það verður eitthvað ferskt og spennandi. LEIKLIST Hið lifandi leikhús Höfundar: Vanessa Badham, Haukur Már Helgason, Sigtryggur Magnason, Snæ- björn Brynjarsson og Starri Hauksson. Þýðing einþáttungs Vanessu Badham: Ei- ríkur Nordal. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arn- arsson. Höfundur tónlistar: Ólafur Björn Ólafsson. Ljósahönnuður: Egill Ingibergs- son. Leikmynd og búningar: Leikhóp- urinn. Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir, Melkorka Óskarsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Ylfa Áskelsdóttir. Sunnudagur 17. ágúst. PENTAGON Stríð og draumar Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Þorkell Heimspekilegar vangaveltur og grímulaust ofbeldi í Sókratesarfélaginu eftir Hauk Má Helgason. TÓNLEIKARÖÐIN Sumartón- leikar í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar hélt áfram sl. þriðjudags- kvöld og þrátt fyrir veðurblíðuna voru þeir þokkalega sóttir. Á efnis- skránni voru fjögur verk. Það fyrsta samdi Jónas Tómasson (1946), Nocturno V fyrir fiðlu og pí- anó sem hann samdi á sumarmán- uðum 1989 fyrir Hlíf Sigurjónsdótt- ur og David Tutt. Hlíf lék kvöldljóðið með fallegum tón og miklum krafti og Adrienne Kim lék dúnmjúkt á flygilinn og náðu þær mjög vel saman. Enska tónskáldið, píanistinn og hljómsveitarstjórinn Benjamin Edward Britten (1913– 1976) er oft álitinn eitt mesta tón- skáld Breta. Eitt er víst að hann var ákaflega afkastamikill og fjöl- hæfur tónsmiður. Hann samdi nokkur verk fyrir ákveðna flytj- endur svo sem söngvarana Fischer- Dieskau og Janet Baker. Hann samdi Sónötu fyrir selló og píanó í C dúr op. 65 árið 1961 fyrir rússn- eska sellistann Mstislav Rostropo- vich. Sónatan er í fimm þáttum sem bera ekki hefðbundnar yfirskriftir, Dialogo, Scherzo – pizzicato, Elegia, Marcia, Moto perpetuo. Sónatan er eins og von er krefjandi fyrir bæði hljóðfærin og í svona litlum en hljómgóðum sal er oft hægt að gera hluti sem ganga alls ekki í stærri sölum. Nálægðin við áheyrendur gefur listamönnunum tækifæri til að leika ofurveikt á hljóðfærin og nýta þau þar með betur. Þennan möguleika nýttu þau Robert La Rue og Adrienna Kim sér til hins ýtrasta þannig að áhrif- in voru enn meiri. Flutningurinn var mjög góður og vel mótaður og samleikurinn vel úthugsaður. Pí- anótríóið nr. 2 í e moll op. 67 samdi Dmitry Shostakovich árið 1944. Tríóið hefst með lýrískum og fal- legum kafla, á eftir fylgir annar þáttur með gleði og föstum hrynj- anda, síðan hægur, fallegur og tregablandinn Largo og loks lifandi, dálítið rússneskur Alegretto-kafli með gríðarlegum átökum og trega- fullum friði í lokin. Leikur þeirra þremenninganna var stórkostlegur, mikill og samstilltur kraftur og frá- bær túlkun. Í lokin var boðið upp á Café Music (1986) eftir Bandaríkja- manninn Paul Schoenfeld (1947). Í kynningu segir að hugmyndin að verkinu hafi fæðst á veitingastað, eins konar hágæðaborðtónlist sem ætti líka erindi í hljómleikasal. Í verkinu bregður fyrir ýmsum stíl- tegundum: vínartónlist, léttklassík, sígaunatónlist og gyðingatónlist svo eitthvað sé nefnt, einnig fallegum laglínum. Verkið var frumflutt árið 1987 og var léttur og góður sum- arendir á góðum tónleikum. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu, Robert La Rue á selló og Adrienne Kim á píanó. Verk eft- ir Jónas Tómasson, Britten, Shostakov- ich og Schoenfeld. Þriðjudagurinn 12. ágúst kl. 20.30. KAMMERTÓNLEIKAR Sam- stilltur sam- leikur Jón Ólafur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.